Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 40
Kelly Osbourne bjarg- aði svo málunum þeg- ar hún lánaði nokkrum „uppábúnum brasspíum“ úr sveitinni hárlakk … 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum með skipulagða tvenna tónleika. Aðrir verða við opnun Listahátíðar en hinir miðvikudag- inn þar á eftir,“ segir Einar Örn Benediktsson, forsprakki Gho- stigital um tónleika sem bera yf- irskriftina Radium og verður út- varpað á útvarpsstöðinni Rondo FM 87,7. „Það sem er óvenjulegt við þessa tónleika er að þú getur bara heyrt þá í gegnum útvarp. Þú mætir á staðinn og við látum þig fá útvarp til að hlusta á tónleikana. Þú verður sem sagt með þitt eigið söngkerfi,“ segir Einar sem hefur engar áhyggjur af fjölda viðtækja. „Við verðum með nóg af útvörpum. Við erum svo vinsælir að ég held að við verðum með tugi þúsunda út- varpa,“ segir hann í léttum dúr. „Við útvörpum þessu í gegnum Rondo þannig að það er hægt að hlusta á þetta á leiðinni, síðan legg- urðu bílnum og kemur á tónleikana. En þá sérðu að við erum svolítið að spila á umhverfið, þetta eru svona umhverfistónleikar. Við erum bara að magna upp það sem aðrir heyra,“ segir Einar og útskýrir að algjörlega nauðsynlegt sé að vera með útvarp til að vita hvað sé í gangi. „Við notum hljóð úr Reykja- vík, sem maður tekur kannski ekki eftir dagsdaglega, en við mögnum þau upp og gerum þau að tónlist.“ Tónlist og litir Aðspurður segir Einar að sam- starfið við Finnboga hafi legið í augum uppi. „Finnbogi er mikill hljóðlistamaður og það hefur alltaf legið fyrir hjá okkur að vinna með honum. Nú ætlum við að nota þetta tækifæri til þess að vinna eitthvað saman. Við erum með Curver sem er náttúrlega myndlistarmaður og ég hef teiknað fullt af bókakápum og plötualbúmum þannig að þetta er bara tónlist og myndlist saman,“ segir Einar sem telur lítið mál að koma myndlist til skila í gegnum útvarp. „Það er eins og einn ágætur ís- lenskur tónlistarmaður, Bubbi Morthens, talar alltaf um – að hann sjái tónlist í litum. Þetta er allt samtengt. Þetta er skynjun og við erum bara að teikna út í loftið.“ Síðari tónleikarnir, sem fara fram á Rjúpnahæð, verða með öðru sniði en hinir fyrri. „Þeir tónleikar eru aðeins flóknari að því leyti að þá ætlum við að senda út í quat- rofoníu. Þannig að á milli fjögur og fimm sendum við út í gegnum Hlaupanótuna á Rás 1 en svo fram og aftur af stereóinu í gegnum Rondo. Þannig að þú þarft í raun tvö útvarpstæki til að heyra okk- ur,“ útskýrir Einar og bætir við að svona nokkuð hafi aldrei verið gert áður. Fyrri tónleikarnir verða við opn- un Listahátíðar fyrir utan Listasafn Íslands fimmtudaginn 10. maí frá kl. 15 til 20 en síðari tónleikarnir verða á Rjúpnahæð miðvikudaginn 16. maí frá kl. 15 til 19. Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi við fyrirtækið CCP og út- varpsstöðina Rondo. Morgunblaðið/G.Rúnar Samstarf Einar Örn, Finnbogi og Curver ætla að skeyta tónlist og myndlist saman á tvennum tónleikum á Listahátíð. Hljóðræn myndlist á Listahátíð Hin framsækna hljóm- sveit Ghostigital hefur hafið samstarf við Finnboga Pétursson myndlistarmann. Af- raksturinn er sérstakt samband tón- og mynd- listar sem frumflutt verður á Listahátíð í Reykjavík fimmtudag- inn 10. maí. HLJÓMSVEITIN Bardukha hefur ferð sína um Ísland í dag með tónleikum í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði kl. 21. Balzamersveitin Bardukha var stofnuð 2003 og eru meðlimir Steingrímur Guð- mundsson sem leikur á slagverk, Ástvaldur Traustason á harmonikku, Hjörleifur Vals- son á fiðlu og Birgir Bragason á bassa. Þeir félagar leika eigin hræring af þjóð- lagatónlist þar sem blandað er saman balk- nesku, slavnesku og arabísku tónkryddi. Þó að tónlist Bardukha virðist vera nið- urnjörvuð og hefðbundin þjóðlagatónlist með taktríkum sígaunablæ er ekki rétt að láta blekkjast. Þessir piltar láta gjarnan gamminn geisa, taka sér óspart skáldaleyfi og sleppa sér lausum í frjálsum og persónulegum ein- leiks-spunaköflum sem færir tónlistina í nýj- ar og óræðar víddir. Flutningur Bardukha fær þar af leiðandi sinn eigin svip og einkenni og þess vegna hafa þeir félagar kosið að nefna tónlist sína balzamer-tónlist, til að forð- ast samlíkingar. Næstu tónleikar sveitarinnar eru á morg- un, 3. maí, á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 21, Gamla Bauk á Húsavík 4. maí kl. 22 og 5. maí á Græna hattinum á Akureyri kl. 22. Balzamersveitin Bardukha er á ferðinni Bardukha Hefja ferð sína um Ísland með tónleikum í dag. www.myspace.com/bardukha

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.