Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BLADES OF GLORY VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 10:10 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER eee H.J. Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM BE SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee V.J.V. TOPP5.IS eee S.V. - MBL Fullbúið einbýli, laust strax. Nýkomið glæsilegt nýtt, tvílyft einbýli m. innbyggðum bílskúr, samtals ca 235 fm. Húsið skiptist m.a. þannig: Stofa m. arni,4 rúm- góð svefnherbergi, glæsilegt stórt eldhús m. borðstofu, tvö glæsileg baðherbergi o.fl. Flísar og parket á gólfum. Góð staðsetning og útsýni. Garður frágenginn. Sjón er sögu ríkari. Myndir á mbl.is. V. 68 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Asparhvarf - Kóp, nýtt glæsilegt Nánari upplýsingar gefur Helgi Jón sölustjóri í s: 893 233 Fyrir nokkru skrifaði ég pistilþar sem ég velti því fyrirmér hvernig myndlist- armenn verðleggja verk sín. Sá pistill virðist hafa farið fyrir brjóst- ið á mörgum en aðrir fögnuðu um- ræðunni. Í fyrstu minntist ég á mikla verðhækkun á verkum gömlu meistaranna, sem sjálfsagt skýrist af auknum áhuga ríkra Íslendinga á myndlist. Verð á verkum þekktra myndlistarmanna fer almennt hækkandi í hinum vestræna heimi sem hlýtur að vera afleiðing aukins áhuga manna á myndlist, skilnings á því að um góða fjárfestingu sé að ræða og síðast en ekki síst að menn hafa meira fé milli handa.    Í pistlinum velti ég því einnig fyr-ir mér hvort olíumálverk væru alltaf margfalt dýrari en málverk unnin með annars konar málningu, þ.e. burtséð frá hugmyndafræðinni í verkinu. Ég átti þar við að ef tveir álíka færir málarar færu út saman og máluðu Heklu, annar með olíu og hinn með vatnslitum, yrði olíu- verkið margfalt dýrara að öllum líkindum. Þetta voru tiltölulega saklausar vangaveltur, að mér fannst, en vöktu hörð viðbrögð. Það skal því tekið fram að hugvit og hugmyndafræði voru ekki í jöfn- unni. Ég var einfaldlega að velta því fyrir mér hvort fínna þætti að eiga olíumálverk og þess vegna væru þau dýrari.Ég er ekki þeirrar skoðunar að verðleggja eigi mynd- list eftir efninu sem notað er í hana. Það væri galið.    Þá hafa menn einnig misskiliðtextann þannig að ég sé á móti háu verði á myndlist. Þvert á móti vil ég að öll myndlist hækki í verði en ekki bara verk gömlu meist- aranna og þeirra sem þykja bera af nú til dags. Ég var einfaldlega að benda á það misræmi sem oft má sjá í verðlagningu myndlistar, og þá er ég að tala um sambærilega myndlist. Nú súpa menn kannski hveljur af hneykslan og spyrja hvað sé sambærilegt. Málverk af epli og flösku sem málað er af svipaðri færni og í svipuðum stíl? Tveir menn mála auðvitað aldrei alveg eins, en ég leyfi mér að setja smá skekkjumörk. Mergurinn málsins er sá að það er heljarinnar hausverkur að verð- leggja myndlist og engar reglur til þar að lútandi. Það var í raun það sem ég var að fara með þum- alputtareglunum sem ég nefndi í pistlinum sem einhverjir tóku að- eins of bókstaflega. Einnig fór það fyrir brjóstið á mönnum að ég skyldi ráðleggja nýútskrifuðum myndlistarmanni að setja það verð á verk sem hann héldi að fólk væri reiðubúið að kaupa það á. Þannig verðlagði ég mín verk á mínum fyrstu sýningum, en ef til vill er að harðbannað núna og listfræðingar sem ráðleggja mönnum með verð- lagningu. Þegar ég útskrifaðist úr framhaldsnámi voru kennarar hik- andi við að ráðleggja mér hvað varðaði verðlagningu þannig að á endanum varð ég að verðleggja eft- ir eigin höfði. Nýútskrifaðir geta bara hunsað mínar ráðleggingar ef þeim svo sýnist.    Ég geri mér fullkomna greinfyrir því að sumir eru goð- sagnir í myndlist (eins og Guð- mundur Oddur bendir á í frétta- skýringu) og að verð á verkum þeirra er í samræmi við það. Ég veit af hverju hallamál Kristjáns Guðmundssonar kosta sitt og af hverju þau eru peninganna virði, þar er hugvitið verðlagt umfram annað. Ég hef aldrei haldið öðru fram. Það sem ég var að tala um í pistlinum var verðlagning á mynd- list þeirra sem ekki eru goðsagnir, nýútskrifaðir eða lítt eftirsóttir eft- ir margra ára myndlistarstörf. Að verk þeirra ættu að kosta minna en þeirra sem eru vinsælir og eft- irsóttir. Það er einfaldlega mín skoðun.    Sumir myndlistarmenn metaverk sín meira en aðrir. Ef menn kynna sér verðlag á myndlist, og þá á ég við þá sem finna má í galleríum og í búðum, ekki á upp- boðum, þá ætti ákveðið misræmi að blasa við. Ef það gerir það ekki biðst ég velvirðingar á pistlum mín- um og lýsi mig verðblindan. En ég held að þetta sé óttalegt kaos. Ég veit ósköp vel að menn verð- leggja verk sín eins og þeim sýnist, enda engin önnur leið fær þar sem engar reglur gilda um slíkt og ómögulegt sjálfsagt að búa til slík- ar reglur. Ég tek undir með mynd- listarmanninum og gagnrýnand- anum Jóni B. K. Ransu að það er erfitt að verðleggja myndlist þar sem hún er ekki síður hugvit en handbragð. Það á að sjálfsögðu ekki að verðleggja hana eins og iðnaðarvöru. En vilji menn á annað borð selja verk sín verða þeir að verðleggja þau. Sumir þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, eft- irspurn á markaði setur verðmiða á þeirra verk.    Ég vil veg íslenskrar myndlistarsem mestan og að íslenskir myndlistarmenn hagnist af sínum verkum sem mest. Mér finnst ís- lensk myndlist almennt ekki dýr og hef aldrei haldið því fram. Ef eitt- hvað er þá er hún almennt of ódýr, en inn á milli eru undarlega dýr verk, eins og fyrr sagði, verðið út úr kortinu. Og um það fjallaði pist- illinn. Sum gallerí hafa fengið á sig þann gæðastimpil að sýna góða myndlistarmenn, þ.e. þeir sem reka þau vita hvaða myndlistarmenn eru efnilegir, hugmyndaríkir og líkleg- ir til frekari frama innan geirans.    Ég bar það undir kollega minnhjá Morgunblaðinu á dög- unum hvað honum fyndist um það að óþekktur myndlistarmaður verðlegði verk sín jafnhátt og sá sem væri viðurkenndur og eft- irsóttur. Honum fannst ósköp eðli- legt og líkti þessu við laun knatt- spyrnumanna í ensku deildinni, benti á að Wayne Rooney hefði ung- ur að aldri verið keyptur til Man- chester United fyrir fúlgur fjár. Þar hafi menn einfaldlega veðjað á Rooney, menn sérfróðir um knatt- spyrnu. Þannig starfa í raun um- boðsgallerí, þau veðja á menn og vona að þau hafi rétt fyrir sér. Eig- andi gallerísins hlýtur þá að vera það vel að sér í myndlistarfræðum að hann kemur auga á hæfi- leikamenn. Hann er Alex Ferguson. Myndlist og knattspyrna »Ég veit af hverjuhallamál Kristjáns Guðmundssonar kosta sitt og af hverju þau eru peninganna virði, þar er hugvitið verðlagt um- fram annað. ReutersWayne Rooney Þyngdar sinnar virði í gulli. helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.