Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 48
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Umræða um forgangs-
röðun nauðsynleg
Það er nauðsynlegt að ræða áfram
forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu,
segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra. Á borgarafundi í Sjón-
varpinu sagði hún að sums staðar er-
lendis væri rætt um að þeir sem
hefðu náð ákveðnum aldri fengju
ekki fulla heilbrigðisþjónustu. Siv
tók fram að hún væri ekki að boða
slíka stefnu. »Forsíða
1. maí
Hátíðahöld á frídegi verkalýðsins
1. maí voru með hefðbundnum hætti
í gær víða um land. Í Reykjavík var
farin kröfuganga frá Hlemmi og nið-
ur Laugaveg, sem endaði á Ingólfs-
torgi þar sem útifundur var haldinn.
Hátíðahöldin voru haldin undir yf-
irskriftinni Treystum velferðina.
»Miðopna
Kaupa nýja bora
Jarðboranir gengu í gær frá
samningi um kaup og kauprétt á há-
tæknivæddum stórborum sem geta
borað niður á mun meira dýpi en
eldri borar fyrirtækisins eða niður á
allt að fimm þúsund metra dýpi.
Kaupin eru liður í áætlunum fyr-
irtækisins um stóraukna útrás á er-
lenda markaði, en fyrirhugað fyrsta
verkefni boranna verða djúpboranir
í Suður-Þýskalandi fyrir lok þessa
árs. »4
Mengun í göngum
Grípa varð til aðgerða í aðrennsl-
isgöngum Kárahnjúkavirkjunar
skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt og
flytja nokkra starfsmenn til vegna
köfnunarefnisdíoxíðsmengunar sem
fór lítillega yfir viðmiðunarmörk.
Mengun fór síðan öðru sinni yfir
mörkin kl. 17 í gær og voru 12
manns fluttir til í ferskara loft. »2
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Fótbolti í stofunni
Staksteinar: Meðaltöl Sivjar
Forystugreinar: Spilin á borðið |
Minni mengun – meiri sátt?
Af listum: Myndlist og knattspyrna
Viðhorf: Skemmtilegur Zizek
UMRÆÐAN»
Tækifæri íbúa við Njálsgötu
Viltu vinna milljón?
Réttindi flugfarþega – eitt verð
Flugvöllinn burt úr Vatnsmýri
Heitast 18 °C | Kaldast 8 °C
SV og V 5–8 m/s og
rigning en bjartviðri
að mestu NA- og A-
lands fram til kvölds.
Hlýjast NA til. »10
Á Kópavogsdögum í
vikunni má meðal
annars sækja tón-
leika með Emilíönu
Torrini og Víkingi
Heiðari. »45
TÓNLIST»
Emilíana og
Víkingur
BÆKUR»
Íbúar Múmíndals eru
sívinsælir. »42
Tilefningar til MTV-
kvikmyndaverð-
launanna kunn-
gjörðar, þeirra á
meðal berrassaður
Borat. »47
VERÐLAUN»
Kossar og
slagsmál
DANS»
Uppselt er á sýningu
Dansflokksins í Kína. »43
FÓLK»
Söngkonan Pink er enn á
lífi að eigin sögn. »45
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Ekki hrifnir af Eiríki …
2. Drengurinn settur á Stuðla
3. Rove sagður hafa hrækt á Sheryl
4. Boy George í vondum málum
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðing-
ur situr þessa dagana við ritun end-
urminninga forseta Íslands, Ólafs
Ragnars Grímssonar.
Ekki er þó um eiginlega ævisögu
að ræða heldur verður kastljósinu
beint að tíð Ólafs í forsetaembætti.
„Það er ofsögum sagt að þetta sé
ævisaga,“ sagði Guðjón í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Ég er sem sagt að skrifa bók sem
segir meira og minna frá forsetatíð
Ólafs Ragnars. Þar er lögð sérstök
áhersla á þessi erlendu samskipti
hans og um leið er ég í raun að fjalla
um útrásina og viðskiptalífið og þátt
hans í því,“ segir Guðjón jafnframt
og bætir við að Ólafur Ragnar hafi
greitt leið fjölmargra viðskipta-
manna út fyrir Íslandsstrendur.
Fjölmiðlafrumvarpið og fleira
Guðjón segist einnig taka til um-
fjöllunar atburði hér á landi, bæði í
starfi Ólafs Ragnars sem og einka-
lífi. Fjölmiðlafrumvarpið og andlát
Guðrúnar Katrínar, fyrrum for-
setafrúar, er meðal þess sem fjallað
verður um í bókinni.
„Reyndar rek ég líka framgöngu
Ólafs á alþjóðavettvangi áður en
hann varð forseti sem eins konar
grundvöll fyrir því sem síðar kom.
En ég fer ekkert út í pólitík hans hér
áður fyrr,“ upplýsir Guðjón.
Bókina byggir hann bæði á viðtöl-
um við forsetann sem og fjölda ann-
arra, hér heima og heiman.
Áætlað er að gefa bókina út með
haustinu, en hún hefur ekki enn
fengið nafn.
Saga af forseta
Í haust kemur út bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings
um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar
Í HNOTSKURN
»Ólafur Ragnar var kjörinnforseti Íslands árið 1996.
»Hann var endurkjörinn árið2000 án atkvæðagreiðslu og
sigraði svo tvo mótframbjóð-
endur árið 2004.
»Ólafur Ragnar er fyrsti for-setinn í sögu Íslands til þess
að neita að skrifa undir lög sem
samþykkt höfðu verið á Alþingi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Á Bessastöðum Ólafur Ragnar afhenti Guðjóni Íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 2003 fyrir ævisögu Jóns Sigurðssonar.
VEÐURSÍÐAN belgingur.is hefur
spurst út meðal þeirra sem vilja
fylgjast með veðri og nýtur sívax-
andi vinsælda
meðal útivistar-
fólks, flugmanna,
sjómanna og ann-
arra.
Nákvæmni
Belgings byggist
á því að reiknað
er í neti sem hef-
ur möskva sem
eru aðeins
þriggja kílómetra
víðir en möskvastærð annarra
reiknilíkana, sem hingað til hafa
verið notuð við spágerð á Íslandi, er
yfirleitt 20–50 kílómetrar, að sögn
Haraldar Ólafssonar veðurfræðings
og forsvarsmann Belgings.
Sprotafyrirtæki og
framhaldsnemar
Veðursíðan Belgingur er samvinnu-
verkefni Veðurstofu Íslands, Há-
skóla Íslands og Reiknistofu í veð-
urfræði sem er sprotafyrirtæki sem
var stofnað af Haraldi og Ólafi
Rögnvaldssyni veðurfræðingi og
hýsir m.a. nemendur í framhalds-
námi í veðurfræði. Á Reiknistofunni
starfa m.a. Hálfdán Ágústsson og
Einar Magnús Einarsson sem sam-
hliða rekstri Belgings sinna rann-
sóknum á vindhviðum og óvissu í
veðurspám. | Miðopna
Belgingur
spyrst út
Haraldur Ólafsson
METÞÁTTTAKA var í 1. maí-hópkeyrslu Snigl-
anna í gær þegar ökumenn á 650 hjólum svöruðu
kalli Snigla og óku af stað frá Perlunni til Hafn-
arfjarðar í fylgd lögreglumanna. Setti fylkingin
mikinn svip á umferðina með smávægilegum
umferðartöfum í byrjun og við ferðalok en allt
gekk vel að öðru leyti. Bifhjólin voru af öllum
gerðum og stærðum og riddararnir allvel
dúðaðir.
Morgunblaðið/Kristinn
Metþátttaka hjá Sniglunum
650 BIFHJÓL Í 1. MAÍ-HÓPKEYRSLU