Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Borgarstjórnarparið tæki sig vel út á horninu fyrir framan reisulegan torfbæ.
Það kemur ekki á óvart að veriðer að skrifa bók um forsetaferil
Ólafs Ragnars Grímssonar. Það er
ósköp eðlilegt að slík bók sé tekin
saman. Og það kemur heldur ekki á
óvart, að Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingur hafi tekið verkið að sér.
Hann hefur lengi
verð nátengdur
þeim, sem ná-
tengdastir eru
forsetanum.
Hið eina, semkemur á
óvart, er tíma-
setningin. Af
hverju núna og af
hverju á bókin að
koma út áður en forsetaferli Ólafs
Ragnars Grímssonar lýkur?
Sumir hneigjast að því að útgáfaþessarar bókar sé til marks um
að forsetinn hafi ákveðið að gefa
ekki kost á sér til endurkjörs vorið
og sumarið 2008, þegar nýjar for-
setakosningar eiga að fara fara
fram.
Aðrir telja, að slíkt sé óhugsandi.Forsetinn sé á bezta aldri og
við góða heilsu og engar líkur á
öðru en að hann gefi kost á endur-
kjöri.
Enn aðrir eru þeirrar skoðunar aðbókin muni ekki bara koma út á
íslenzku heldur einnig ensku og
verði þá notuð sem eins konar sölu-
tæki fyrir forsetann í viðleitni hans
til að hreppa háa stöðu hjá ein-
hverri alþjóðastofnun.
Og loks eru þær skoðanir uppi hjásumum, að hinir auðugu vinir
forsetans innanlands og utan muni
þegar þar að kemur setja á fót
stofnun, sem talin verði alþjóðleg,
til þess að skapa honum vettvang,
þegar forsetaferli hans lýkur.
Þetta eru vangaveltur og ber aðtaka sem slíkar.
STAKSTEINAR
Ólafur Ragnar
Grímsson
Bók um forsetann
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
:
*$;<
! " #$
*!
$$; *!
" #
$ %
# %
&
'% ('
=2
=! =2
=! =2
"&%$
)
* + ,- ' .
>
*
"2
/-
'
% '%
0**' /-'1 - 2' '
*3
.
# 0
4 3
#
0 -
/
/-
'
1 -
'
3 *
/-'1 - 2' '
*3
0**
'
* 3 5'
#
* 4 3
%*
'#
=7
/-$ - * 0 -
3
.0 -
0
%
('% 0
6&
* #' -
0 #
-
* '%
#(*
70 '88 '% 9' -' )
*
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3 3
Árni Helgason | 2. maí 2007
Stóryrði um bankana
Að vísu fór spyrjandi
ekki alveg rétt með
þegar hann eignaði Ög-
mundi Jónassyni um-
mæli á þann veg að guð
ætti að forða bönk-
unum ef hann yrði
næsti fjármálaráðherra. Hið rétta er
að Össur Skarphéðinsson lét þessi
ummæli falla á heimasíðu sinni. Það
sem hefur eflaust ruglað þann sem
setti fram spurninguna er að Ög-
mundur skrifaði á heimasíðu sína
ekki ósvipuð ummæli 1. nóvember sl.
Meira: arnih.blog.is
Dögg Pálsdóttir | 1. maí 2007
Kosningaloforð
Þegar Samfylkingin
leiddi R-listann í
Reykjavík, í heil 12 ár,
gerðist nánast ekkert í
húsnæðismálum aldr-
aðra. Síðast þegar
Samfylkingin gat eitt-
hvað gert til hagsbóta fyrir tann-
heilsu barna þá jók hún greiðslu-
þátttöku foreldra og gerði tann-
lækningar barna dýrari en áður.
Segir þetta ekki allt sem segja
þarf um trúverðugleika Samfylking-
arinnar?
Meira: doggpals.blog.is
Viðar Eggertsson | 1. maí 2007
Drakúla í kröfugöngu
Krafa dagsins var:
Mannsæmandi líf – líka
fyrir hunda!
Hann gekk ekki nið-
ur Laugaveginn, því
það er bannað fyrir
hunda, líka hunda sem
eru í kröfugöngu. Svo hann gekk um
hverfið sem hann býr í. Kannski líka
árangursríkast, því honum skilst að
margir broddborgarar búi í hverfinu
hans og rétt að beina kröfum sínum
til þeirra sem geta haft áhrif í sínum
flokki.
Meira: eggmann.blog.is
Salvör | 2. maí 2007
Karlmenn um skatta
Það var methallæris-
legt að sjá í Kastljósi
gærdagsins hvernig
það voru bara karl-
menn sem fjölluðu um
skattamál og hve kyn-
skipt umræðan var
annars vegar um heilbrigðismál þar
sem voru fimm konur og einn karl og
um skattamál þar sem voru sex karl-
ar. Það er líka magnað hve grunn og
yfirborðsleg umræðan er í svona
þáttum, ég velti fyrir mér hver sé
ástæðan – er það þessi miðill sjón-
varpið og sá knappi tími sem hver
viðmælandi hefur þar og hve lítið af
bakgrunnsupplýsingum koma fram
sem veldur því?
Ég sakna þess að ekkert ítarefni
sé með svona umfjöllun þannig að
fólk geti betur borið saman stefnu
flokkanna. Þegar ég sá um vef Fem-
ínistafélagsins þá setti ég upp sér-
stakan kosningavef fyrir femínista
fyrir síðustu kosningar, heimsótti
kosningaskrifstofur og setti inn upp-
lýsingar um stefnu flokkanna í kven-
frelsismálum. Mér hefði ekki fundist
ofverkið hjá þáttum eins og Kast-
ljósinu að taka saman hliðarupplýs-
ingar og setja á vef með svona þátt-
um, annars vegar um heilbrigðismál
og hins vegar um skattamál. Það er
kannski gallinn að fréttastofurnar
lifa í núinu og útsendingunni og hafa
ekki almennilega áttað sig á hina sí-
tengda og margflækta og tengda
samfélagi Netsins.
Eða er umræðan svona grunn út
af því að þeir sem skipuleggja þessa
þætti gera það frekar illa og virðast
ekki hafa unnið mikla heimavinnu?
Hér vil ég t.d. nefna að í upphafi
þáttarins var fjallað um stimpil-
gjöldin og gengið á röðina „Hvað
finnst þínum flokki um stimpilgjöld-
in?“ og svo kom í ljós að allir vildu
þau burt.
Út af hverju var þá verið að eyða
dýrmætum tíma þáttarins í þetta lít-
ilfjörlega mál sem allir eru sammála
um og sem almenningur hefur senni-
lega afar lítinn áhuga á? Ég leyfi
mér líka að efast um að allur þorri
fólks viti hvað stimpilgjöld eru. Eig-
inlega fékk ég ekkert út úr þessari
umræðu um hver skilin eru milli
flokka nema helst að vinstri grænir
hafa skýrari afstöðu en aðrir, þ.e.
vilja fjármagnstekjuskatt og hækk-
un á frítekjumarki í áföngum.
Meira: salvor.blog.is
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS
GUNNAR Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Túns hefur sent
Morgunblaðinu eftirfarandi at-
hugasemd:
„Í fréttagrein Morgunblaðsins
miðvikudaginn 2. maí er vakin at-
hygli á óvenjulegri stöðu mála hér
á landi hvað varðar erfðatækni og
nýtingu hennar. Greint er frá því
að Kynningarátak um erfðabreytt-
ar lífverur hafi sent frambjóðend-
um stjórnmálaflokkanna erindi um
málið en engin viðbrögð hafi borist.
Í fyrirsögn og meginmáli er full-
yrt að engin löggjöf sé til staðar
hér á landi um erfðabreyttar líf-
verur og að stefnuleysi ríki í mál-
efnum er varða erfðabreyttar líf-
verur og útbreiðslu þeirra. Þetta
má að mörgu leyti til sanns vegar
færa, en þó er ofsagt að „engin lög-
gjöf sé til staðar, því enn eru í gildi
lög um erfðabreyttar lífverur frá
árinu 1996 og reglugerðir um fram-
leiðslu, sleppingu og markaðssetn-
ingu erfðabreyttra lífvera (þ.m.t.
örvera) sem settar voru á árunum
1997-2002 (sjá t.d. upplýsingar um
gildandi lög og reglugerðir á
heimasíðu Umhverfisstofnunar:
www.ust.is).
Þessar lagareglur eru hins vegar
komnar til ára sinna, þær eru barn
síns tíma, enda er þróun á þessu
sviði mjög ör. Evrópusambandið
hefur löngu tekið upp nýjar og
strangari reglur um framleiðslu og
sleppingu erfðabreyttra lífvera,
m.a. hvað varðar öryggisprófanir
og umhverfismat. Meðan svo er
geta líftæknifyrirtæki skákað í
skjóli slakrar löggjafar á Íslandi,
nánast einu Evrópulanda, um úti-
ræktun og sleppingar á erfða-
breyttum plöntum. Íslensk stjórn-
völd hafa gefið leyfi til slíkrar
ræktunar, meðan önnur EES ríki
hafa hafnað slíkum umsóknum.
Noregur og Liechtenstein hafa
varúðarregluna mjög í hávegum
þegar kemur að hagnýtingu erfða-
tækni.
Jafnframt er það rétt sem segir í
frétt Morgunblaðsins, að hér er
engin löggjöf um merkingar á
erfðabreyttum matvælum og fóðri.
Erfðabreytt matvæli eru flutt inn
og seld ómerkt og erfðabreytt fóð-
ur er flutt inn í gríðarlegu magni
og selt bændum til afnota í nær all-
ar greinar búfjárræktar (m.a.
lambakjöts- og mjólkurfram-
leiðslu), án þess að fóðrið sé merkt.
Í þessum efnum er Ísland einnig
sér á báti, því næstum öll Evrópu-
ríki hafa sett sér löggjöf um merk-
ingar á erfðabreyttum matvælum
og fóðri.“
Athugasemd um
löggjöf varðandi
erfðabreyttar lífverur