Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 11
FRÉTTIR
the illusion of
perfection
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og kaupauka.
Velkomin í kynningu í Hygeu Smáralind
á morgun, föstudag, kl. 13-17.
3 spennandi nýjungar
frá La Prairie:
• Lip Renewal Concentrate
• Lip Line Plumper
• Revitalizing Eye Gel
www.laprairie.com Smáralind • Sími 554 3960
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN
ef þú þarft að selja,
leigja eða kaupa fasteign,
mundu 533 4200 eða
senda okkur póst: arsalir@arsalir.is
Strandgata 32, Hafnarfirði
Sími 555 2615
ÞRÝSTNAR OG
HÁGLANSANDI VARIR
WANTED GLOSS
Demi Moore
er með lit nr. 09
Sumargleði
VIRÐISAUKINN AF
LANCÔME,
HELENA RUBINSTEIN
OG BIOTHERM
fim. 3. og fös. 4. maí.
Ath. langur fimmtudagur.
i i
i
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Sumarlínan
í yfirhöfnum
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
„Í LJÓSI þess að undanfarin misseri
hefur ríkisstjórn Íslands rekið stór-
iðjustefnu og gefið erlendum stór-
iðjufyrirtækjum raforkuloforð sem
nema 50 terawattstundum hafa Ís-
landsvinir brugðið á það ráð að gefa
út bækling sem upplýsir hvað það fel-
ur í sér fyrir land og þjóð ef staðið
verður við þetta raforkuloforð,“ sagði
Helena Stefánsdóttir, forsvarsmaður
Íslandsvina, á útgáfufundi sem hald-
inn var á Kaffi Hljómalind í gær-
morgun.
Að mati Íslandsvina er atvinnu- og
byggðastefna ríkisstjórnarinnar
óviðunandi og haldi hún velli miklu
lengur sé ljóst að stóriðja muni ryðja
úr vegi fjölda atvinnugreina auk þess
að vera þrándur í götu sprotafyr-
irtækja og grasrótarstarfsemi. „Síð-
ast en ekki síst mun Ísland eiga á
hættu að glata því dýrmæta tækifæri
að verða vistvænt, sjálfbært þekking-
arsamfélag.“ Hópurinn segir jafn-
framt að engin skynsemi sé í því að
gefa erlendum auðhringjum Íslands
fegurstu og verðmætustu nátt-
úruperlur og óhæft að komandi kyn-
slóðir fái ekki tækifæri til að njóta
þeirra líkt og gert hefur verið um ald-
ir alda.
Vogarskálarnar jafnaðar
Bæklingur Íslandsvina hefur þann
tilgang að jafna vogarskálarnar en
hópurinn telur halla verulega á lýð-
ræði varðandi upplýsingaflæði til
íbúa landsins „þar sem stóriðjufyr-
irtæki og ríkisstofnanir, s.s. Lands-
virkjun, hafa úr miklu fjármagni að
moða til að koma sínum málstað á
framfæri“. Bæklingnum verður
dreift á öll heimili landsins á næstu
dögum.
Í honum má meðal annars finna
upplýsingar um mengun sem stafar
af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum
auk þess sem sú röksemdafærsla að
það sé hnattræn skylda Íslendinga að
nýta orkuauðlindir sínar til álbræðslu
sem framlag í baráttunni gegn gróð-
urhúsaáhrifum er hrakin. „Áður en
litlum hópi fólks tekst að fullvirkja
Ísland fyrir stóriðju og binda um 90%
af raforkuverði í heimsmarkaðsverð
á áli þykir Íslandsvinum brýn nauð-
syn að við, fólkið sem byggjum þetta
land, gerum okkur grein fyrir því
hversu alvarlegar afleiðingar það
mun hafa í för með sér fyrir okkur og
komandi kynslóðir,“ segir Helena.
Engin skynsemi í
að gefa náttúruperlur
Morgunblaðið/Ásdís
Íslandsvinir Bjarki Bragason, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Helena Stef-
ánsdóttir og María Jónsdóttir eru meðal þeirra sem standa að útgáfunni.
Íslandsvinir gefa
út upplýsingabæk-
ling um álfram-
leiðslu og virkjana-
áform á Íslandi
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100