Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 20
Djúpivogur | Mikill fjöldi andarteg- unda verpir við vötnin á Búlandsnesi við Djúpavog á hverju ári. Skeið- öndin er ein af sjaldgæfari tegund- unum sem verpa við vötnin en hún hefur verið árviss varpfugl síðast- liðin ár á svæðinu. Skeiðandarstegg- urinn er mjög litskrúðugur fugl þeg- ar hann er í sínum fínasta búningi. Skeiðandarstegg- ur í vorskrúða við Búlandsnessvötn 20 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Seyðisfjörður | T.A.K., Tengslanet austfirskra kvenna, heldur aðalfund sinn í Herðubreið á Seyðisfirði nk. laugardag kl. 15. Kl. 16 hefst málþingið „Í félags- skap kvenna.“ Þar verður m.a. fjallað um hvað er líkt og ólíkt með tengslanetum kvenna og kven- félögum og um gildi tengslanets í lífi og starfi. Framsögumenn eru Soffía Lárusdóttir, Ingunn Karítas Indriðadóttir og Helga Hreinsdóttir. Vinnuhópar fjalla í kjölfarið um möguleg verkefni tengslaneta og í lok formlegrar dagskrár verða af- hent hvatningarverðlaun TAK. For- maður T.A.K. er Katla Steinsson. Munurinn á tengslaneti og kvenfélagi Egilsstaðir | Stórt skref hefur nú verið stigið í átt til að auka mjög þjónustu við geðfatlað fólk á Austur- landi, m.a. með nýjum búsetuúrræð- um, aukinni liðveislu og nýrri vinnu- aðstöðu. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, hafa undirritað samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatl- að fólk á Austurlandi. Þetta felur í sér að félagsmálaráðuneytið ver samtals 70,8 milljónum króna á árinu 2007 til þess að styðja verkefni gagn- vart geðfötluðu fólki á Austurlandi. Samkomulagið er gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk, stefnu og framkvæmdaáætlun ráðu- neytisins 2006–2010. Svæðisskrif- stofan hefur unnið að undirbúningi málsins um langa hríð, m.a. í sam- vinnu við Geðhjálp á Austurlandi. Einangrunin rofin Verkefnin sem um ræðir eru í fyrsta lagi uppbygging búsetu sem er ígildi fjögurra leiguíbúða ásamt starfsmannaaðstöðu, sem Átak í þjónustu við geðfatlaða fjármagnar, fyrir einstaklinga með geðfötlun. Búseturúrræðið verður hluti af hús- næðiskosti fyrir fatlaða á svæðinu og nýtt í samstarfi við SAUST þannig að tryggt sé að jafn margar íbúðir standi geðfötluðum til boða á hverj- um tíma. Í öðru lagi er um að ræða þróun- arverkefni til að koma á fót félags- og vinnuaðstöðu fyrir fólk með geð- raskanir og geðfötlun, líklega í Kompunni á Egilsstöðum. Við þróun og mótun þjónustunnar verður lögð áhersla á þátttöku og virkni notenda og aðstandenda þeirra. Aðrir sam- starfsaðilar í þróunarverkefninu eru Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs, Félagsþjónusta Fjarðabyggðar, Heilbrigðisstofnun Austurlands, deild Geðhjálpar á Austurlandi og Austurlandsdeild Rauða kross Ís- lands. Markmiðið er að auka stuðn- ing til að rjúfa einangrun, stuðla að tengslamyndun og aðstoða geðfatl- aða til virkni í samræmi við eigin getu. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir að auka frekari liðveislu í búsetu við fólk sem býr við geðfötl- un. Stuðningur átaksverkefnisins gerir SAUST kleift að ráða fleira fagfólk til starfa. Þjónusta við geð- fatlaða stóraukin Veittar rúmar 70 milljónir á þessu ári Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjölbreytni Frá almennu sam- komuhaldi á Vilhjálmsvelli. Vopnafjörður | Um helgina voru björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði afhent- ir peningar sem söfnuðust á hlutaveltu sem nokkrir vaskir krakkar á Vopna- firði stóðu fyrir. Peningaupphæðin sem þau gáfu var 30.614 kr. og munar um minna fyrir sveit eins og Vopna og eiga börn- in miklar þakkir skildar. Þau heita Ingibjörg María Konráðsdóttir, Gló- dís Ingólfsdóttir, Anna Lilja Vigfúsdóttir, Matt- hildur Ósk Óskarsdóttir og Tómas Guðjónsson. Vopni hefur í ýmsu að snúast og segir á vefsíðu sveitar- innar m.a. frá útkalli 20. apríl sl. þegar leita þurfti konu sem ekki hafði skilað sér úr göngutúr utan við Strandhöfn. Hún fannst heil á húfi í bæjarhlaðinu heima hjá sér. Einnig segir frá því að aðstoða hafi þurft ökumann í Burstafellsbrekkum við að koma hestakerru niður fjallið. Það er ævinlega léttir þegar útköll leysast farsællega. Svo er þó ekki alltaf og skemmst að minnast erf- iðrar leitar sem fjöldi manns kom að, þegar sjómanns var saknað af bát sínum í Vopnafirði og fannst svo lát- inn. Börn færðu Vopna veglega gjöf Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Gjöf Þessir knáu krakkar söfnuðu yfir 30 þúsund krónum og gáfu Vopna. Fellabær | Kaupþing og Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hafa gert með sér auglýsinga- og styrktarsamning til þriggja ára og er Kaupþing nú að- alstyrktaraðili klúbbsins. Samningurinn felur m.a. í sér að Kaupþing styrkir klúbbinn til að kaupa nýja æfingabolta, verður með auglýsingar á 1. braut Ekkjufells- vallar í Fellum og á æfingasvæði klúbbsins. Opna Kaupþingsmótið verður haldið um miðjan júlí ár hvert og er það stærsta golfmót sumarsins hjá golfklúbbnum. Styrkinn ætlar hann að nota til uppbyggingar á aðstöðu sinni og velli, sem og til frekari efl- ingar barna- og unglingastarfs, sem hefur verið í mikilli sókn sl. tvö ár. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs er Sturla Hösk- uldsson. Kaupþing styrkir Golf- klúbb Fljótsdalshéraðs EYFIRÐINGAR og gestir þeirra geta flakkað á milli safna á laugar- daginn, án endurgjalds – bæði verð- ur ókeypis inn á söfnin og boðið verður upp á rútuferðir á milli staða; sú skemmtilega nýbreytni er nú tekin upp að tvær safnarútur verða á ferðinni og fer önnur þeirra t.d. frá Akureyri og út á Siglufjörð á Síldarminjasafnið. Eyfirski safnadagurinn er á laug- ardaginn, 5. maí, en markmiðið með honum er að vekja athygli á fjöl- breyttri og áhugaverðri safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfssemi sína og bjóða uppá margt áhugavert; nefna má listflug, ratleik, upplestur, leiðsögn, bátsferð, brauðbakstur á hlóðum, gamaldags leiki, vagnferðir í Hrís- ey og tónlist gestum að kostnaðar- lausu. Eftirfarandi söfn verða opin og aðgangur ókeypis: Minjasafnið á Akureyri, Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit, Sigurhæðir hús Matthíasar Joch- umssonar, Safnasafnið á Svalbarðs- strönd, Nonnahús, Listasafnið á Akureyri, Gamli bærinn í Laufási, Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Iðn- aðarsafnið, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Flugsafn Íslands, Amtsbókasafnið, Hákarlasafnið og Holt í Hrísey og Davíðshús. Söfnin í samvinnu við Sérleyfis- bíla Akureyrar, leiðsögumenn á Norðurlandi og Vaxtarsamning Eyjafjarðar bjóða uppá svokallaðar safnarútur. Auk þess verður safn- astrætó á ferðinni um Akureyri. Safnarúta 1 fer á Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Safna- safnið og Gamla bæinn í Laufási. Heimkoma kl. 15. Safnarúta 2 fer á Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði og Síldarminjasafnið á Siglufirði. Heimkoma kl. 16. Farið verður frá upplýsingamið- stöð ferðamanna á Akureyri í Hafn- arstræti 82, kl. 10. Safnastrætó fer frá Nætursöl- unni kl. 13, 14, 15 og 16 en strætó- inn keyrir á milli safnanna á Akur- eyri með leiðsögumanni. Safnarútur á ferð í firðinum Morgunblaðið/Golli Síld Bátahúsið, hluti Síldarminja- safnsins á Siglufirði. Í HNOTSKURN »Sameiginleg heimasíða safn-anna í Eyjafirði, www.sofn.is (www.museums.is) verður opnuð á laugardaginn. Heimasíðan er afrakstur sameiginlegs kynn- ingarátaks safnanna í Eyjafirði en þegar hefur verið gefinn út sameiginlegur bæklingur: Söfnin í Eyjafirði. DÖNSKU landsliðsstúlkurnar í liðinu Tårnby Curling Club sigruðu á ICE Cup, alþjóðlegu krullumóti á vegum Krulludeildar Skautafélags Akureyrar, sem fór fram um síðustu helgi. Dönsku stúlkurnar urðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu nýverið. Alls komu fjögur erlend lið til landsins til að keppa á mótinu, tvö frá Bandaríkjun- um, eitt frá Lettlandi og svo danska liðið. Koma erlendu liðanna er mikill fengur fyrir krullufólk hér á landi, að sögn mótshaldara. Þetta er í fjórða sinn sem Akureyringar halda ICE Cup. Átján lið kepptu á mótinu og er það metþátttaka, en í liðunum átján voru samtals yfir 80 manns með vara- mönnum. Mótinu lauk síðdegis á sunnudag með úrslitaleikjum þar sem sterk erlend lið röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Eitt íslenskt lið, Skytturnar, komst í úrslitaleik um bronsið en liðið gerði sér lítið fyrir á laugardeginum og náði jafntefli gegn þeim dönsku, 6-6. Áður en til úrslitakeppni kom voru leiknar fimm um- ferðir og í þeirri keppni sýndi lettneska liðið Latvian Curling Friends mestan styrk og sigraði alla fimm and- stæðinga sína. Dönsku landsliðskonurnar í Team TCC voru í örðu sæti eftir 5 umferðir og léku því til úrslita við lettneska liðið. Í lettneska liðinu eru tvær konur sem báðar hafa tekið þátt í Evrópumótum. Lettneska liðið varð að játa sig sigrað í sjálfum úrslitaleiknum því þar léku þær dönsku vel og unnu 9-3. Í leiknum um bronsið áttu Skytturnar í höggi við bandaríska liðið Hacks. Skytturnar létu finna fyrir sér strax í upphafi leiksins þegar liðið skoraði 5 steina í fyrstu umferðinni. Bandaríkjamennirnir létu það ekki á sig fá og unnu næstu fimm umferðir. Leikurinn endaði 11-6 þeim bandarísku í vil. Í sigurliðinu eru þær Angelina Jensen, Madeleine Dupont, Camilla Jensen og Anne Hansen. Í silfurliðinu frá Lettlandi eru Sandris Buholcs, Solvita Gulbe, Ansis Regza og Dace Regza. Bronsliðið Hacks frá Bandaríkj- unum skipa þeir Russ Armstrong, Cliff Andreoli, Mike Griem og Thom Knitter. Mótshaldið tókst með afbrigðum vel og voru hinir er- lendu gestir hæstánægðir með aðstæður, mótið sjálft og alla umgjörðina í kringum það, að sögn aðstandenda. Dönsku dömurnar sigruðu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjallir en töpuðu Leikmenn lettneska krulluliðsins í úrslitaleiknum gegn dönsku landsliðskonunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.