Morgunblaðið - 03.05.2007, Síða 22
Þetta er fjórða greinin af nokkrum í greina-
flokki, sem er samstarfsverkefni mat-
vælasviðs Umhverfisstofnunar og Morg-
unblaðsins.
MSG er skammstöfun fyrir „mono-sodium glutamate“ og er á ís-lensku stundum kallað „þriðjakryddið“. MSG er algengasta efn-
ið í flokki svokallaðra bragðaukandi efna. Efni
þessi hafa ekkert eiginlegt bragð sjálf, en eru
þeim kostum búin að draga fram bragð af öðr-
um efnum, svo sem ýmsu kryddi. Löng hefð er
fyrir notkun þessara efna, sem eru m.a. mikið
notuð í austurlenska matargerð, í ýmsa tilbúna
rétti, sósur og kryddblöndur.
Glútamat er ákveðið form efnis, sem kallast
glútamiksýra, sem er ein svonefndra amínó-
sýra. Amínósýrur eru byggingareiningar pró-
teina, en þar eru þær bundnar saman í langar
keðjur. Glútamiksýra er bæði í dýra- og jurta-
próteini og er því að finna í flestu því próteini,
sem við leggjum okkur til munns. Í meltingar-
vegi eru þessar keðjur brotnar niður í ein-
stakar einingar, sem líkaminn nýtir sér til
vaxtar og viðgangs. Óbundið eða „frítt“ glúta-
mat hefur hin eiginlegu bragðaukandi áhrif.
Ýmsar tegundir matvæla hafa nokkurt magn
af glútamati á fríu formi. Nefna má tómata,
gerjaða osta og vörur framleiddar úr vatns-
rofnu próteini svo sem sojasósu og súpukraft,
að sögn Gríms Ólafssonar, sérfræðings á mat-
vælasviði Umhverfisstofununar.
Hugsanleg skaðleg áhrif MSG
Á undanförnum áratugum eða allt frá 1970
hafa verið uppi umræður um hugsanleg skað-
leg áhrif MSG. „Fólk með astma sem ekki hef-
ur tekist að meðhöndla hefur kvartað yfir því
að hann versni tímabundið eftir neyslu á mat-
vælum sem innihalda MSG. Einnig hefur MSG
stundum verið tengt ofnæmislíkum áhrifum
sem nefnd hafa verið MSG-fjöláhrif. Þau lýsa
sér með einu eða fleiri eftirtalinna einkenna:
brunatilfinningu í aftanverðum hálsi, bringu
og handleggjum; tilfinningaleysi í aftanverðum
hálsi og handleggjum; kitlandi tilfinningu og
hita í andliti, gagnaugum, hálsi og hand-
leggjum; stífni í andliti; brjóstverk, höfuðverk,
flökurleika, örum hjartslætti, öndunarerfið-
leikum, syfju og sleni. Þessi einkenni koma
fram um það bil klukkustund eftir að matvæla
með MSG hefur verið neytt,“ segir Grímur.
MSG er samkvæmt íslenskri og evrópskri
matvælalöggjöf flokkað sem aukefni, en það
eru efni sem aukið er í matvæli til að hafa áhrif
á lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika. Um auk-
efni gildir sérstök reglugerð. Samkvæmt henni
má einungis nota MSG og samsvarandi efni í
tilteknu magni og í tiltekin matvæli. Aukefni
þurfa að fara í gegnum strangt matsferli þar
sem skoðuð eru hugsanleg skaðleg áhrif á
neytendur, þar á meðal eituráhrif, krabba-
meinsvaldandi áhrif, áhrif á erfðaefni og áhrif
á fóstur. MSG hefur farið í gegnum ítarlegt
matsferli, meðal annars hjá Alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni (WHO), Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Mat-
væla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) og
Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA).
MSG er ásamt nokkrum af hinum nýju gervi-
sætuefnum trúlega eitt mest rannsakaða auk-
efni á markaði í dag og hafa ofantaldar stofn-
anir sent frá sér álit varðandi aukefnið MSG.
Umfangsmiklar rannsóknir
MSG var árið 1959 flokkað, ásamt ýmsum
öðrum algengum efnum, sem skaðlaust af Mat-
væla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA).
Frá árinu 1970 hefur FDA, meðal annars
vegna umræðna um skaðleg áhrif efnisins, lát-
ið gera umfangsmiklar rannsóknir á öryggi
MSG og skyldra efna. Rannsóknastofnanir
hafa að beiðni FDA fimm sinnum skilað áliti
um öryggi MSG á árunum 1980–1995. Á
grundvelli þeirra rannsókna þótti ekki ástæða
til að vara við neyslu MSG.
Árið 1986 ályktaði ráðgjafarnefnd FDA um
fæðutengt ofnæmi. Í ályktuninni mátti lesa að
almenningi stafaði engin hætta af MSG, en að
skammvinn áhrif gætu komið fram hjá vissum
næmum hópum. Umfangsmesta úttektin á
MSG birtist í skýrslu, sem gerð var fyrir FDA
árið 1995. Samkvæmt henni eru tveir hópar
fólks næmir fyrir áhrifum MSG. Annars vegar
eru það þeir, sem hafa óþol fyrir MSG í umtals-
verðu magni. Hins vegar eru það slæmir
astmasjúklingar. Auk MSG fjöláhrifa getur
astmi versnað tímabundið hjá þessum hópi.
Um 0,5 til 2,5 grömm af MSG þarf til að fram-
kalla þessi áhrif. Heildarniðurstaða skýrsl-
unnar var að MSG væri skaðlaust í venjulegu
magni. Í kjölfar niðurstaðna um áhrif MSG á
astmasjúklinga óskaði FDA eftir frekari rann-
sóknum.
Árin 1998 og 1999 voru framkvæmdar tvær
rannsóknir þar sem sérstaklega voru könnuð
áhrif MSG á astma. Í þessum rannsóknum
voru notuð 1,5 til 5 grömm af MSG. Hvorug
rannsóknin benti til að MSG hefði áhrif á
astma, að sögn Gríms.
Vísindanefnd Evrópusambandsins um mat-
væli gaf árið 1991 út álit á áhrifum MSG um að
engar vísindalegar rannsóknir bentu til að
MSG væri eitrað, krabbameinsvaldandi, hefði
áhrif á erfðaefni eða ylli fósturskaða. „Í ljós
hefur komið að börn og ungbörn brjóta efnið
niður jafn auðveldlega og fullorðnir og hefur
ekki verið talin ástæða til að mæla með lægri
mörkum af MSG fyrir börn en fullorðna. Ekki
hafa heldur verið gefin út hámarksgildi fyrir
MSG,“ segir Grímur.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
starfrækja sameiginlegt staðlaráð, sem gefur
út alþjóðlegar viðmiðunarreglur, staðla og
leiðbeiningar um matvælaframleiðslu. Sér-
fræðinganefnd FAO og WHO um aukefni gef-
ur út óháð álit til ráðsins, en hingað til hefur
efnið ekki verið talið skaðlegt í því magni, sem
það er notað.
Sumir verða fyrir óþægindum
Aukefni skulu samkvæmt reglugerð um
merkingar matvæla merkt með flokksheiti og
viðurkenndu heiti og/eða E-númeri. Það þýðir
að MSG ber að merkja sem bragðaukandi efni,
sem mónónatríumglútamat og/eða með E-
númerunum E620-E625.
Natríumglútamat er, eftir því sem best er
vitað, skaðlaust efni, sé það notað í því magni
sem nauðsynlegt er til að ná fram æskilegum
eiginleikum í matvælum. Efnið hefur verið
rækilega kannað af matvælastofnunum í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og hjá Sameinuðu þjóð-
unum. Ákveðinn hópur fólks verður fyrir
óþægindum ef neytt er matvæla sem innihalda
MSG og skyld efni. Fyrir þann hóp er sjálfsagt
að forðast matvæli, sem innihalda efnið. Sam-
kvæmt íslenskri og evrópskri löggjöf er skylt
að merkja aukefni með flokksheiti, nafni og/
eða E-númeri. Í innihaldslýsingu bandarískra
matvæla er einnig skylt að merkja með „mono-
sodium glutamate“.
„Farið er að merkja sum matvæli með
merkingunni: „án MSG“. Slík merking getur
þó verið blekkjandi fyrir neytandann því ýmis
önnur hráefni innihalda frítt glútamat í tölu-
verðu magni, þar á meðal súpukraftur og soja-
sósa. Því ætti að taka slíkri merkingu með fyr-
irvara. MSG hefur marga kosti til notkunar í
matvælum. Það dregur fram og eykur bragð af
öðrum efnum sem þýðir að unnt er að nota
minna af öðru kryddi og salti,“ segir Grímur
Ólafsson að lokum.
join@mbl.is
MSG hefur marga kosti
Morgunblaðið/Ásdís
MSG Dregur fram og eykur bragð af öðrum efnum og því unnt að nota minna af öðru kryddi.
Farið er að merkja sum matvæli
með merkingunni „án MSG“. Slík
merking getur þó verið blekkjandi
fyrir neytandann því ýmis önnur
hráefni innihalda frítt glútamat í
töluverðu magni, þar á meðal
súpukraftur og sojasósa.
Þrátt fyrir fjölmargar rann-
sóknir á „meintum“ skaðlegum
áhrifum MSG í matvælum hafa
rannsóknir ekki getað sýnt fram
á skaðsemi efnisins á neytendur.
Jóhanna Ingvarsdóttir spurði
Grím Ólafsson, sérfræðing á
matvælasviði Umhverfisstofn-
unar, hvort almenningi stafaði
almennt hætta af MSG.
neytendur
22 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fjarðarkaup
Gildir 3. maí–5. maí verð nú verð áður mælie. verð
Nautagúllas úr kjötborði ....................... 1.398 1.595 1.398 kr. kg
Hamborgarar 4x80 g b/brauði .............. 398 498 398 kr. kg
Fjallalambs súpukjöt frosið ................... 442 552 442 kr. kg
FK kryddað langskorið lambalæri........... 1.298 1.478 1.298 kr. kg
Ferskur kjúklingur 1/1.......................... 489 699 489 kr. kg
Grillaður kjúklingur ............................... 568 768 568 kr. stk.
Appelsínur .......................................... 99 129 99 kr. kg
Ferskjur............................................... 249 347 249 kr. kg
Ananas ............................................... 119 149 119 kr. kg
Freschetta pizzur 400 g ........................ 298 398 298 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 3. maí–6. maí verð nú verð áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði ......................... 998 1.394 998 kr. kg
Svínalundir fylltar úr kjötborði ............... 1.998 2.486 1.998 kr. kg
Kjúklingabringur .................................. 1.632 2.511 1.632 kr. kg
Nautafille ............................................ 2.239 3.198 2.239 kr. kg
Piparsteik ............................................ 1.874 2.498 1.874 kr. kg
Móðir Náttúra Chilipottréttur 500 g........ 557 619 1.114 kr. kg
Móðir Náttúra Gado pottréttur 500 g ..... 557 619 1.114 kr. kg
Móðir Náttúra Kjúkl.baunab. sólþurrk. ... 489 543 978 kr. kg
Móðir Náttúra Brokkolíbuff pakkað ........ 489 543 978 kr. kg
Mjúkís ársins 2007.............................. 374 468 374 kr. ltr
Krónan
Gildir 3. maí–6. maí verð nú verð áður mælie. verð
Nautahakk .......................................... 750 1.124 750 kr. kg
Goða lambalæri frosið.......................... 898 1.098 898 kr. kg
Hrefnukjöt kryddlegið ........................... 1.118 1.398 1.118 kr. kg
SS kryddlegnar lærisneiðar ................... 1.790 2.251 1.790 kr. kg
Freschetta pítsa Napoli prosc 3pak ....... 589 959 589 kr. pk.
Móa BBQ kjúklingalæri/leggir ............... 389 562 389 kr. kg
Super þvottaefni 3kg............................ 499 0 166 kr. kg
Super mýkingarefni lavander/grænt ...... 129 0 129 kr. kg
Super hreingerningarlögur .................... 129 0 65 kr. kg
Sprite 2ltr............................................ 89 90 45 kr. kg
Nóatún
Gildir 3. maí–6. maí verð nú verð áður mælie. verð
Laxasneiðar......................................... 698 1.129 698 kr. kg
Laxaflök beinhreinsuð .......................... 998 1.498 998 kr. kg
Laxaflök krydduð.................................. 998 1.598 998 kr. kg
Nóatúns hakkbollur í súrsætri ............... 798 1.218 798 kr. kg
Lambahryggur ..................................... 998 1.498 998 kr. kg
Lambakóróna að hætti Grikkja .............. 2.798 2.998 2.798 kr. kg
Náttúra Rucola salat 75 g..................... 269 374 3.587 kr. kg
Ananas ............................................... 129 209 129 kr. stk.
Brazzi safi 5 teg. .................................. 99 124 99 kr. ltr
SAMY Pro. sjampó/hárnæring............... 677 797 1.991 kr. ltr
Samkaup/Úrval
Gildir 3. maí–6. maí verð nú verð áður mælie. verð
Goða rauðvínslegnar svínakótilettur ....... 1.159 1.667 1.159 kr. kg
Goða grísarif BBQ ................................ 849 1.218 849 kr. kg
Borgarnes bjúgu .................................. 379 548 379 kr. kg
Borgarnes sítrónukryddað lambalæri ..... 1.187 1.826 1.187 kr. kg
Matfugl kjúklingabringur magnkaup....... 1.759 2.515 1.759 kr. kg
Góu hraunbitar 220 g .......................... 155 211 155 kr. stk.
Frón súkkulaðikex póló 250 g ............... 129 170 129 kr. stk.
Egils mix 2 lítrar ................................... 119 179 60 kr. ltr
Merrild 103 heilbaunir ......................... 359 507 359 kr. stk.
Sætar kartöflur .................................... 199 299 199 kr. kg
helgartilboðin
Ávextir, fiskur og hollusta um helgina