Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 24. APRÍL sl. skrifuðu þeir Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og Einar Árna- son hagfræðingur grein í Morg- unblaðið undir heitinu „Sýndarveru- leiki stjórnarsinna“. Þar segja þeir að þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kynnt tillögur, sem „skili einhverju“ til eldri borgara, hafi í engu verið tekið undir megináherslur LEB. Tillögur Sjálfstæð- isflokksins urðu til á 6 fundum, sem 4 þing- menn flokksins áttu með fulltrúum LEB. Tilgangur fundanna var að finna leiðir til að bæta stöðu þeirra aldr- aðra sem verst væru settir fjárhagslega en líka að bæta stöðu aldraðra almennt og að taka á skerðingum þeirra sem vilja og geta unnið eftir að hefðbundinni starfsævi er lokið. Á fundum okkar voru 5 tillögur LEB ræddar ýtarlega. 1. Veruleg hækkun grunnlífeyris Með hliðsjón af markmiðum um að bæta hag þeirra sem verst eru settir var þessi leið ekki talin góður kostur. Hún myndi kosta mikið skattfé sem rynni m.a. til fólks með háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þann- ig myndu t.d. margir þeirra 800 aldraðra, sem eru með meira en 300 þ.kr. á mánuði í lífeyri frá lífeyr- issjóði njóta slíkrar hækkunar þar sem lífeyrir frá lífeyrissjóði skerðir ekki grunnlífeyri. 2. Hækkun á lífeyri til samræmis við framfærslukostnað Þessi tillaga er lítt skiljanleg þar sem hún er þegar uppfyllt og miklu meira en það. Allur lífeyrir frá líf- eyrissjóðum hækkar eins og verðlag og lífeyrir frá Tryggingastofnun hef- ur hækkað mjög mikið umfram verð- lag. 3. Hækkun á skattleysismörkum í 142 þ.kr. á mánuði. Þetta er krafa um breytingar á tekjuskattskerfinu og gildir eðli máls samkvæmt fyrir alla lands- menn og getur ekki gilt fyrir aldraða eina. Skattleysismörkin hafa hækk- að síðustu ár með lækkun skattpró- sentu um 3% og stórhækkun per- sónuafsláttar. Einnig hefur svokallaður „hátekjuskattur“ verið aflagður sem og eignaskatturinn (sem áður fyrr var kallaður „ekkna- skattur“ af LEB og var lengi meg- inbaráttumál félagsins að lækka). 4. Frítekjumark fyrir lífeyri frá lífeyrissjóði Þessi tillaga LEB kostar mjög mikið skattfé og kæmi öllum sem fá lífeyri úr lífeyrissjóði til góða. Líka þeim sem hafa mjög góðan líf- eyri. Þessi aðgerð myndi hins vegar ekki gagnast þeim öldruðu sem hafa lítinn eða engan rétt til lífeyris frá lífeyrissjóði 5. Lífeyrir frá lífeyr- issjóðum verði skatt- aður sem fjármagns- tekjur Í grein, sem birtist hér í Morgunblaðinu 17. apríl sl. sýni ég fram á að þessi tillaga er órökrétt, óréttlát og ófélagsleg. Þeir sem hafa hæstan lífeyri úr lífeyrissjóði nytu þessa í ríkum mæli en þeir sem hafa lítið sem ekkert nytu einskis. Er öld- ungis ótrúlegt að einhver skuli halda svona makalausri tillögu á lofti. Það vekur athygli að þessar hug- myndir LEB nema kannski sú fyrsta bæta hag þeirra sem hafa góð lífeyrisréttindi en nýtast ekki þeim sem eiga lítinn rétt í lífeyrissjóði, en þeir eru af flestum taldir verst sett- ir. Niðurstaða þessara skoð- anaskipta við fulltrúa FEB voru þær þrjár leiðir sem Geir H. Haarde gerði að kosningaloforðum Sjálf- stæðisflokksins. A. Að skerðing á tekjutryggingu almannatrygginga verði lækkuð úr tæpum 40% í 35% en þessi skerðing var lækkuð úr 45% frá 1. jan. sl. B. Að ríkissjóður tryggi að enginn fái minna en 25 þ.kr. á mánuði úr líf- eyrissjóði. C. Að sátt sé um að þeir sem eru 70 ára eða eldri fái bætur frá TR óskertar vegna atvinnutekna. Þessi loforð mun Sjálfstæðisflokk- urinn að sjálfsögðu efna svo fljótt sem auðið er ef hann verður aðili að ríkisstjórn. Ólafur og Einar gera lítið úr lækk- un skerðinga þó að það hafi verið baráttumál LEB lengi. Þeir félagar eru heldur ekki ánægðir með að þeir sem orðnir eru 70 ára megi vinna án skerðingar. Betra væri að þetta gilti frá 67 ára aldri segja þeir! Kjarnastykkið í loforðum Sjálf- stæðisflokksins er að tryggja öllum að lágmarki 25 þ.kr. úr lífeyrissjóði en það kemur um 10 þúsund eldri borgurum til góða. Þeim sem verst eru settir. Það vekur athygli að þeir félagar gera líka lítið úr því og segja að það gefi nú ekki nema 7.500 kr. eftir skerðingar og skatta. (Rétta talan er 8.419 á mánuði með 35% skerðingunni!) Það lá alltaf fyrir að þessi upphæð ylli skerðingu á tekju- tryggingu og heimilisuppbót þeirra sem búa einir. Þá lá líka fyrir að hún yrði skattlögð eins og allar aðrar tekjur landsmanna. En þessi breyt- ing ásamt minni skerðingum mun engu að síður hækka lægstu laun þeirra sem búa einir úr 127 þ.kr. í 140 þ.kr. á mánuði (113 þ.kr. í 122 þ.kr.). Allar tölur fyrir skatt. (Í sviga eftir skatt.) Sambærilegar tölur fyr- ir hvort hjóna hækka úr 103 þ.kr. í 120 þ.kr. (99 þ.kr. í 109 þ.kr.) Lægstu samanlagðar tekjur hjóna verða því 240 þ.kr. í stað 206 þ.kr. núna. Í þessu sambandi er rétt að benda á að lægstu laun eru um 125 þ.kr. fyrir skatt eða 106 þ.kr. eftir frádrætti. Breytingin mun einnig hækka lægstu tekjur þeirra sem njóta vasa- peninga á sjúkrastofnun úr 29 þ.kr. á mánuði í 43 þ.kr. Þrátt fyrir þessar neikvæðu und- irtektir þeirra félaga, sem koma mér verulega á óvart, vonast ég til að geta unnið áfram með fulltrúum eldri borgara að bættum kjörum þeirra. Veruleiki aldraðra Pétur H. Blöndal svarar grein Ólafs Ólafssonar og Einars Árnasonar »Hugmyndir LEBbæta hag þeirra, sem hafa góð lífeyr- isréttindi en nýtast ekki þeim sem eiga lítinn rétt í lífeyrissjóði en þeir eru verst settir. Pétur H. Blöndal Höfundur er alþingismaður. Í STAKSTEINUM Morg- unblaðsins 25. apríl 2007 er Detti- foss nefndur „vatnsmesti foss Evrópu“. Það er ekki rétt. Þessa sömu vitleysu í auglýsingapésa, ætluðum erlendum ferðamönn- um, sem m.a. Flugleiðir stóðu að, leiðrétti ég við fyrirtækið fyrir um 12 árum. Dettifoss er ekki einu sinni vatnsmesti foss á Íslandi, hvað þá í allri Evrópu. Selfoss er vatnsmesti foss á Íslandi. Veru- lega vatnsmeiri en Dettifoss. Ef menn hafa gaman af lýsing- arorðumm í hástigi geta þeir kall- að Dettifoss tilkomumesta, hrika- legasta eða jafnvel tröllslegasta foss Evrópu. Þar er um að ræða persónulegt mat hvers og eins. Vatnsrennsli um fossa er hins- vegar mæld stærð sem tilgangs- laust er að deila um. Jakob Björnsson Athugasemd um Dettifoss Höfundur er fv. orkumálastjóri. TRYGGINGASTOFNUN rík- isins er miðstöð þess velferð- arkerfis sem íslenska þjóðin býr við. Það er fagnaðarefni að mál- efni almannatrygginga hafa verið mjög í sviðsljósinu undanfarið. Á það jafnt við um málefni öryrkja og aldraða. Okkur sem störfum hjá Tryggingastofnun kemur umræðan þó stundum spánskt fyr- ir sjónir því gagnrýni á lög og reglugerðir sem Alþingi og ráð- herrar setja beinast oft og tíðum að stofn- uninni og starfsfólki hennar. Okkur starfs- mönnum Trygg- ingastofnunar er falið að sýsla með almannafé fyrir göfug mark- mið sem byggjast á grundvall- argildum um réttindi almennings og samhjálp og okkur er í mun að vanda til verka. Það er hlutskipti mitt og minna starfsmanna að framkvæma þau lög og reglugerð- ir sem gilda í landinu og sett eru á vettvangi stjórnmálanna. Það er vissulega oft erfitt, en með lögum skal land byggja. Starfsmönnum Tryggingastofn- unar er ætlað að túlka þessi lög og reglugerðir sem í framkvæmd geta verið flókin fyrirbæri. Þau fyrirmæli hefi ég gefið til starfs- fólks míns að viðskiptavinirnir; aldraðir, sjúkir og fatlaðir, njóti alltaf vafans. Gengið verði eins langt og unnt er til að fólkið fái fyllstu greiðslur. Stofnunin hefur í þjónustu sinni fært og áhugasamt starfsfólk, lögfræðinga sem þjón- usturáðgjafa, sem vinnur gott starf á hverjum degi. Það starf lýtur fyrst og fremst að því að tryggja rétt þeirra þúsunda sem njóta starfa þeirra. Hjá Trygg- ingastofnun er höfð í heiðri sú grundvallarregla laganna að allir hafi sama rétt. Allir fái sömu af- greiðslu, sambærilega þjónustu og að engum sé mismunað. Að víkja frá þeirri reglu býður heim hættu á klíkuskap og annarri spillingu. Daglega eru hundruð mála af- greidd og ekki fer hjá því að fyrir kemur að einstaklingar una ekki niðurstöðunni. Þá bendum við fólki á að kæra til óháðrar úr- skurðarnefndar. Séu menn ekki ánægðir með úrskurð hennar geta þeir leitað til dómstóla. Í starfi okkar rís þó hærra að sífellt ber- ast okkur þakkir fyrir góða þjón- ustu, þótt slíkt rati sjaldan í fjöl- miðlana. Undirrituðum er það fullljóst að tímabært er að gera endurbætur á almannatryggingum. Ég er ekki einn um þá sýn. Málflutningur aldraðra og öryrkja hefur ýtt svo við hinni pólitísku umræðu núna að allir stjórnmálaflokkar hafa á stefnuskrá sinni að gera betur. Ég fagna hverri viðleitni sem fram kemur um að efla og styrkja almannatryggingar. Í aðdraganda kosninganna sem í hönd fara verður spennandi að fylgjast með framvindu umræðu stjórnmálamanna um hvaða laga- breytingar þeir hyggjast gera á almannatryggingum. Það er von mín að hvar í flokki sem þeir eru séu þeir samstiga um að vilja gera betur og að næsta ríkisstjórn vinni ötullega að því að koma á sátt um almannatryggingar á Íslandi. Almannatrygging- ar á allra vörum Karl Steinar Guðnason telur tímabært að gera endurbætur á almannatryggingum »Hjá Tryggingastofn-un er höfð í heiðri sú grundvallarregla lag- anna að allir hafi sama rétt og njóti sambæri- legrar þjónustu. Karl Steinar Guðnason Höfundur er forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. LANDNÁMA segir frá því að Þórður skeggi nam land í Lóni, milli Jökulsár og Lónsheiðar, en flutti um áratug síðar og reisti bú á Skeggja- stöðum í Mosfellssveit. Þórður seldi Lónlönd Úlfljóti er lög flutti út hing- að. Ekki er sagt í Landnámu hvað langt inn til landsins landnám Þórðar náði, líklegt að hann hafi ekki talið þörf á að helga sér land, langt inn á torfær fjöll og heiðar, nóg væri landrýmið á láglendinu. B.Melsteð segir í sín- um ritum að landnáms- menn hafi numið land milli fjalls og fjöru, þau orð eiga mjög vel við landslag í Lóni. Eftir að landnámsöld lauk, gat enginn helgað eða eignað sér land um- fram það sem þá hafði verið gert. Gilti það líka um biskupa og lög- menn. Stafafells er ekki getið í Landnámu, bú- seta þar virðist skv. heimildum ekki hefjast fyrr en eftir að Land- námsöld lýkur og ekki verið býli landnáms– eða goðorðsmanns. Þórður skeggi Hrapps- son varð forfaðir nokk- urra biskupa, margra goðorðsmanna og höfð- ingja á þjóðveldisöld. Þ.á m. voru bræðurnir Gizur biskup og Teitur skólameistari í Haukadal, fóstri Ara fróða. Saga Þórðar hefur verið al- kunn þjóðveldismönnum. Geð- vonskulegir og gremjufylltir út- úrsnúningar um eldstæði og kvígur, eiga því síst við um landnám Þórðar skeggja. Allt tal um ósvífnar kröfur fjármálaráðherra lýsir vel vanþekk- ingu landakröfumanna á þjóð- lendulögunum og viðfangsefni þeirra. Lítil hjálp í því, að grípa til skamm- askætings þegar heimildir skortir. Árið 1630 brann Skálholtsstaður að köldum kolum, brann þá allt bóka- og skjalasafn biskupsstólsins, þ.á.m. máldagafrumrit og margvísleg önnur skjalleg verðmæti. Skálholtsbiskup var kjörinn á Alþingi árið 1638. Árið 1641 fór biskup í vísitasíuferð um Austurland; kom þá í Stafafell og tók út eignir staðarins. Meðal annars eignaði biskup staðnum Víðidal. Ekki kemur fram við hvaða heimildir bisk- up styðst. Nokkuð víst er, að hann hefur ekki sótt heimildir um 400 km² ,,landeign" Stafafells í Vilchins- eða Gíslamáldaga (afrit). Getur verið að heimildamaður biskups hafi verið Stafafellsprestur, viljað gera almenn- ing (afréttarland) að eignarlandi, inn- heimta beitartolls hafi freistað? Það er með ólíkindum og hörmu- legt, að afkomendur leiguliða og kot- bænda, sem voru um aldir kúgaðir af kirkju- og konungsvaldi, skuli leita stuðnings við landakröfur í geðþót- tagerningum frá myrkum síðmið- öldum og krefjast þess að lögleys- ugerningar séu löghelgaðir af Hæstarétti Íslands eða Mannrétt- indadómstólnum. Þær kröfur lýsa mikilli vanvirðingu við minningu þeirra, sem voru um aldir leiksoppar kúgunaraflanna. Trúlega mun það koma dómurum Mannréttindadómstólsins spánskt fyrir sjónir, að kaupandi Stafafells semur nýtt landamerkjabréf jarð- arinnar árið 1914, árið eftir að hann kaupir jörðina! Það landamerkjabréf segja landakröfumenn að sanni landamerki Stafafells. Hæstiréttur eigi bara að samþykkja og staðfesta þá ,,sjálfsafgreiðslu". Ólíklegt að bændur véfengdu það sem Stafafells- prestur sagði vera rétt- hermi um landamerki, m.a.s. með tilvísun í biskupsgerninga. Þekkt er kenningin um að rangfærslur verði að rétthermi með nægum endurtekningum. Er landamerkjalýsing á um 400 km² lands, að stærstum hluta annað en heimatilbúinn skáld- skapur Stafafells- presta? Hugsanlega ímyndum í góðri trú. Ekki hafði ráðherra landamerkjabréfið frá 1914, fyrir augum þeg- ar hann undirritaði kaupbréfið árið 1913 og spurning hvort hann hafi gert sér sérstaka grein fyrir því, að hann væri að samþykkja sölu á um 400 km² af Íslandi á aðeins 25000 krónur. Ódýrt myndi Ísland allt samkvæmt þeirri verð- lagningu. Hefur ein- hver villst af leið vegna heimildaskorts í langri leit að landa- merkjum sem aldrei hafa verið til? Vonandi er það ekki ágirnd eða skortur á hógværð sem ræður för í landakröfunum. Skáldskapur þó góður sé, verður ekki að staðreynd þó hann sé kynnt- ur fyrir dómstólum sem stórisann- leikur. Ekki frekar en ránsfengur verði að heiðvirtu góssi sem hægt er að selja á markaði, þó ræningjarnir komi sér saman um skiptingu gróð- ans. Eða að bændur komi sér einhliða saman um landamerki í almenn- ingum, þá verður það samkomulag ekki óskeikull og ævarandi sann- leikur um þau mörk, þó þinglýst séu. Slíkt ráðabrugg er lögbrot skv. Jóns- bók, hverrar ákvæði um úrskurð marka milli almenninga og eign- arlanda, voru í gildi í meira en sex aldir. Geta eigendur Stafafells ekki vel við dóm Hæstaréttar unað? Fá með þeim dómi viðurkenndan eignarrétt að meir en tíföldu því landsvæði, sem fyrstu ábúendum Stafafells hefur að líkindum nokkurn tíma komið í hug að eigna sér. Eru eigendurnir ekki fullsæmdir af þvílíku landflæmi? Engin rök eru fyrir nýju landnámi í Lóni, eða annars staðar þar sem landakröfumenn segja án nokkurra heimilda, einkaeign sína almenninga, svo nemur hundruðum, jafnvel þús- undum km² af Íslandi. Hvað er það eiginlega sem landa- kröfumenn óttast, ef þeir hafa lögleg- ar heimildir fyrir meintum eign- arlöndum? Í Hæstarétti Íslands gildir ekki reglan um Jón og séra Jón, það á líka við um Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Landnám í Lóni Hafsteinn Hjaltason skrifar um landnám og eignarrétt í Lóni Hafsteinn Hjaltason »Ekki hafðiráðherra landamerkja- bréfið frá 1914, fyrir augum þegar hann und- irritaði kaup- bréfið árið 1913. Höfundur er vélfærðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.