Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, kom í opinbera heimsókn til Vestur-Berlínar í júní 1963 sagði hann í ræðu sem er talin ein af hans bestu hina frægu setningu, „Ég er Berl- ínarbúi“. Hann sagði: „Allir frjálsir menn, hvar sem þeir búa, eru borgarar Berlínar, og þess vegna gerir það mig stoltan sem frjáls- an mann að segja, ég er Berlínarbúi.“ Hvernig gat hann álitið sig vera borgara Berlínar ef hann var Banda- ríkjamaður? Nú, það er einmitt málið. Hann var að undirstrika pólitískan stuðning sinn við Berlínarbúa skömmu eftir að kommúnistaríkið Austur- Þýskaland reisti Berlínarmúrinn. Múrinn var reistur sem víggirðing til þess að hindra fólk í að fara milli austurs og vesturs. Kennedy gaf með fleygum orðum sínum til kynna að múrinn sem hefði rænt þá Berl- ínarbúa sem bjuggu í Austurhlutanum frelsi til þess að yfirgefa landið og heimsækja fjölskyldu og vini í vest- urhlutanum væri vanvirða fyrir alla frjálsa menn. Hann bætti við að þegar brotið væri á mannréttindum, skert frelsi og lýðræði og þegar ferðafrelsi væri tak- markað … þá erum við öll fórnarlömb, við verðum öll fyrir barðinu á því. Við erum öll „Berlínarbúar“. Samkvæmt 13. grein mannréttindayfirlýsingarinnar má ekki banna borgurum að yfirgefa land sitt. En það er ekki sambærilegt ákvæði um komu þeirra sem eru ekki borgarar. Það sama má segja um Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Frelsi til þess að fara frá landi er ekki tengt því að vera hleypt inn í annað land. Við er- um öll „Berlínarbúar“ þegar við yfirgefum heimalönd okkar vegna þess að ekkert land er skylt til að taka við okkur. Það er því ekki að undra að innflytjendamál séu orð- in stórmál alls staðar í heiminum. Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eru líkast til einu svæðin í heiminum sem leyfa frjálst flæði fólks milli með- limaríkjanna (samkvæmt vissum reglum.) Vegna EES-samningsins er Íslandi skylt að sam- þykkja frjálsar ferðir fólks sem eru borgarar EES (25 ríki ESB plús 3 ríki, því að Rúmenía og Búlgaría eru nú innan ESB en ekki í EES). Að sjálfsögðu er Íslend- ingum frjálst að ferðast og setjast að í öðrum EES- löndum. Í dag eru 10.000 Íslendingar búsettir í Dan- mörku einni. Bann við mismunun og sama meðferð allra gilda innan þessa svæðis. Hvað varðar borgara annarra ríkja, sem tilheyra hvorki ESB eða EES, þá getur Ísland sett sér eigin stefnu um innflytjendur og rétt þeirra. Það getur leyft fólki að flytja til landsins af ástæðum sem hafa með hagkerfi Íslands að gera, eins og þörf á vinnuafli. Skýrri stefnu í innflytjendamálum verður að fylgja skýr stefna um gagnkvæma aðlögun. Efnahagslegum réttindum verða að fylgja félagsleg réttindi eigi inn- flytjendur að geta fótað sig í nýju landi. Það er sorgleg staðreynd að andspænis hinum nýja og flókna veru- leika aukinna fólksflutninga milli landa hefur Evr- ópuríkjum ekki tekist að marka sér skýra stefnu hvað varðar innflytjendur og gagnkvæma aðlögun. Á meðan ESB hefur æ ofan í æ viðurkennt þörfina fyrir innflytj- endur í Evrópu hefur verið lítil samstaða um hvernig best sé að standa að þessum málum svo vel sé bæði inn- an þjóðríkjanna og innan ESB. Því miður er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeim verkefnum sem blasa við í samfélögum okkar. Lífið heldur áfram óháð því hvort til er skýr stefna um inn- flytjendamál eða ekki. Þrátt fyrir að þetta sé flókinn málaflokkur, eins og sagt er, þá er enn brýn þörf að hafa skýra stefnu um gagnkvæma aðlögun. Gagnkvæm aðlögun sem slík er á hendi stjórnvalda í viðkomandi landi eða svæði, og hlutverk ESB er að setja viðmið. Meginrökin fyrir aðlögun innflytjenda eru þau að allir hafi sömu mannréttindi og sama frelsi óháð þjóðerni, uppruna eða kynþætti, eins og kveðið er á í Evrópusáttmálanum. Mikilvægasta varðan á leið ESB var samþykkt 11 sameinginlegra „lögmála“ 11 Common Basic Princip- les (CBPs) frá nóvember 2004 til að „bjóða upp á heild- stæða rammaáætlun um gagnkvæma aðlögun fólks frá öðrum löndum en EES.“ Þessi lögmál eru grunnur að samevrópskri áætlun um gagnkvæma aðlögun. Þar sem gagnkvæm aðlögun er ekki hluti EES- samningsins er ljóst að Ísland er ekki bundið af hinum „mjúku“ evrópsku reglum. Ísland á engu að síður aðild að Evrópska mannréttindasáttmálanum og ætti að fylgja öðrum Evrópuþjóðum að málum. Þriðja skýrsl- an sem Evrópuráðið gaf út um Ísland árið 2006 (Euro- pean Commission Against Racism and Intolerance) hvetur íslensk stjórnvöld í viðleitni sinni til að taka mið af reynslu annarra Evrópuþjóða og ráðleggur að tryggja sem best rekstur hins nýja innflytjendaráðs með öllum tiltækum ráðum. Stefna um gagnkvæma aðlögun er meira aðkallandi en nokkru sinni fyrr. Okkur ber skylda til að tryggja að allir nýbúar geti spjarað sig í nýju landi. Umræðan þarf að vera opinská og opinber. Úrræðin verða að standa til boða. Það er ekki einasta ábyrgðarlaust að huga ekki að stórum hópi erlendra samborgara eða láta sem vandamál séu ekki til staðar. Það mun einnig skapa spennu og ala á kynþáttahatri og útlend- ingafælni í samfélagi okkar. Það fæðist enginn maður „innflytjandi“. Maður verður að „Berlínarbúa“ þegar maður flytur milli landa. „Ég er Berlínarbúi“ Eftir Elviru Méndez Pinedo Höfundur er doktor í Evrópurétti og frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík s. „NÁTTÚRUAUÐLINDIR Ís- lands, hvort heldur eru í lofti, legi eða á láði skulu vera þjóðareign. Þær ber að nýta til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Heimilt er að veita einkaaðilum afnota- eða hagnýtingarrétt á þessum auðlind- um til ákveðins tíma gegn gjaldi, hvort tveggja ákveðið í lögum. Slík afnotaréttindi geta aldrei skapað eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir náttúruauðlindinni.“ Magnús Thoroddsen, fv. hæsta- réttardómari (Mbl. 15.3. ’07) Með þessum hætti vill Magnús Thoroddsen, fv. hæstaréttardóm- ari, leysa úr því klúðri sem for- menn núverandi stjórnarflokka höfðu stefnt áratugagamalli laga- deilu um stjórn fiskveiða í, með því að leggja til á síðustu dögum þingsins nýtt stjórnarskrárákvæði með orðalagi, svo loðnu og teygj- anlegu, að það væri annaðhvort merkingarlaust, eða orðaleikurinn til þess fallinn að lögfesta núver- andi skipan mála um stjórn fisk- veiða, þvert á vilja 70% þjóð- arinnar, eins og skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt. Öfugmæli útgerðarmanna Núverandi 1. gr. laga um stjórn fiskveiða er svohljóðandi: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sam- eign þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiði- heimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaft- urkallanlegt forræði einstakra að- ila yfir veiðiheimildum.“ Ákvæðið um sameign þjóðarinnar mun hafa komið inn í lögin um stjórn fisk- veiða 1988; viðbótarklausan um að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt kemur inn í lögin 1990, um leið og framsal þeirra er heim- ilað í 11. grein. Allar götur síðan hefur verið rætt um að festa þessi markmið laganna í stjórnarskrá, og var klausa þess efnis komin inn í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar. Það „gleymdist“ hins vegar að efna það loforð og brugð- ust stjórnarflokkarnir við í óðagoti á síðustu stundu og ætluðu að nota tækifærið til að þrýsta í gegnum þingið ákvæði gagnstæðrar merk- ingar og stjórnarskrárbinda þann- ig skilning LÍÚ á eignarrétti veiði- heimildanna. Það mun ekki hvarfla að nokkr- um manni, sem ekki hefur lög- fræðipróf, að efni þessarar greinar þýði eitthvað allt annað en orðanna hljóðan gefur til kynna, hvað þá að þetta þýði algera and- stæðu þess sem þarna stendur svart á hvítu, nefnilega að þjóð geti aldrei átt eign „í eignarrétt- arlegum skilningi“, og að í raun þýði þessi grein laganna það, að útgerðarmenn hafi með ákvæðinu fengið um aldur og ævi eignarrétt á auðlindinni í sjónum og geti selt hana hverjum sem er hvenær sem er. Engu að síður virðist þetta þvælast fyrir mönnum, einkum þeim löglærðu. Þess vegna hefur lengi verið rædd sú nauðsyn að grunnmúra þessa markmiðssetn- ingu laganna um stjórn fiskveiða inn í sjálfa stjórnarskrá landsins þannig að ljóst sé að sameign þjóð- arinnar þýðir þjóðareign og ekkert annað og að nýtingarréttur útgerð- armanna getur ekki undir neinum kringumstæðum þýtt að þeir geti selt þann rétt sinn t.d. erlendum útgerðaraðilum, þegar og ef til þess kemur að Ísland gangi í Evr- ópusambandið. Þus og fjas um nútímalögfræði Í þessu sambandi er það athygl- isvert að það vefst ekki hið minnsta fyrir fv. hæstaréttardóm- aranum að þjóðin geti átt eitthvað í sameiningu eins og nú virðist ein- hver tíska eða lenska meðal helstu lögskýringamanna í lögfræð- ingastétt, fremur en það vefst fyr- ir Matthíasi Johannessen í nýlegri grein í Lesbók Mbl. „Nú hefur jafnvel verið fjasað um það, að lög- fræðilega sé ekki hægt að tala um hafsvæðið umhverfis Ísland sem þjóðareign, því að þjóð geti ekki átt eign“. Matthías bendir á að þá geti þjóðin ekki átt Þingvelli, og hvað þá með Handritin og Árna- stofnun, eða þá stofnun sem Morg- unblaðið gerði að umtalsefni ný- lega undir þversíðufyrirsögninni: „Þjóðin á þetta útvarp“. Matthías gerir líka að umtalsefni þann áróð- ur að allt tal um sameign eða þjóð- areign auðlindarinnar jafngildi þjóðnýtingu og sósíalisma. „Hefur þjóðgarðurinn Vatnajökull þá verið þjóðnýttur?“ spyr hann. „Hver á hann annar en þjóðin? Voru það sósíalistar sem tryggðu á Alþingi að hann yrði þjóðgarður, þ.e. sam- eiginleg eign þjóðarinnar? Ef þetta þus er nútímalögfræði þá gef ég ekki mikið fyrir hana.“ Í næstu grein verður bent á hvernig staða bæði eiganda og hagnýtingaraðila hlýtur að breyt- ast við það að nýtingarheimildin verður bundin við afmarkaðan tíma og komi gjald fyrir. „… til ákveðins tíma gegn gjaldi“ Eftir Ólaf Hannibalsson Höfundur skipar 2. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík-norður. FYRIR alþingiskosningar 1999 tilkynnti formaður Sjálfstæð- isflokksins og þáverandi forsætis- ráðherra um nauðsyn þess að ná sáttum um fiskveiðistjórnina. Sú yfirlýsing nægði ríkisstjórnarfjöl- miðlunum til að rjúka upp til handa og fóta og tilkynna að málið væri leyst. Og herbragðið heppnaðist. Kjósendur trúðu og kusu sam- kvæmt því, en hafa síðan setið uppi með svik í öllum þeim efnum, m.a. með auðlindagjald að yfirskini. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að af útgerðinni hefir verið létt hærri gjöldum en auðlindagjaldi nam í áformum, sem sér að vísu ennþá engan stað. Og gamla sagan endurtekur sig: Morgunblaðið hefir uppgötvað að í öllum aðalmálum sé svo til enginn ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Tekið er sem dæmi í Reykjavík- urbréfi 22. apríl, að ætla hefði mátt að „málefni aldraðra yrðu mjög til umræðu í þessari kosningabaráttu vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hefðu farið sér of hægt í að taka á þeim“. Nú væru þau ágreiningsmál horfin af því sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefði talað á landsfundi og gert hefði verið samkomulag við aldraða á síðasta ári! Staðreyndin er sú, að rík- isstjórnin hefir svikið aldraða í nær öllum atriðum kjaramála þeirra sl. tólf ár. Nægir í því sambandi að benda á grein Helga K. Hjálms- sonar í sama tbl. Morgunblaðsins, en Helgi er varaformaður LEB og þekkir málin út í hörgul. Og nú rausnast ríkisstjórn- armenn til að bjóða hækkun skatt- leysismarka úr 90 þús. kr. í 100 þús. kr., en þau ættu að vera samkvæmt verðlagsþróun kr. 142.600. Þegar lagt er til að við þau gömlu loforð verði staðið spyrja höfðingj- arnir: Hvar eru fjármunir til slíks? Það var ekki þannig spurt, þegar ríkisstjórnin gaf S-hópnum hluta- bréf Landsbankans í VÍS, sem S- menn græddu 25 milljarða kr. á á tæpum þremur árum – tuttugu og fimm þúsund milljónir króna. Sverrir Hermannsson Gamla sagan Höfundur er fv. alþingismaður. MEÐ þessari fyrirsögn á ég við alla landsmenn sem búa fjarri höf- uðborginni. Því enn ein birtingarmynd þessa er nú að líta dagsins ljós í formi skýrslu, frá starfshópi borgarstjóra og samgönguráðherra, varðandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Þó ég hafi enn ekki séð skýrsluna sjálfa segir það, sem fram hefur komið í fréttum um röðun möguleikanna skv. því sem starfshópnum þykir „fýsileg- ast“, heilmikla sögu. Og raunar allt sem segja þarf. Það á sem sé að flytja völlinn burt úr Vatnsmýrinni, og fyrsti kost- ur er að koma honum upp til heiða, í þokuna og vindrassinn þar. Það sem alvarlegra er, annar kostur (já næstbesti kost- urinn!) taldist skv. fyrstu fréttum vera að allt innanlands- flug færist til Keflavíkur. Þar með er ljóst að í þessari skýrslu er aðeins horft til staðsetningar flugvallarins út frá hagkvæmnissjónarmiðum, þ.e. fjárhagslegum. Líf og heilsa allra sem byggja þetta land fjarri höfuðborginni er hér algert aukaatriði. Eða ætla þeir háu herrar sem skipa þennan starfshóp að sjá til þess að hið nýja há- tæknisjúkrahús verði reist þar suður frá? Eða upp til fjalla? Því þá ekki t.d. á Akureyri? Hafa þessir menn eitthvert samráð haft við fagaðila sjúkra- flutninga varðandi þetta smáatriði? Greinilega ekki, fullyrði ég, því annars hefði Keflavík aldrei getað orðið „næstbesti kosturinn“ að mati þeirra. Enn hafa engin rök komið fram í allri umræðunni um flugvöllinn, sem réttlæta að flutningstími sjúkra og slasaðra lengist verulega, eða um allt að þrjú korter (við bestu akstursskilyrði) m.v. þennan „næst besta kost“. Enda úti- lokað að finna þau, nema líta eigi svo á að heilsa og líf landsbyggðarfólks sé aukaatriði. Ég vil benda á að sjúkraflug frá landsbyggðinni er ríflega eitt á dag, og endar meirihluti þeirra í Reykjavík. Auk þess er nærri helmingur þessara útkalla skilgreint sem lífsógn eða möguleg lífsógn, og mikill meiri- hluti þeirra þarf að fara til Reykjavíkur. Til allrar hamingju virðast ein- hverjir í valdablokkinni hafa séð að sér varðandi þennan „næstbesta kost“ því minna fer nú fyrir honum í umræðunni, jafnvel hermdu einhverjar fréttir að hann væri út úr myndinni. Ég ætla að treysta því þegar ég tek á því. Það eru þá sem sagt Hólmsheiði ásamt Lönguskerjum sem nú tróna á toppnum sem „fýsilegustu“ möguleikarnir, og þá frekar heiðin. Það liggur þó ljóst fyrir að hún er ónothæfur kostur, vegna mun tíðari þoku en tíðkast á láglendinu. Flugvélar sem notaðar eru í innanlandsflugi, og ekki síst sjúkraflugi, eru vanbúnar til að lenda við slík skilyrði, og því er þetta ein- faldlega frágangssök. Vafalítið verða þó spekingarnir að spandera nokkr- um milljónum í veðurathuganir á næstu árum, svona til að staðfesta þetta, því alltaf skal verða að finna upp hjólið aftur. Áratugir eru nú síðan Agnar Kofoed Hansen, þáverandi flugmálastjóri, lýsti því skilmerkilega í sjón- varpi hvernig, og hvers vegna, aðrir möguleikar á nýju flugvallarstæði um- hverfis Reykjavík hefðu verið útilokaðir, yfirleitt vegna veðurs. Mér sýnist líka að fjárhagsáætlanir varðandi hugmyndina um Löngusker séu eins naumt reiknaðar og frekast má. Er t.d. gert ráð fyrir akstursbrautum, meðfram flugbrautunum? Eða varnargarði utan við flugvallarstæðið (því Löngusker eru galopin fyrir úthafsöldu)? Hvorugt verður a.m.k. séð á þeim uppdráttum sem birst hafa, enda byggist allur málflutningur um brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni enn á óskhyggju einni saman. Ég átti þó von á öðru betra frá þeim fagmönnum sem skipuðu þennan starfshóp. Því miður sýnist mér stefna í að nýr flugvöllur, hvar svo sem hann verður byggður, muni reynast mun dýrari, jafnframt því að vera rýrari að notagildi, heldur en óskhyggjan býður andstæðingum Vatnsmýrarflugvallar að halda í dag. Og það var líka eins og mig grunaði, verðmæti Vatnsmýrarinnar hefur ekki staðið undir væntingum, því fyrir ári síðan úthrópuðu andstæðingar flug- vallarins að þetta væru 200 milljarðar! Nú er aðeins talað um „tugi millj- arða“. Þó veit ég ekki betur en lóðaverð hafi verið á stöðugri uppleið í milli- tíðinni. Eitthvað hefur nú brenglast í þessum málflutningi. Það sem máli skiptir er að Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkaeign borg- arbúa og þeirra er ekki að taka einhliða ákvörðun um framtíð hans. Og úr því borgarbúum bauðst samt að greiða atkvæði um framtíð hans, hljótum við hin sem byggjum þetta land, að eiga kröfu á því líka. Þangað til verður skilyrðislaust að hætta að sverfa að núverandi flugvallarstæði, enda óverj- andi með öllu að yfirvöld hagi vinnubrögðum sínum eins og þau geri ráð fyr- ir að völlurinn fari, þrátt fyrir að engin örugg lausn um nýja legu hans liggi fyrir. Annars flokks þegnar á Íslandi Eftir Þorkel Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður og skipar 6. sæti Frjálslyndra í norðausturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.