Morgunblaðið - 03.05.2007, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Heiðar VigfúsHafsteinsson
fæddist í Reykjavík
26. júlí 1959. Hann
lést á krabbameins-
lækningadeild
Landspítalans við
Hringbraut 20. apr-
íl síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
María Rannveig
Elsa Vigfúsdóttir
húsmóðir, f. 14.
október 1936 og
Hafsteinn Daní-
elsson vélfræð-
ingur, f. 2. febrúar 1934, d. 17. jan-
úar 1993. Systkini Heiðars eru
Daníel, f. 1956, Sævar, f. 1961,
Hafsteinn Sigurður, f. 1965 og
sambúð í Reykjavík árið 1984.
Heiðar lauk öllum stigum frá
Vélskóla Íslands árið 1981 og út-
skrifaðist þá sem vélfræðingur og
aflaði sér síðar réttinda með
sveinsprófi í vélvirkjun. Árið 1989
hóf Heiðar nám í véliðnfræði og
útskrifaðist hann frá Tækniskóla
Íslands sem iðnrekstrarfræðingur
af tæknisviði árið 1992. Heiðar
starfaði sem vélstjóri á sjó árin
1981 til 1984 en þá hóf hann störf
hjá Fiskafurðum í Þorlákshöfn og
var þar til ársins 1992 þegar hann
flutti sig yfir í Saltverksmiðjuna á
Reykjanesi. Þá tók hann við yf-
irvélstjórastöðu á skipum útgerð-
arfélagsins Njarðar árið 1994 en
kom í land árið 1998 og hóf störf á
tæknideild Ölgerðar Egils Skalla-
grímssonar. Frá árinu 2002 starf-
aði hann sem yfirvélstjóri hjá
Sjólaskipum úti fyrir ströndum
Afríku.
Útför Heiðars verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Berglind Líney, f.
1966.
Hinn 21. júlí 1990
kvæntist Heiðar Sig-
ríði Dögg Geirsdóttur
viðskiptafræðingi, f.
15. febrúar 1961. For-
eldrar hennar eru
Ingveldur Guðlaugs-
dóttir, frv. banka-
starfsmaður, f. 31.
janúar 1928 og Geir
Gunnarsson, ritstjóri,
f. 9. apríl 1916, d. 10.
júlí 1978. Börn Sig-
ríðar og Heiðars eru
Andri, f. 12. mars 1988, Ingveldur
Dís, f. 23. desember 1991 og Gígja,
f. 27. október 1995. Heiðar og Sig-
ríður kynntust árið 1977 og hófu
Þar sem þú varst næstur mér í
röðinni í fimm systkina hópi þá fékk
ég að njóta návistar við þig lengur en
flestir aðrir eða í tæp 48 ár og fyrir
þann tíma er ég þakklátur. Á milli
okkar ríkti ætíð virðing og vinátta
enda áttum við margar góðar stundir
saman.
Að fá aðeins tæpa tvo mánuði frá
því að sjúkdómur greinist til loka er
ekki langur tími. Tími er hins vegar
afstæður og jafnvel kostur að hafa
hann stuttan í baráttu við svo erfiðan
sjúkdóm. Ég get ekki annað en hugs-
að um það hvort öðruvísi hefði farið
ef þú hefðir ekki verið svona harður
af þér að eðlisfari.
Þegar ég hugsa til þín koma eft-
irfarandi orð sterkt upp í huga mér,
þ.e. hjartahlýja, kímnigáfa, djörfung,
útsjónarsemi og hjálpsemi. Aðeins
tuttugu dögum fyrir andlát þitt átt-
um við frábæra stund saman þegar
þú, Sigga og börnin komuð í ferm-
inguna hennar Tinnu okkar. Þann
dag kviknaði sú von að sjúkdómurinn
væri að ganga til baka. Þó að missir
okkar sé mikill þá er missir Siggu, og
barnanna, sem hefur staðið eins og
klettur þér við hlið í þessari erfiðu
baráttu, enn meiri.
Að lokum votta ég Siggu, Andra,
Ingu og Gígju mína dýpstu samúð.
Daníel bróðir.
Ég kynntist Heiðari fyrir um 30
árum, þegar þau Sigga systir mín
byrjuðu saman. Í gegnum árin hefur
verið mikill samgangur á milli fjöl-
skyldna okkar og börnin öll nánast
eins og einn systkinahópur. Við höf-
um átt ótal samverustundir saman,
bæði við leik og störf, þar sem Heið-
ar lét ekki sitt eftir liggja til að gera
þær ánægjulegar og eftirminnilegar.
Heiðar var mikill matgæðingur og
ekki ósjaldan sem hann hristi fram
úr erminni sælkera máltíðir sem
seint munu gleymast. Þær stundir
lifa einnig í minningunni þegar við
settum niður kartöflur, tókum slátur
og fórum saman í útilegur eða til út-
landa. Hjálpsemi var órjúfanlegur
hluti af Heiðari og hann var alltaf
tilbúinn að aðstoða við hvaðeina.
Þess naut ég ríkulega sjálf á sínum
tíma, þegar ég þurfti á því að halda.
Hann var einstaklega barngóður og
börn hændust að honum. Erfitt verð-
ur fyrir strákana mína að sætta sig
við að hann skuli horfinn okkur og
við fáum ekki framar notið hjálpsemi
hans og heilræða t.d. við útfærslu
uppfinninga, en Heiðar var mikill
áhugamaður um alls kyns uppfinn-
ingar, tækni og vísindi. Dýravinur
var hann einnig mikill og ekki að
ástæðulausu að „Beast master“ var
kallaður til ef fjarlægja þurfti fram-
andlegt skordýr. Hann tók þá dýrið
varlega upp og skoðaði í krók og
kima, áður en hann sleppti því út í
frelsið.
En það var fjölskyldan sem var í
fyrirrúmi og þegar Heiðar var ekki á
sjónum, lagði hann sig fram um að
hugsa um heimilið og börnin, hjálpa
þeim við námið og leiðbeina í lífinu.
Heiðar fékk góða heilsu í vöggu-
gjöf og þá sjaldan sem eitthvað am-
aði að honum, kveinkaði hann sér
aldrei, heldur tók hann því með karl-
mennsku og jafnaðargeði. Heiðari
rann sjómannsblóð í æðum og ekki
datt honum í hug að láta fara með sig
í land, þó hann væri með einhverja
„flensu“. Þessi „flensa“ reyndist þó
vera allt annað og illvígara. Síðustu
vikurnar barðist hann hetjulega við
krabbamein sem því miður uppgötv-
aðist mörgum árum of seint. Allan
tímann stóð Sigga þétt við hlið hans á
þessu erfiða tímabili, hún var Heiðari
ómetanleg stoð og gerði honum veik-
indin léttbærari. Heiðar mágur minn
er nú látinn, langt um aldur fram.
Þannig var skjótur endi bundinn á líf
hans sem virtist eiga bjarta framtíð.
Ég votta móður hans, systkinum
og aðstandendum innilega samúð
mína. Ég bið góðan Guð að styrkja
Andra, Ingu og Gígju sem misst hafa
góðan föður. Minni elskuðu systur,
Siggu, sendi ég mínar innilegustu
hugsanir sem mættu verða henni
huggun í harmi hennar.
Ingibjörg Dís Geirsdóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Elskulegur mágur og svili hefur ver-
ið kallaður á brott svo allt of fljótt
eftir stutta en erfiða baráttu við
ólæknandi sjúkdóm. Þó að ljóst væri
að Heiðar ætti við alvarlegan sjúk-
dóm að stríða, er erfitt að sætta sig
við þá tilhugsun að hann sé ekki leng-
ur á meðal okkar. Eftir situr minning
um góðan dreng.
Við kynntumst Heiðari fyrst þegar
kynni hans og Siggu hófust fyrir
u.þ.b. 30 árum. Síðan þá hefur hann
verið hluti af lífi okkar, bæði í sorg og
í gleði. Við kynntumst honum best
þegar við þurftum á barnapössun að
halda. Kom þá strax í ljós hversu
barngóður hann var. Oft komu
krakkarnir í blokkinni í heimsókn til
að fá Heiðar til að lesa fyrir sig sögu.
Var setið allt í kringum hann og á
öxlum hans.
Heiðar var mikill áhugamaður um
eldamennsku. Við minnumst stór-
veislnanna í Ljósheimunum hjá
mömmu og tengdó, hvort heldur var
um jól eða á hefðbundinni samveru-
stund 17. júní þar sem kjúklingar
voru á borðum. Voru Heiðar og
mamma þá bara tvö í eldhúsinu að
elda kjúklingana; enginn mátti trufla
þau við það. Þetta voru bestu kjúk-
lingar sem hægt var að hugsa sér og
eru krakkarnir okkar enn að tala um
þá. Oft heyrum við sagt: „Maður fær
vatn í munninn við að hugsa um kjúk-
lingana þeirra.“
Heiðar var lærður iðnvélfræðing-
ur og var einstaklega laghentur á
alla hluti. Ófá eru þau handtök, skjót
og góð, sem við nutum frá honum –
og allt var meira en sjálfsagt. Hans
viðbrögð verða seint fullþökkuð.
Jólin 2005 var ákveðið að gefa
mömmu það í jóla- og afmælisgjöf að
breyta íbúðinni hennar. Það er ekki
að orðlengja það að íbúðin varð fok-
held eftir að við byrjuðum. Vorum
Heiðar Vigfús
Hafsteinsson
✝ Oddný SigríðurJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 28.
október 1926. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 20. apríl
síðastliðinn. Faðir
hennar var Jón Sig-
urðsson raffræð-
ingur, f. 22. febrúar
1884, d. 4. júlí 1928,
sonur Sigurðar
Jenssonar prófasts í
Flatey á Breiðafirði
og Guðrúnar Sig-
urðardóttur. Móðir
Oddnýjar var Ólöf Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 7. febrúar 1903, d. 14.
júní 1954, dóttir Sigurðar Bjarna-
sonar, sjómanns í Reykjavík og
Oddnýjar Sigríðar Jónasdóttur.
Fósturfaðir Oddnýjar var Albert P.
Goodman sendiráðsfulltrúi, f. 22.
október 1906, d. 24. júní 1967, son-
ur Lárusar Guðmundssonar og
1954, gift Viðari Sigurjónssyni.
Dóttir þeirra er Sunna og á hún
eina dóttur. 3) Auður, f. 1958, gift
Kristni H. Þorsteinssyni og eiga
þau dótturina Lilju. Sonur Auðar
og fyrrverandi sambýlismanns,
Hans Olav Hansen, er Jón Thor og
synir Kristins eru Ívar og Nói. 4)
Ólafur Theódór, f. 1959, í sambúð
með Hildi Guðjónsdóttur. Synir
þeirra eru Guðjón Andri og Krist-
ján Rafn. 5) Geir Hafsteinn, f. 1962.
Synir hans og fyrrverandi sam-
býliskonu hans, Lene Hansen, eru
Benjamín og Lúkas.
Oddný lauk námi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík árið 1944.
Fyrsta starf hennar var hjá „Hinu
íslenzka steinolíuhlutafélagi“
(Esso). Árið 1947 var hún skipuð
talsímakona en sagði upp störfum
1951. Hún hóf aftur störf hjá Land-
síma Íslands sumarið 1961 og vann
þar fyrst yfir sumartímann í afleys-
ingum en síðar um margra ára bil í
fullu starfi, fyrst á Langlínunni en
síðar í Upplýsingum, þar til hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir árið
1996.
Útför Oddnýjar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Ingibjargar Guð-
mundsdóttur í Winne-
peg í Kanada. Bróðir
Oddnýjar var Sig-
urður Jónsson, f. 4.
janúar 1925, d. 3. maí
2005.
Eiginmaður Odd-
nýjar er Jón Gunnar
Sigurðsson, f. 14. júlí
1924. Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urðsson, f. 20. júní
1891, d. 9. júní 1943
og Ólína Ágústa Jóns-
dóttir, f. 19. febrúar
1893, d. 27. ágúst 1991. Börn Odd-
nýjar og Jóns Gunnars eru: 1) Guð-
rún, f. 1951, gift Stefáni Pálssyni.
Börn Guðrúnar og fyrrverandi eig-
inmanns hennar, Unnsteins Gísla-
sonar, eru Sarah og Davíð, sam-
býliskona Eva Björk Eggertsdóttir,
þau eiga tvo syni. Stefán á fjögur
börn og sjö barnabörn. 2) Ólöf, f.
Það stafar birtu af sumu fólki. Það er sem
hafi það gleypt bita af sólinni eða eins og
Klukkublóm eða önnur ævintýravera á
hverjum morgni strái örlitlu töfradufti á
hafragrautinn þess.
Þessi orð hafði Thomas Thurah
um eina af sögupersónum Stein-
becks. Þegar ég las þau einu sinni
fyrir litla strákinn okkar, sagði
hann: „Já, það er alveg eins og
amma Ossý, það er bara eins og hún
hafi gleypt alla sólina.“
Slíkur sólargeisli var Oddný. Ég
kynntist henni fyrst fyrir tæpum
þremur áratugum, þegar ég var
ung og ástfangin af syni hennar. Við
vorum að læðast inn seint um kvöld,
en þá sátu þau hjónin í stofunni og
nutu sólarlagsins. Mér var tekið
með þvílíkri hlýju og vingjarnleika
að mér er enn minnisstætt. Nánast
frá þessu augnabliki var ég sem ein
af fjölskyldunni. Þegar ég síðar var
komin til náms í Kaupmannahöfn
og Óli ennþá heima á Íslandi,
hringdi hún reglulega. Eftir dálítið
spjall kallaði hún svo í Óla og sagði
honum að það væri sími til hans.
Hvort sem hún átti frumkvæðið að
þessum símtölum eða ekki, var mér
dýrmætt að finna að hún hefði að
minnsta kosti ekki neitt á móti því
að vinátta okkar entist.
Góðvild hennar og hjartanlegt
viðmót umlukti alla sem hún um-
gekkst. Hún var svo jákvæð og
bjartsýn að eðlisfari. Það var ekki
skortur á lífsreynslu. Hún þekkti
vel til galla fólks. Kostir þess voru í
hennar augum bara svo miklu
merkilegri og áhugaverðari. Þess
vegna sóttumst við líka öll eftir ná-
vist hennar.
Synir okkar voru svo lánsamir að
kynnast henni. Sá eldri man eftir
legó-byggingum og búðarleikjunum
á gólfinu með ömmu sinni, þar sem
þau voru búin að breyta eldhúsinu í
gamaldags verslun. Hann var kaup-
maðurinn og hún kær viðskiptavin-
ur. Þá var hún komin á áttræðisald-
ur, en ekkert of gömul til að leika
sér.
Föðurfólk Oddnýjar var ættað úr
Flatey. Afi hennar, séra Sigurður
Jensson, var sóknarprestur þar í
áratugi, og þar naut hún sumarsins
á æskuárum. Húsið þar, Klaustur-
hólar, var síðar tekið eignarnámi. Í
kringum 1990 endurheimtu þau
systkinin Oddný og Sigurður húsið
aftur. Þá hafði það staðið autt í ára-
tugi, illa útlítandi, enda ekki verið
hugað að viðhaldi. En eftir að búið
var að staðreyna að timbrið væri
heilt, var hafist handa við endur-
byggingu. Fyrir utan uppgerð á
gluggum, þaki og veggklæðningu,
lögðu þau klóak sem ekki var fyrir
áður. Öll börn þeirra systkinanna
Oddnýjar og Sigurðar lögðu hönd á
plóginn. En fyrst og fremst voru
það þau sjálf og makar þeirra Jón
og Guðlaug sem báru hitann og
þungann af verkinu. Þetta var gjöf
þeirra til afkomenda sinna, sem nú
eiga þarna sameiginlegan sumar-
dvalarstað.
Samúð okkar er með Jóni, eig-
inmanni og lífsförunaut hennar í 60
ár. Viðbrigðin eru snögg. Það er
napurt í skugganum eftir fráfall
hennar.
Tíminn er líknsamur og læknar
sár. Megi hann milda söknuðinn. Og
megi minningin um yndislega eig-
inkonu, mömmu, ömmu og tengda-
mömmu lifa með okkur, og hjálpa
okkur til að verða betri manneskj-
ur. Ef allir líktust henni örlítið, væri
heimurinn betri staður að gista.
Hildur.
Nú er kallið komið, tengdamóðir
mín Oddný S. Jónsdóttir hefur
fengið hvíld eftir löng og erfið veik-
indi. Að leiðarlokum hrannast
minningarnar upp og mér verður
hugsað til baka til þess tíma þegar
hún var í fullu fjöri og sjálfri sér lík.
Hress, kát og glöð.
Leiðir okkar Oddnýjar lágu fyrst
saman þegar ég kynntist dóttur
hennar, Auði og Jóni Thor syni
hennar og tók hún mér opnum örm-
um. Hún lét sér einnig annt um syni
mína tvo og fylgdist vel með lífi
þeirra og þroska.
Ég á ekkert nema góðar minn-
ingar um þessa glæsilegu og góðu
konu, sem gætti þess vandlega að
vera ævinlega vel til höfð og naut
þess að klæðast fallegum fötum.
Hún var afar gestrisin og þau Jón
Gunnar tengdafaðir minn opnuðu
heimili sitt og veittu okkur Auði
skjól á meðan við vorum að gera
upp íbúð sem varð okkar fyrsta
heimili.
Það var ótrúlegur kraftur sem
bjó í Ossýju, eins og hún var gjarn-
an kölluð. Þegar hún tók sig til var
betra að vera ekki fyrir. Hún fór um
sem stormsveipur, þvoði glugga,
gólf og þvott á yfirnáttúrulegum
hraða. Þess á milli gat hún slakað
fullkomlega á og naut þess oft að
lesa eða horfa góða mynd í sjón-
varpinu.
Hún hafði gaman af að reyna eitt-
hvað nýtt og þegar ég hringdi einu
sinni og spurði svona í gríni frekar
en alvöru hvort hún vildi ekki borða
með mér spikfeitan, saltaðan fýl-
sunga var hún mætt heim mín
augnabliki síðar, hún ætlaði ekki að
missa af þeirri veislu þó hún vissi
ekkert hvað hennar beið.
Það voru skemmtilegar stundir
sem við áttum saman í Flatey í
Breiðafirði. Ossý og bróðir hennar
Sigurður höfðu ásamt Jóni Gunnari
og Laugu endurheimt Klaustur-
hóla, gamalt glæsilegt hús sem reist
var 1901 af afa þeirra systkina.
Margar ferðir voru farnar til að
smíða og mála. Ossý og mágkona
hennar Lauga sáu um að við vinnu-
mennirnir syltum ekki og það er
ekki orðum aukið þegar sagt er að
borð svignuðu undan kræsingum og
ilmandi nýtt kaffi var stöðugt í boði.
Þess á milli skrapaði hún glugga,
naglhreinsaði eða mokaði til jarð-
vegi.
Á milli þeirra systkina Ossýar og
Sigurðar voru miklir kærleikar og
þær Lauga voru bestu vinkonur.
Það voru því mikil forréttindi að fá
að dvelja með þeim og fjölskyldunni
í Flatey og upplifa þennan mikla
vinskap og kærleika sem á milli
þeirra var.
Margt breytist við fráfall Ossýj-
ar, það verður öðruvísi skötuveisla
á heimili mínu á næstu Þorláks-
messu, jólin fá annan blæ og svo
mætti lengi telja.
Ossý og Jón Gunnar hafa átt
heimili á Hrafnistu seinustu ár og
þar hefur verið hugsað vel um þau.
Jón dvelur áfram á Hrafnistu,
hann hefur misst mikið.
Við Auður sendum starfsfólki á
Hrafnistu hjartans þakkir fyrir allt
það sem þetta ágæta fólk hefur gert
fyrir þau hjón.
Að leiðarlokum kveð ég tengda-
móður mína með virðingu og þökk
fyrir allt sem hún var mér á samleið
okkar um lífið. Það var og verður
mér ómetanlegt. Hennar verður
sárt saknað.
Kveðja,
þinn tengdasonur,
Kristinn.
Amma Ossý var einstaklega
skapgóð og hlý. Við barnabörnin
minnumst þess ekki að hún hafi
skipt skapi eða hvesst tóninn við
okkur, hún var alltaf létt og kát.
Það var gaman að hlæja með ömmu.
Hún var einstaklega hláturmild, hló
alltaf svo tárin streymdu niður
kinnarnar og ósjaldan grétum við
saman úr hlátri.
Það var alltaf gott að koma í
Bauganesið. Hjá ömmu horfðum við
á Tomma og Jenna meðan hún
stjanaði við okkur og færði okkur
það sem var bannvara heima hjá
okkur, kókómalt og kókópöffs. Við
fórum aldrei svöng frá ömmu. Um
helgar var það alltaf fastur liður að
renna við í kaffi í Bauganesinu og á
hátíðisdögum safnaðist fjölskyldan
saman hjá ömmu og afa. Jólaasp-
Oddný Sigríður
Jónsdóttir