Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín Guð-jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.
júní 1966. Hún and-
aðist á heimili sínu
í Chapel Hill í
Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum 21.
apríl síðastliðinn.
Hún var eina barn
hjónanna Bergþóru
Ragnarsdóttur
svæfingarlæknis
frá Hrafnabjörgum
í Lokinhamradal í
Arnarfirði, f. 4. maí
1937, og Guðjóns Á. Jónssonar
eftirlitsmanns, f. 12. ágúst 1930,
sem eru búsett í Garðabæ.
Hinn 30. júní 1991 giftist Krist-
ín eftirlifandi manni sínum dr.
Davíð Aðalsteinssyni prófessor í
stærðfræði við Háskóla Norður-
Karólínu, Chapel Hill. Þau hjón
eignuðust þrjú börn, Steina f. 2.
desember 1997, Völu f. 5. apríl
2000 og Atla f. 15. júní 2002. For-
eldrar Davíðs eru hjónin Gyða
Helgadóttir, fyrrv. starfsmaður í
Bókasafni Seðlabanka Íslands og
Aðalsteinn Davíðsson cand. mag.
í íslensku og lengi kennari við
M.S., nú málfarsráðunautur
RÚV, búsett í Kópavogi. Bræður
Davíðs eru Þorsteinn efnafræð-
ingur og prófessor við Háskólann
í Santa Clara í Kaliforníu og
Helgi efnafræðingur sem starfar
að rannsóknum í Kaliforníu.
Að loknu stúdentsprófi frá
sterkan íslenskan svip. Hún
tengdi saman keramík, gler og
málm og notaði mikið form tengd
sjó og sjómennsku, t.d. bátsform,
baujur, kúlur og sjávarbarið
fjörugrjót og sótti mikið hug-
myndir til Vestfjarða þar sem
hún dvaldi hvert sumar með for-
eldrum sínum í Keldudal í Dýra-
firði. Árið 2002 gaf hún Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík (nú
Fjöltækniskóli Íslands) bátslíkan
úr gleri og eir sem hún nefndi
„Bláa bátinn“.
Kristín hlaut fjölda viðurkenn-
inga, t.d. fékk hún árið 1996 sex
mánaða starfslaun íslenskra
listamanna, 2001 og 2002 viður-
kenninguna – Merit Award fyrir
Sculpture on the Green, Chapel
Hill, í Norður-Karólínu og 2002,
2003 og 2004 hlaut hún sams
konar viðurkenningu (Merit
Award) á árlegri úti- og innisýn-
ingu listaverka í Lenoir í Norður
Karólínu. Einnig var henni boðin
námsdvöl við Kohler-stofnunina í
Wisconsin og við fremsta gler-
listaskóla Bandaríkjanna í Pilc-
huch í Seattle.
Þeim sem vilja kynna sér list-
feril og listaverk Kristínar Guð-
jónsdóttur er bent á vefslóðina:
http://www.art.net/stina/. Í
nokkrum bókum og listatímarit-
um er fjallað um Kristínu og list
hennar, einnig er á vefnum:
www.1101.com, Japan grein eftir
Mica Kawauchi, apríl 2001.
Útför Kristínar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Jarðsett verður í Þingeyrar-
kirkjugarði laugardaginn 5. maí.
Menntaskólanum í
Hamrahlíð vorið
1987 lagði Kristín í
eitt ár stund á lækn-
isfræði við H.Í. en
sneri sér síðan alfar-
ið að listnámi. Áhugi
á listum, að teikna,
mála og föndra,
hafði blundað með
henni frá því hún
var barn. Hún
stundaði nám í
Myndlista- og
handíðaskóla Íslands
(nú Listaháskóli Ís-
lands) 1989– 1991. Að því loknu
hélt hún til Kaliforníu þar sem
Davíð eiginmaður hennar hafði
þá byrjað doktorsnám í stærð-
fræði við Berkeley-háskólann,
þaðan sem hann lauk doktors-
prófi árið 1995. Kristín innrit-
aðist í California College of Arts
and Crafts og lauk þaðan B.A.-
prófi í glerlist (Sculpture and
glass) í maí árið 1995 með viður-
kenningunni High Distinction.
Eftir prófið vann Kristín ótrauð
að list sinni og tók þátt í samsýn-
ingum hér á Íslandi, í Bandaríkj-
unum og víða um heim, t.d. á
Nýja Sjálandi 2005/2006, og í
Danmörku vorið 2005. Verk
Kristínar Guðjónsdóttur eru á
nokkrum íslenskum listasöfnum
og erlendum, t.d í Elton John
Collection og Briggs Collection
NY. Verk Kristínar Guðjóns-
dóttur þykja frumleg og bera
Andlát Kristínar Guðjónsdóttur
kom ekki á óvart og er öllum aðstand-
endum og fjölskyldu mikið högg. Í
mörg ár hafði hún barist við krabba-
mein sem hægt og bítandi sigraði að
lokum. Hún var þriggja barna móðir
og afkastamikil listakona sem á und-
anförnum árum hafði náð að þroskast
í list sinni og skapa sér persónulegan
og eftirtektarverðan stíl. Hennar
virtist því bíða björt framtíð þegar
kallið kom.
Með miklum trega kveðjum við
Kristínu Guðjónsdóttur sem var okk-
ur og frændsystkinum sínum, okkar
fjórum börnum, alla tíð mjög nákom-
in og sem ein af fjölskyldunni.
Fráfall hennar er mannskaði og á
stuttri ævi skilaði hún miklu og
merkilegu ævistarfi. Í hugann kemur
frægt erindi úr erfiljóðum eftir Jónas
Hallgrímsson:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
meir hefur lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.
Kristín Guðjónsdóttir mun lifa
áfram í verkum sínum sem útheimtu
mikla elju og vinnu, oftast allan hug
hennar og sál. Þó að Kristín hafi dval-
ið erlendis s.l. 16 ár var hún fyrst og
fremst íslensk listakona og við það
má bæta: Hún var fyrst og fremst
vestfirsk listakona. Í faðmi vest-
firskra fjalla við fjöruborð og völ-
ustein undi hún sér vel í æsku og
dundaði þar oftast alein með foreldr-
um sínum sumar eftir sumar. Við leið-
arlok þökkum við samfylgdina. Það
var ánægjulegt að fylgjast með Krist-
ínu frá því hún var lítil telpa og bjó
sér töfrahallir í sandkassa með lítilli
skóflu og fötu þar til hún varð þrosk-
uð og vaxandi listakona, full af áhuga
og kappi. Börn þeirra Kristínar og
Davíðs bera þeim fagurt vitni. Lífi
þeirra og sambúð sem varð allt of
stutt tengjast ógleymanlegar minn-
ingar eins og brúðkaup þeirra á sól-
fögrum júnídegi með veislufagnaði í
sól og sumri í Víðilundi, þjóðleg skírn
Steina í Árbæjarkirkju og Völu í
kirkjunni að Hrauni í Keldudal. Þrír
voru þeir frændur, Þórólfur, Ármann
og Atli sonur þeirra bornir til skírnar
á jólum árið 2002. Við allar þessar at-
hafnir eru tengdar ljúfar og góðar
minningar. Í huga okkar og hjarta er
því myndin skír af Kristínu sem bauð
af sér meiri þokka og hlýju eftir því
sem árin liðu.
Við sendum Davíð og börnum
þeirra, foreldrum Kristínar, Berg-
þóru og Guðjóni, ásamt tengdafor-
eldrum hennar, þeim Gyðu og Aðal-
steini, innilegar samúðarkveðjur við
andlát og útför Kristínar Guðjóns-
dóttur. Blessuð sé minning hennar.
Anika og Guðjón
Ármann Eyjólfsson.
Þegar ég frétti að Stína frænka
hefði látist á heimili sínu í Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum var mér
brugðið. Ég hafði verið að vona að
hún næði að lifa 41 árs afmælisdaginn
sinn í baráttu sinni við krabbamein.
Svo var ekki. Þegar ég var þriggja og
hálfs árs, í janúar 1973, sat ég í mosa-
grænum strætisvagni kominn til
Reykjavíkur vegna eldgossins í Eyj-
um. Mín fyrsta minning af Stínu
frænku er þegar var ég að leika með
dótið hennar nokkrum dögum seinna,
en fjölskyldan fluttist í Drápuhlíðina
til Beggu frænku, Gauja og Stínu
frænku í nokkra mánuði. Það hljóta
að hafa verið mikil viðbrigði fyrir
einkabarn að skyndilega var komin 6
manna fjölskylda inn á heimilið. Alla
tíð síðan var Stína nánasta frænka
okkar fjögurra systkina. Samgangur
milli fjölskyldnanna hefur alltaf verið
mikill með hefðbundnum boðum o.fl.,
að ógleymdri afmælisveislu Stínu 17.
júní.
Stína var listamaður af guðs náð.
Alltaf vissi maður að Stína yrði lista-
maður. Hún var í rauninni alltaf lista-
maður. Að minnsta kosti var hún alla
tíð að skapa list, með teikningum sín-
um og fleiru. Listinni sinnti hún ætíð
af miklum áhuga, dugnaði og aga. Ár-
angurinn varð líka eftir því. Fljótlega
lagði hún glerlist fyrir sig og þar virt-
ist hún finna það listform sem hentaði
henni vel, með tilraunum með hið
margbreytilega efni og þróun nýrrar
tækni. Kvöldið sem ég frétti af andláti
Stínu fór ég á heimasíðu hennar að
skoða feril hennar og verk og hvar
hún var að sýna þessa stundina. Hún
var listamaður sem hélt áfram meðan
kraftar leyfðu. Einn var sá staður
sem Stína hafði tekið ástfóstri við.
Það var Keldudalur í Dýrafirði, þar
sem fjölskyldan átti sumarbústað.
Þar dvaldi hún á sumrin á sínum
æskuárum og átt svo margar góðar
stundir með foreldrum sínum, með
frændfólkið á Hrafnabjörgum í næsta
firði. Hún hafði eignast hús á Þing-
eyri þar sem hún ætlaði að dvelja í
heimsóknum sínum á Íslandi í fram-
tíðinni. Þar ætlaði hún sjálfsagt að
sækja innblástur fyrir listina enda
sótti hún um tíma óspart fyrirmyndir
í list sína til hafsins og fjörunnar.
Mörgum hefur sjálfsagt þótt Krist-
ín að vissu leyti dul, en hún var það
ekki gagnvart öllum. Það breyttist
mikið eftir að hún fluttist til Band-
ríkjanna, eignaðist börnin og ekki síst
eftir að hún veiktist. Það var sérstak-
lega ánægjulegt að heimsækja Stínu
og fjölskyldu árið 2005. Það var aug-
ljóst að Stínu leið vel í frelsinu í
Bandaríkjunum með Davíð eigin-
manni sínum og þremur myndarleg-
um börnum. Það var létt yfir Stínu
þegar ég heimsótti hana enda var hún
að undirbúa að hefja aftur vinnu við
list sína, sem hún hafði orðið að gera
hlé á vegna veikinda sinna. Hún hafði
fundið hlutverk sitt í fjölskyldulífi og
listinni. Stína var áhugamaður um líf-
rænt fæði og heilsusamlega lífshætti
og það var gaman að fara með henni í
lífræna stórmarkaðinn í nágrenni
heimilisins. Einnig að grínast með
henni og spjalla um lífið og tilveruna.
Síðast en ekki síst um það hvort veik-
indi hennar myndu ekki hafa áhrif á
list hennar.
Ég votta fjölskyldu Kristínar, eig-
inmanni hennar Davíð, börnum
þeirra Steina, Völu og Atla, foreldr-
um hennar Bergþóru og Guðjóni og
tengdaforeldrum, mína innilegustu
samúð. Megi góður Guð geyma góðan
listamann.
Eyjólfur Ármannsson.
Ég kynntist Stínu frænku minni
fyrst þegar fjölskylda mín flutti í einu
vetfangi inn á heimili hennar og for-
eldra í Drápuhlíð, í janúar 1973 í kjöl-
far eldgossins í Vestmannaeyjum.
Stína var þá tæpra sjö ára og mátti
sætta sig við að fjögur börn móður-
systur hennar gerðu leikföng hennar
og heimili að sínu í nokkrar vikur.
Alla tíð síðan hafa verið mikil sam-
skipti milli fjölskyldna mæðra okkar
og ég hef fylgst náið með lífi Stínu,
bæði hér heima og í Bandaríkjunum
þar sem hún bjó sl. 16 ár.
Stína hafði sterkar taugar til Ís-
lands, þrátt fyrir langa dvöl erlendis.
Vestfirðir áttu sérstakan stað í hjarta
hennar, en þar dvaldi hún á hverju
sumri sem barn og unglingur, í sum-
arbústað foreldra sinna í Keldudal í
Dýrafirði eða í Lokinhamradal í Arn-
arfirði, þar sem móðir hennar var
fædd og uppalin. Fyrir nokkru keypti
Stína sér svo hús á Þingeyri þar sem
hún dvaldi á sumrin. Ljóst er að þessi
snerting við hrikalegt og fagurt
landslag Vestfjarða hafði áhrif á list-
sköpun hennar.
Stína var hæfileikarík listakona og
verk hennar bera merki um mikla
sköpunargáfu. Skúlptúr var það list-
form sem hún vann mest við, og þá
helst gler- og steinlistaverk. Glögg-
lega má sjá að margar hugmyndir að
verkum hennar verka eiga rætur í ís-
lenskri náttúru. Hún notaðist ósjald-
an við „ómengað“ íslenskt grjót við
gerð þeirra, oft með ærinni fyrirhöfn.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi einu
sinni að aðstoða hana við það. Ég
gleymi aldrei undrunarsvipnum á
bandarískum tollvörðum þegar þeir
skoðuðu handfarangurinn minn sem
hafði að geyma grjóthnullunga sem
ég tók þátt í að selflytja frá Philadelp-
hiu, þar sem ég bjó um tíma, til Cha-
pel Hill, en móðir Stínu hafði komið
með grjótið frá Íslandi sérstaklega.
Það var stundum nokkuð á sig lagt
fyrir listina.
Stína var mjög eftirtektarsöm og
það var fátt sem fór fram hjá henni í
umhverfinu. Eins og oft er sennilega
um listamenn, þá sá hún oft fegurð,
verðmæti og notagildi í hlutum sem
öðrum þóttu einskis nýtir. Mér er
minnisstæð frábær athugasemd
hennar er við hittumst í New York
fyrir nokkrum árum um fegurð hol-
ræsisloka borgarinnar! Ótrúleg elja
og dugnaður Stínu er mér í fersku
minni. Allt sem hún tók sér fyrir
hendur lagði hún alúð við og skilaði
svo af sér fullkomnu verki. Það gat
verið allt frá því að læra logsuðu sem
nýttist henni við listsköpunina upp í
að ná frábærri færni í glerblæstri.
Hún gekk til verksins og hætti ekki
fyrr en hún hafði fullkomin tök á við-
fangsefninu.
Stína var mjög einlæg og yfirveguð
manneskja og oft ótrúlega næm á líð-
an þeirra sem hún umgekkst; hún var
alltaf tilbúin að brjóta málin til mergj-
ar og finna á þeim lausnir. En ef sá
gállinn var á henni fékk maður létta
yfirhalningu og heiðarlega gagnrýni
frá henni.
Stína sýndi mikinn styrk og hug-
arró í veikindum sínum þrátt fyrir að
áföllin dyndu yfir. Hún var stoð og
stytta barnanna sinna sem hún sinnti
fram á seinasta dag. Ekki grunaði
mig að það væri í síðasta sinn sem ég
sæi hana er ég hitti hana í New York í
desember. Þá leit hún vel út, var ótrú-
lega hress og sprangaði um stórborg-
ina með bros á vör. En skjótt skipast
verður í lofti og síðustu tvo til þrjá
mánuði hrakaði Stínu hratt. Elsku
Begga, Gaui, Davíð og börn, við
Kristín sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur
í sorginni og minningin um einlæga
og dugmikla hæfileikakonu lifa.
Ragnar Ármannsson.
Ég man þegar við Stína vorum
unglingar og lofuðum hvor annarri að
sú sem færi seinna myndi skrifa
minningargrein um hina. Það átti
ekki að verða fyrr en á elliheimilinu
þar sem við ætluðum í göngugrind-
arhlaup, hjólastólakapp og rústa lín-
herberginu. Þess vegna sit ég hér
með tárin í augunum þar sem blá-
kaldur raunveruleikinn blasir við.
Þrátt fyrir að vita í hvað stefndi þá er
dauðinn svo sár.
Minningarnar hrannast upp. Í
raun er ótrúlegt að mörgu leyti að við
skulum hafa orðið vinkonur um 13 ára
aldurinn. Við eins og svart og hvítt og
samt ekki. Saman fundum við teng-
ingu og kærleika sem aldrei slökknar.
Takk fyrir að hafa verið vinkona
mín. Takk fyrir allar stundirnar þar
sem við gátum talað endalaust sam-
an, allar næturgistingarnar í Garða-
bænum, öll hlátursköstin, einlægni
þína og sérvisku. Sérstaka, fallega og
listræna náttúrubarnið sem áttir þér
enga líka.
Ég elska þig, sakna þín og kveð
með ljóði, Stef um minningar, eftir
eitt af uppáhaldsljóðskáldum okkar
beggja.
Stundum
þegar ég heyri fallegt lag
þá setur mig hljóðan.
Ég hafði heyrt þetta áður;
minningarnar
síbyljur mannshugans
og uppspretta góðs og ills
verða að deyjandi draumum.
...Mig setur hljóðan
– víst semja mennirnir ennþá falleg lög –
en lagið mitt litla
kemur aldrei aftur.
(Vilmundur Gylfason)
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til Davíðs, Steina, Völu, Atla og for-
eldra þinna Bergþóru og Guðjóns.
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
(Dúa).
Við Kristín vorum saman á leik-
skóla og saman í bekk allan grunn-
skólann. Ég á skemmtilegar minn-
ingar af henni frá þeim árum. Til
dæmis man ég eftir henni hoppandi
ein um leikfimisalinn á meðan hinar
stelpurnar stóðu í hnapp. Þetta var á
þeim árum þegar við vorum dauð-
hræddar við að skera okkur úr. En
ekki Kristín. Hún fór sínar eigin leið-
ir, og var óhrædd um álit annarra. Ég
vék mér að henni og spurði hvað í
ósköpunum hún væri að gera. „Ég er
að ímynda mér að ég sé fiðrildi, eða
ballettdansmær“, sagði hún og sneri
sér í hring með hendurnar á lofti. Og
svo sveif hún áfram um salinn.
Það var gaman að heimsækja
Kristínu í Drápuhlíðina á þessum ár-
um. Oft vorum við þar margar saman
og glatt á hjalla. Eitt sinn sátum við
inni í herberginu hennar, þegar
pabbi hennar vatt sér inn og skellti
kassa á gólfið með brosi á vör. „Þetta
er handa þér“ sagði hann við Krist-
ínu. Við opnuðum kassann og urðum
heldur en ekki hissa, þegar í honum
var eðla, nokkuð stór. Eðlu hafði ég
bara séð á teikningu í bók um fram-
andi dýr, ekki var mikið um dýralífs-
þætti í svart-hvítri sjónvarpsdag-
skránni, utanlandsferðir voru ekki
algengar á þeim árum og ekki vissi ég
um neinn sem átti eðlu fyrir gæludýr.
Við Kristín völdum sama mennta-
skólann og lukum stúdentsprófi
sama vorið. Eftir það skildi leiðir
hvað varðar menntun og búsetu. Hún
fór í myndlistarnám en ég lagðist í
barneignir. Kristín flutti síðan vestur
um haf, stundaði þar list sína, og
eignaðist börnin sín þrjú eftir að ég
var komin aftur út á menntabrautina.
Allan þennan tíma héldum við góðu
sambandi. Fyrst um sinn í stærri
hópi vinkvenna úr grunnskóla og
menntaskóla, en eftir því sem árin
liðu urðum við nánari, og fórum að
hittast æ meira tvær og deila sorgum
okkar og sigrum. Mér er líka minn-
isstætt þegar hjónin Kristín og Davíð
komu ásamt börnum sínum í sum-
arbústað okkar fyrir nokkrum árum,
fertugsafmæli hennar á Þingeyri síð-
astliðið sumar, og helgarferð okkar
vinkvennanna austur fyrir fjall
nokkrum vikum seinna þar sem átt-
undi áratugurinn var tekinn í SingS-
tar-keppni. Þetta eru núna dýrmæt-
ar minningar.
Kristín var á réttri hillu í lífinu sem
listakona. Hún var afar næm á um-
hverfi sitt: fólk, hluti og náttúru. Hún
skynjaði orkustrauma, til dæmis í ná-
grenni Snæfellsjökuls, og endur-
nærðist við að heimsækja Vestfirðina
þangað sem hún átti ættir að rekja.
Áferð efnis og forsaga þess var henni
hugleikin. Hún notaði veðurbarða
steina og fleira sem hún fann í fjörum
Vestfjarða sem efni í listaverk ásamt
glerbrotum sem hún endurnýtti í
skúlptúra af hagleik sínum og hug-
viti.
Kristín bjó yfir gríðarlegum vilja-
styrk. Sá eiginleiki nýttist henni vel í
lífinu en sýndi sig sem aldrei fyrr í
baráttu hennar við krabbameinið.
Hún var þjáð af sjúkdómnum árum
saman en hélt samt ótrauð áfram
braut lífsins, sinnti starfi sínu og fjöl-
skyldu og tókst á við vágestinn með
öllum meðulum sem tiltæk voru. Hún
beitti mætti hugar og vilja, og bæði
hefðbundnum og óhefðbundnum
meðferðarleiðum, sem nýttust henni
gegn aukaverkunum lyfjanna. Þrek
hennar og þrautseigja var óbilandi,
uns enginn máttur fékk að lokum
rönd við reist.
Fyrir Kristínu átti að liggja að
falla frá í blóma lífsins. Eftir stendur
að fyrir margt er að þakka: hún náði
að mennta sig og starfa á sínu kjör-
sviði sem listakona, stofna fjölskyldu
og eignast þrjú falleg börn, og skilja
eftir sig verk og minningar sem bera
hagleik hennar, sjálfstæðum per-
sónuleika og innri styrk fagurt vitni.
Við hjónin sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Davíðs,
Steina, Völu, Atla, Bergþóru, Guð-
jóns, Aðalsteins og Gyðu, og annarra
sem sakna Kristínar Guðjónsdóttur.
Anna Ragna og Vilhjálmur.
Kristín Guðjónsdóttir