Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 49

Morgunblaðið - 03.05.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 49 BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 LEYFÐ BECAUSE I SAID SO kl. 10 LEYFÐ MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 8 LEYFÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 LEYFÐ SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára ANNAR ÞESSARA TVEGGJA... HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ eeee SV, MBL eee MMJ, Kvikmyndir.com M A R K W A H L B E R G SANNSÖGULEG MYND UM STÆRSTA HNEYKSLISMÁL Í SÖGU FBI eeee S.V. SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL ECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore eeee V.J.V. eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS eee LIB, Topp5.is eee V.J.V. TOPP5.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is „Fantagó›ur krimmi.“ Freysteinn Jóhannsson / Morgunbla›i› „Spennandi glæpasaga me› hra›ri atbur›arás … svo spennandi a› flestir hljóta a› lesa hana í einum rykk.“ Ingvi fiór Kormáksson / bokmenntir.is „Brá›skemmtileg spennusaga.“ Sigríður Albertsdóttir / DV „… heldur lesanda föstum tökum.“ Ingvi Þór Kormáksson / bokmenntir.is Komin í kilju  Hver dómurinn á fætur öðrum birtist nú í heimspressunni um nýjustu plötu Bjarkar Volta. Einn slíkur birtist nú á dögunum í vikuritinu Newsweek og er óhætt að segja að gagnrýnandi tímaritsins sé ánægður með gripinn. Þar segir að þvert á fyrri plötur Bjarkar sé Volta úthverft listaverk sem brjóti af sér þann heim sem Björk hafi hingað til skapað með fyrri verkum og nú láti hún í ljós afdráttarlausar skoðanir um sitt eigið sálarlíf og pólitíska sýn. Er þar sérstaklega vísað til lagsins „Declare In- dependence“ sem Newsweek segir að sé einskonar heróp til „Dana“ sem búa á Grænlandi við slæmar aðstæður. Hins vegar sé lagið nægilega órætt til að verka hvetjandi á alla þá hópa sem utanveltu eru, um að krefjast rétt- inda og réttlætis. Volta fær góða dóma í banda- ríska vikuritinu Newsweek  Eiríkur Örn Norðdahl, ljóðskáld, rithöfundur og blaðamaður, hefur sagt upp störfum á blaðinu Bæj- arins bestu á Ísafirði og er fluttur til Finnlands. Eiríkur sendi á dög- unum frá sér ljóðakverið „Hand- sprengja í morgunsárið“ ásamt Ing- ólfi Gíslasyni og mun því ekki taka þátt í kynningarstarfsemi nema að litlum hluta. Segir sagan að Eiríkur hafi flutt til Finnlands til að æfa sig fyrir tilvonandi hjónaband. Ljóðskáld til Finnlands  Rokksveitin Diagon hefur lokiðvið gerð fyrstu plötu sinnar The Volumes of Misconception en hún verður gefin út á Netinu, gjald- frjálst. Plötuna er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarinnar http:// www.diagon-music.com/ en með- limir Diagon segja að þeir hafi vilj- að að tónlistin næði til sem flestra á sem auðveldastan hátt. Einnig er áhugasömum bent á myspace-síðu sveitarinnar; www.myspace.com/ diagonband, og þess skal síðan get- ið í lokin að sveitin leitar um þessar mundir að bassaleikara. Diagon gefur (út) plötu á Netinu  Tónlistarhátíðin Akureyri Int- ernational Music Festival eða AIM Festival verður nú haldin í annað sinn í næsta mánuði. Flytjendur koma frá öllum heimshornum en á meðal þeirra sem fram koma í ár eru: Orquesta Tipica Fernandez Fierro (ARG), Hilario Duran Trio (Kúb.), Isan (Eng.), Seabear (ÍS), Tarwater (Þýs.),The Go Find (Bel.), VilHelm (ÍS), Blúskompaníið (ÍS), Tómas R. Einarsson (ÍS), Stórsveit (ÍS), Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og fleiri. Kynningarfundur verður haldinn á Hótel KEA í dag en þá verður opnuð ný heimasíða hátíðarinnar, aimfestival.is. AIM Festival komið til að vera HJÖRLEIFUR Sveinbjörnsson sem verið hefur deildarstjóri flutnings- og þýðingardeildar 365 miðla mun vera að hætta störfum hjá fyrirtæk- inu, samkvæmt öruggum heim- ildum Morgunblaðsins. Hjörleifur er einn fárra kín- verskumælandi Íslendinga, en hann er eiginmaður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar. Ekki er vitað að svo stöddu hvað Hjörleifur ætlar að taka sér fyrir hendur. Hjörleifur hættir hjá 365 miðlum  Nýja Tópas-auglýsingaherferðin sem gerðist boðflenna í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og einn þeirra sem taka þetta upp á bloggsíðu sinni er Guðmundur Magnússon (gudmundurmagnusson.blog.is) sem leggur til að Nói-Síríus og Fítón biðji verkalýðshreyfinguna afsökunar. Segir hann framtakið fyrir neðan allar hellur, ósmekklegt úr hófi og merki um algjört dómgreindarleysi. Tópasbyltingin étur börnin sín BANDARÍSKA poppstjarnan Britney Spears hefur nú stigið á svið fyrsta sinni frá því hún lauk meðferð við áfengisfíkn. Spears söng fimm lög í klúbbnum House of Blues í San Diego í fyrradag. Eftir sönginn þakkaði Spears viðstöddum fyrir komuna. Á lista yfir skemmtiatriði kvöldsins var óþekkt sveit, The M&Ms. Líklegt þykir að sú sveit sé ekki til og hafi verið sett til að halda því leyndu að Spears ætlaði að troða upp. Aðgangsmiðar tóku þó að seljast vel yfir ásettu verði þegar líða tók á kvöldið, á 35 dollara í stað 17,56. Mikill fjöldi ljósmyndara mætti á svæðið og æstir aðdáendur söngkonunnar, þannig að einvhern veginn spurðist þetta út. Britney var í hvítu smápilsi, bleikum toppi og með brúna hárkollu á höfði. Aðdáandi Spears segir hana hafa náð áheyrendum á sitt vald og hafi verið í góðu, líkamlegu ástandi. Hin dularfulla sveit M&Ms var bókuð víðar en í San Diego, í útibúum klúbbakeðjunnar House of Blues. Aðrir tónleikarnir áttu að fara fara farm í gær í Ana- heim og hinir í dag í West Hollywood, að því er BBC greinir frá. Spears hefur ekki gefið út breiðskífu í fjögur ár. Miklar fréttir voru fluttar í vetur sem leið af skemmt- anagleði Spears. Hún skildi við eiginmann sinn í fyrra. Spears hélt stutta tónleika Reuters Edrú Britney Spears á körfuboltaleik í mars s.l.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.