Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
H
öskuldur segir að
starfsemi fyrirtækis-
ins hafi vaxið mikið
erlendis, en nú þegar
standi samningar við
erlenda söluaðila undir um 10% af
kortaveltu VALITOR.
„Við teljum að vegna mikillar
þekkingar og háþróaðrar tækni geti
fyrirtækið sótt enn frekar á erlenda
markaði á sviði greiðslukortastarf-
semi og að því er nú unnið.“
Hann segir að hafa beri í huga að
eins og VALITOR geti leitað á er-
lenda markaði þá sé Ísland ekki
heldur einangrað í þessum efnum.
Erlend kortafyrirtæki geti hæglega
ákveðið að sækja viðskipti hingað til
lands og eru nú þegar hluti af inn-
lendu samkeppnisumhverfi. Því
skipti jafnframt máli að veita stöð-
ugt sem besta þjónustu hér heima.
Frá því var greint fyrr í þessari
viku að nafni Greiðslumiðlunar –
VISA Íslands hefði verið breytt í
VALITOR, samfara áherslu- og
skipulagsbreytingum hjá fyrirtæk-
inu. Segir Höskuldur að ástæðan sé
einmitt meðal annars vaxandi starf-
semi erlendis.
„En fleira kemur einnig til. Við
eigum ekki VISA, en erum hins veg-
ar að vinna með það öfluga vöru-
merki og einnig önnur vörumerki.
Og við stefnum að því að auka þjón-
ustuúrvalið og því getum við ekki
kennt okkur eingöngu við VISA í al-
þjóðlegri markaðssetningu. Heitið
Greiðslumiðlun gengur heldur ekki í
útlöndum og því völdum við nýtt
nafn VALITOR.“
Nýir markaðir
Höskuldur segir að nýir markaðir
hafi opnast fyrir greiðslukortafyr-
irtækin í heiminum á árinu 2003. Þá
hafi fyrst skapast tækifæri fyrir
þessi fyrirtæki til að leita út fyrir
sína heimamarkaði. Fram að þeim
tíma höfðu starfsleyfi takmarkast af
landamærum.
„Við byrjuðum svo til strax að
leita inn á nýja markaði og höfum
náð á þeim tíma sem liðinn er að
skapa okkur ágætis þekkingu, sér-
staklega á einu ákveðnu sviði, sem
eru netviðskipti. Það er mikill vöxt-
ur í þeim en það eru hins vegar ekki
mörg greiðslukortafyrirtæki í Evr-
ópu sem hafa farið inn á þessa braut
sérstaklega. Þessi viðskipti eru
þannig að við semjum við söluaðila
um að viðskiptavinir þeirra geti
keypt af þeim á Netinu. Við ábyrgj-
umst síðan að söluaðilarnir fái sínar
greiðslur, réttar fjárhæðir á réttum
tíma, og fáum ákveðin þjónustugjöld
fyrir að ábyrgjast greiðslurnar,“
segir hann.
Samþjöppun á mörkuðum
Höskuldur segir að alþjóðlegur
greiðslukortamarkaður hafi vaxið
og þróast gríðarlega hratt á umliðn-
um árum og sé nú orðinn mjög stór
hluti af daglegu lífi flestra. Á sama
tíma hafi samþjöppun á þessum
markaði verið mikil. Þannig sé til að
mynda einungis eitt kortafyrirtæki í
Danmörku, fyrirtækið PBS, sem
hafi meðal annars verið að þreifa
fyrir sér hér á landi. Í Noregi séu
tvö fyrirtæki, annað norskt og hitt
bandarískt. Þess sjást nú merki að
Danir og Norðmenn séu á leið í auk-
ið samstarf með sín fyrirtæki í
þeirri viðleitni að verja sinn markað
gegn utanaðkomandi samkeppni
mun stærri fyrirtækja, einkum
bandarískra. Í Finnlandi sé eitt fyr-
irtæki, þau séu hins vegar fleiri í
Svíþjóð en þeim fari fækkandi þar. Í
Bretlandi, sem er mjög stór korta-
markaður, eru 2 fyrirtæki með vel
yfir 80% hlutdeild. Hann segir að
bandarísk kortafyrirtæki hafi sótt
inn á evrópskan kortamarkað í mjög
stórum stíl á umliðnum árum. Þau
fyrirtæki séu gríðarlega stór enda
sé kortamarkaðurinn í Bandaríkj-
unum mjög þróaður.
„Íslensku kortafyrirtækin eru
mjög lítil í alþjóðlegum samanburði.
Stærðarhagkvæmnin í kortavið-
skiptunum er hins vegar mikil og
því er ákaflega mikilvægt fyrir
VALITOR að geta stækkað. Við
höfum mjög góða hlutdeild í korta-
markaðinum hér á landi en teljum
okkur ekki eiga möguleika á að
stækka mikið hér, en hins vegar
teljum við okkur eiga mikla mögu-
leika erlendis. Íslenskur kortamark-
aður er einfaldlega of lítill til að við
getum einbeitt okkur að honum ein-
göngu en hann verður vissulega
áfram mjög mikilvægur. Við höfum
þá sýn, að á þessum markaði verði
fáir mjög stórir aðilar, en einnig
minni aðilar eins og við, sem munu
keppa á ákveðnum sérhæfðum svið-
um.“
Íslenskur kortamarkaður
samkeppnishæfur
Að sögn Höskuldar eru þjónusta al-
mennt og þjónustugjöld íslensku
kortafyrirtækjanna mjög svo sam-
keppnishæf við það sem gerist í ná-
grannalöndunum. Hann segir að Ís-
lendingar séu einnig mjög
framarlega í allri tækni og þjónustu
sem að þessum viðskiptum snýr.
„Reyndar er íslenska greiðslukor-
taumhverfið með því háþróaðasta í
heiminum og ekkert samfélag er
nær því að vera seðlalaust. Mönnum
hefur auðnast að byggja hér kerfi
sem er mjög skilvirkt. Það stafar
meðal annars af því að farið var
snemma inn á þá braut að notast við
alþjóðleg kerfi frekar en að búa til
eigið eins og gert hefur verið sums
staðar. Það hefur komið sér vel.“
Höskuldur segir að bankar og
sparisjóðir víðs vegar um heim nýti
greiðslukort í mjög vaxandi mæli
sem mikilvægan snertiflöt við við-
skiptavini sína. Þetta sé lík þróun
og verið hafi hér á landi. Frum-
kvæðið og markaðssetningin sé í
bönkunum og sparisjóðunum, en
VALITOR komi að vinnslunni og
sérhæfðri þjónustu við þá á sviði
kortaumsýslunnar. Fyrirtækið er
jafnframt samningsaðili við kaup-
menn sem færsluhirðir.
„En þrátt fyrir þá breytingu sem
nú hefur verið gerð á VISA Íslandi
er ástæða til að leggja áherslu á að
það verður engin breyting á þjón-
ustu fyrirtækisins gagnvart kort-
höfum VISA korta hér á landi,
nema að fríðindi í ýmsu formi koma
nú beint frá bönkunum og spari-
sjóðunum. VALITOR miðlar
greiðslum milli söluaðila, korthafa,
banka og sparisjóða og tryggir
meðal annars að rétt fjárhæð sé
skuldfærð hjá korthöfum. Bankarn-
ir og sparisjóðirnir eru hins vegar
útgefendur og ábyrgðaraðilar á
greiðslukortunum. Við vinnum svo
að því að góð þjónusta á innanlands-
markaði verði enn betri,“ segir
Höskuldur.
Flestir bankar og sparisjóðir hér
á landi eiga hlut í VALITOR. Kaup-
þing og Landsbankinn eru stærstu
hluthafarnir með 39% og 38% hluti.
Hjá fyrirtækinu starfa liðlega 100
manns.
Tækifærin liggja í útrásinni
Greiðslumiðlun – VISA
Ísland tók upp nafnið
VALITOR fyrr í vik-
unni. Af því tilefni
ræddi Grétar Júníus
Guðmundsson við for-
stjóra fyrirtækisins,
Höskuld H. Ólafsson,
og forvitnaðist um
helstu breytingar og
áherslur.
Morgunblaðið/Golli
Greiðslumiðlun Höskuldur H. Ólafsson er forstjóri Valitor og segir mörg tækifæri vera fyrir fyrirtækið á erlendum kortamarkaði.
gretar@mbl.is
» „Íslensku kortafyr-irtækin eru mjög lítil
í alþjóðlegum sam-
anburði. Stærðarhag-
kvæmnin í kortavið-
skiptunum er hins vegar
mikil og því er ákaflega
mikilvægt fyrir Valitor
að geta stækkað.“
» „Reyndar er íslenskagreiðslukortaum-
hverfið með því háþróa-
ðasta í heiminum og
ekkert samfélag er nær
því að vera seðlalaust.“