Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf C(                !      "  $%            $ "     & %           '                   $"    $$   "( )   !  $  $ ( $%    '   *             TM Software hlaut nýverið sam- starfsgráðuna Cisco Premier part- ner en Cisco framleiðir hugbúnað fyrir netkerfi, bæði nærnet og víð- net. Í tilkynningu frá TM Software segir að netvinna sé einn stærsti þátturinn í daglegum rekstri nútíma fyrirtækja, hvort sem þau séu stór eða smá. Búnaður frá Cisco sé not- aður til að búa til netlausnir sem gera samskipti yfir Netið möguleg og auðveldar þar með alla upplýs- inganálgun, innan sem utan fyrir- tækisins. Mun TM Software vera eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem hlotið hafa þessa vottun frá Cisco og segja forsvarsmenn fyrirtækisins það vera mikinn heiður. TM Software fullgildur samstarfs- aðili Cisco FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Icecell hefur gert samning við Mílu ehf. um hýsingu á búnaði. Icecell fékk nýlega úthlutaðri tíðniheimild vegna rekstur á GSM-kerfi frá Póst og fjarskiptastofnun og fyrirhugar að hefja resktur þjónustu sinnar um næstu áramót. Icecell er að hefja vinnu við uppsetningu á sendum og öðrum búnaði og mun Míla útvega þeim hýsingu í sínum símstöðvum. Icecell hefur í hyggju að ná til 98% landsmanna með GSM-dreifikerfi sínu. Félagið er í eigu svissneskra aðila og eru höfuðstöðvar þeirra á Ís- landi á Flugvallarvegi í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar. Míla byggir á aldagamalli starfsemi fjar- skiptanets Símans. Fyrirtækið var nýlega skilið frá annarri starfsemi Símans og er í eigu Skipta hf. Icecell samdi við Mílu PRENTSMIÐJAN Oddi og Birt- íngur útgáfufélag ehf. hafa gert með sér samning um prentun allra tímarita Birtíngs. Í tilkynningu seg- ir að um sé að ræða einn stærsta prentsamning sem gerður hefur verið hér á landi og þann stærsta sem gerður hefur verið um prentun tímarita. Samkvæmt honum prent- ar Oddi yfir 220 tölublöð af tímarit- um Birtíngs á ári. Árlegur eintakafjöldi er áætl- aður vel yfir tvær milljónir en Birt- íngur gefur út vikublöðin Séð og heyrt og Vikuna og mánaðarblöðin Gestgjafann, Nýtt líf, Hús og híbýli, Söguna alla, Golfblaðið, Ísafold og Mannlíf. Haft er eftir Jóni Jósafat Björns- syni, framkvæmdastjóra Odda, að samningurinn geri fyrirtækinu kleift að taka stærri skref varðandi fjárfestingar, bæði hvað varðar framleiðsluna sjálfa og þjón- ustuferlið. Spennandi tímar séu framundan í tímaritaútgáfu í heim- inum og talsverðir möguleikar á að bæta þjónustu Odda ennþá meir. Þá lýsir Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, yfir mikilli ánægju með samninginn við Odda, hann sé mjög hagstæður fyr- ir félagið. Samstarfið við Odda und- anfarin ár hafi verið mjög farsælt. Oddi prentar tímarit Birtíngs Ljósmynd/Jóhann Þröstur Pálmason Tímarit Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, og Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Odda, handsala prentsamninginn. ÞÓRÐUR Birgir Bogason hefur keypt fyrirtækið Parket & gólf af fjölskyldu Ómars Friðþjófssonar, stofn- anda fyrirtækisins. Parket & gólf hefur verið starfandi á gólfefnamarkaði í meira en tvo áratugi en verslunin, sem er til húsa í Ármúla 23, var fyrst opnuð árið 1985. Parket & gólf selur parket, hurðir, flísar og inn- veggjaefni frá þekktum framleiðendum eins og Hörning, Hakwood, Parador, Lebo og Upofloor. Í tilkynningu kemur fram að fyrirtækið hafi tekið þátt í ýmsum verk- efnum undanfarin ár, t.d. á Bessastöðum, í Alþingishús- inu, Höfða, Listasafni Íslands, Seðlabankanum, Valhöll á Þingvöllum og Hótel Borg, auk fjölda verkefna fyrir Kaupþing, Glitni og Landsbankann. Mörg tækifæri til vaxtar Þórður Birgir, sem er verkfræðingur að mennt, þekkir vel til byggingavörumarkaðarins en hann var um tíma forstjóri MEST. Þar áður starfaði hann fyrir Samskip í Þýskalandi og Hollandi, samtals í um 10 ár. Hann segir mörg tækifæri til vaxtar og þróunar fyrir fyrirtæki eins og Parket & gólf. „Uppsteypa húsa hefur farið mjög vel af stað á þessu ári og það liggur fyrir að innrétta þarf allt þetta hús- næði. Þá skiptir máli að skipta við trausta fagaðila sem geta haldið settar tímaáætlanir,“ segir hann í frétta- tilkynningu en um þessar mundir er verið að stækka sölu- og sýningarrýmið í Ármúlanum og auka vöruúr- valið. Starfsmenn fyrirtækisins eru 15 talsins og starfa þeir allir áfram með nýjum eiganda. Þórður Birgir kaupir Parket & gólf af stofnendunum Eigandi Þórður Birgir Bogason, fv. forstjóri Mest, hef- ur keypt Parket & gólf af fjölskyldunni sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum. SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, munu í dag standa fyrir morg- unfundi á Nordicahóteli undir yfir- skriftinni „Aukið heilbrigði – ábyrgð atvinnulífsins“. Mun fundurinn standa frá klukkan 8:00-10:00. Á fundinum verður undirrituð yf- irlýsing forystumanna verslunarfyr- irtækja í SVÞ þar sem þeir samein- ast um markmið til hagsbóta fyrir neytendur, starfsfólk og þjóðina ásamt því að skora á stjórnvöld að bæta úr í þessum efnum. Fundur um heilbrigði STÖÐUGT fleiri aðilar sækja um aðild að kauphöllum OMX Nordic Exchange á Norðurlönd- unum og í Eystrasaltsríkjunum, auk þess sem núverandi aðilar hafa verið að útvíkka aðild sína. Á þessu ári hafa alls átta nýir að- ilar gengið til liðs við Nordic Exchange og þrettán hafa útvíkk- að aðild sína. Í dag eiga 162 bankar og verðbréfafyrirtæki viðskipti á einum eða fleiri mörk- uðum OMX Nordic Exchange. „Það er ánægjulegt að sjá að stöðugt meiri áhugi er á beinum aðgangi að viðskiptum í Nordic Exchange meðal verðbréfafyr- irtækja jafnt innan sem utan Norðurlandanna. Okkur hefur tekist að skapa svo stóran mark- að að við erum nú leiðandi á mörgum sviðum, þar á meðal í pappírsiðnaði, tísku og upplýs- ingatækni,“ er haft eftir Jukka Ruska, forstjóra OMX, í tilkynn- ingu. Núna í september er von á ní- unda aðilanum, Flow Traders í Amsterdam, sem skráir sig á danska, finnska og sænska mark- að OMX. Einnig hafa BNP Pari- bas í París og IMC í Amsterdam, sem voru í sænsku og finnsku kauphöllinni, farið inn í þá dönsku. Í júlí sl. útvíkkuðu fjárfesting- arbankinn Saga Capital og Nor- dVest verðbréf á Íslandi aðild sína þannig að hún næði til Stokkhólms og Helsinki. Van der Moolen hefur haft aðgang að finnska markaðnum og útvíkkaði í júlí aðild sína til sænska hluta- bréfamarkaðarins. Nýverið gekk félagið til liðs við danska mark- aðinn og mun brátt bæta ís- lenska markaðnum við. EIK Bank A/S í Kaupmannahöfn út- víkkaði aðild sína til Íslands í júlí og til OMX Nordic Exchange í Stokkhólmi frá byrjun ágúst síð- astliðinn. Stöðugt fjölgar á OMX Nordic Exchange Fyrirtækið R. Sigmundsson ehf. hefur nú flutt alla starfsemi sína undir eitt þak í nýju húsnæði við Klettagarða 25. Fram að þessu hefur fyrirtækið verið með þrjár starfsstöðvar, sem nú munu verða sameinaðar í tæp- lega 3.000 fermetra nýbyggingu, þ.e. verslanirnar, verkstæðin og skrifstofurnar og „mun það verða til mikilla hagsbóta fyrir bæði fyr- irtækið og viðskiptavini þess,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Í nýja verslunarrýminu mun verða mun meira pláss til að sýna þá vöru sem boðið er uppá, hvort heldur sem það eru siglingatæki, vegaleiðsögutæki, skemmtibáta, vélar eða bílalyftur, svo eitthvað sé nefnt. „Á síðasta ári sameinuðust fyr- irtækin R. Sigmundsson, Vélasalan og Radiomiðun undir nafni R. Sig- mundsson. Öll þessi fyrirtæki áttu sér langa sögu og höfðu mikla reynslu og þekkingu hvert á sínu sviði. Síðan sameiningin átti sér stað í fyrra hefur verið unnið að því að koma fyrirtækinu undir eitt þak og er því takmarki nú náð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. R. Sig- mundsson flytur í nýtt húsnæði GEYMSLA Eitt í samvinnu við Fasteignafélagið Eyrarbakka býður nú viðskiptavinum upp á geymslu fyrir húsvagna sína. Um er að ræða 2.000 fermetra húsnæði á Eyrarbakka, en í tilkynn- ingu segir að áhersla sé lögð á að húsnæðið sé aðgengilegt og vistvænt í alla staði. Vefmyndavélar eru í húsinu og munu viðskiptavinir sjálfir geta fylgst með vögnum sínum á Netinu. Hrólfur Hreiðarsson, stjórnarfor- maður Fasteignafélagsins Eyrar- bakka, segir mikil verðmæti fólgin í húsvögnum og að það geti skilað sér í hærra endursöluverði séu þeir geymdir innan dyra yfir hörðustu mánuði ársins. Húsvagna- geymsla ◆ ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.