Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Sumir krakkar trúa því alltfrá upphafi að þeim sé ætl-að stórt hlutverk. Alan Mu-lally var einn þeirra. Svo hefst umfjöllun Business Week um manninn sem var fengið það hlut- verk að koma rekstri Ford á beinu brautina. Líkt og Mulally tókst með því að snúa við rekstri farþegaþotufram- leiðsluhlutans hjá Boeing en hinn margumræddi Draumfari 787 er einn þeirra bautasteina sem þar standa ásamt hinni velþekktu Bo- eing 777. Mullaly gegndi ýmsum stjórnun- arstöðum á löngum ferli sínum hjá Boeing og sagan segir að þegar gengið hafi verið fram hjá honum í annað sinn við ráðningu forstjóra hjá Boeing hafi Mulally þótt kominn tími til að stíga frá borði. Hjá Boeing hafði hann átt glæstan feril allt frá námsárum sínum fram til þess að hann tók við forstjórastólnum hjá Ford og hvarf úr flugvélabransan- um, sem hann var farinn að þekkja eins og lófann á sér, og yfir í heim bílaviðskipta þar sem hann þekkti ekkert til. Maður sem þorir Fyrir þá sem þekkja til Mulally má auðveldlega draga þá ályktun að hann ætli frammistöðu sinni hjá Ford að verða minnisvarði um magnaða stjórnunarhæfileika sína. Enda á maðurinn sem náði að snúa rekstri Boeing á réttan kjöl örugg- lega innistæðu fyrir því. Hann þykir gott dæmi um hinn ófyrirleitna at- hafnamann, sem kann að haga segl- um eftir vindi, þorir að taka á málum þegar þess gerist þörf en man líka vel þá sem gera á hans hlut. Margir fyrrum samstarfsmenn Mulallys muna enn daginn þegar Harry Arnold, einn yfirmanna hjá Boeing, var á öndverðri skoðun við Mulally á átakamiklum fundi varð- andi þotuhönnun. Business Week hefur eftir fólki sem sat næsta fund með Mulally og Arnold, að opinber gagnrýni fari greinilega öfugt ofan í Mulally. Skaut hann þar á fyrrum lærisvein sinn og sagðist skyldu ná sér niðri á honum ef hann gerði sér þetta nokkurn tímann aftur. Og það gerði hann. Þegar Mulally varð framkvæmdastjóri yfir far- þegaþotuframleiðslu Boeing árið 1998 var Arnold sá fyrsti sem fékk að fjúka. Arnold, sem náði sér í góða stöðu innan flugiðnaðarins, vildi ekki tjá sig um atvikið. Það gerði hins vegar Mulally sem segir að þeir hafi ekki haft trú á honum í leiðtogahlut- verk. Það er því greinilegt að það er jafnhættulegt að ganga yfir hrað- braut og að fá Mulally upp á móti sér. Sagan segir að á leið sinni á topp- inn hjá Boeing, sem síðar skilaði sér í toppstöðuna hjá Ford, hafi Mulally áunnið sér orð fyrir að vilja ávallt hafa stjórnina. Einn samstarfsmað- ur hans lýsti stjórnunarstíl hans þannig að hann gæfi einungis frá sér en tæki ekki á móti. Líklegast er Harry Arnold sammála því. Snemma beygist krókurinn Mullally þykir hafa mikla leiðtoga- hæfileika og eiga auðvelt með að fá fólk á sitt band. Hann hóf enda snemma að nema leiðtogafræðin. Þegar hann var að alast upp í Law- rence í Kansas sat hann jafnan á fremsta bekk í kirkjunni. Ekki endi- lega af því hann væri svo trúrækinn heldur til að læra hvernig presturinn fór að því að lyfta söfnuðinum í hæstu hæðir ef svo bar undir. Í öðru viðtali við Business Week segir Mulally að þegar hann var 17 ára, hafi hann tekið yfirlýsingu John F. Kennedy forseta persónulega, um að Bandaríkjamenn ætluðu að senda menn til tunglsins. „Ég stóð fyrir framan sjónvarpið og sagði ég er tilbúinn,“ sagði Mu- lally. Hann tók aukatíma í stærðfræði, efnafræði og vísindum. Hann fór líka í flugtíma en náði aldrei að fara út í geim. Mulally fann hæfileikum sín- um og metnaði hins vegar stað hjá Boeing þar sem hann hóf störf árið 1969 sem verkfræðingur. Ráðinn til Ford Ættarlaukurinn og núverandi stjórnarformaðurinn William Clay Ford Jr. (Billy Ford) var búinn að sitja við stjórnvölinn í fimm ár hjá hinum fornfræga bílarisa Ford þeg- ar hann sá sæng sína uppreidda. Hann ákvað að stíga niður úr for- stjórastólnum fyrir manni sem gæti tekið til hendinni og væri ekki tengd- ur fyrirtækinu tilfinningaböndum. Manni sem hann sagði í tölvupósti til starfsmanna Ford, hafa reynslu í að eiga við birgja, verkalýðsfélög og ánægju viðskiptavina. Manni sem hefði leiðtogahæfileika og þor til að taka óvinsælar ákvarðanir. Hinn 62 árs gamli Mulally hafði ekki verið á lista yfir vænlega for- stjóra í nokkur ár síðan honum var boðin toppstaða hjá Raytheon, bandarískum hergagnaframleiðanda og Teledisc, gervihnattaframleið- anda sem fór á hausinn. Það hafði tvisvar verið gengið fram hjá honum við ráðningu forstjóra Boing eins og áður hefur verið sagt. Hann var ekki heldur fyrsta val Bill Fords sem hafði þegar reynt að koma ábyrgð fjölskyldufyrirtækisins af herðum sér yfir á bæði Carlos Ghosn, for- stjóra Renault Nissan og Dieter Zetsche hjá Daimler Chrysler. Að ráða mann utan bílageirans kallaði því á efasemdir innan raða sérfræð- inga. Var Mulally að færast of mikið í fang? Breytinga þörf hjá Ford Tilnefning nýja forstjórans, Alans nokkurs Mulally, kom enda eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir bíla- iðnaðinn. Menn voru efins bæði þar sem Mulally hafði engan bakgrunn í bílaheiminum og eins þar sem hon- um var ætlað að stýra fyrirtæki sem hafði verið stjórnað af sömu fjöl- skyldu frá upphafi. Mulally taldi það hins vegar jákvætt. Hann var spenntur fyrir Ford en fram að þessu hafði allur hans starfsferill verið hjá Boeing-flugvélaverksmiðj- unum. Hann vildi halda arfleifð stofnandans Tom Fords á lofti og sagði að það væri kominn tími til að hugsa til framtíðar og gera Ford að besta bílaframleiðanda heims. Á vefsíðu Ford kemur fram að Mulally leit enda til velgengni Ford með Taurus-bílinn, þegar hann vann að hinum byltingarkennda Draum- fara, Boeing 787. Síðar var gefin út bók um þá vinnu sem nefnist „Work- ing Together“. Bókin var rituð af James P. Howell og var þar farið yfir hvernig hægt er að nýta þær stjórn- unaraðferðir, sem Mulally nýtti sér frá Ford í rekstri annarra fyrir- tækja. Mulally kom með ómetanlega reynslu um leið og hann settist við stýrið hjá Ford, eins og Bill Ford sem nú settist í aftursætið benti á og vísaði þar til umskiptanna hjá Bo- eing. Og ekki veitti af stjórnunarreynsl- unni því þegar Mullally tók við var Ford-fyrirtækið í verulegum vanda, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en tap ársins 2006 nam rúmum 12 millj- örðum dollara, jafnvirði um 780 milljarða króna. Marianne Keller, sem greindi á árum áður bílaiðnað- inn fyrir Wall Street, Journal, orðaði það svo í bílablaðinu AutoObserver: „Meginvandamál Ford-fyrirtæk- isins er skortur á forystu, ekki að- eins meðal toppmannanna heldur al- veg niður í millistjórnendur.“ Eins og alltaf þegar nýr maður sest undir stýri fóru af stað spár um hverjir yrðu látnir fjúka. Bílablaðið setti þar efst á blað Mark Fields, fyrrum toppfígúru og næstráðanda Mulallys, sem sagður er kosta fyr- irtækið þrjár milljónir dollara á ári bara í flugferðir. Í samningi hans er ákvæði um að hverja helgi sé honum flogið heim til Flórída frá Detroit með einkaþotu og bíður áhöfnin eftir honum á meðan. Hann þykir ráðgáta og menn eru ekki á eitt sáttir um hvort umskipti Mazda hafi verið hon- um að þakka. Yfirhönnuði Ford, J. Mays, var einnig spáð reisupassanum en hann er ekki talinn hafa staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar þegar hann var ráðinn. Að síðustu eru margir sagðir hvísla um – enginn þorði að tala upp- hátt um það – að einn Ford-erfingj- anna Elena Ford, stæði sig ekki en hún var sett yfir markaðsmál í Norð- ur-Ameríku fyrir tveimur árum. Sú staðreynd að hún er fyrsti kvenkyns Fordinn til að vinna beint fyrir Ford, síðan langa-langafi hennar stofnaði fyrirtækið fyrir 103 árum, er þó sögð draga úr gagnrýni. Líklegast í óþökk kvenna. Fundahöld, áætlanir, árangur Mulally er maður breytinga og þykir þegar hafa tekið til hendinni hjá Ford með því að endurskoða og flýta „Áfram-áætluninni“ (e. The Way Forward Plan) sem komst á koppinn í stjórnartíð Bill Fords. Í henni var lagt upp með fjórar megináherslur. Í fyrsta lagi að endurskipuleggja reksturinn þannig að hann skili hagnaði. Í öðru lagi að hraða þróun nýrra vara sem ganga skuli í augu viðskiptavina. Í þriðja lagi að afla fjármagns og styrkja efnahagsreikn- inginn og í fjórða og síðasta lagi að vinna saman sem eitt Ford-heimslið. Í bréfi til starfsmanna sem finna má á vefsíðu Ford, segist Mulally vera að yfirfara áætlanir, hitta starfsmenn og kynna sér viðskipta- áætlanir með yfirstjórninni á viku- legum fundum. Þar séu „krækiber- in“ (e. Blackberries) ekki leyfð, nauðsynlegt sé að mæta með hlaða af gögnum máli sínu til stuðnings og síðast en ekki síst beri yfirstjórnend- um að taka ábyrgð. Markmiðið sé sterkari Ford, Lincoln og Mercury merki, sterkara vöruframboð, aukin gæði, lækkun kostnaðar og aukin framleiðni. Í sem stystu máli virðist áætlunin vera að skila sér því Ford er öllum að óvörum farið að skila hagnaði eftir meira en tveggja ára tap. Rekstrar- niðurstöður fyrir annan ársfjórðung þessa árs sýna 750 milljóna dala hagnað og því ljóst að Mulally hefur náð því ætlunarverki sínu, sem er að Ford fari að skila hagnaði þegar á næsta ári, á undan áætlun, þó hér sé aðeins um fjórðungsuppgjör að ræða. Verulega dregur því úr tapi milli ára. Fyrstu sex mánuði ársins náði Mulally að skera niður kostnað um 1,1 milljarð dala og á öðrum ársfjórð- ungi fækkaði hann starfsfólki Ford í Norður-Ameríku um 6.400 manns, en alls er gert ráð fyrir að segja upp um 14.000 starfsmönnum, auk þess sem nokkrum verksmiðjum var lok- að. Sala á Ford-bifreiðum í Evrópu jókst um 5% á fyrri helmingi þessa árs, metsala var á Land Rover en aukningin þar nam um 8%. Kína- markaðurinn var sömuleiðis að koma sterkur inn þar sem salan stökk upp um 22%. Þá seldi Mulally Aston Martin frá Ford og stefnan er líka að selja Jagúar, Land Rover og Volvo og einbeita sér aftur að Ford. Það er því full ástæða til að fylgj- ast með ekki aðeins gengi Ford á komandi misserum heldur ekki síður þeim aðferðum sem hann notar til að ná árangri. Árangri sem í raun fáir virðast trúa að sé mögulegur. Bjargvætturinn Alan Mulally Alan Mullay hefur tek- ist að snúa rekstri Ford- bílaverksmiðj- anna úr tapi í hagnað. Sigrún Rósa Björns- dóttir kynnti sér feril þessa harðsnúna stjórnanda sem ekki hefur hikað við að reka ósamvinnuþýða sam- starfsmenn. Reuters Bjargvætturinn Alan Mulally, forstjóri Ford, ávarpar alþjóðlegu bílasýninguna í New York fyrr á þessu ári en hann er líka vinsæll fyrirlesari. Í HNOTSKURN » Alan Roger Mulally fædd-ist hinn 4. ágúst, árið 1945 í Oakland í Kaliforníu. » Hann útskrifaðist frá Uni-versity of Kansas árið 1969 með BA- og MA-gráðu í loft- og geimverkfræði. Hann náði sér svo síðar í meistara- gráðu í stjórnun frá MIT Slo- an School of Management árið 1982. » Mullally er sagður fjöl-skyldumaður sem er lítið fyrir sviðsljósið. Hann á fimm börn með konu sinni Jane „Nicki“ Connell, þrjá syni og tvær dætur. » Mulally þykir vel liðtækurí tennis en hann spilaði á árum áður á hálfatvinnu- mannamótum. Hann á það líka til að skreppa í golf og að sjálfsögðu er Boeing- maðurinn fyrrverandi með einkaflugmannspróf. sigrunrosa@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.