Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf   '    " 2$! '(() ' *    ' + ,  - ,    %3&2 4(2  *$2 5   + '2 +  '3 2 6 !   .3&#& 73"( 89 (:$ .3 $( ;) ;  ;  ;  ; ; <;) < = =;  = = =;  ) ) ) .    / )0 1 )0   ' 2$! '( 0(>$ > ? $$ 2 > @A( .B > ( ! $                6C @#$ CD 5E    > ? ! $ B ! $ /> E .                %( #F?  G '# H          */I 2 ,>J -> K .G%@ */I 3 +$$                     ) L K >$   & 7 3   (34 34 &4( G   ( G   ( G   ( G   (  (34 34 &  (34 34 &  (34 34 &  (34 34 &  ) )            ;  ;  ;    )  ,  /  / =;  =;  <;  ,  /  / =;  < < ;  ,  /  / = =;  <;   ,  /  / = = <;         FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAGT er að ekki sé allt gull sem glóir en engu að síður er ljóst að þegar að kreppir á fjármálamörkuð- um leita fjárfestar gjarnan á náðir eðalmálmsins góða. Þetta hefur sag- an margoft sýnt okkur og ólgutímar þeir er nú hrella fjárfesta eru engin undantekning. Það sem af er ári hef- ur heimsmarkaðsverð á gulli hækk- að um nær 12% og gera flestir ráð fyrir að það muni hækka enn frekar. Sérstaklega ef ekki fer að birta yfir öðrum fjárfestingarkostum. Ástæðan fyrir því að fjárfestar taka að kaupa gull þegar að kreppir annars staðar er sú að málmurinn heldur verðmæti sínu gífurlega vel. Sagt er að demantar séu bestu vinir stúlkna en fæstar þeirra yrðu von- sviknar yfir því að fá gull í staðinn. Hins vegar gæti verið erfitt að gleðja þær með því að vefja utan um þær verðbréfum! Mun skila góðri ávöxtun En jafnvel þótt rofi til á fjármála- mörkuðum eru þeir til sem telja afar líklegt að gullverð muni halda áfram að hækka. Framleiðsla á málminum hefur nefnilega dregist saman að undanförnu og eins og hagfræðin kennir okkur hækkar verð á vöru þegar framboð dregst saman en eft- irspurn ekki. Einn þeirra sem trúa á áframhaldandi hækkun gullverðs, hvernig svo sem fer á fjármálamörk- uðum, er Torbjörn Iwarson, yfirmað- ur hrávöruviðskipta hjá Handelsban- ken Capital Markets. Hann hefur rannsakað þróun gullverðs með tilliti til framleiðslu allt frá árinu 1971. „Verðþróunin nú byggist m.a. á því að gullverði var haldið niðri allan 10. áratuginn. Ekki hefur verið leitað að gulli og þær námur sem þekktar eru í dag eru gamlar. Í S-Afríku er verið að vinna gull á fleiri kílómetra dýpi og það er stærsti gullframleið- andi heims. Á síðustu árum hefur framleiðslan dregist saman í S-Afr- íku og annars staðar í heiminum,“ segir Iwarson í samtali við Dagens Industri. Hann telur gull munu skila fjár- festum góðri ávöxtun á næstu árum en varar þó við því að menn leggi öll eggin í sömu körfu. Gullið glóir á ný  Framleiðsla hefur dregist saman á undanförnum árum  Gullverð hefur hækkað um 12% það sem af er ári Reuters Eðalmálmur Fjárfestar leita oft á náðir gulls þegar að kreppir. Í HNOTSKURN » Þegar gullframleiðsla eróbreytt hækkar verð að meðaltali um 18% á ári. »Árleg gullframleiðsla íheiminum er um 2.400 tonn. » Í ársbyrjun kostaði únsanaf gulli 637 dali á heims- markaði. Nú kostar hún 713 dali. VERÐBÓLGA í Kína í ágústmánuði var sú hæsta í landinu í ellefu ár en hún mældist 6,5% á ársgrunni í mánuðinum samanborið við 5,6% í mánuðinum áður. Í frétt á breska fréttavefnum Tim- esOnline segir að liðlega 18% hækkun á matvælaverði eigi stærstan þátt í auk- inni verðbólgu í Kína. Samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Kína hækkuðu kjötvörur um 49% í verði á milli júlí og ágúst. Þar munar mest um svínakjöt en mikill skortur hefur verið á þeim afurðum að undanförnu. Svín óskast FASTEIGNAFÉLÖG í Bret- landi, sem leigja út íbúðarhúsnæði, hafa haldið áfram að fjárfesta í slíku húsnæði þar í landi þrátt fyrir hækk- un vaxta að undanförnu. Í frétt á fréttavef breska blaðsins Guardian segir reyndar að ein helsta skýr- ingin á þessum fjárfestingum félag- anna nú sé einmitt hækkun vaxt- anna. Þeim fækki stöðugt sem hafi efni á því að kaupa sitt eigið húsnæði vegna þess hvað vextir séu orðnir háir. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því aukist jafnt og þétt. Í fréttinni segir einnig að spár um væntanlega lækkun á fasteignaverði hafi jafnframt áhrif á minni eft- irspurn eftir íbúðarhúsnæði til kaups. Væntanlegir kaupendur haldi í æ ríkara mæli að sér höndum. Færri geta keypt húsnæði í Bretlandi Reuters STJÓRNENDUR Arcelor Mittal, stærsta stálframleið- anda heims, telja framtíðina bjarta í stáliðnaði. Á næstu fimm árum reikna þeir með að sala fyrirtækisins muni aukast um fimmtung og verða 131 milljón tonna árið 2012. Þetta kom fram í máli Lakshmi Mit- tal, forstjóra og aðaleiganda félagsins, á kynningardegi þess sem haldinn var í París í gær. Bjartir tímar framundan ÞRÁTT fyrir að hægja muni á bandaríska hagkerfinu á næstunni í kjölfar kreppunnar á veðlánamark- aði þar í landi er lítil hætta á nið- ursveiflu þar í landi. Þetta segir Sim- on Johnson, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í samtali við Bloomberg News. „Við sjáum enga ástæðu til þess að ætla annað en að um væga kælingu sé að ræða í Bandaríkjunum,“ segir Johnson og bætir við að aukin einka- neysla muni vega upp á móti nið- ursveiflunni á fasteignamarkaði. Merki hennar megi sjá fram á næsta ár. Ennfremur segir Johnson að þrátt fyrir að áhrifa veðlánakreppunnar gæti á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum, m.a. þannig að erfiðara sé að nálgast lánsfé, hafi áhrifin á heims- hagkerfið verið takmörkuð. Engin kreppa framundan VERÐ á hráolíu á mörkuðum í Bandaríkjunum fór í gær á tímabili upp í 79,29 dali á fat og hefur nafn- verð olíu aldrei verið hærra. Hæsta gildið sem áður hafði náðst var 78,77 dalir á fat, um miðjan ágúst- mánuð. Athyglisvert er að þessi þróun á sér stað þrátt fyrir að Samtök olíu- framleiðsluríkja, OPEC, tilkynntu í fyrradag að þau hygðust auka framleiðslu sína um 500 þúsund föt á dag. Enn hækkar olíuverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.