Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 251. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is LISTAMENNIRNIR Í́SLENSKU SJÓNLISTAVERÐLAUNIN VERÐA AFHENT Á FÖSTUDAGINN >> LESBÓK Ævintýrin eru að gerast – mitt á meðal okkar Leikhúsin í landinu FRÉTTASKÝRING Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ENDASPRETTURINN á Íslandsmót- unum í knattspyrnu karla er hafinn. Á sunnudag fara fram fjórir leikir í efstu deild karla eftir landsleikjahlé þegar 16. umferð af alls 18 verður leikin. Það mun ekki skýr- ast í næstu umferð hvaða lið hampar Ís- landsmeistaratitlinum eða hvaða lið fellur í 1. deild. Spennan er samt sem áður mikil í botnbaráttunni. Í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn eru það FH og Valur sem gera tilkall að titl- inum besta lið landsins. Í dag, laugardag, geta þrjú lið tryggt sér sæti í efstu deild karla á næstu leiktíð. Í sumar voru í fyrsta sinn 12 lið í 1. deild og eru forsvarsmenn félaganna mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist. Styttri tími er á milli leikja og hafa þjálfarar og leikmenn ekki þurft að „drepa“ tímann við æfingar í löngum hléum líkt og gerst hefur í efstu deild karla. Tólf lið í fyrsta sinn í efstu deild á næstu leiktíð Á næstu leiktíð verða 12 lið í efstu deild í stað 10 áður en það hefur aldrei verið reynt áður. Þróttur úr Reykjavík, Grindavík og Fjölnir eru sem stendur í þremur efstu sætunum í 1. deild sem tryggja þátt- tökurétt á meðal þeirra bestu á næsta ári. Aðeins eitt lið fellur úr efstu deild að þessu sinni vegna fjölgunarinnar. Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, KR, er í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig þegar þrjár um- ferðir eru eftir af Íslandsmótinu en fjögur lið af höfuðborgarsvæðinu í fallhættu. HK úr Kópavogi er í 7. sæti með 15 stig. Reykjavíkurliðin Fram og Víkingur eru í 8. og 9. sæti með 13 stig. Þrjú af elstu knatt- spyrnuliðum landsins eru í bullandi vand- ræðum með að sanna tilverurétt sinn á meðal bestu liða landsins. Stuðningsmenn Víkings og Fram eru með hugann við þá staðreynd að 100 ára afmælisár þeirra beggja gengur í garð á næsta ári – og það yrði súrt í broti að vera með flaggskipið í næstefstu deild á slíkum tímamótum. Það eru 30 ár frá því að KR féll síðast úr efstu deild. Hvaða lið falla á prófinu? Morgunblaðið/Guðmundur Karl Yfir 100 ær drápust í Kálfá UM eitt hundrað kindur drukkn- uðu í gærmorgun þegar verið var að reka fé yfir Kálfá á Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Fjallmönnum hafði gengið erfiðlega að reka féð yfir ána, en þegar nokkrar kindur tóku á rás og skelltu sér í hana á röngum stað tók hópurinn á rás á eftir. Ærnar komust síðan ekki upp úr ánni því að bakkinn var of hár og mikið vatn í ánni. Þó að leitarmenn hafi brugðist hratt við varð tjónið mikið. Ágúst Ingi Ketilsson fjall- kóngur segir mikið áfall að lenda í þessu. Hann og menn hans náðu þó að bjarga mörgum ám. Dauðar kindur voru fluttar á vagni til byggða. Mjög slæmt veður var í leit- unum, sérstaklega á miðvikudag, norðaustan slagviðri. „Við höfum aldrei upplifað aðra eins vatna- vexti. Minnstu lækir urðu stór- fljót. Það má segja að það sé guðsþakkavert að menn komust heilir heim,“ sagði Ingvar Hjálm- arsson, bóndi á Fjalli. | 2 Aðrir eins vatnavextir hafa ekki áður sést og minnstu ár urðu að stórfljótum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EINUM og hálfum mánuði eftir að tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kópavogs og Hafnarfjarðar átti að vera lokið er augljóst að verktakarnir sem þar starfa eiga enn töluvert í land. Vegfarendur komast að vísu leiðar sinnar en víðs vegar á leiðinni má sjá hálfkláruð verk og á einstaka stað er vegfarendum jafnvel hætta búin. Þá hefur merkingum verið mjög ábótavant. Vegagerðin og verktakarnir, sem eru Klæðing og Glaumur, deila um or- sakir þessara tafa og sagði Sigþór Ingi Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðingar, þær einkum skýrast af því að umfang verksins hefði aukist mjög auk þess sem tafir hefðu orðið á að Vegagerðin afhenti efni. Blikkljósum stolið Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðvestursvæði, sagðist ekki telja að ábendingar verk- takanna dygðu til að skýra tafirnar. Vegagerðin hefði ekki önnur ráð en dagsektir til að þrýsta á verktaka um að klára verk og þær hefðu nú verið lagðar á. Mikill kraftur hefði farið í að sjá til þess að merkingar væru í lagi. Því miður hefði framkvæmdahraði dottið mikið niður seinnipart sumars. Vegagerðin hefði ýtt eins mikið á eftir verktakanum og henni væri unnt en alltaf væri þó hægt að gera betur. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar Lögreglu höf- uðborgarsvæðisins, sagði að lögregl- an hefði gert fjölmargar athugasemd- ir við framkvæmdirnar. Síðast gerðist það á miðvikudag, nánar tiltekið um klukkan 17, að gröfustjóri var stöðv- aður við vinnu sína þar sem ekki var farið að tilmælum um að bæta merk- ingar. Lögregla gæti á hinn bóginn ekki kært og sektað verktakana fyrir slæ- legar merkingar o.þ.h. þar sem reglu- gerð um sektir væri ekki til. Hún gæti hins vegar stöðvað verk en því vopni beitti hún í hófi þar sem það væri í allra þágu að verkinu lyki sem fyrst. Við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefðu komið upp dæmi um að verk- takar settu upp varúðarmerki af al- gjöru handahófi. „Menn setja bara einhver merki og boða tóma þvælu.“ Sigþór Ingi Sigþórsson, fram- kvæmdastjóri Klæðingar, sagði að Vegagerðin og verktakarnir deildu um ástæður fyrir töfunum. Að hans mati væru þær annars vegar tilkomn- ar vegna stóraukins umfangs, m.a. hefði verið lögð brú yfir brautina og yfir í Kauptún þar sem m.a. verslun IKEA stendur. Aukaverk væru nú komin í um 500 milljónir, sem segði sína sögu. Merkingar og lýsing væru eftir forskrift Vegagerðarinnar en merkjum og rándýrum blikkljósum hefði oft verið stolið. Sjálfsagt hefðu fyrirtækin þó getað gert betur. „Menn setja bara einhver merki og boða tóma þvælu“ Í HNOTSKURN » Tvöföldun Reykjanes-brautar á þessum kafla hófst vorið 2006. » Kostnaður verður um1,2-1,4 milljarðar króna en útboðið hljóðaði upp á 727 milljónir. » Verklok áttu að vera1. ágúst en tíminn var síðar framlengdur til 15. ágúst. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ófrágengið Þótt búið sé að hleypa umferð á tvöfalda Reykjanesbraut er verkinu ekki lokið. Sums staðar teygja steypuklumpar sig inn á veginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.