Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 16

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 16
16 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is VLADÍMÍR V. Pútín Rússlands- forseti segir að „óvissa“ verði ríkjandi í rússneskum stjórnmálum á næstu mánuðum og sú staða hentar honum ágætlega; forsetinn mun að vísu láta af embætti eftir kosningarnar í mars- mánuði en fáir efast um að vilji hans muni ná fram að ganga þegar að því kemur að velja arftakann. Víktor A. Zúbkov er að sönnu tæpast fallinn til að fá blóð manna til renna hraðar en óvænt upphafning hans í embætti forsætisráðherra á miðvikudag er lík- lega snjall pólitískur millileikur af hálfu Pútíns í aðdraganda þing- og forsetakosninga. Vladímir Pútín var líkt og Zúbkov lítt þekktur kerfiskarl er Borís N. Jeltsín skipaði hann óvænt forsætis- ráðherra í ágústmánuði árið 1999. Jeltsín lýsti og beinlínis yfir því að hann teldi Pútín hæfastan allra til að taka síðar við forsetaembættinu. Og sú varð raunin; 31. desember sama ár sagði Jeltsín óvænt af sér, bað þjóð- ina afsökunar á afglöpum sínum og Pútín tók við sem starfandi forseti í samræmi við stjórnarskrána. Eru líkur á að sama rás atburða sé nú í vændum? Er áætlun forsetans hugsanlega sú að Zúbkov „gæti“ embættisins næstu fjögur árin til að Pútín geti snúið aftur árið 2012? Stjórnarskrá Rússlands kveður á um að sami maður megi einungis gegna embætti forseta tvö kjörtímabil í röð. Viðkomandi getur á hinn bóginn orð- ið forseti á ný þegar kjörtímabili eft- irmannsins er lokið og jafnvel fyrr nái arftakinn ekki að ljúka því. Zúbkov myndi tæpast sækjast eftir endur- kjöri. Það kann að vera. Pútín sagði í gær að Zúbkov hlyti að vera einn þeirra sem kæmu til greina sem næsti for- seti Rússlands. Þar færi enda stór- menni. Forsetinn vísaði einnig til árs- ins 2012 en kvað ekki tímabært að íhuga endurkomu. Stendur nærri Pútín og KGB-kjarnanum Zúbkov er vissulega gamall sam- starfsmaður Pútíns og líkt og svo margir ráðamenn í Rússlandi nú um stundir tilheyrði hann sama valda- kjarna og forsetinn í Sankti-Péturs- borg á sinni tíð. Ekki er hins vegar vitað til þess að kraftar hans hafi ver- ið nýttir að nokkru marki innan ör- yggislögreglunnar eða leyniþjónust- unnar. Hafa ber og í huga að Zúbkov verður 66 ára í dag, laugardag, sem telst hár aldur í Rússlandi nú um stundir. Forsætisráðherrann hefði getað fyllt flokk eftirlaunaþega í fyrra og hann hefur nú þegar lagt að baki tíu ár umfram meðalævilengd rússneskra karla. Forsætisráðherrann nýi stendur óneitanlega nærri gömlu KGB-for- ingjunum, sem nú stjórna Rússlandi og í störfum sínum, m.a. sem aðstoð- arríkisskattstjóri og yfirmaður rann- sóknardeildar fjársvika, hefur hann átt samskipti við þá sem ábyrgir eru fyrir ríkiskapítalismanum, sem inn- leiddur hefur verið þar eystra. For- sætisráðherrann hefur reynst öflug- ur liðsmaður Pútíns forseta í baráttu hans við „olígarkana“ svonefndu, mennina, sem komust yfir þjóðarauð Rússa í valdatíð Jeltsíns og gerðust valdamiklir á flestum grunnsviðum samfélagsins. Nú kann Zúbkov að koma nærri baráttu hópanna, sem mynda nýju valdastéttina, um að- komu að stjórn risafyrirtækja og náttúruauðlinda. Zúbkov er því nátengdur valda- kjarnanum í Rússlandi nú um stund- ir, þeim Pútín forseta, Sergeij B. Ív- anov, aðstoðarforsætisráðherra og fyrrum foringja innan KGB, Níkolaj P. Patrúsjev, núverandi yfirmanni ör- yggislögreglunnar, FSB, sem leysti KGB af hólmi, Víktor P. Ívanov, fyrr- um KGB-foringja og Ígor Í. Setsín, sem var á sínum tíma starfsmanna- stjóri Pútíns er hann var aðstoðar- borgarstjóri í Sankti Pétursborg, sem þá nefndist Leníngrad. Tveir þeir síðastnefndu hafa á síðustu árum verið valdamiklir innan viðskiptalífs og stjórnsýslu og sinnt mikilvægum embættum innan Kremlarmúra. Hér ræðir trúlega um fimm valdamestu menn Rússlands nú um stundir og allir koma þeir, líkt og Zúbkov for- sætisráðherra, frá Sankti Péturs- borg. Afsögn Míkhaíls Y. Fradkovs for- sætisráðherra á miðvikudag kom ekki á óvart; líklegt þótti að Pútín for- seti myndi gera breytingar á stjórn- inni í aðdraganda þingkosninganna í desember. Um leið var það hald margra að skýrast myndi hver eft- irmaðurinn yrði. Ógerlegt er að segja um hvort sú hefur orðið raunin. Hugsun forsetans er á hinn bóginn ekki sú, að slík breyting sé nauðsyn- leg til að tryggja völd og stöðugleika. Engar líkur eru á öðru en valdaflokk- urinn „Sameinað Rússland“ sigri með miklum yfirburðum. Stjórnarand- staðan í Rússlandi lýtur ýmist fjar- stýringu ráðamanna eða saman- stendur af jaðarhópum. Höfundur og leikstjóri Líklegra er því að Rússlandsforseti vilji með skipun Zúbkovs tryggja að forsætisráðherrann þvælist ekki fyrir honum er hann skipuleggur valda- skiptin og velur eftirmann sinn á næstu mánuðum. Ákvörðunin kann einnig að tengjast baráttu um völdin á sviði viðskipta og auðlindastjórnun- ar, sem virðist vera að færast í aukana. Um leið telur Pútín mikilvægt að sýna fram á að hann hafi öll ráð valda- stéttarinnar í hendi sér og hyggist ekki gefa þau eftir þótt senn komi að því að hann láti af embætti í samræmi við stjórnarskrána. Jafnframt ýtir forsetinn enn frekar undir baráttu þeirra sem líklegastir hafa þótt til að leysa hann af hólmi og minnir á hversu háðir þeir eru vilja hans á sama tíma og skipun Zúbkovs tryggir að „valdajafnvægið“ helst óbreytt. Þar ræðir um þá Sergeij Ívanov og Dmítríj A. Medvedev, sem einnig sinnir embætti aðstoðarforsætisráð- herra. Víktor Zúbkov kvaðst að vísu á fimmtudag ekki útiloka að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum. Sú yfirlýsing og ummæli Pútíns í gær er ekki fallin til að einfalda stöðumatið. Skipun Zúbkovs er snjall millileik- ur. Með því að auka enn á óvissuna um eftirmann sinn hefur Pútín forseti undirstrikað algjöra sérstöðu sína í rússneskum stjórnmálum. Hann er höfundur og leikstjóri leikritsins, sem sett hefur verið upp í Moskvu og ólík- legt er að forsetakosningarnar í marsmánuði reynist lokaatriðið. Óvæntur millileikur í Moskvu Með því að skipa Víktor A. Zúbkov, lítt þekktan en tryggan bandamann sinn, forsætisráðherra hefur Vladímír V. Pútín forseti undirstrikað völd sín og algjöra sérstöðu í rússneskum stjórnmálum Í HNOTSKURN »Víktor Zúbkov fæddist 15.september 1941 í þorpi einu í Sverdlovsk í Úral- fjöllum. Hann lauk hagfræðinámi frá Landbúnaðarstofnun Len- íngrad-borgar árið 1965. Frá 1967 til 1985 vann hann á sam- yrkjubúum, m.a. sem forstjóri, í nágrenni Leníngrad (Sankti Pétursborg). »Hann var aðstoðarmaðurVladímírs Pútíns í borg- inni frá 1991 til 1993. Þá hóf hann störf á vettvangi skatt- rannsókna og frá 2001 hefur hann verið yfirmaður rann- sóknardeildar fjársvika og peningaþvættis. Reuters Valdatafl Viktor Zúbkov ræðir við fréttamenn á fimmtudag. Athygli vöktu þau ummæli hans að hann kynni að sækjast eftir forsetaembættinu. GESTIR í Bandaríska náttúru- gripasafninu í New York þreifa hér á Willamette-loftsteininum en talið er að hann hafi fallið til jarðar fyrir 10.000 árum. Um hundruð ára hef- ur hann verið heilagur í augum ind- íánaættflokka og hafa talsmenn þeirra mótmælt því harðlega, að til stendur að selja brot úr steininum á uppboði. „Það hryggir okkur ákaflega að brot úr þessum steini, sem hefur svo lengi haft mikla menningarlega og trúarlega þýðingu fyrir okkur, skuli vera sett á uppboð eins og eitthvert kram,“ sagði Siobahn Taylor, talsmaður Sambands ind- íánaættbálka í Oregon. Loftsteinninn fannst í Willa- mette-dal í Oregon árið 1902 en tal- ið er að hann hafi upphaflega kom- ið til jarðar í Kanada en borist suður á bóginn á síðasta jök- ulskeiði. Er hann sá stærsti sem fundist hefur í Bandaríkjunum og sá sjötti stærsti í heimi. Vegur hann 14 tonn og er aðallega úr járni, rúmlega 90%, og nikkel. Í honum er einnig að finna örlítið magn af kób- alti og fosfór. Loftsteinninn er mjög tærður eða holóttur og er það rakið til þess að hann kom inn í andrúmsloft jarðar á miklum hraða og einnig til mik- illar tæringar eftir að hann kom til jarðar. AP Mótmæla loftsteinsuppboði Washington. AP, AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, til- kynnti í fyrrakvöld, að rúmlega 21.000 bandarísk- ir hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak fyrir mitt næsta ár. Hann útilokaði hins vegar allsherjar- brottflutning og sagði, að einhver bandarískur liðs- afli yrði í Írak „um ókomin ár“. „Vegna þess hve vel hefur gengið í Írak er nú unnt að fækka í herlið- inu,“ sagði Bush í sjónvarpsávarpi. „Eftir því sem betur gengur, þeim mun fleiri verða kallaðir heim.“ Kvaðst Bush hafa fallist á þá til- lögu Davids Petraeus hershöfðingja og yfirmanns bandaríska heraflans í Írak, að 5.700 hermenn yrðu fluttir heim fyrir jól og 21.500 fyrir mitt næsta ár. Yrðu þá eftir um 130.000 hermenn eða sá fjöldi, sem þar var áður en Bush ákvað að fjölga í her- aflanum. Mikill meirihluti Bandaríkja- manna er ósammála þessu mati Bush á stöðunni í Írak að því er fram kemur í skoðanakönnunum og demó- kratar krefjast þess, að nú þegar verði hafist handa við raunverulegan brottflutning bandarísks hers frá landinu. Hillary Clinton öldunga- deildarþingmaður, sem nú fer fremst þeirra, sem keppa eftir því að verða forsetaefni demókrata, ítrek- aði þessa kröfu í gær og Joe Biden, sem einnig sækist eftir útnefningu, tók mjög djúpt í árinni er hann sagði, að ræða Bush hefði í senn verið furðuleg og skammarleg. Leiðtogar repúblikana vörðu hins vegar ákvörðun Bush og sögðu skyndileg- an brottflutning jafngilda uppgjöf. Morðið á Abu Reesha áfall fyrir Bandaríkjamenn Í ræðu sinni nefndi Bush aðeins í framhjáhlaupi morðið á Sattar Abu Reesha, einum helsta leiðtoga súnníta, fyrir nokkrum dögum, en hann hafði samstarf við Bandaríkja- menn í baráttunni gegn al-Qaeda í Anbar-héraði. Talið er líklegt, að hryðjuverkasamtökin beri ábyrgð á dauða hans, en við útför hans í gær hétu þúsundir manna því að hefna hans grimmilega. „Enginn er guð nema Allah og al- Qaeda er óvinur hans,“ hrópaði fólk- ið en leiðtogi stærsta flokks súnníta á þingi, Sheikh Khalaf al-Alyan, kvaðst telja, að ríkisstjórn Íraks undir forystu sjíta hefði átt einhvern þátt í morðinu. Nuri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks, fordæmdi morðið mjög harðlega. Morðið á Abu Reesha er áfall fyrir Bandaríkjamenn en í Anbar-héraði hefur þeim gengið einna best að koma á nokkurn veginn eðlilegu ástandi. Fækkað nokkuð í herliðinu í Írak Bush segir að eitthvert bandarískt herlið verði í Írak „um ókomin ár“ George W. Bush

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.