Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 23
 Margir þekkja kosti jóga sem er venjulega stundað innandyra en náttúran mun vera tilvalinn staður til þess. Þar kemst maður burt úr skarkala dagsins, andar að sér úti- loftinu, hlustar á náttúruhljóðin og regla kemst á öndunina. Hugurinn kyrrist og líkami og sál eru endur- nærð.  Lagt er af stað í gönguna frá Ár- bæjarsafninu og byrjað á því að hita upp. Genginn er hringur niður í dal og stoppað fjórum, fimm sinnum á leiðinni til að gera jógaæfingar. End- að á teygjum við Árbæjarsafnið. Gengið er á mánu- og fimmtudögum kl. 17.30-18.30. Enginn reynist björninn í Elliðaárdal– yfirvegaðar hreyfingar skógar-jógaiðkenda í fögru rjóðri eru and-stæða stirðbusalegra hreyfinga bjarna. Í broddi fylkingar er jógakennarinn og sjúkraþjálfarinn Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, sem jafnframt er tölvunarfræðingur, og er hún beðin um að skilgreina orðið skógarjóga sem þrátt fyrir gagnsæi hljómar ekki kunnuglega – og þó ekki væri nema til að bægja endanlega frá hugmyndinni um Jóga björn … „Ég fór í jógakennaranám sl. vetur og lang- aði til að kenna en með aðeins öðruvísi sniði en er algengast. Ég hef kennt leikfimi í Gigtar- félaginu í mörg ár og langaði að breyta aðeins til. Ég ber út Moggann og eftir þá gönguferð á hverjum morgni geri ég yfirleitt jógaæfingar og teygjur úti í garði. Mér finnst það algjört æði, þannig að mig langaði að athuga hvort fleiri væru ekki sama sinnis. Það var kveikjan að þessu skógarjóga,“ lýsir Ragnheiður létt í bragði. „Það hefur verið boðið upp á ýmsar ferðir með svona jógaívafi og ég prófaði í sum- ar í gönguhópnum sem ég er í að bjóða upp á jóga.“ Afrakstur þessarar ljómandi góðu hug- myndar er fjögurra vikna námskeið sem eru þrjú talsins og hefst annað námskeiðið 8. októ- ber nk. Alltaf gott veður „Við höfum verið 8-15 manns sem göngum um Elliðaárdal. Mest eru þetta konur á miðjum aldri, þó líka frá tvítugt upp í áttrætt, og stöku karlmaður,“ segir Ragnheiður. Hún segir karlþjóðina almennt ekki leita eins í jóga og konur, reyndar gildi það um ýmsa hreyf- ingu. „Ég var hálfhrædd um að haustveðrið myndi eitthvað fæla frá,“ heldur hún áfram, „en það er eins og það skipti ekki nokkru máli; hópurinn mætir. Enda klæðir maður sig bara eftir veðri, það er yndislegt að vera úti í hvaða veðri sem er og maður kemur rosalega hress og endurnærður inn eftir gönguna. Oft lítur veðrið líka verra út þegar maður horfir á það – þetta er bara spurning um að drífa sig af stað, í regnjakkann og þá er alltaf gott veður!“ Upp- örvandi tónninn gæti sennilegast vakið upp alla skógarbirni heimsins, enda segir Ragn- heiður alla geta tekið þátt í skógarjóga. Að sögn Ragnheiðar líkar fólkinu mjög vel aðhaldið af skipulögðum gönguferðum og fá teygjur í leiðinni en bætir við að sumir hafi séð fyrir sér einhverjar dýnuæfingar en hún segist laga æfingarnar að aðstæðum, þær séu yfir- leitt gerðar standandi. „Ég legg mikla áherslu á öndunina, eins og í jóga almennt, að beina at- hyglinni inn á við og róa hugann. Í raun gerist það ósjálfrátt við að vera úti í náttúrunni, það er streitulosandi í sjálfu sér.“ Spurð um hvort ekki verði upplit á fólki þegar það detti inn í rjóður fullt af jógaiðkendum segir hún það langt í frá, dalurinn sé þegar fullur af fólki að hreyfa sig, á ólíka vegu. „Þetta kom mér eig- inlega á óvart og í fyrsta skiptið var „rjóðrið okkar“ upptekið af hlaupahópum í teygjuæf- ingum. Það er mikið líf á svæðinu og það þarf enginn að óttast að líta út eins og eitthvert við- undur.“ Gönguferðir og skíðaferð á veturna eru venjulega á dagskránni hjá Ragnheiði sem er til marks um hvað henni þykir notalegt; að ná í orku úti í náttúrunni. „Nútímalifnaðarhættir eru þannig að flestir eru í innivinnu og stöðu- vinnu og fólk verður að fá eitthvað á móti og hreyfa sig. Svo er líka mismunandi hvað hent- ar hverjum og einum. Sumum finnst gaman að fara í tækjasal, aðrir sækja í boltaíþróttir og enn öðrum finnst óþægilegt að vera inni í öllum látunum eftir að hafa verið inni allan daginn. Þá kannski hentar skógarjógað vel. Ég held að það sé mjög mikilvægt að flóran sé nógu mikil, svo að fólk geti valið það sem passar því.“ Hópurinn hefur safnast saman í einstöku umhverfi Árbæjarsafnsins, endurnærður og brosandi í kaldri norðanáttinni. Skyldi Jógi björn hafa iðkað jóga? thuridur@mbl.is Morgunblaðið/G. Rúnar Skógarjóga Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, jógakennari með meiru, kemur til móts við þá sem vilja hreyfa sig úti og býður upp á gönguferðir með jóga og teygjum í Elliðaárdalnum. Af yfirvegun „Ég legg mikla áherslu á öndunina […] að beina athyglinni inn á við og róa hug- ann. Í raun gerist það ósjálfrátt við að vera úti í náttúrunni, það er streitulosandi í sjálfu sér.“ Streitulosandi skógarjóga Við höfum mælt okkur mót við iðkendur skógarjóga í Elliðaár- dalnum og á einhvern óskiljanlegan hátt kemur teiknimyndafíg- úra Jóga björns upp í hugann. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir komst að því hvað skógarjóga er. Það er mikið líf á svæðinu og það þarf enginn að óttast að líta út eins og eitthvert viðundur. www.anda.is |laugardagur|15. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Undanfarna daga hafa akandi vegfarendur þurft að fara hálfgerða fjallabaksleið til að komast leiðar sinnar innanbæjar. Ástæðan er af góðu einu, því unnið er að því að setja hraða- hindranir við gangbrautir á Borgarbrautinni. Markmiðið er auðvitað að draga úr hraðakstri, en svo rammt hefur kveðið að þeirri iðju upp á síðkastið að sumir hafa talið sig sjá farartæki aka samhliða í „kappakstri“ eftir aðalgötunni. Og þrátt fyrir að lögreglan sjáist nú alloft á þessari leið dugar það ekki til. Fyrsta hraða- hindrunin er risin við Tónlistarskólann sem er skáhallt á móti Skallagrímsgarði. Yfir þá gangbraut fara einmitt skóla- börn á leið í grunnskólann á morgnana en í mörg ár hefur Guðrún Haraldsdóttir staðið vaktina klukkan átta og hjálp- að þeim yfir. Þrátt fyrir hraðahindrun vonum við Borgnesingar að Guðrún verði áfram á staðnum því bros hennar hefur glatt marga á leið sinni til vinnu á morgnana.    Nú er lag að koma einhverju góðu til leiðar í samfélags- tengdum verkefnum sem til- heyra félags-, menningar- eða athafnalífi. Sparisjóður Mýra- sýslu hagnaðist vel á fyrra helmingi þessa árs eða um litla 2,4 milljarða. Við slíkar aðstæður er tilvalið að stofna styrktarsjóð og nú hefur Sparisjóðurinn stofnað einn slíkan sem ber nafnið Horn- steinninn. Stofnframlagið eru 50 milljónir, ætlaðar til úr- vinnslu á starfssvæði Spari- sjóðs Mýrasýslu. Það verður ekki frá þeim tekið að Spari- sjóðurinn sér um sína, enda hefur hann styrkt íþrótta- og félagsstarf dyggilega í gegn- um tíðina.    Því miður sýnir ný launa- könnun meðal starfsfólks hjá Borgarbyggð að launamunur kynjanna er enn til staðar. Konur eru með 86,87% af meðaldagvinnulaunum karla og einungis 20,80% af meðaltali fastrar yfirvinnu karla. Sambærileg könnun var gerð árið 2006 og þá voru laun kvenna 90,06% af launum karla, þannig að bilið hefur heldur breikkað. Vonandi verða þessar niðurstöður til þess að lausn á þessu misrétti verði fundin og laun kvenna leiðrétt.    Ekki hefur farið fram hjá neinum það rign- ingar- og slagveður hefur „geisað“ undanfarna daga og vikur. Samkvæmt Skessuhorni er „Vestlendingur vikunnar“ þessa vikuna gangnamenn sem þurfa að fara á fjall eftir fénu þrátt fyrir slæma veðurspá. Það er ekki spurt um veður þegar réttardagar hafa verið ákveðnir og féð verður að nást af fjalli hvað sem tautar og raula. Betra að vera í 66°N- gallanum eða hafa hann að minnsta kosti með- ferðis á fjallið. Með bros á vör Guðrún Haralds- dóttir hjálpar grunnskólabörn- um yfir Borgarnesbrautina. BORGARNES Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Morgunblaðið/Guðrún Vala úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.