Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 29
r því, þeg- s að ég er innst mér fjölskylda é hluti af Ives. „Ég um stofn- allar götur t þá hug- nu jörðina ðs.“ ugmyndir þú komst 2? a sinn að ið mig að isa handa nnski féll- nan mín, á nn sagðist orsárjökli efðu orðið ks í Öræf- að fræða æðisins. gerði sér ljósa grein fyrir því að fólk þyrfti að geta notið þeirra náttúruverðmæta sem honum hafði verið trúað fyrir. Ég er hins vegar ekki viss um að hann hafi skilið orðið þjóðgarður í sinni þrengstu merkingu, en í víðara samhengi vissi Ragnar hvað hann söng.“ Einlæg vinátta Húsið var aldrei reist. Jack hafði boðist staða við háskóla í Montreal og þau Pauline voru gengin í hjóna- band. Hann kom því ekki til Íslands aftur fyrr en árið 1962. En þeir Ragnar skrifuðust á. „Ég lærði aldrei íslensku og við Ragnar gátum ekki mikið talað sam- an nema þegar við fórum saman til selveiða. Þá skildi ég almennar sam- ræður, en um alvarleg efni þurftum við túlk. Í Montreal varð ég svo heppinn að kynnast Áskatli Löve, grasafræð- ingi, og hjálpaði hann mér að skrifa Ragnari um hugðarefni okkar. Hann þýddi svo bréfin frá honum.“ Ég hef orð á að jafndjúp vinátta og myndaðist milli þeirra tveggja, hljóti að vera fremur sjaldgæf, en hvorugur skildi tungumál hins. „Það var í fyrsta sinn sem ég reyndi slíkt,“ svarar Jack. „Mig langar að segja þér dálitla sögu. Þegar við hjónin komum að Hótel Skaftafelli á þriðjudaginn var ákváðum við að halda upp á brúð- kaupsdaginn okkar, en þá voru 53 ár frá því að við giftum okkur. Í raun á ég Skaftafelli og Ragnari konuna mína og börnin að þakka og því skírðum við elsta son okkar Antony Ragnar eftir öðrum vini mínum sem fórst á Skaftafellsjökli í ágúst 1953 og Ragnari. Einu sinni, þegar samningar við ríkisstjórnina gengu illa sagðist Ragnar vera hættur við að selja jökl- ana og sagðist ætla að arfleiða Ant- ony Ragnar að Morsárjökli. Þess vegna er neðanmálsgrein í bókinni þar sem því er lýst yfir að Ives-fjöl- skyldan falli hér með frá öllu tilkalli til jökulsins enda trúum við því að skessan í Morsárdal og Ragnar- stindur, sem heitir svo að minni til- lögu, haldi verndarhendi yfir jöklin- um.“ Fjöllin eru viðkvæm Jack Ives hefur stundað rann- sóknir á fjallendi víða um heim. Má þar nefna hálendi Mið-Asíu, Tíbets, Suðvestur-Kína og Norður-Taí- lands. Hann hefur fjallað um við- kvæm vistkerfi fjalllendis og verið ráðgjafi um verndun þeirra og nýt- ingu. Hann er aðalhöfundur kaflans um fjöll í Staðardagskrá 21. „Ragnar hefur verið fyrirmynd mín á ýmsum sviðum. Í raun hafði hann enga formlega menntun. En hann kenndi mér meira en flestir aðrir – hvernig bæri að umgangast landið og varðveita gæði þess og feg- urð, menningu og sögu. Ragnar var fyrsti vistfræðingur- inn sem ég hitti, sjálfmenntaður fræðimaður. Þegar ég hef verið við störf í Himalayafjöllum og Mið-Asíu hef ég iðulega unnið með bláfátæku fólki sem hjálparsamtök hafa skil- greint sem fáfrótt. Það er talið spilla landinu með því að nýta gæði þess. Þá hefur mér ævinlega orðið hugsað til Ragnars og ég hef fundið til sam- stöðu með því. Ég naut þeirrar gæfu að hitta Ragnar Stefánsson þegar ég var ungur stúdent og hann hafði meiri áhrif á lífshlaup mitt en nokkur annar.“ Harmleikurinn 1953 Í ágúst 1953 fórust tveir félagar Jacks þegar þeir voru við rannsóknir á Öræfajökli. Þeir hrepptu afleitt veður og ekki náðist samband við þá dögum saman. Lík þeirra fundust aldrei þrátt fyrir ítarlega leit, en í fyrrasumar skilaði Skaftafellsjökull hluta af búnaði þeirra. „Þetta var hræðileg lífsreynsla,“ segir Jack dapur í bragði. „Minning- in um þessa atburði hefur fylgt mér alla ævi. Ég bar ábyrgð á leiðangr- inum og skipulagi hans. Ég ætlaði upphaflega með Ian Harrison á Öræfajökul. En rannsóknirnar á Morsárjökli voru á eftir áætlun og ég taldi mikilvægara að ljúka þeim. Þess vegna fór Tony Prosser með honum. Sjálfsásökunin hefur fylgt mér æ síðan. Stundum ímynda ég mér að við hefðum báðir komist af ef ég hefði farið með Ian upp á jökulinn. Ég held að þeir hafi tjaldað ein- hvers staðar fyrir ofan Skaftafells- jökul, tjaldið fennt í kaf og þeir hafi grafið sig út úr því. Það geisaði mikið illviðri á þessum slóðum í 10 daga. Þeir hafa ætlað að freista þess að ná til byggða en sjálfsagt fallið í ein- hverja sprunguna.“ Jack segir frá því að kvöldið áður en lagt var af stað í leitarleiðangur sá hann Tony vini sínum bregða fyrir og heyrði hann kalla eitthvað, senni- lega á Ian. Jack svaraði fullum hálsi en áttaði sig skyndilega á að þarna var um svip vinar síns að ræða. Setti að honum mikinn beyg sem síðan fékkst staðfestur. „Þetta er í eina sinnið sem ég hef séð svip látins manns. En skyggni- gáfa er í ættinni og amma mín vissi oft af tíðindum sem orðið höfðu. Henni kom því fátt á óvart.“ Í sátt við landið Í skrifum sínum hefur Jack Ives fjallað um samhengi menningar, sögu og landsins. „Ég vil ekki gerast svo djarfur að segja Íslendingum fyrir verkum,“ segir Jack ákveðnum rómi. „Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs gefst einstakt tækifæri til að líta á sam- hengi hlutanna. Fjölmiðlafólk kemur oft með ýms- ar alhæfingar um þróun náttúrunn- ar. Nú er því haldið fram að jöklar hverfi innan skamms á Íslandi og að menn þurfi að takast á við afleiðing- arnar. Ef við lítum á þjóðgarðinn er aug- ljóst að menning og saga Öræfinga mun skipta þar miklu máli. Ég lærði það af Ragnari Stefánssyni að við landnám hafi jöklarnir verið miklu minni en þeir eru nú. Síðan hófst litla ísöldin og á síðustu árum hafa jökl- arnir hopað á ný vegna hlýnandi loftslags. Fólkið á þessum slóðum hefur ævinlega orðið að laga sig að duttlungum náttúrunnar, eldgosum og framskriði jökla. Þannig verður þetta áfram. Landið er í stöðugri mótun. Um leið og tekist er á við verndun landsins verður að gera sögunni skil. Menn geta lært meira af henni en margur hyggur.“ Jack Ives telur stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðsins stórkostlegt fram- faraskref sem fylgi jafnframt mikil ögrun. „Íslendingar eru að mestu leyti einsleit þjóð. Sums staðar, þar sem þjóðgarðar hafa verið stofnaðir, hafa orðið mikil slys, einkum þar sem svo- kallaðar minnihlutaþjóðir eða þjóð- flokkar búa. Þá hefur iðulega lítið til- lit verið tekið til þeirra og fólki meinaður aðgangur að ýmsum gæð- um landsins sem það hefur lifað á. Þessi hætta er ekki fyrir hendi hér á landi. Þó má búast við talsverðri togstreitu þegar lendir saman sjón- armiðum náttúruverndar og bættra lífsgæða. Það er t.d. eðlilegt að ýms- ir, sem hafa byggt afkomu sína á landbúnaði, vilji nú í auknum mæli nýta sér ferðamennskuna sér og sín- um til framdráttar. Það skiptir öllu að menn geri ít- arlegar áætlanir um notkun landsins og hvernig því verði skipt til mis- munandi þarfa. Ykkur finnst þetta kannski bera vott um tilætlunarsemi hjá mér. Ef þessi umræða er hafin hér á landi er það vel. Það má ekki verða að ákvörðunum um nýtingu landsins og gæða þess sé þröngvað upp á fólkið sem býr á svæðinu eins og svo víða hefur verið gert erlendis. Ef ákvarðanir verða teknar í sátt við íbúana fer allt vel. Annars er verr af stað farið en heima setið.“ Morgunblaðið/ÓmarSvartifoss Í Skaftafelli eru margar náttúruperlur. Þjóðgarðurinn þar er nú 40 ára.rfjöllum. u erða að ákvörðunum um ns og gæða þess sé þröngvað býr á svæðinu eins og svo víða rlendis. Ef ákvarðanir t við íbúana fer allt vel. stað farið en heima setið. arnthor.helgason@simnet.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 29 Þjóðgarðurinn í Skaftafellivar stofnaður 15. sept-ember 1967 og var þjóð-garðslandið þá um 500 km2 að flatarmáli. Þjóðgarðurinn var stækkaður 27. júní 1984 og var þá um 1.600 km2. Árið 2004 var hann enn stækk- aður og er nú er orðinn 4.807 km2. Skaftafellsþjóðgarður þekur nú um 2⁄3 hluta Vatnajökuls. Þjóðgarð- urinn skiptist í þrjú ólík svæði: Lakagíga, Skaftafell ásamt efsta hluta Skeiðarársands og um 58% af jökulhettu Vatnajökuls ásamt skriðjöklum. Þjóðgarðsvörður, ásamt þremur heilsársstarfsmönnum, sér um rekstur þjóðgarðsins í umboði Um- hverfisstofnunar sem fer með stjórn hans. Landverðir starfa í þjóðgarðinum yfir sumarmánuðina ásamt öðru starfsfólki. Hlutverk starfsmanna er að taka á móti gest- um og veita upplýsingar og fræðslu um þjóðgarðinn og fylgja eftir um- gengnisreglum. Gestir eru hvattir til að leita upp- lýsinga og fræðslu hjá starfsfólki þjóðgarðsins. Þjóðgarðar eru samkvæmt nátt- úruverndarlögum friðlýst svæði í ríkiseign, sem sérstæð eru um landslag, gróðurfar eða dýralíf, eða þá að á þeim hvíli söguleg helgi, þannig að ástæða sé til að varðveita þau með náttúrufari sínu. Almenningur hefur aðgang að þjóðgörðum eftir tilteknum reglum. Til að tryggja að tilgangi friðlýsingar verði náð gilda ákveðnar reglur um umgengni á friðlýstum svæðum. Í Skaftafelli er að finna afar fjöl- breyttar gönguleiðir sem eru við allra hæfi. Unnið er að því að bæta aðgengi að skriðjöklum í jaðri þjóð- garðsins með stikuðum gönguleið- um og merktum vegslóðum. Stærðin tífaldast á 40 árum !$"%                                                                ! " "        # $$      !         "#$% $ &  ynt hefur ri. Sú ið jök- æk vegna r jök- ulsker garðsefni una við hverfis m dytti í ingvalla- óðgarði. m ég eginhluti tafells- fenginn rrekstri í ð aðra í t væri heppi- a um ldtöku æði í ulag er rafáir ð greiða nur fyrir ðgarða . Eða d á ári eða við komu til landsins. Um- ræðan þarf um leið að snúast um fjárveitingar opinberra aðila til þjóðgarða til langs tíma litið. Stórir þjóðgarðar þarfnast nokkuð umfangsmikils skipulags og verulegrar vinnu í því skyni. Hægagangur í þeim efnum er auðvitað til kominn vegna ónógra tekna og landlægs skipulagsleysis þegar kemur að ferðamálum og þróun þeirra. Lengi hefur Skafta- fellsþjóðgarðurinn verið háður gjafmildi erlendra sjálfboðaliða, einkum breskra, og á það fólk allt þakkir skildar fyrir ræktarsem- ina. Ánægjulegt er að vita til þess að sjálfboðaliðar, erlendir sem innlendir, vilji koma að þjóðgörð- unum en að sjálfsögðu eiga stjórnendur þeirra að geta gert betur að eigin frumkvæði og hafa til þess fé, mannafla og tíma. Inn í þetta mál fléttast svo þörf á fleiri landvörðum. Nýting þjóðgarða er töluvert háð fræðslu um þá. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli hefur getað tekið á henni og hyggur t.d. á skipulagt skólahald. Væri óskandi að sjá töluvert meira gert og þá með áframhaldandi myndarbrag og nægu fé. Þegar þetta allt er sagt, og hvað sem áminningum líður, ber að fagna á afmæli Þjóðgarðsins í Skaftafelli. Hann er góður og gegn og varla er sá til sem ekki hrífst þar undir jökli með eina glæsilegustu náttúruumgjörð landsins allt um kring. ökli » Þegar þetta allt ersagt, og hvað sem áminningum líður, ber að fagna á afmæli Þjóð- garðsins í Skaftafelli. Hann er góður og gegn og varla er sá til sem ekki hrífst þar undir jökli með eina glæsileg- ustu náttúruumgjörð landsins allt um kring. Höfundur er jarðeðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.