Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN REMAX Stjarnan, Bæjarhraun 6, 220 Hafnarfirði, Fax 517 3630 - Rúnar S Gíslason, lögg. fasteignasali Guðrún Antonsdóttir löggiltur fasteignasali Gsm: 697-3629 gudrun@remax.is www.remax.is/stjarnan Allar RE/MAX fasteignasölureru sjálfstætt reknar og í einkaeign Um er að ræða eignarlóðir frá 5.900 - 11.000 fm. Landið er allt gróið og er það um 50 metra yfir sjávarmáli. Landið er nokkuð flatlent með hrauni og er því frábært útsýni. Í miðju lands- ins er skógrækt Árnesingafélagsins. Lítill lækur liðast í gegnum landið og kemur hann úr uppsprettum undan hrauninu. Landið hentar einstaklinga vel til trjáræktar og er rétt að benda á 13 ára gamla skógrækt á landamörkum í landi Merkurlautar, með yfir 3 metra háum trjám. Landið er staðsett skammt frá Selfossi og í næsta nágrenni við margar af helstu náttúruperlum landsins, s.s Þingvelli, Laugarvatn, Kerið, Gullfoss og Geysi. Ýmis afþreyfing er í boði í nágrenni svæðisins og má þar nefna golfvelli, sund- laugar og veiðisvæði. Alla þjónustu má nálgast á Selfossi sem er aðeins í 13 mín. fjarðlægð frá svæðinu. LEIÐIN: Ekið er austur, gegnum Selfoss í um 10 mín. og þá beygt til vinstri inn á þjóðveg nr 30. Þaðan er ekið í um 3 mín. og þá blasir auglýsingaskilti við á vinstri hönd. Fasteignasalar RE/MAX Stjörnunnar verða á staðnum, heitt á könnunni, verið velkomin Stórar eignarlóðir fyrir frístundabyggð í landi Kílhrauns Sölusýning laugardag og sunnudag kl. 13-17 M b l 9 10 01 3 FÖSTUDAGINN 7. september birtust í hinu virta breska lækna- tímariti The Lancet niðurstöður al- þjóðlegrar rannsóknar sem leiddi í ljós að langvarandi þunglyndi hefur verri áhrif á heilsufar einstaklinga en þrálát- ir sjúkdómar eins og sykursýki, hjarta- kveisa, gigt og asmi. Ein afleiðing þessa er að þunglynd- issjúklingar verða fyr- ir meiri lífsgæðaskerð- ingu en þeir sem þjást af hinum sjúkdóm- unum. Fæstir þekkja af eigin raun eða geta ímyndað sér erfiðleik- ana sem þunglynd- issjúklingar þurfa að ganga í gegnum. Í viðleitni minni til þess að auka skilning á þessum erf- iða sjúkdómi og þar með draga úr fordómum gagnvart honum hef ég ákveðið að gera stuttlega grein fyrir langvarandi baráttu minni við þung- lyndi og áhrifunum sem það hefur haft á líf mitt. Einstaklingar leggja mjög mis- munandi skilning í hugtakið „lífs- gæði“. Fyrir suma felast lífsgæði í því að eiga tvo bíla og fara nokkrum sinnum á ári til útlanda, fyrir aðra liggja þau í hamingjusömu lífi og góðu sambandi við fjölskylduna. Hvað mig varðar þá felst ósk mín um lágmarkslífsgæði í því að vera hamingjusamur og geta tekið virkan þátt í hinu daglega lífi. Undanfarin átján ár hefur illvíg barátta mín við þung- lyndi meira og minna hindrað mig í að upp- lifa þessi lágmarkslífs- gæði. Auðvitað hef ég ekki verið óhamingju- samur allan þennan tíma, enda á ég dásam- lega eiginkonu og börn sem hafa stutt mig í gegnum þennan erfiða sjúkdóm. En það ógn- vænlega hugarvíti sem bærist í huga þung- lynds einstaklings tak- markar mjög þann tíma sem hann getur upplifað hamingju, enda fer mestur tími hans í að hugsa nei- kvæðar og niðurdrepandi hugsanir sem ná hámarki í stöðugum sjálfs- vígshugsunum. Einstaklingur sem býr við slíkar andlegar kvalir getur af augljósum ástæðum ekki tekið þátt í hinu dag- lega lífi. Hvað mig varðar þá hef ég á þessum árum aðeins átt eitt við- varandi tímabil þar sem ég hafði það góð tök á sjúkdómnum að ég gat stundað daglega vinnu, en þá kláraði ég aðra háskólagráðuna mína og vann í tæp tvö ár sem upp- lýsingafulltrúi bandaríska sendi- ráðsins. Fyrir og eftir þennan tíma hefur þunglyndið nánast gert mér þetta ókleift. Ég hef auðvitað náð að afreka ýmislegt á þessum árum en þau hafa fyrst og fremst einkennst af gríðarlega erfiðri baráttu við sjúk- dóminn, sem felst m.a. í langvarandi legum á sjúkrahúsum og enn lengri dvölum í einangrun innan veggja heimilisins. Þetta er ekki bara erfitt fyrir sjúklinginn því fjölskylda hans verður einnig fyrir gríðarlegu álagi og er stöðugt að vakta sjúklinginn svo hann fari sér ekki að voða. Margar fjölskyldur standa því ekki undir þessu álagi og leiðir það því oft til skilnaðar hjóna og höfnunar annarra fjölskyldumeðlima, því erf- itt getur verið að setja sig inn í hug- arheim sjúklingsins, sem aftur stuðlar að enn frekari vanlíðan þunglynda einstaklingsins. Ég hef átt því láni að fagna að eiginkona mín og fjölskylda hafa staðið með mér í gegnum þessa löngu baráttu. Ég hef verið öryrki frá árinu 2002, en frá því á seinni hluta þess árs og fram á mitt árið 2004 upplifði ég líklega versta tímabilið sem ég hef gengið í gegnum. Þær andlegu þjáningar sem ég leið voru þess eðl- is að ég get einungis lýst þeim sem helvíti. Síðan þá hefur líðan mín skánað hægt og rólega þótt þessi tími hafi einnig verið mjög erfiður. Sem dæmi get ég nefnt að frá því í byrjun júlí 2005 og fram í byrjun maí á síðasta ári svaf ég sextán til tuttugu klukkustundir á nánast hverjum sólarhring. Nokkrum vik- um eftir að ég vaknaði af dvalanum fór ég að þjást af mjög slæmum lík- amlegum einkennum sem líklega má rekja til þunglyndislyfjanna sem ég tók og er ég um þessar mundir loksins að losna við einkennin. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hef ég alls ekki verið ráðalaus. Eitt mesta gæfuspor sem ég hef tekið í baráttu minni við þunglyndið var þegar ég ákvað fyrir rúmum þremur árum að hætta neyslu áfengis, sem ég gerði án nokkurrar utanaðkomandi að- stoðar, en fram að þeim tíma hafði ég notað áfengið til þess að deyfa þunglyndið, sem er í raun eins og að bæta olíu á eld. Ég tók annað gæfu- spor í upphafi síðasta árs þegar ég byrjaði að hlaupa. Auk þess að stuðla að bættri andlegri líðan hefur hreyfingin leitt til þess að ég hef misst um þrjátíu kíló. Þriðja gæfu- sporið tók ég í lok ágúst sl. þegar ég hóf reglulegar heimsóknir í Hugar- afl, sem er til húsa í Bolholti 4. Þar fæ ég mikinn stuðning frá frábæru starfsfólki sem og notendum aðstöð- unnar sem þar er boðið upp á. Hvort þetta dugar til þess að draumur minn um að ég geti ein- hvern tíma á næsta ári hætt á ör- orkubótum og gerst fullgildur þátt- takandi í samfélaginu rætist getur tíminn einn leitt í ljós. Á meðan reyni ég að vera eins hamingju- samur og ég get og bíð spenntur eftir að taka þátt í dagskrá al- þjóðageðheilbrigðisdagsins sem haldinn verður hátíðlegur 7. og 10. október næstkomandi. Þunglyndi og lífsgæðaskerðing Steindór J. Erlingsson skrifar um hinn erfiða sjúkdóm þunglyndi Steindór J. Erlingsson » Þetta er ekki baraerfitt fyrir sjúkling- inn því fjölskylda hans verður einnig fyrir gríð- arlegu álagi og er stöð- ugt að vakta sjúklinginn svo hann fari sér ekki að voða. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.