Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HUGSUN og orð eru til alls fyrst. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var um margt á undan sinni samtíð. Í erindi 1949 hóf hann á loft merki nú- tímalegrar náttúruverndar og sjö ár- um síðar voru samþykkt fyrstu lögin hérlendis um náttúruvernd. Í Nátt- úruverndarráði lagði Sigurður hinn 8. nóvember 1960 fram tillögu um stofn- un þjóðgarðs í Skaftafelli og sam- þykkti ráðið hana á fundi sínum 22. febrúar 1961. Á ferðum sínum hafði Sigurður kynnst Skafta- fellsbændum og átti bréfaskipti við Ragnar bónda Stefánsson, en Ragnar og Jón bróðir hans voru eigendur Skaftafells. Samn- ingaumleitanir um kaup á jörðinni undir þjóð- garð og fjáröflun í því skyni tóku nokkur ár en 15. september 1967 var stofnun þjóðgarðsins innsigluð með reglugerð og formlegri athöfn und- ir Skaftafellsbrekkum. Framsýni Ragnars Stefánssonar Ragnar í Skaftafelli var um margt óvenjulegur maður, atorkusamur bóndi, greindur og tilfinninganæmur. Saga Skaftafells rann um æðar hans og minningin um forfeður sem þar höfðu búið um aldir mann fram af manni. Honum stóð engan veginn á sama um það hvað um jörðina yrði eftir sinn dag. Einnig Skógrækt rík- isins hafði hug á að eignast Skaftafell en afstaða Ragnars réð úrslitum um hver hlaut hnossið. Það var heilla- drjúg ákvörðun sem bar framsýni Ragnars gott vitni. Fyrstu árin eftir þjóðgarðsstofnun urðu litlar breyt- ingar á aðstæðum Skaftafellsbænda sem fengið höfðu lífstíðarábúð á jörð- inni með kaupsamningi. Vötnin á Skeiðarársandi voru þá enn óbrúuð og ekki margir sem lögðu leið sína í Skaftafell miðað við það sem síðar varð. Með nýjum náttúruvernd- arlögum 1971 breyttust aðstæður og við tók Náttúruverndarráð undir for- ystu Eysteins Jónssonar. Fjölmörg verkefni knúðu á en Skaftafells- þjóðgarður í aðdraganda hringvegar var efst á blaði. Ákvörðunin um gönguland Náttúruverndarráð heimsótti Skaftafell í fyrsta sinn sumarið 1972 og hélt fundi með heimafólki. Sett var á fót Skaftafellsnefnd og kom það í minn hlut að leiða störf hennar næstu sex árin. Skipulag þjóð- garðsins var þá ómótað að öðru leyti en því að hugmynd lá fyrir um þjónustumiðstöð aust- an undir Skaftafells- heiði. Stefnumarkandi ákvarðanir voru brátt teknar um aðgengi og aðstöðu ferðafólks og umferðaræðar um þjóðgarðinn. Veiga- mest var sú niðurstaða að engir akvegir skyldu lagðir um þjóðgarðs- landið heldur þróaðar gönguleiðir út frá þjónustumiðstöð á sandinum. Skaftafellsþjóðgarður skyldi verða friðsælt svæði þar sem menn þyrftu að leggja land undir fót til nátt- úruskoðunar. Snyrtiaðstaða í þjón- ustumiðstöð komst í gagnið fyrir brúavígslu sumarið 1974 en Ragnar lagði þá til tún sín í Freysnesi undir tjöldun á meðan gróður styrktist á tjaldsvæði þjóðgarðsins. Aðlögun búhátta að þjóðgarði Samkomulag tókst við bændurna í Skaftafelli um æskilegar búhátta- breytingar vegna þjóðgarðsins. Fól það m.a. í sér fækkun sauðfjár og tak- mörkun á beit en á móti kom þátttaka þeirra í störfum á vegum þjóðgarðs- ins. Ragnar var frá upphafi þjóð- garðsvörður en án teljandi þóknunar en tók nú fullan þátt í stjórnun þjóð- garðsins samkvæmt erindisbréfi og Jakob Guðlaugsson bóndi í Bölta varð brátt fastur starfsmaður. Þessar rót- tæku breytingar gengu vel fyrir sig og aðdáunarvert var hve ríkan skiln- ing bændurnir ásamt fjölskyldum sýndu nýjum viðhorfum. Ég átti ótaldar ferðir í Skaftafell á þessum árum og naut gestrisni Laufeyjar og Ragnars í Hæðum og síðar í Freys- nesi eftir að þau tóku sína stóru ákvörðun um að byggja þar upp frá grunni. Síðasta stóra ákvörðunin sem tekin var áður en ég lét af störfum í Náttúruverndarráði 1978 var að ganga frá friðun þjóðgarðslandsins fyrir beit í skjóli girðingar. Það var eðlilega mótdrægt bændum í ná- grenninu sem töldu þröngt fyrir í sín- um högum en samkomulag varð um legu girðingar vestan Hafrafells. Tekist í hendur yfir jökul Við lok áttunda áratugarins var lit- ið til þjóðgarðsins í Skaftafelli sem fyrirmyndar um þróun náttúruvernd- arsvæða og aðbúnað að útivistarfólki án þess einhverju lokamarki væri þó náð. Þörf á hliðstæðu átaki blasti víða við en fjárveitingar jukust ekki að sama skapi. Kom það m.a. niður á þjóðgarðinum í Skaftafelli um árabil þannig að ekki tókst að sinna þar því forystuhlutverki sem metnaður og vilji þjóðgarðsvarða stóð til. Það hef- ur hins vegar verið ánægjulegt að fylgjast með auknum krafti og marg- háttuðum endurbótum í starfsemi þjóðgarðsins hin síðustu ár og hvern- ig sambúðin við nágranna í Öræfa- sveit og langt út fyrir hana hefur styrkst öllum til hagsbóta. Metnaðarfullar ákvarðanir hafa verið teknar um Vatnajökulsþjóðgarð og í þróun þess máls hefur Skafta- fellsþjóðgarður verið kjölfestan. Afar miklu skiptir að reynslan frá Skafta- felli nýtist eftirleiðis í því stóra verk- efni. Máldagar herma að samskipti hafi forðum tíð verið milli Skaftafells og Möðrudals báðum í hag. Nú reynir á að byggja á þeim forna grunni eftir að ákveðið hefur verið að takast í hendur um þjóðgarð yfir og umhverf- is Vatnajökul og allt norður í Öx- arfjörð. Fánaberinn í Skaftafelli fertugur Hjörleifur Guttormsson skrifar um þjóðgarðinn í Skaftafelli » Við lok áttunda ára-tugarins var litið til þjóðgarðsins í Skafta- felli sem fyrirmyndar um þróun náttúruvernd- arsvæða og aðbúnað að útivistarfólki. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Náttúruverndarráð og fylgdarlið á Sjónarskeri í Skaftafelli 2. ágúst 1972. Kristínartindar í baksýn. LEIKSKÓLAR í Reykjavík eru eftirsóttir af foreldrum fyrir börn sín. Þar fer fram menntun í gegn- um leik, börn eru vistuð í öruggu umhverfi, fá umhyggju og hollan mat. Þeir eru eftirsóttir vegna gæðastarfs og skipu- lags og undanfarin ár hefur hver og einn leikskóli styrkt sér- stöðu sína. Sextán sjálfstætt reknir skól- ar og dagforeldrakerfi er einnig rekið sam- hliða borgarrekna kerfinu af miklum metnaði. Reykjavík- urborg borgar nú jafn- mikið með barni óháð rekstrarformi og for- eldrar hafa val um hvaða skóla þeir velja fyrir börnin sín. Foreldrar og konur sem vinnuafl Leikskólarnir eru ekki síst mik- ilvægir til að tryggja það mik- ilvæga vinnuafl sem foreldrar, og konur þá sérstaklega eru. Þegar grunnþjónusta brestur fer mikill tími og álag í að raða niður pössun fyrir börn, taka þau með í vinnu eða taka frí til að mæta kröfum at- vinnurekandans. Foreldrar sem eru efnaðri hafa sumir hverjir leyst þennan viðvarandi vanda með því að ráða sér starfsmann inn á heimilið. Aðrir redda hverj- um degi fyrir sig og bæta þannig á álagið sem er til staðar við að púsla flókinni fjölskyldudagskrá saman. Konur, sem eru að jafnaði líklegri til að vera í hlutastarfi til að mæta þörfum heimilisins, eru því enn líklegri til að draga úr at- vinnuþátttöku sinni þegar ekki býðst þjónusta. Að sama skapi er trygg og góð þjónusta fyrir yngstu börnin for- senda atvinnuþátt- töku kvenna. Þetta sést glögglega á meðfylgjandi mynd sem sýnir aukningu atvinnuþátttöku sam- hliða fjölgun vist- unarstunda barna í leikskólum Reykja- víkur frá 1992. Þurfum að horfa á nýjar lausnir Undanfarin ár hefur verið við- varandi vandi að manna leikskóla og ekki sér fyrir að þessi vandi hverfi. Uppbygging þjónustu hef- ur verið gríðarlega hröð, leik- skólakennurum fjölgar ekki nægi- lega hratt, mikill skortur hefur verið á starfsfólki í landinu og launakjör starfsmanna ekki haldið í við launaskrið. Þetta og fleiri ástæður hafa haft þau áhrif að undanfarin 4 til 5 ár hefur vantað starfsfólk á leikskóla borgarinnar og foreldrar þurft að búast við eða lifa með skerðingu á þjónustu. Í svona viðvarandi stöðu er komið að því að velta verður fyrir sér nýjum leiðum og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Fjöl- margt nýtt hefur verið reynt á þessu ári til að fá fólk til starfa hjá Leikskólum Reykjavíkur en vandinn er enn til staðar. Huga þarf að fleiri möguleikum í stöð- unni og ýta undir einstaklings- framtakið og fleiri tegundir þjón- ustu. Sjálfstætt reknir skólar hafa meiri sveigjanleika og eru í minni mönnunarvanda í Reykjavík. Er- lendis er vel þekkt að leikskólar séu reknir af fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og einstaklingum fyrir borgarsjóði. Félagasamtök, jafnvel íþróttalið, hafa tekið að sér að reka leikskóla með góðum ár- angri. Í Stokkhólmi er helmingur leikskóla einkarekinn og oft af leikskólastjórum sem voru áður í starfi hjá borginni. Með því hafa fleiri konur tekið þátt í sjálf- stæðum rekstri og geta haft bein áhrif á umhverfi sitt og starfs- menn sína. Fyrirtæki geta séð sér hag í að bjóða þjónustu fyrir yngstu börn starfsmanna sinna og foreldrar gætu séð kost í því að vera meira með börnum sínum, jafnvel í hádeginu eða í langa bíl- túrnum heim á leið eftir vinnu. Þorum að horfa á nýjar lausnir, lausnir sem geta mætt þörfum barna, foreldra og fyrirtækja. Nýjar víddir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir skrifar um dagvist barna í Reykjavík »Reykjavíkurborgborgar nú jafnmikið með barni óháð rekstr- arformi og foreldrar hafa val um hvaða skóla þeir velja fyrir börnin sín. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ár Fj. starfsmanna Fj. stöðugilda* Fj. dvalarstunda Fj. barna Atv.þátttaka kvenna 1992 1220 875 23.543 4.041 36600 1993 1300 960 26.329 4.558 38300 1994 1490 1070 28.925 4.910 39200 1995 1427 1058 31.219 5.035 41400 1996 1552 1116 34.123 5.312 40600 1997 1665 1188 37.442 5.546 39900 1998 1700 1270 38.704 5.507 42100 1999 1750 1270 39.298 5.481 45100 2000 1760 1286 40.600 5.592 45900 2001 1740 1419 42.500 5.733 47300 2002 1786 1458 43.800 5.723 45500 2003 1810 1517 45.600 5.757 48500 2004 1738 1505 46.600 5.805 48800 2005 1750 1.500 47.325 5.815 50000 2006 1694 1.510 47.832 5.825 51400 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er helvíti hart að þurfa að skrifa bréf alla leið til helvítis út af þessu máli til þess að opna augu mennskra manna fyrir hrekk þínum í mannheimum. Þessi leikur þinn með Innheimtustofnun er alveg djöf- ullega klár. Flott að sjá hvernig þín- ir menn hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þvo hendur sínar af ábyrgð á málinu, þeir lesa ekki einu sinni ársskýrslurnar en eru þó skráðir eigendur fyrirtækisins. Það er enn betra að sjá og upplifa hvern- ig hin íslenska Jóhanna af Örk í ráðuneytinu, kastar þessu máli frá Pontíusi Pílatusi til Heródesar og hefur ekki hugmynd um, hvað er að gerast hjá Söfnunarsjóði sveitarfé- laga sem hún þó ber fulla ábyrgð á. Ég fékk himnasendingu frá henni Jóhönnu ráðherra í formi ársskýrslu Innheimtustofnunar sveitarfélaga og er innihaldið kolbikasvart, þvílík blekkingarkúnst. Það er eins og djöfullinn sjálfur hafi komist í bók- haldið hjá þessu sameignarfyrirtæki fólksins í landinu. Tekjur hærri en gjöld öll árin, stórgróði í þessari blóðsugustarfsemi á barnakörlum sem þeir reka í þínu nafni, kölski. Að sjá hvernig þeir plata peninga út úr Söfnunarsjóði sveitarfélaga í mis- skilningi laganna. Þetta eru hundruð milljóna á ári, reyndar er þetta hugsað fyrir taprekstur, en hvað með það. Já, þeir þurfa að vera and- skoti klárir þínir menn hjá Inn- heimtustofnun til að þetta gangi upp til framtíðar. Heyrðu, kölski, getur þú ekki dregið aðeins úr mann- vonskunni í garð íslenskra barna- karla sem giftast í annað og þriðja sinn. Það er alveg óþarfi að þurrka upp öll laun nýju eiginkonunnar númer þrjú, út af þessu máli og þú þarft ekki að láta þína menn selja of- an af þeim húsið á uppboði, en einu sinni, út af þessari smádrátt- arvaxtakröfu upp á nokkrar millj- ónir. Það er helvíti hart ef hann þarf að drepa sig út af þessu máli og það frá fimm börnum og tveimur fóst- urbörnum sem hann elskar. Í djöf- ulsins nafni, kölski, reyndu að hindra það, þú tapar mestu í drátt- arvöxtum. Þessi helvítis lög sem þú samdir fyrir Innheimtustofnun eru ljóta klúðrið fyrir mannréttindi karla á Íslandi. Ertu búinn að taka öll völd á Alþingi líka, er ekkert heil- agt lengur? Töff hvernig þú leikur þér að umboðsmanni Alþingis, hann fattar ekki neitt, sér ekki einu sinni mannréttindabrotin á íslenskum barnakörlum. Þessir þingmenn þínir á Alþingi og sveitarstjórnarmenn virðast ekki kunna að lesa út úr árs- skýrslum Innheimtustofnunar, eins og hún er annars einföld, tekjur og gjöld á rekstrarskýrslu, síðan eignir og skuldir á efnahagsreikningi. Þetta er svo einfalt og augljóst. Þínir menn eignfæra á efnahagsreikningi, „ meðlagskröfur til innheimtu“, Jes- ús minn, hvernig er þetta hægt? Þetta er bara blóðpeningapottur upp á tæpar 11.000 þúsund milljónir sem Tryggingastofnun á, á móti skuld við Tryggingastofnun upp á 70 millj- ónir. Hvaða töfraduft nota þeir eig- inlega? Þessi löggilti endurskoðandi kann laglega að plata augað og op- inbera starfsmenn hjá ríki og sveit- arfélögum og fólkið í landinu. Er það rétt, kölski, ertu kannski líka búinn að ná þeim á þitt vald, sveiattan. Að lokum ætla ég að skrifa hérna hjá mér peningaþjófnaðinn úr Söfn- unarsjóði sveitarfélaga, fjandinn þetta eru bara skitnar 10.000 þús- und og átta hundruð milljónir, sem þínir menn hafa stolið. Er þetta þarna hjá þér í helvíti? Þinn óvinur hér á jörðu, einn af sonum Guðs. GUÐBRANDUR JÓNSSON, musterisriddari/Knight templars, Logafold 90, 112 Reykjavík. Grein skrifuð í tilefni útkomu ársskýrslu Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir árið 2006 sem er dagsett og undirrituð af stjórn hinn 25. júní 2007. Bréf til kölska Frá Guðbrandi Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.