Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 35 ✝ Gréta Jónsdóttirfæddist í Hafn- arfirði 24. septem- ber 1937. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 9. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigurðsson, f. 21.9. 1910, d. 31.12. 1993, og Fanney Eyjólfsdóttir, f. 9.7. 1914, d. 3.7. 1989. Systkini Grétu eru: 1) Sæunn, f. 7.12. 1934, kvæntist Daníel Stefánssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Jón Karl og Eva. Sæunn kvæntist Jóhanni Skarp- héðinssyni og eiga þau eitt barn, Sigurlaugu. 2) Sigurður Lárus, f. 9.4. 1943, maki Klara Sigurgeirs- dóttir. Þau eiga þrjú börn, Sigur- geir, Fanney og Guðrúnu Höllu. Hinn 4. júlí 1959 giftist Gréta Gunnari Konráðssyni bónda Efri- Grímslæk, f. 4.7. 1928. Foreldrar hans voru hjónin Konráð Einars- son og Soffía Ásbjörg Magnús- dóttir. Börn þeirra Gunnars og Grétu eru: 1) Kon- ráð, f. 31.5. 1956. 2) Jón, f. 22.1. 1959, kvæntist Soffíu Sveinsdóttur, þau skildu. Sonur þeirra er Viktor, f. 23.6. 1994. 3) Gunnar, f. 14.1. 1977, var í sambúð með Ragn- hildi Magnúsdóttur, d. 2004. Í sambúð með Mattheu Sig- urðardóttur. Gréta Jónsdóttir fæddist í Hafnar- firði og bjó í foreldrahúsum. Stundaði hún almenna skóla- göngu og vann á sumrin í fisk- vinnslu. Á sautjándi ári gerðist hún kaupakona á Efri-Grímslæk. Þar kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum. Stunduðu þau hefbundin bústörf þar til þau tóku við búi árið 1967. Var Gréta virk- ur meðlimur í kvenfélaginu Berg- þóru og var í ýmsum nefndum á vegum félagsins. Útför Grétu verður gerð frá Þorlákskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma. Það var sárt að geta ekki kvatt þig og ætlum við að reyna það með þess- um línum. Við biðjum þig að hafa ekki áhyggjur af okkur, við munum spjara okkur. Við trúum því að æðri máttarvöld hafi kallað þig til sín á þann stað þar sem hjartahlýtt og æðrulaust fólk hafi aðgang að eins og þú. Við vitum að sál þín mun kynnast fljótt öðrum sálum á þeim stað þar sem þú ert. Þú ert það glöð, kát og fé- lagslynd. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson.) Hvíl líkami þinn í friði en verði sál þín á ferð og flugi eins og draumur þinn var í lifanda lífi. Saknaðarkveðjur, Konráð, Jón og Gunnar. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Minningarnar streyma fram frá þessum alltof stutta tíma sem við átt- um samleið, elsku Gréta. Leiðir okk- ar Gunna þíns lágu saman upp allan grunnskólann og reyndar mennta- skólann líka. Ég man eftir mörgum ferðalögum lítilla feiminna skóla- krakka þar sem þú komst með, sast við hlið hans í rútunni og veittir hon- um styrk á þinn hógværa hátt. Það var svo löngu seinna sem við Gunni fórum að draga okkur saman og fékk ég að njóta gestrisni þinnar og hlýju síðan. Ósjaldan hringdi ég, hálftíma fyrir mat og þurfti nauðsynlega á ákveðinni uppskrift að halda. Þar kom ég aldrei að tómum kofunum, þú þuldir leiðbeiningarnar nákvæmlega fyrir mig og óskaðir mér góðs gengis. Síðar spurðir þú mig alltaf um árang- urinn. Þú varst listakona á fleiri máta en bara í matargerð. Fallega hand- saumaða afmæliskortið frá þér mun ég geyma á sérstökum stað, ásamt handmáluðu skálunum sem þú gafst mér skömmu fyrir andlát þitt. Elsku Gréta. Ég man eftir glettn- inni í augunum á þér áður en brosið færðist á varirnar, man eftir mat- arilmi sem náði út á hlað þegar við Gunni komum í samverustund fjöl- skyldunnar annan hvern sunnudag, ég man eftir hlýjunni í rödd þinni þegar þú talaðir um fjölskyldu þína, ég man eftir þér. Hvíl í friði. Matthea Sigurðardóttir (Matta.) Okkar ágæti nágranni og vinur Gréta á Grímslæk hefur nú kvatt eft- ir stutt og erfið veikindi. Gréta kom ung sem kaupakona að Efri-Gríms- læk þar sem hún kynntist manni sín- um, Gunnari. Á þessum tíma var mikil þörf fyrir vinnuafl þar sem vélaöldin var tæpast hafin og komu því margar blómarósir úr þéttbýlinu í sveitina og sumar þeirra ílengdust þar, sveitunum til heilla. Heimilið á Efri-Grímslæk var hefðbundið sveitaheimili, allt í föst- um skorðum og mikil regla á öllu. Búskap hófu ungu hjónin á móti foreldrum Gunnars, eins og þá tíðk- aðist, og síðar tóku þau við búinu öllu. Natni og vinnusemi hefur einkennt búskapinn á Grímslæk og hefur alla tíð mikil nákvæmni og snyrti- mennska fylgt þeim hjónum. Það hafa sjálfsagt verið mikil umskipti fyrir unga Hafnarfjarðarstúlku að setjast að í sveitinni og takast á við verkefni sem henni hafa vafalítið þótt framandi. Grétu fórst þetta vel úr hendi enda verklagin og natin að eðl- isfari. Það er erfitt nú á tækniöld að setja sig í spor þeirra sem strituðu hörðum höndum á þessum tíma. Lífsbaráttan var hörð og árangur náðist ekki nema með mikilli elju og vinnusemi og litlum frítíma. Þetta var hlutskipti Grímslækjarhjónanna eins og margra annarra á þeim tíma. Gréta var hógvær, glettin og gam- ansöm og var notalegt að sækja hana heim. Við höfum átt margar góðar stundir í eldhúsinu á Grímslæk þar sem spjallað var um menn og málefni yfir kaffiveitingum. Mikil tryggð og vinátta hefur alla tíð verið milli bæjanna á Hrauni og Efri-Grímslæk og oft hafa nágrann- arnir leitað liðsinnis hvorir hjá öðr- um. Góðir nágrannar eru gulls ígildi, ekki síst í sveitinni þar sem samvinna þarf að ríkja á mörgum sviðum. Gréta átti sinn trjáræktarreit sem hún plantaði reglulega í og er nú trjá- rækt þeirra hjóna til mikillar prýði. Hún hafði gaman af ferðalögum og hin síðari ár gat hún leyft sér að ferðast dálítið um landið. Gunnar og Gréta eignuðust þrjá mannvænlega syni sem eru á margan hátt eftirmynd foreldranna. Þegar við hugsum til Grétu sjáum við fyrir okkur bros hennar og glettnisvipinn sem mun fylgja minn- ingunni, minningu um íslenska sveitakonu sem lítið fór fyrir en stóð alltaf fyrir sínu. Við sendum Gunnari og fjölskyldu samúðarkveðjur. Sigríður og Hrafnkell. Hér á árum áður tíðkaðist að ung- ar stúlkur réðu sig sem kaupakonur í sveit. Ein af þeim stúlkum sem hleyptu heimdraganum með þessum hætti var hún Gréta sem við kveðjum hér í dag. Ung fór hún sem kaupa- kona til sumarstarfa hjá þeim heið- urshjónunum Soffíu og Konráð á Efri-Grímslæk. En það sumar var ekki aðeins heyjað, aðrir þræðir voru og ofnir. Er hausta tók og aðrar kaupakonur sneru heim, var ljóst að elsti sonur hjónanna, Gunnar, hafði fangað hjartað kaupakonunnar. Og svo fór að ungu hjónin settu saman bú á Efri-Grímslæk, fyrst í stað í fé- lagsbúi við foreldra Gunnars. Er undirritaður réðst sem sumar- strákur í sveit að Grímslæk bjuggu þau Gréta og Gunnar enn í félagsbúi við Soffíu og Konráð, en ungu hjónin voru smám saman að taka forræðið. Fjósið hafði verið stækkað til muna og meira land brotið til ræktunar. En eftir sem áður var góða samvinna á milli þeirra eldri og yngri. Ég man að Konni var verðurglöggur með af- brigðum og leitaði Gunnar jafnan ráða hjá honum um slátt og enginn var betri heyskaparmaður en Gunn- ar og rakstri túnanna stjórnaði Gréta. Gréta var rösk við alla vinnu, gekk hreint og ákveðin til allra verka, hvort sem það var í fjósinu, úti á engjum eða í eldhúsinu. Enda varð það raunin að þrátt fyr- ir að Efri-Grímslækur væri um margt erfið jörð til að rækta, sökum hve grýtt hún var að þá tókst þeim hjónum á aðdáunarverðan hátt að byggja gott bú á Grímslæk. Það sem einkenndi búskap þeirra allan var mikil umhyggja og natni við skepn- urnar, vinnusemi og vel var farið með alla hluti. Þeim hjónum búnaðist vel á Grímslæk og eignuðust þrjá stráka; Konráð, Jón og Gunnar. Gréta og Gunnar ráku um áratugi myndarbú, sem var gott dæmi um að stærðin ein skiptir ekki bara máli heldur ekki síður að fara vel með alla hluti og segja má að það hafa verið aðals- merki þeirra hjóna. Gréta og Gunnar drógu í land fyrir nokkrum árum og voru búin að setja stefnuna á að verja ævikvöldinu í Þorlákshöfn og hugðu á að flytja þangað í haust. En áður en til þess kom var Gréta kölluð í aðra ferð, ferðina sem bíður okkur allra og því fór svo að Gréta sneri aldrei til baka úr þeirri ferð sem hún hélt í austur fyrir fjall fyrir ríflega hálfri öld. Ég sendi Gunnari, Konráð, Jóni, Gunnari og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Grétu Jóns- dóttur. Þorsteinn Garðarsson. Gréta Jónsdóttir ✝ Helga KarolínaJónsdóttir fædd- ist á heimili afa sins og ömmu á Raufar- höfn 22. júní 1969. Hún lést á heimili sínu að morgni 6. septembers síðast- liðins. Foreldrar hennar eru Guðný Margrét Guðnadótt- ir, læknaritari á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, f. 6.5. 1949 og Jón Gríms- son, vélstjóri hjá Fjallalambi hf. á Kópaskeri, f. 19.6. 1948. Systkini Helgu eru: 1) Guðni Björn, f. 8.7. 1966, maki Anna María Guðmundsdóttir, f. 28.6. 1967. Þau eiga tvær dætur. 2) Grímur Örn, f. 17.2. 1968, maki Brynja Guðmundsdóttir, f. 29.8. 1969. Þau eiga tvö börn. 3) Stefán, f. 16.2. 1972, maki Bára Björk Björnsdóttir, f. 28.3. 1974. Þau eiga tvo syni. 4) Arnþrúður Erla, f. 10.12. 1973, maki Finn Bach Nielsen, f. 12.8. 1974. Þau eiga þrjár dætur. Börn Helgu eru Sandra Huld Helgu- dóttir, f. 6.1. 1989, Hafsteinn Viktor Artúrsson, f. 2.11. 1998 og Jón Alex- ander Artúrsson, f. 21.2. 2002. Helga var í sambúð med Artúri Harchenko í 6 ár, þau slitu sam- búð haustið 2003. Helga var alin upp á Kópaskeri og bjó þar til dauðadags. Eftir hefðbundna skólagöngu vann hún ýmis verka- mannastörf, á Kópaskeri og víðar. Að hausti árið 2003 fékk hún blóð- tappa við heilastofn og var sjúk- lingur meira og minna eftir það. Helga bjó á eigin heimili ásamt börnum sinum þar til hún lést. Útför Helgu verður gerð frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku stelpan okkar og mamma, við erum harmi slegin yfir því hvað lífið getur verið óréttlátt og grimmt. Við söknum þín svo átakanlega mik- ið. Þú varst besta mamma í heimi. Við munum reyna að standa okkur eins vel og við getum og biðjum góð- an guð að blessa bæði þig og okkur. Okkar huggun er sú að nú fáir þú hvíld frá þeim erfiðleikum og sárs- auka sem sjúkdómur þinn olli þér. Er að morgni um garðinn ég geng, meðan grasið af dögginni ljómar sýnir Kristur mér hvernig allt það er, sem ákall, en fagnandi hljómar. Og hann fylgir mér, já, hann fylgir mér og fögnuðinn veitir mér sinn. Betri gjöf en þá enginn gefa má. Enga gleði ég meiri finn. Er golan í garðinum hlær, er glaðlega fuglarnir syngja hvert andartak fyllist orðum hans. Og angandi blómklukkur hringja. (Jónas Fr. Guðnason) Vertu bless elskan og takk fyrir allt. Mamma, pabbi, Sandra Huld, Hafsteinn Viktor og Jón Alexander. Elsku Helga mín. Það hefur ekki reynst mér auðvelt að skrifa minningargrein um þig, helsta ástæðan fyrir því er sú að ég bara trúi þessu ekki. Ég er alltaf að bíða eftir því að ég vakni af þessum vonda draumi með símtali frá þér. Ég reyni þó að hugga mig við það að þú sért komin á fallegan og góðan stað og að þér líði vel. Allar minningarnar sem ég á um þig koma í flóðbylgjum í huga mér. Við áttum fullt af skemmtilegum stundum saman, mikið fíflast og al- veg ofboðslega mikið hlegið. Ég á eftir að sakna frænkukvöldanna, stefnumótanna við fataskápana og einna helst á ég eftir að sakna þess að geta blaðrað við þig í símann um heima og geima. Þú varst alltaf tilbú- in að hlusta á allt sem ég þurfti að létta af mér og þú gerðir alltaf allt sem þú gast til að reyna að hjálpa mér ef ég þurfti á því að halda. Þú lést mig lofa því einu sinni að vera alltaf svona til staðar fyrir Söndru Huld og við það ætla ég mér að standa og auðvitað reyni ég að gera allt sem ég get fyrir strákana þína. Ég kveð þig núna, elsku frænka, með mikinn söknuð í hjarta mínu og líka með von um að nú hafir þú loks- ins fundið frið. Megi Guð og allir hans englar vaka yfir og vernda börnin þín, for- eldra og systkin og gefi þeim styrk til að takast á við lífið. Ég elska þig alltaf. Þín frænka, Kristín Ósk. Helga Karolína Jónsdóttir Vinur minn og vel- gjörðarmaður, Geir V. Guðnason, lést fyrir nokkru og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman á heimili frænda míns þar sem ég var heimilisfastur um tíma, en þeir voru skólabræður í Menntaskólanum. Næst lágu leiðir okkar saman í Banda- ríkjunum. Ég og félagi minn, Sveinn Indriðason, vorum skiptinemar í It- haca, New York-ríki og leigðum þar saman herbergi. Í þessum bæ er Cor- nell-háskólinn og var Geir um þessar mundir (1953) að hefja nám þar, en hann hafði áður verið við nám í öðrum háskóla í Bandaríkjunum. Við höfðum viðhaldið sambandi og kom Geir til mín, þegar hann kom til Ithaca og gisti hjá okkur Sveini fyrstu nóttina sína þar. Í framhaldinu áttum við þrír marg- ar góðar stundir saman. Eftir þetta hvarf ég á aðrar slóðir og síðan heim til Íslands. Nokkru síðar fékk ég hvatningu frá Sveini og fleirum að sækja um skóla- vist í Cornell-háskóla. Þá spilaði Geir lykilhlutverk í umsókn minni um nám við Cornell. Alla skólavist mína á Cor- nell naut ég og kona mín velvildar og hjálpsemi Geirs og Obbu konu hans. Fæ ég seint fullþakkað þeim alla Geir Valberg Guðnason ✝ Geir ValbergGuðnason fædd- ist í Reykjavík 3. febrúar 1931. Hann lést á heimili sínu í Atlanta í Bandaríkj- unum þriðjudaginn 7. ágúst síðastliðinn. Útför Geirs fór fram í Atlanta föstu- daginn 10. ágúst. þeirra vinsemd og að- stoð. Geta vil ég þess að eitt sinn á námsár- unum, er Geir var við doktorsnám, var hann kennari minn í einni námsgrein og veit ég ekki annað en að það hafi verið samdóma álit nemenda hans að hann hafi skilað hlutverki sínu með ágætum. Eftir nám við Cor- nell skildi leiðir, ég fór vestur til Kaliforníu og hann austur til Íslands og hóf störf hjá Atvinnudeild háskól- ans (nú Iðntæknistofnun Íslands). Að námi mínu loknu fékk ég einnig starf hjá sömu stofnun og naut ég þar aðstoðar Geirs er var í té látin með glöðu geði sem ætíð fyrr. Við unnum þarna saman nokkurn tíma, en þá lá leið Geirs til Bandaríkjanna í störf þar. Lengst af starfaði hann hjá Coca Cola-fyrirtækinu og vann sig þar upp í stjórnunarstörf og ferðaðist um víða veröld í tengslum við starfið. Hann hvatti mig óspart til að feta í fótspor sín og koma til starfa í Bandaríkjun- um, en af því varð þó ekki. Geir og Obba eignuðust stórt ein- býlishús í Atlanta í Georgíuríki. Þau eignuðust soninn Gary og dótturina Lindu. Gary á nú konu og börn og Linda býr ein að sínu. Ég kom í heimsóknir til Obbu og Geirs á heimili þeirra í Atlanta og voru þar ávallt höfðinglegar og hlý- legar móttökur. Geir og Obbu færi ég enn og aftur þakkir mínar fyrir alúð og hjálpsemi. Geir er nú allur, fremur óvænt, og sendi ég Obbu og börnunum samúð- arkveðjur. Sverrir Vilhjálmsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.