Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 37
✝ Móðir mín, Guðrún Þorgrímsdóttir, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. september. Útför hennar fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 22. september kl. 11.00. Kristinn Heiðar Jónsson, og aðstandendur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 37 Ég minnist með þakklæti mágkonu minnar Ernu Kolbeins. Ég minnist þess hve innilega hún tók á móti mér þegar ég kom fyrst á heimili hennar og eiginmanns hennar Torfa Magnússonar, þá mennta- skólanemi í fylgd með systur henn- ar. Ég minnist glaðværðar hennar og einstakrar umhyggju sem ein- kenndi allt hennar líf. Nærvera hennar var ljúf og gefandi, öllum leið vel í návist Ernu, bjartsýni hennar og lífleg gleði var öllu um- hverfi hennar heilsubót hvar sem var. Hjálpsemi var henni svo eig- inleg að þar gerðist allt sem af sjálfu sér. Atorkusöm þátttaka hennar jafnt í umfangsmiklu fjöl- skyldulífi sem utan var aðdáunar- verð. Glaðlyndi, traust og hjálp- semi var hennar aðal og styrkur. Ég minnist síðustu áranna þegar heilsu hennar fór smám saman hnignandi, minnið að skerðast, hugsunin orðin reikul af völdum Alzheimer-sjúkdóms. Persónuleiki hennar breyttist þó ekki, gleðin bjó enn í brosinu og öllu viðmóti henn- ar. Þann tíma sem hún enn gat dvalist á heimili sínu kom hún nær daglega á Sogaveginn. Ófá voru þau skipti sem ég fylgdi henni af ótta við að hún kynni að villast þennan spöl. Eftir því sem sjúk- dómurinn ágerðist urðu tengsl okk- ar með vissum hætti nánari, fyrir það er ég þakklátur. Minningin um mágkonu mína mun áfram lifa í huga mínum, minning um ljúfa gleði sem aldrei hvarf í skuggann, minning um ævi sem var ein samfelld gjöf. Ég votta börnum Ernu og fjöl- skyldum þeirra og systkinum Ernu dýpstu samúð. Baldur Ragnarsson. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, Skært í mínu hjarta. (B.H.) Elsku Erna frænka, nú ertu farin frá okkur og hefur loksins fengið frið. Við munum aldrei gleyma öllu þeim góðu stundum sem við áttum hjá þér. Þegar við vorum börn og komum til Reykjavíkur var alltaf haldið til í Skeiðarvogi 157. Þar réðst þú ríkjum og er það sérstak- lega minnistætt hvað þú varst alltaf glöð og glettin. Þegar við vorum unglingar kom- um við í heimsókn í Rauðagerðið alltaf hafðir þú tíma og áhuga fyrir okkar viðfangsefnum. Við montuð- um okkur af því hvað við áttum frá- bæra frænku. Að Erna frænka gæti talað við þrjá í einu um ólík málefni, verið að sauma og hjálpa til við heimalærdóm en ruglaðist aldrei í umræðunni þetta þótti okk- ur einstakur hæfileiki. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Halldór, Ragnheiður, Lára, Ásta, Erna, vottum ykkur samúð okkar og biðjum guð að blessa ykkur. Lilja, Barði, Halldór og Ólafur. Erna Halldórsdóttir Kolbeins ✝ Erna Halldórs-dóttir Kolbeins fæddist á Stað í Súgandafirði 21. janúar 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík að morgni 5. septem- ber síðastliðinn. Útför Ernu var gerð frá Langholts- kirkju 14. sept. sl. Erna Kolbeins er látin eftir löng og erf- ið veikindi. Hún var mér mjög kær og er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar nú þegar hún er öll. Ég kynntist henni strax á unga aldri þegar hún giftist föðurbróður mínum, Torfa Magnússyni 1950 og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja hana vel og umgangast hana alla tíð síðan. Ég á mínar bernskuminn- ingar úr Blönduhlíð 11, þar sem stórfjölskylda okkar bjó í sama húsi, ég og foreldrar mínir, bræður og afi og amma á efri hæðinni og Erna, Torfi og þeirra börn í risinu. Ég sóttist mikið eftir því að fara upp til Ernu og Torfa enda fann ég fljótt að mér var vel tekið. Torfi var þýður og rólyndur og frá Ernu stafaði glaðværð, hlýju og góðvild og slíkt finnur barnssálin fljótt. Ég var því tíður gestur í risinu og var oft að sniglast í kringum hana, hún hafði alltaf tíma til að spjalla og svara spurulu barninu sem þurfti að fá skýringar á svo mörgu í margbrotnu mannlífinu. Fjölskyldurnar stækkuðu og börnunum fjölgaði í Blönduhlíð 11 sem leiddi af sér að íbúðirnar voru seldar og stórfjölskyldan fluttist í önnur hús í öðrum hverfum en sam- gangur var áfram mikill. Margar dýrmætar minningar á ég frá þess- um samfundum. Þá var það glað- værðin og söngurinn sem höfðu völdin og það líkaði Ernu vel. Þeir bræðurnir Torfi og pabbi voru miklir söngmenn og ekki var lakara að mamma lék á píanóið og allir sungu með. Þvílíkur samhljómur hljómar enn innst við hjartarætur. Erna var handavinnukennari að mennt enda var henni margt til lista lagt. Hún töfraði fram hvert snilldarverkið af öðru með sauma- skap sínum. Hún var sannkölluð listakona. En hún hafði líka aðra mannkosti sem eftir var tekið. Hún var góð og hjartahlý, sérlega glað- lynd og hláturmild, lífleg í fasi og bauð af sér góðan þokka. Það var engin lognmolla þar sem hún fór. Erna hafði mikið að gefa og lagði rækt við alla sem í kringum hana voru, en ekki síst við heimili sitt og uppeldi barna sinna. Þar var í mörg horn að líta, enda börnin fimm að tölu, og oft mikill gestagangur. Á heimilinu bjuggu einnig á sínum efri árum foreldrar Ernu, Lára og Halldór, og eru þau mér minnis- stæð fyrir hlýju og elskusemi. Allt- af var opið hús og það var sama hvenær manni datt í hug að koma við, alltaf var maður velkominn. Hún var kennari góður og lagði okkur börnunum lífsreglurnar ásamt því að kenna okkur prakt- íska hluti. Hún kenndi mér að sauma, sem hefur oft komið sér vel og verið mér til ánægju. Hún rækt- aði garðinn sinn og var góð fyr- irmynd okkar hinna sem yngri vor- um. Ég sem þetta rita er þakklát fyr- ir að hafa átt þess kost að kynnast náið og njóta verka þessarar fjöl- hæfu konu. Hún var mér afar kær. Af öllum mannkostum Ernu er það hin óbrigðula góðvild og hlýja sem hún sýndi öllum, ævinlega, sem hæst ber, nú þegar leiðir skilja. Slíkir mannkostir eru dýrmætir og glóa eins og gimsteinar í hinu mis- vindasama mannlífi. Að leiðarlokum þakka ég Ernu samfylgdina og kveð hana með virð- ingu og söknuði. Börnum hennar og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir. Hálfan vetur í ársbyrjun 1967 var ég heimagangur á heimili Ernu og Torfa við Skeiðarvog. Þetta var eft- irminnilegur tími. Á loftinu bjó Lára Kolbeins móð- ursystir mín. Ég hafði oft áður ver- ið gestur þar á meðan Halldór Kol- beins lifði. Þennan vetrarpart hafði ég svefnpláss hjá Láru frænku minni, en var í fæði hjá Ernu og Torfa. Ragnheiður, móðir Torfa, var fyrir stuttu látin, en hún átti ellina á heimili þeirra. Börnin voru fjögur á skólaaldri, en yngsta dóttirin á öðru ári. Hjá þessari glaðværu og hlýju fjölskyldu átti ég góða daga og Erna frænka mín sagði stundum hvöss við börnin sín þegar hún þurfti að aga: „Heyrið þið bara hvað hann Jói stappar vel snjóinn af stígvélunum áður en hann kemur inn.“ Eða þá: „Sjáið þið bara hvað hann Jói klárar vel matinn sinn.“ Ég held þetta sé í eina skiptið á æv- inni, sem ég hefi þannig verið gerð- ur að fyrirmynd. Torfi var skrifstofumaður og hann söng í kirkjukórnum. Söng- maðurinn einn af fjórum „Leik- bræðrum“. Erna var starfandi kennari. Hún stjórnaði heimilis- haldinu og sá um matinn. Á hverj- um sunnudagsmorgni tók Torfi ryk- suguna og klútinn, snyrti og þreif innanstokks. Hversdagslega var matast í eld- húskróknum, en á sunnudögum var dekkað stórt stofuborð. Oftast þá, ég held nánast alltaf, matargestir. Glaðværð við borðhaldið. Vinsæl fjölskylda. Reglusamt heimili. Alþýðufólk. Torfi var traustur maður. Hvers- dagslega fáskiptinn, þýður, viðfelld- inn. Smiður ágætur, hafði talsvert aukastarf þess vegna. Hvern morgun, sem hann fór til vinnu, kvaddi hann Ernu með kossi. Flest húsgögn heimilisins held ég hafi verið handverk hans. Margt handverk Ernu prýddi einnig heim- ilið. Erna faðmaði alla, hló hátt og tal- aði margt, skemmtileg, frændrækin svo af bar, án þess að á nokkurn sé hallað. Samband hennar við ætt- ingjana heima í Eyjum jafnan mik- ið, einkum eftir að hún stofnaði sína eigin fjölskyldu. Vinskapur við þau hjón var því engin tilviljun, hann hélst. Eftir að ég fór sjálfur að búa var dóttir þeirra í vist hjá okkur hjónum tvö sumur. Áður hafði son- urinn verið einhver sumur uppvaxt- aráranna á heimili foreldra minna. Ég held ég hafi brugðið hér upp mynd af reglusömu, góðu heimili stórrar fjölskyldu. Gott er að hafa kynnst því, gott að minnast þess. Í minningu Ernu og Torfa þakka ég þeim. Þakka börnum þeirra, frændfólki mínu. Guð blessi ætt þeirra. Jóhannes Geir Gíslason. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, MATTHÍASAR KARELSSONAR, sem lést í Malmö, Svíþjóð miðvikudaginn 15. ágúst. Sérstakar þakkir fær Ásdís Svavarsdóttir fyrir ómetanlega hjálp, vináttu og stuðning í Malmö, einnig hjartans þakkir til sr. Gunnars Björnssonar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Auður Matthea Matthíasdóttir, Aldís Hugbjört Matthíasdóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Karel Matthías Matthíasson, Hugrún Valdimarsdóttir, Jörundur Sveinn Matthíasson, Sigrún Jóhannsdóttir, Þórdís Karelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs fósturföður okkar, afa og langafa, KRISTJÁNS V. JÓHANNESSONAR frá Flateyri. Jóhannes Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon, Svanfríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HELGU STEINUNNAR ERLENDSDÓTTIR, Laugarholti . Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 2 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Ingibjörg Sveinsdóttir, Árni Gíslason, Helgi Sveinsson, Monika Erla Sveinsdóttir, Felix Antonsson, Guðmundur Sveinsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR E. ÁRNASONAR fyrrv. aðstoðarbankastjóra, Hraunvangi 1, Hafnafirði. Birna Bertha Guðmundsdóttir, Pétur Joensen, Árni Hrafn Guðmundsson, Jóhanna Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, afa og bróður okkar, GUNNARS SÆMUNDSSONAR Dunhaga 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Gunnarsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA M. ÞÓRÐARDÓTTIR, Mánatúni 2, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 13. september. Jarðaförin auglýst síðar. Börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. GUÐRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.