Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettuball verður haldið laugardaginn 15. september kl. 20-23 í Félagsheim- ilinu Gullsmára, Gullsmára 13. Þorvald- ur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Miðaverð kr. 500. Mætum öll „með sól í sinni og söng í hjarta“. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í Þverárrétt í Borg- arfirði mánudag 17. september. Brott- för frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Deildartunguhver skoðaður. Rétt- ur dagsins „kjöt og kjötsúpa“ á Mótel Venus. Skráning og ítarlegri upplýs- ingar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Opið hús verður í dag, laugardag 15. sept- ember, kl. 14 þar sem félagsstarfið í vetur verður kynnt. Haustlitaferð 29. september. Þingvellir og Þrastaskógur, kvöldverður og dans í Básnum, uppl. s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9. Hana-nú-ganga kl. 10. Nk. þriðjudag, 18. sept., kl. 20 verður fræðsluerindi á vegum íþróttafélagsins Glóðar. Ragnheiður Davíðsdóttir flytur þá erindi um fyrstu hjálp og forvarn- arstarf á vegum VÍS. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, kórstarf o.fl. Á föstud. kl. 10 er „Prjónakaffi“ (nýjung), allir velkomnir. Bókband hefst föstud. 5. okt. og dansæfingar í samstarfi við FÁÍA byrja miðvikud. 3. okt. kl. 10. Uppl. á staðnum, s. 575-7720 og wwwgerduberg.is. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Laugardagsgangan; lagt af stað kl. 10. Munið að Listasmiðjan er opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Fjölbreytt hand- verk; Bútasaumur, tréútskurður, postulín, kortagerð, klaustursaumur, skartgripagerð o.s.frv. Líttu inn og kynntu þér möguleikana fyrir þínar hugmyndir! S. 568-3132. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von í Efstaleiti 7 laugardaginn 15. september. Vistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Aglow | Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talar hjá Aglow-konum mánudaginn 17. september kl. 20 í þjónustu- miðstöðinni Víðilundi 22. Allar konur velkomnar. Bústaðakirkja | Miðvikudaginn 19. september verður haustferð eldri borgara í Bústaðakirkju. Lagt verður af stað frá Bústaðakirkju kl. 13, en áætluð heimkoma er um kl. 17. Verð kr: 2.000. Grindavíkurkirkja | Við guðsþjónustu sunnudaginn 16. sept. kl. 14 verður sr. Elínborg Gísladóttir sett inn í prests- embættið af dr. Gunnari Kristjánssyni prófasti. Organisti Friðrik Vignir Stef- ánsson. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Kaffi eftir athöfn. Allir vel- komnir. Íslenska Kristskirkjan | Hið vinsæla Alfa-námskeið hefst kl. 19 í Íslensku Kristskirkjunni Fossaleyni 14 (í sömu götu og Egilshöllin). Skráning í síma 567-8800. Allir velkomnir. 70ára afmæli og Gullbrúðkaup - Í dag, 15september, er sjötugur, Gústav Axel Guðmundson matreiðslumeistari. Í tilefni dags- ins verður hann með fjölskyldu sinni heima hjá dóttur sinni og tengdasyni, Háagerði 4, Húsavík. Laugardaginn 22. september eiga Gústav Axel og Ingunn Erna Einarsdóttir gullbrúðkaup og vilja börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn óska þeim innilega til hamingju með daginn. dagbók Í dag er laugardagur 15. september, 258. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Jesús tók brauð, þakkaði Guði, braut, og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.) Myndlist Gallerí Fold | Laugardaginn 15. september kl. 15 opnar Kjartan Guðjónsson mál- verkasýningu í Baksal Gallerís Foldar. Sýn- ingin stendur til 30. september. Allir vel- komnir á opnunina. Kjartan stundaði nám í Chicago og er einn úr upphaflega Sept- emberhópnum sem sýndi fyrst saman 1947. Gallerí Kambur | Tveir listamenn sýna á Haustsýningu í Galleríi Kambi. Sigurgeir Sig- urjónsson ljósmyndari og bandaríski mál- arinn William Antony. Sýningin er frá 8.-30. september. Opið daglega kl. 13-18. Lokað miðvikudaga. Upplýsingar: 899-1124 og 487-6554. Netfang: gorn@mmedia.is Ófeigur listhús | Sigurður Örn Brynjólfsson – Söb sýnir 70 nýjar teikningar af Manninum á krossinum. Liivia Leshkin sýnir tískuteikn- ingar og sérhannaða list-hatta. Ráðhús Reykjavíkur | Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri opnar sýningu Félags trérennismiða á Íslandi kl. 14 í Tjarnarsal. 13 félagsmenn sýna rennd trélistaverk, sem er þversnið af því hvernig vinna og hönnun hef- ur þróast í trérennismíði á Íslandi undanfarin ár. Opið kl. 12-18 alla daga til 30. sept. Skemmtanir Húnabúð | Skeifunni 3, 3. hæð (í sama húsi og Þvottahúsið Fönn). Harmonikkufélag Reykjavíkur: Dansleikur verður í kvöld, laug- ardaginn 15. september, kl. 22-02. Lukku Láki | Grindavík. Hljómsveitin Signia spilar á réttarballi í kvöld frá kl. 23.30. HINN 19. sept. nk. verður hald- ið námskeiðið Samskipti for- eldra og barna. Þessi námskeið sem Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð sálfræðingar standa að byggjast á hugmyndum dr. Thomasar Gordons sálfræð- ings. Hann hefur skrifað marg- ar bækur um mannleg sam- skipti en tvær bækur hans hafa komið út á íslensku. Það eru Samskipti foreldra og barna og Samskipti í skólastofunni. Æsk- an gefur út bækurnar. Á námskeiðinu er kennd áhrifarík hlustunaraðferð sem heitir Virk hlustun og jafnframt lögð áhersla á að leysa úr ágreiningi í sátt. Skráning er hafin á hugo@hugo.is eða í síma 8987982. Námskeið um samskipti for- eldra og barna TÓLF sporin – Andlegt ferðalag er nafn á hópastarfi innan kirkj- unnar þar sem myndaðir eru litlir hópar og þátttakendur vinna sig skriflega í gegnum Tólf sporin eftir samnefndri vinnubók. Hóp- arnir hittast vikulega yfir vet- urinn og starfa undir leiðsögn þeirra sem þekkja þessa vinnu af eigin raun sem oftast eru leik- menn að starfi í kirkjunni. Í fréttatilkynningu segir að Tólf sporin séu að sjálfsögðu runnin frá AA-hreyfingunni, en hér séu þau notuð fyrir alla – kon- ur og karla – óháð einhverju til- greindu vandamáli – og þau eru frábært verkfæri til hjálpar við að takast á við sjálfan sig, greiða úr flækjum og gera gott líf betra. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingn- um sjálfum en efni bókarinnar, samfélagið og samstaðan í hópn- um og kirkjuumhverfið veitir hvatningu, öryggi og hlé. Þetta starf hefur nú verið unnið um 7 ára bil í nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og verið að breiðast út um landið. Það er því komin á það nokkur reynsla og eru vitnisburðir þeirra sem hafa farið andlega ferðalagið mjög jákvæðir. Starfið hefst venjulega að hausti í sept.-okt. með kynningarfundum sem allir eru velkomnir að mæta á til að kynnast starfinu og taka sína ákvörðun. Síðan er hópunum lokað og þá eru ekki fleiri teknir inn fyrr en næsta haust. Þau sem hafa farið andlega ferðalagið hafa myndað með sér samtök sem þau nefna Vinir í bata og hafa opnað heimasíðu www.vin- iribata.is þar sem fram koma upp- lýsingar um alla nýja byrj- unarfundi – hvar og hvenær þeir eru. Það eru allir velkomnir á byrj- unarfundina. Tólf sporin í kirkjum Dr. Miguel Nicolelis, prófessor í taugalíffræði og heilbrigðisverk- fræði við Duke University Medical Center í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur um bein samskipti mannsheil- ans og véla, í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 101, mið- vikudaginn 19. september kl. 17. Þessi samskipti mannsheilans og véla hafa lengst af einungis ver- ið viðfangsefni vísindaskáldsagna, en í fyrirlestrinum verða kynnt- ar niðurstöður nýlegra rannsókna þar sem virkni stórra hópa taugafrumna er mæld og greind í rauntíma og beitt til þess að stjórna vélum. Tæknilegum bakgrunni aðferðanna verður lýst auk þess sem áhrif inngripanna á frumurnar sjálfar og notkunarmögu- leikar tækninnar verða rædd. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er frír. Samskipti mannsheilans og véla Í FRÉTT um óvæntan fund Geirs Haarde forsætisráðherra, og gamals skólabróðurs í Dublin misritaðist nafn hans. Hann heit- ir Francis Jacobs, ekki Francis Joseph eins og misritaðist. Misritun LEIÐRÉTT FRÉTTIR Endurmenntunarstofnun HÍbýður í haust upp á nám-skeiðið Saga Portúgals,menning og skáldskapur. Guðbergur Bergsson rithöfundur er kennari á námskeiðinu, og segir hann Portúgal búa að áhugaverðri menningu sem alltof fáir þekkja. Um Portúgal hafa leikið stefnur og straumar frá öll- um heimshornum, og menning þjóð- arinnar litbrigðarík að sama skapi: „Eftir að hafa hrakið burt innrásarlið Mára eftir um fimm alda hersetu varð Portúgal fljótt að miklu veldi sem teygði anga sína í allar áttir. Portúgalar upp- götvuðu vindakerfi Suður-Atlantshafs- ins og sigldu fyrir Góðrarvonarhöfða, og í framhaldinu um allan heiminn. Leiðir þeirra lágu um Afríku og Arabalönd, og áfram til Indlands, Kína og Japan,“ byrjar Guðbergur frásögnina. „Þeir finna á þessum ferðum krydd og menn- ingarstrauma sem þeir bera með sér heim, en ferðir þeirra og uppgötvanir voru vandlega skrásettar og um þær skrifaðar bækur sem eru miklar ger- semar. Portúgal verður þannig að stór- veldi, og sankar að sér völdum í austur- hluta heimsins á meðan Spánverjar breiða úr sér um vesturhlutann.“ Auk þess að fjalla um sögu landsins verður þjóðlagahefð Portúgal m.a. gerð ágæt skil á námskeiðinu: „Ég fjalla sér- staklega um fado-tónlist, og tvær meg- instefnur hennar: Lissabon-afbrigðið og Coimbra-afbrigðið,“ segir Guðbergur. „Bæði ljóðlist og skáldsagnaritun Portúgala verða gerð skil á námskeið- inu, og fótboltamenningu þeirra. Engin umfjöllun um Portúgal er heldur tæm- andi ef matarmenningunni eru ekki gerð góð skil: Portúgalar eru sérfræð- ingar í saltfiski og eiga sér mjög skemmtilega skyndibitamenningu,“ bætir Guðbergur við að lokum, og segir ekki loku fyrir það skotið að námskeiðs- gestir fái að bragða á portúgölsku góð- gæti. Námskeiðið Saga Portúgals, menn- ing og skáldskapur verður kennt kl. 20.15 til 22.15 á fimmtudagskvöldum, frá 20. september til 25. október, sam- tals 6 kennslustundir. Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.endurmenntun.is. Vakin er athygli á að mörg stétt- arfélög og fyrirtæki veita styrki til náms hjá Endurmenntunarstofnun. Menntun | Námskeið um menningu og sögu Portúgals hefst 20. september Bókmenntir, matur og bolti  Guðbergur Bergsson fæddist í Grindavík 1932. Hann lauk kenn- araprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1955 og prófi í spænskum fræð- um, bókmenntum og listasögu frá Universidad de Barcelona 1958. Hann hefur starfað við kennslu og þýðingar m.a. á verkum spænskra og portú- galskra höfunda, og skrifað bæði skáldsögur og ljóðabækur sem þýddar hafa verið á fjölmörg tungumál. MIÐSTÖÐ munnlegrar sögu býður upp á námskeið laug- ardaginn 29. september þar sem munnleg saga og helstu að- ferðir hennar verða kynntar. Námskeiðið verður kennt í Þjóðarbókhlöðu og er fjöldi þátttakenda takmarkaður við tólf. Þátttökugjald er 8.000 kr. en 5.000 kr. fyrir námsmenn. Innifalið í verði eru kennslu- gögn og kaffiveitingar í hléi fyrir og eftir hádegi. Kennarar á námskeiðinu eru Gísli Sig- urðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, og Unnur María Bergsveins- dóttir, sagnfræðingur og verk- efnastjóri Miðstöðvar munn- legrar sögu. Unnur María Bergsveins- dóttir veitir nánari upplýsingar og tekur við óskum um skrán- ingu í síma 525-5776 eða í gegn- um tölvupóst unnurm@bok.hi- .is Allar helstu upplýsingar um miðstöð munnlegrar sögu er að finna á vefsíðu miðstöðvarinnar www.munnlegsaga.is Hvað er munn- leg saga og hverjar eru að- ferðir hennar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.