Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 47 Kiljan, bókmenntaþáttur Eg-ils Helgasonar, hóf göngusína í vikunni í Sjónvarpi ríkisins. Þátturinn fór vel af stað fannst mér og lofar góðu. Skemmtilegast af öllu var þó að heyra í Páli Baldvini Baldvinssyni, öðrum „álitsgjafa“ Egils, sem hann nefndi svo, því hann var úti á þekju í gagnrýni sinni á Bókmenntahátíð- ina í Reykjavík 2007.    Menn með skoðanir eruskemmtilegir, en skoðanir Páls Baldvins eru skondnar fyrir það hvað hann virðist illa að sér um bókaútgáfu nú um stundir. Þannig kom fram í máli hans að „hópur útgefenda“ hefði ákveðið „að dúndra […] út þýðingum sem að væntanlegar hafa verið, rétt- urinn hefur verið keyptur að þeim bókum fyrir einhverjum einum, tveimur árum, af því þær gerðu það gott í útlöndum, og það er búið að þýða þær úr ýmsum málum og mér sýnist að þær séu nú flestar þýddar úr ensku“.    Núorðið er það svo alla jafna aðútgáfuréttur á bókum er keyptur mun fyrr en tíðkaðist á ár- um áður, bækur eru iðulega keypt- ar í handriti, og útgáfuréttur á mörgum af þeim bókum sem um ræðir var örugglega keyptur áður en þær komu út og líklega rétt- urinn á velflestum áður en þær „gerðu það gott í útlöndum“.    Að sama skapi er sérkennileg sústaðhæfing að þær séu flestar þýddar úr ensku, því bókunum sem komu út um daginn var snarað úr ensku, þýsku, dönsku og ítölsku.    Það þriðja sem nefna má er aðþetta er fráleitt sorplitteratúr þótt einhverjar bækurnar seljist vel og þarf eiginlega ekki að ræða það; bók verður ekki betri fyrir það að enginn vilji lesa hana og ekki verri fyrir það að margir vilji gera það. Skemmtilegast af öllu var þó að rekast á þá gömlu goðsögn að allt hafi verið betra hér áður fyrr, eða eins og Páll Baldvin orðar það: „[Á] síðustu öld sáum við alveg gríðarlegt magn af vönduðum þýð- ingarverkum […] eru þýðingarnar að taka á sig meira iðnaðarsnið, er verið að skófla inn litteratúr sem er kannski ekki í rosalega háum gæðum?“    Nú er það vissulega svo að á ár-um áður, fyrri hluta síðustu aldar til að mynda, var gríðarlega mikið gefið út af vönduðum bók- menntaverkum af miklum metnaði meðal útgefenda og þýðenda (þótt margar bókanna hafi ekki verið þýddar úr frummálinu). Það vill þó gleymast að þessi tími, árin frá þarsíðustu aldamótum og fram yfir seinna stríð, voru líka blómatími reyfaranna, sem eru alla jafna tald- ir lakur litteratúr, þótt skemmti- legir séu. Gríðarlega mikið var gef- ið út af slíkum ritum aukinheldur sem legíó reyfara var birt í dag- blöðum. Í því ljósi breytist menn- ingarlega háhýsahverfið í ósköp venjulegt borgarhverfi með blöndu háhýsa og lágreistra kofa, tvílyftra tvíbýla og einlyftra heildsalahalla; ekki svo frábrugðið því sem gerist í dag, eða hvað?    Svo er það hitt, að megnið afþessari blómlegu útgáfu sem við sjáum í hillingum, gróskan og menningarleg þrekvirki síðustu aldar byggðust á hálfgerðri sjó- ræningjastarfsemi. Málið er nefni- lega það að þessar þýðingar voru yfirleitt gefnar út án þess að spyrja kóng eða prest og án þess að borga fyrir útgáfuréttinn – það þótti merkilegt ef bók var merkt svo að hún væri þýdd með leyfi höfundar.    Árið 1905 voru sett hér á landilög um höfundarrétt og þar á meðal þýðingarrétt, en gætt að því að hafa ekki nema tíu ára vernd frá útgáfu – eftir það máttu menn taka bækur frillutaki. Skömmu fyr- ir hvítasunnu 1947 gerðust Íslend- ingar síðan aðilar að Bernar- samþykktinni um „rithöfundarétt og prentfrelsi“, en með þeim fyr- irvara þó að 10 ára ákvæðið myndi halda.    1952 var undirritaður í Genf nýrsáttmáli sem kvað á um meiri vernd hugverka og nú kveðið á um að verndin entist ævi höfundar og fimmtíu ár til viðbótar. Þetta gátu Íslendingar ómögulega sætt sig við og fimm manna nefnd á vegum al- þingis sem skipuð var fulltrúum rithöfunda og bókaútgefenda lagði til að Íslendingar gerðust ekki að- ilar að sáttmálanum nema með þeim skilyrðum að þýðingarvernd erlends höfundar gilti aðeins 25 ár frá því viðkomandi rit var fyrst gefið út.    Í umræðum um þetta mál birtistheilsíðugrein í Morgunblaðinu í mars 1947 þar sem tekið var undir þetta sjónarmið, enda myndu ís- lenskir bóka- og blaðaútgefendur ekki geta borgað sama fyrir þýð- ingarrétt og erlend stórfyrirtæki. Ekki fannst höfundi þeirrar grein- ar svo við hæfi að bera fyrir sig smæð lands og þjóðar þegar sótt væri um leyfi til þýðinga – Íslend- ingum væri ekki sæmandi að betla. Kyljur í Kiljan eða kilju » Að sama skapi ersérkennileg sú stað- hæfing að þær séu flest- ar þýddar úr ensku, því bókunum sem komu út um daginn var snarað úr ensku, þýsku, dönsku og ítölsku. arnim@mbl.is AF LISTUM Árni Matthíasson Kiljan „Skemmtilegast af öllu var þó að heyra í Páli Baldvini Baldvinssyni, öðrum „álitsgjafa“ Egils...því hann var úti á þekju í gagnrýni sinni á Bókmenntahátíðina í Reykjavík 2007.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.