Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 51

Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 51 Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Hairspray kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6 Astrópía kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST Sagan sem mátti ekki segja. eeee „VONANDI EIGA SEM FLESTIR EFTIR AÐ NJÓTA FRÁBÆRAR MYNDAR OG ÚRVALS AFÞREYINGAR.“ - S.V., MORGUNBLAÐIÐ „EDDAN HEFUR FUNDIÐ ARINHILLURNAR SÍNAR Í ÁR.“ - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee “ÉG ÆTLA EKKI AÐ FULLYRÐA AÐ VEÐRAMÓT SÉ BESTA ÍSLENSKA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ, EN ÉG MAN SAMT EKKI EFTIR AÐ HAFA SÉÐ EINHVERJA SEM VAR BETRI.” - B.B., PANAMA.IS eeee “VÖNDUÐ OG GÓÐ ÍSLENSK KVIKMYNDAGERД - VJV, TOPP5.IS Miðasala á BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? Sýnd kl. 5:45 og 10:20 B.i. 14 ára MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUN- MORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára eeee JIS, FILM.IS Sýnd kl. 2, 6 og 9 B.i. 14 ára -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 2, 5:30, 8 og 10:30 STÆRSTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA 450 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 og 4 Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík er á næsta leiti og dag- skráin óðum að skýrast. Sýning- arflokkurinn Sjónarrönd hefur fylgt kvikmyndahátíðinni um langa hríð en í flokknum er eitt þjóðland tekið fyrir og nýjar myndir þaðan sýndar. Í fyrra bar Danmörku við sjón- arrönd og árið þar á undan kvik- myndagerð frá Íran. Í ár verða hins vegar fjórar nýjar spænskar kvik- myndir sýndar, tvær leiknar myndir og tvær heimildarmyndir. Myndirnar sem sýndar verða nefnast Ég (Yo), Dökkblárnæst- umsvartur (Azuloscurocasinegro), Járnbrautarstjörnur (Estrellas de la Linea) og Campillo, já (Campillo, sí, quiero), en sú síðastnefnda verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Tékkneskur leikstjóri í kastljósinu Þá er ósagt frá flokknum Í kast- ljósinu þar sem einum leikstjóra verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Í ár er það tékkneski leikstjór- inn David Ondricek sem varð fyrir valinu en hann er með vinsælustu leikstjórum Tékklands. Þrjár nýj- ustu myndir Ondriceks verða sýndar á hátíðinni og Ondricek verður sér- legur gestur hátíðarinnar. Hann mun sitja fyrir svörum á frumsýn- ingu nýjustu myndar sinnar, Grand- hotel. Auk hennar verða myndirnar Einfarar (2000) og Ein hönd getur ekki klappað (2003) sýndar. Ondricek er sonur hins margverð- launaða kvikmyndatökumanns Mi- roslav Ondricek sem er þekktur fyr- ir samstarf sitt við Milos Forman. Áhersla á Spán og Tékkland Fjölbreytt dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík Ondricek Tékkneski leikstjórinn verður í kastljósi kvikmyndahátíð- arinnar. LÖGREGLA er sögð hafa yfirheyrt ruðningshetjuna fyrrverandi og kvikmyndaleikarann O.J. Simpson vegna vopnaðs ráns í spilavíti í Las Vegas í fyrrakvöld. Að sögn Sky- fréttastofunnar hefur Simpson ekki verið handtekinn en fjórir aðrir hafa einnig verið yfirheyrðir vegna máls- ins. Simpson var árið 1995 sýknaður af ákæru fyrir að hafa myrt Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eig- inkonu sína, og Ronald Goldman, vin hennar. Í einkamáli, sem fjölskyldur Nicole og Ronalds höfðuðu, var Simpson hins vegar talinn ábyrgur fyrir dauða þeirra og dæmdur til að greiða 16 milljónir dala í bætur. Hann hefur hins vegar aldrei greitt krónu af þeirri upphæð. Umdeild bók, sem Simpson skrif- aði og heitir Ef ég gerði það, kemur út í dag. Þar útlistar hann hvernig hann hefði farið að við að myrða eig- inkonu sína og unnusta hennar, ef hann hefði gert það. Simpson yfirheyrður vegna ráns O.J. Simpson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.