Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ höfum öll ein- hverjar skoðanir á stjórnmálum. Náum þó kannski að hugsa mis- mikið um þau og finnst við kannski ekki hafa hundsvit á sumu sem er verið að tala um í ís- lenskri og alþjóðlegri pólitík. Maður heldur kannski að maður hafi lítið fram að færa. Sjálf er ég í framboði til að verða formaður Ungra jafnaðarmanna en get játað að ég hef stundum áhyggjur af að hafa lítið fram að færa í stjórnmálum. Að ein- hverjir aðrir viti hlutina og skilji þetta allt saman miklu betur. Þetta er bara fólk Málið er samt að það fólk sem starfar í stjórnmálum er alltaf bara fólk. Sumt hefur verið kosið til pólitískra starfa og gert þau að vinnunni sinni. Annað hefur gefið tíma sinn og orku í fé- lagsstörf tengd stjórn- málum. Þá er auðvitað eðlilegt að smám saman byggi þetta fólk upp þekkingu og geti farið að tala af öryggi. Það breytir því ekki að okk- ur flestum, líka þessu fólki sem er orðið vant, leið líklega svolítið eins og fávitum fyrst í stað, ef við hættum okkur á annað borð út í að taka þátt. Við þurfum bara að vita og muna að þetta er eðlilegt og á ekki að koma í veg fyrir að maður sé með í stjórnmálastarfi. Ekki heldur að maður þekki engan sem er fyrir í starfinu. Þetta kemur allt. Fólkið sem er í ríkisstjórn núna var einhvern tímann óöruggt og að byrja að fóta sig. Örugglega má ganga út frá því að hver einasti ráðherra rík- isstjórnarinnar hefur líka garanterað einhvern tímann farið að gráta undan álagi. Þau eru bara venjulegt fólk eins og við hin, jafnvel þótt þau séu öflug og við gerum miklar kröfur til þeirra. Þú þarft ekki að vita hvað línuívilnun er Pólitík snýst um lífið okkar og hvernig aðstæður við viljum skapa hvert öðru til að lifa því. Við höfum öll upplifað mismunandi hluti og komum þess vegna með ólík sjónarhorn að fundarborðinu. Einmitt þess vegna er betra að sem flestir hafi áhrif á póli- tík, hvort sem er í stjórnmálaflokkum eða annars staðar. Okkar ólíka reynsla þýðir að við getum lagt mismikið af mörkum í ólíkum málaflokkum. Sum okkar kunna að nota fagorð á borð við línu- ívilnun, sem var talsvert í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum en fáir virtust skilja út á hvað nákvæmlega gekk. Önnur okkar kunna ekki að nota öll fagorðin ennþá (fæst okkar held ég) og það er bara allt í lagi. Það sem skiptir mestu er að við séum sammála um grundvallaratriðin, að við vitum hvað okkur finnst í stórum dráttum skipta máli um það hvernig samfélag við búum til. Svo hjálpumst við að við að byggja ofan á. Ertu sammála þessu? Í Samfylkingunni starfa jafn- aðarmenn. Fólk sem vill byggja á fé- lagshyggju, sem þýðir að við viljum samfélag sem byggist á jöfnum tæki- færum á borði en ekki bara í orði og því að við tökum ábyrgð hvert á öðru. Þetta felur auðvitað margt nánar í sér; svo sem að við viljum öflugt mennta-, heilbrigðis- og velferð- arkerfi fyrir unga og gamla og jafnt aðgengi allra að því, að við viljum öfl- ugt atvinnulíf sem heldur því uppi, að við viljum skila umhverfinu okkar þannig að seinni kynslóðir njóti þess jafnvel og við, að við viljum tryggja jafnan rétt mismunandi samfélags- hópa og fjölbreytni í mannlífinu, að við viljum utanríkisstefnu sem end- urspeglar jafnaðarstefnuna og alvöru lýðræði af því jafnaðarstefnan snýst ekki bara um jöfn tækifæri til fæðis og húsnæðis heldur líka til þess að ákveða hvernig er stjórnað. Mættu þá Landsþing Ungra jafnaðarmanna er haldið í Reykjavík 6. og 7. október. Þau sem eru þá orðin félagar í Sam- fylkingunni og eru á aldrinum 16-35 ára, eru miklu meira en velkomin. Dagskrána er að finna á vefsíðunni www.politik.is. Þessi árlegi viðburður er frábær leið til að kynnast starfinu vel og ekki síst fyrir þau sem ekki hafa verið með áður. Komdu og kíktu á okkur. Þú þarft bara að vilja að við tökum ábyrgð hvert á öðru Anna Pála Sverrisdóttir hvetur ungt samfylkingarfólk til að mæta á landsþing Ungra jafn- aðarmanna » Við höfum öll eitt-hvað fram að færa í pólitík. Ungt fólk sem vill samfélag jafnaðar á að prófa að mæta á landsþing UJ næstu helgi. Anna Pála Sverrisdóttir Höfundur er frambjóðandi til for- manns Ungra jafnaðarmanna. BÖRN sækjast eftir að tjá sig með myndlist og að sýna afrakstur tján- ingar sinnar. Það er miður að ekki skuli vera til vettvangur þar sem verk barna eru sýnd og þeim búin fagleg umgjörð og sem tengir listheim barna við listheim fullorðinna – Barna- listasafn. Starfsemi Barnalistasafns þarf að tengjast skóla- samfélagi landsins. Að- alnámskrá grunnskóla er framsækin og metn- aðarfull á sviði mynd- listarkennslu. Henni er í mörgum skólum framfylgt af miklum myndarskap og hafa þeir á að skipa mörg- um mjög færum mynd- listarkennurum. Einn- ig fer mikið og gott starf fram í myndlist- arskólum um allt land. Oft er þó lítil aðstaða til sýninga á þessari vinnu í skólunum og frábær barnamyndlist því oftar en ekki falinn fjársjóður. Styrkleiki myndlistarkennslu á Ís- landi kemur best fram þegar skólum er boðin þátttaka í stærri list- viðburðum. Dæmi um þetta eru þátt- taka yfir 500 grunnskólabarna í Graf- arvogi í sameiginlegum íþrótta- og listadegi í Egilshöll á Vetrarhátíð í febrúar 2003, þar sem þau unnu lista- verkið Snjóbirta í norðurljósum, verk- efnið Listamenn í skólum sem unnið var í tilefni af aldamótaárinu 2000 og síðast en ekki síst verkefnið Anna og skapsveiflurnar þar sem grunnskóla- nemendur unnu með listamanninum Sjón og Brodsky-kvartettinum á Listahátíð 2004. Þá settu þátttökuskólarnir einnig upp metnaðarfulla myndlistarsýningu í and- dyri Borgarleikhússins. Þegar þessi grein er skrifuð liggur erindi undirritaðrar fyrir menntaráði Reykjavíkur um leyfi fyrir þátttöku Grunnskóla Reykjavíkur í verkefninu. Er það von mín að menntaráð taki jákvætt í erindið og noti tækifærið til að taka þátt í uppbyggingu spennandi verkefnis. Börn nota margvíslegar leiðir til að tjá sig og er listsköpun hvers konar ein af jákvæðustu leiðum barna til að vinna úr þeim þúsundum áreita sem dynja á þeim á degi hverjum. Þegar fullorðnir sýna verkum barna virð- ingu kemur fram gleði og stolt yfir vel unnu verki, sem oft og tíðum fylgir barninu inn í fullorðinsárin. Vel rekið Barnalistasafn getur skapað verðugan vettvang fyrir já- kvæða upplifun barna og fullorðinna á listsköpun barna. Barnalistasafn Ingibjörg Hannesdóttir hvetur til stofnunar barnalistasafns Ingibjög Hannesdóttir » Börn nota marg-víslegar leiðir til að tjá sig og er listsköpun hvers konar ein af já- kvæðustu leiðum barna til að vinna úr þeim þús- undum áreita sem dynja á þeim á degi hverjum. Höfundur er kennari í myndmennt, ljósmyndun og myndbandagerð í Engjaskóla í Reykjavík. SVO er að sjá að ráðamönnum þjóðarinnar sé fyrirmunað að skynja og átta sig á þeim að- stæðum sem íslenskum fiskimönn- um er ætlað að horfast í augu við um þessar mundir. Ekki þarf ann- að en að hlusta á mærðarfullar yf- irlýsingar ráðherranna þriggja um daginn til að komast að þeirri nið- urstöðu að íslenskir fiskimenn eru algjört aukaatriði í málinu og þeirra hlutskipti felist í því að gera sér að góðu að éta það sem úti frýs. M.ö.o. að þau flýtiverk- efni sem stjórnvöld boða flýta með afgerandi hætti fyrir þeirri þróun að ekki fáist nokkur maður á sjó. Á hátíðar- og tyllidögum verður ýmsum framámönnum tíðrætt um mannauðinn sem gjarnan er talinn öðrum auðæfum verðmætari. Tekjur til þjóðarbúsins af starfi hvers íslensks sjómanns eru mun hærri en þekkjast hjá sjómönnum annarra þjóða. Þar kemur til áunnin þekking og reynsla sem er vandfundin. Byggðastofnun skal komið í bruðlgírinn á ný, betra GSM sam- band, loforð banka um að vera artarlegir við illa staddar útgerðir, ráðist verði í byggingar menning- armiðstöðva, vegaframkvæmdum flýtt o.s.frv. Allt er þetta ákaflega létt í vasa sjómannsins og hefur ákaflega lítil áhrif á afkomu hans og fjölskyldunnar, hafi hann á annað borð hug á því að stunda sitt starf áfram. Ekki er hægt að meta stöðuna sem upp er komin í kjölfar útgef- inna veiðiheimilda á annan hátt en svo að þekkingu og yfirsýn skorti tilfinnanlega hjá þeim sem leggja tillögurnar fram og ekki síður hjá þeim ráðamönnum sem ákveða að fara eftir tillögunum. Fjölmörgum skipstjórum er gert nánast ókleift að stunda veiðar á stórum hluta gjöfulustu fiskimiða okkar þar sem eiga má von á blönduðum afla. Skipstjóra á togara sem hef- ur leyfi til að fiska 1–2 tonn af þorski á sólarhring að meðaltali yfir kvótaárið er gert því sem næst ókleift að stunda veiðislóð sem er að skila 15–20 tonnum af blönduðum sólarhrings afla ef svo illa vill til að 20 til 30% af aflanum eru þorskur, hvað þá ef þorskhlut- fallið er hærra. Þetta setur mönn- um hreinlega stólinn fyrir dyrnar í allt of mörgum tilvikum sem leiðir í framhaldinu til þess að það er nánast ógjörningur að koma með ásættanleg verðmæti að landi. Afleiðing þessa felst í að við missum forskot á aðrar þjóðir, tínum niður þekkingu og yfirburð- um hvað varðar færni sjómanna okkar í kjölfar flótta þeirra úr greininni. Gagnrýni á fullyrðingar um of- veiði á þorski síðustu árin á fullan rétt á sér enda standast þær full- yrðingar illa nánari skoðun. Sam- kvæmt tölum Hafró er umfram- veiðin í þorski sem hlutfall af veiðistofni sem aflareglan er reiknuð út frá sáralítil. Á síðustu ellefu árum eða frá því að viðmið- unarreglan tók gildi hefur um- framveiðin einu sinni farið yfir 3%. Meira er það nú ekki þegar nánar er að gáð. Það er því full- komlega galið að halda því fram að slíkt hafi haft afgerandi áhrif á stærð fiskistofna við landið eða sé jafnvel að leiða til hruns í þeirra. Þetta er tæplega ástæðan fyrir því að algjörlega hefur mistekist að byggja upp þorskstofninn við Ísland. Þegar litið er til ýsuveiða síð- ustu árin kemur hinsvegar í ljós að mun meira hefur þar verið farið fram úr ráðleggingum Hafró en varðandi þorsk- inn. Fiskveiðiárið 2001/2002 var t.d. veitt 50% meira af ýsu en Hafró lagði til að gert yrði og 33% meira árið þar á und- an. Það er athygl- isvert að skoða hvað gerðist í kjölfarið á þessari „ofveiði“ á ýsunni. Stað- reyndin er sú að frá því að ýsu- kvótinn var sem minnstur og um- framveiðin hvað mest hefur Hafró meira en þrefaldað veiðiheimild- irnar á ýsunni! Veiðiráðgjöf Hafró á ýsu jókst um 83% á milli áranna 2001/2002 og 2002/2003, um 36% á milli áranna 2002/2003 og 2003/ 2004, og hefur aukist um alls 250% frá fiskveiðiárinu 2001/2002 til síðasta fiskveiðiárs, úr 30 þ. tonnum í 105 þ. tonn. Eða með öðrum orðum: Þrátt fyrir um- framveiðina á ýsunni hefur stofn- inn meira en þrefaldast á 5 árum. Hversvegna styrkir umfram- veiði á ýsu ýsustofninn á sama tíma og meint umframveiði á þorski veikir þorskstofninn? Hafró hefur áður lagt til 130 þ. tonna veiði af þorski (fiskveiðiárið 1994/1995) en það ár voru veidd 165 þ.t. Þrátt fyrir þá umfram- veiði ráðlagði Hafró auknar veiðar á hverju ári eftir þetta, allt þar til ársskammturinn af þorski var kominn í 250 þúsund tonn fisk- veiðiárin 98/99 og 99/20, eða nærri tvöfaldur skammtur frá 130 þ. fimm árum áður. Á hverju ári varð veiðin örlítið umfram ráð- leggingar eða 0,4–2,4% af veiði- stofni án merkjanlegra áhrifa á stofninn. Sjómenn eru iðulega bornir þeim sökum að hugsa einungis um næstu veiðiferð eða besta falli til nánustu framtíðar. Þessu er jafn- vel haldið fram af uppgjafa skip- stjórum (núverandi sægreifum) sem lýsa einungis með því sinni eigin umgengni um auðlindina en ekki þeim viðhorfum sem við lýði eru nú á tímum. Stjórnmálamenn ættu að leita eftir ráðgjöf reyndra skipstjóra og taka mark á henni í stað þess að einblína eins og námahestar á ráðgjöf Hafró. Enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur Árni Bjarnason og Björn Valur Gíslason skrifa um fiskveiðistjórnun »Hversvegna styrkirumframveiði á ýsu ýsustofninn á sama tíma og meint umframveiði á þorski veikir þorsk- stofninn? Björn Valur Gíslason Árni er forseti FFSÍ og Björn Valur er stýrimaður. Árni Bjarnason Fréttir í tölvupósti Tvö falleg raðhús á einni hæð með stórum innb. bílskúr, sam- tals 166 ferm. Góð staðsetning í botnlangagötu með stutt í þjón- ustu. Til afh. strax fullbúin að ut- an og rúmlega tilbúin til innrétt- ingar að innan eða lengra komin. Áhv. hagstæð langtímalán um 16,2 millj. með 4,15% vöxtum. Mögul. á 95% láni. Bein sala eða skipti á minni eign á höfuðborgarsvæð- inu. Verð 24,8-25,8. PANTIÐ SKOÐUN UM HELGINA Í SÍMA 822 4850. SELFOSS SKIPTI EÐA 95% LÁN OPIÐ HÚS UM HELGINA Höfði fasteignasala Runólfur Gunnlaugss.lögg.fasts. Sími 533 6050 / 895 3000 Lögmenn Suðurlandi Ólafur Björnsson lögg. fasts. sími 480 2900 M bl .9 19 51 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.