Morgunblaðið - 06.10.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 06.10.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 35 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík MENNINGAR- og listalíf í Kópavogi hefur blómstrað und- anfarin ár enda hafa bæjaryf- irvöld kappkostað að hlúa sem best að þessum málaflokki. Hefur Kópavogsbær staðið fyr- ir ýmsum nýjungum á þessum vettvangi, meðal annars með kynningu á menningu, listum og þjóðlífi annarra landa. Und- anfarna viku hefur Kínversk menningarhátíð sett skemmti- legan svip á menningar- og listalíf bæjarins en hún var sett við hátíðlega athöfn laugardag- inn 29. október og mun standa til morguns, sunnudags. Kínversk menningarhátíð hefur hlotið frábærar viðtökur en þúsundir manna hafa þegar sótt ýmsa viðburði hátíð- arinnar. Með dagskrá Kín- verskrar menningarhátíðar er leitast við að höfða til breiðs hóps fólks. Við viljum kynna kínverska menningu á þann hátt að sem flestir geti notið og haft gaman af, en ekki þannig að hátíðin höfði einungis til þröngs hóps sérfræðinga. Um leið er leitast við að stilla að- gangseyri í hóf svo að sem flestir sjái sér fært að sækja viðburðina sem í boði eru. Dagskrá Kínverskrar menn- ingarhátíðar er einstaklega glæsileg en þar má nefna frá- bæra tónleika í Salnum, loftfim- leikamenn í Versölum og við- burði tengda menningu og listum Kína í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Í dag, laugardag, er áhugavert málþing um kínverska menn- ingu í Salnum en málþingið er öllum opið. Í Gerðarsafni sendur yfir ein- staklega glæsileg sýning á forn- og listmunum frá borginni Wuhan í Kína. Á sýningunni er að finna rjómann af sögulegum menningararfi Wuhan- svæðisins sem endurspeglar bæði hin ýmsu sögulegu menn- ingarstig svæðisins og almenna listræna sköpun í Aust- urlöndum. Mun sýningin standa til 11. nóvember. Loks verður efnt til glæsi- legrar fjölskylduhátíðar í Vetr- argarðinum í Smáralind í dag þar sem aðgangur er ókeypis. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Lesa má um þessa dag- skrárliði í dagskrárbæklingi sem dreift var í öll hús á höf- uðborgarsvæðinu og á vefsvæði Kópavogsbæjar, www.kopavog- ur.is. Ég hvet fólk til að sækja viðburði Kínverskrar menning- arhátíðar um helgina. Menningarhátíð sem þessi verður ekki að veruleika nema með öflugu samstarfi. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að undirbúningi þessarar hátíðar um leið og ég þakka einstaklingum og fyrirtækjum fyrir veittan stuðning. Þá vil ég þakka borgarfulltrúum í Wuh- an og Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsinu fyrir frábært samstarf og aðstoð vegna há- tíðarinnar, að ógleymdu sendi- ráði Kína á Íslandi. Gunnar I. Birgisson Velkomin á Kínverska menningarhátíð í Kópavogi Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Fáðu úrslitin send í símann þinn Sala opinna áskriftarkorta stendur yfir, tryggðu þér sæti á spennandi sýningar. Sjáðu og heyrðu meira á leikhusid.is Óhapp! „Leikhúsið á að skipta máli, og þegar best lætur segir það okkur eitthvað um samtímann og það gerir þessi sýning svo sannarlega.“ Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá „Þetta er "stundarfriður" okkar tíma og ég vona að sýningin fái engan frið fyrir æstum áhorfendum.“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is HamskiptinGott kvöld eftir Bjarna Jónsson, leikstjóri Stefán Jónsson eftir Áslaugu Jónsdóttur, leikstjóri Þórhallur Sigurðsson „Gott kvöld er eins konar lofgjörð til ímyndunaraflsins, lýsing á lækningar- mætti þess og krafti.“ Jón Viðar Jónsson, DV „Tónlistin sem Sigurður Bjóla hefur samið fyrir tilefnið er dáindis skemmtileg...“ Arndís Þórarinsdóttir, Blaðið „Ógleymanleg verður hún fyrir allt...“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Þeir sem héldu að leikhúsið væri orðið leiðinlegt og fátæklegt ættu að drífa sig á þessa sýningu...“ Elísabet Brekkan, Fréttablaðið eftir Franz Kafka, leikstjórn og leikgerð Gísli Örn Garðarsson og David Farr Þrjár nýjar sýningar fyrir börn og fullorðna, dúndrandi viðtökur! Spennandi leikár hafið! Ármúla 42 · Sími 895 8966 Lærðu kínversku á skemmtilegan hátt Námskeið byrjar 14. október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.