Morgunblaðið - 06.10.2007, Side 43

Morgunblaðið - 06.10.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 43 nýrra heima. Ég efast ekki um að það hafi verið tekið vel á móti þér þar. Eins og oft gerist við fráhvarf ást- vina koma upp minningar og þá oft- ast frá barnæsku. Mér eru minnisstæð sumrin þeg- ar ég fékk að dvelja hjá ykkur, Ragga frænda mínum, bróður mömmu, í Grundarfirði eða Grundó eins við kölluðum það. Alltaf var mér tekið opnum örmun og alltaf leið mér vel hjá ykkur. Minningarn- ar um þennan tíma eru svo ljúfar og mér mjög kærar. Mér finnst eiga vel við þig lýsingin „Hún var stór kona“ þegar þér er lýst, Þó þú hafir ekki verið hávaxin. Þú varst alltaf hrein og bein og hafðir einstakt lag á að ná til fólks. Alltaf svo raungóð og hlý. Elsku Rósa, þú varst einstök kona og það verður aldrei fullþakk- að að hafa fengið að kynnast þér; glaðværðinni, hógværðinni, vinnu- seminni og væntumþykju þinni Hvíl í friði, kæra vinkona, laus við þrautir allar. Elsku Raggi, Jóna, Auður, Ásgeir, Svenni og fjölskyld- ur, megi algóður guð veita ykkur styrk í sorginni. Halldóra Baldursdóttir. Þetta líf er svolítið skrítið, þegar þú elsku Rósa kveður þetta jarðlíf erum við mæðgur staddar hjá henni Drífu í Svíþjóð að halda upp á 65 ára afmælið hennar mömmu. Rósa og mamma eru búnar að vera bestu vinkonur frá því þær voru 9 ára, giftust svo bræðrum ungar að aldri og urðu mágkonur. Börnin mín köll- uðu þig alltaf Rósu ömmu og þótti þeim mjög gaman að koma í Grundó því þar var ávallt tekið á móti okkur með gamaldags kaffihlaðborði sem allir kunnu vel að meta. Enginn bakaði eins góða ástar- punga og Rósa og ég man þegar þú áttir heima í Markholtinu og við krakkarnir biðum eftir að þú að fær- ir út í Kaupfélag, þá náðum við okk- ur í járndallinn upp á hillu með ást- arpungunum í og fengum okkur nokkra í óleyfi. Eftirminnilegasta ferðalag mitt frá því ég var barn var þegar Raggi, pabbi og nokkur systkini þeirra fóru með okkur að Baulárvallarvatni og við gistum aftan í græna flutninga- bílnum hans Ragga. Þar veiddum við fisk og sungum mikið og þá kunnir þú Rósa auðvitað alla text- ana því söngur var þitt líf og yndi og söngröddin þín líka falleg. Margar minningar skjóta upp kollinum og frá mörgu væri hægt að segja en að lokum vil ég segja takk fyrir samveruna elsku Rósa amma. Elsku Raggi, Jóna, Ásgeir, Auð- ur, Svenni, tengdabörn og barna- börn. Ég og fjölskyldan mín vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð geymi ykkur á þessum sorg- artíma. Helga Guðjónsdóttir og fjölskylda. Elsku Rósa mín Nú er komið að kveðjustund, stund sem ávallt kemur manni í opna skjöldu. Þegar einhver deyr sem er manni kær verður tómarúm í sálinni, ekki hægt að tala við þig í símann mörgum sinnum í viku. Við Rósa kynntumst þegar við vorum 9 ára og urðum bestu vinkonur. Höf- um við átt samleið æ síðan. Ungar að árum fórum við vinkon- urnar að vinna á Skálatúni og þar voru örlög okkar ráðin. Þar kynnt- umst við bræðrunum Guðjóni og Ragnari sem síðar urðu eiginmenn okkar. Vináttu þessara tveggja fjöl- skyldna tel ég alla tíð hafa verið ein- staka. Sem dæmi um það þá kalla barnabörnin okkar þig Rósu ömmu. Það var alltaf mikil tilhlökkun að koma í Grundarfjörð því móttökur þínar með öllu bakkelsinu og matn- um biðu manni alltaf. Allt fram á síðasta dag varstu að hugsa um að allir fengju eitthvað að borða sem komu í heimsókn til þín. Margs er að minnast, elsku Rósa, allra ferðalaganna okkar innanlands og til útlanda og allra samveru- stundanna. Þú kvaddir þennan heim á afmælisdaginn minn 27. sept. Þá var ég ásamt dætrum mínum stödd í heimsókn hjá Drífu vinkonu okkar í Gautaborg. Ég er þakklát fyrir að hafa farið til þín sunnudaginn áður og kvatt þig þótt mig hafi ekki órað fyrir því að þú ættir svona stutt eft- ir. Hvíl í friði, kæra vinkona Elsku Ragnar, Jóna, Auður, Ás- geir, Sveinn, tengdabörn og barna- börn. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Nína og Guðjón. Þegar Rósa og eiginmaður henn- ar, Ragnar Haraldsson, fluttu til Grundarfjarðar með þrjú ung börn fyrir um það bil 40 árum gekk ís- lenska þjóðin gegnum mestu þreng- ingar síðari tíma allt frá heims- kreppunni í kringum 1930. Fiskveiðar höfðu dregist saman um þriðjung og verð á sjávarafurðum lækkaði á heimsmarkaði um annan þriðjung. Af sjálfu sér leiddi að þetta bitnaði einkum hart á litlu sjávarplássunum um land allt. Þau hjón fóru ekki frekar en aðrir var- hluta af þessum erfiðleikum, enda fór heldur lítið fyrir auði í þeirra garði, en líklega hefur þeim verið úthlutað meiri lífsgleði og dugnaði en flestum öðrum. Rósa var eftirsótt í alla vinnu og það munaði um hana í fiskinum og rækjunni svo fátt eitt sé nefnt. Ragnar og Rósa hófust svo sann- arlega af sjálfum sér og af ærnum og alkunnum dugnaði tókst þeim hægt og bítandi að byggja upp hið mikla flutningafyrirtæki Ragnars og Ásgeirs með fulltingi annarra í fjölskyldunni. Víða má sjá tröll- vaxna bíla úr þeim glæsilega flota, nær hvarvetna sem litið er, þegar farið er um þjóðvegina allt í kring- um landið. Hlutur Rósu á þessum vettvangi er ómældur og lengst af hélt hún utan um afgreiðsluna og bókhaldið á meðan Ragnar keyrði myrkranna á milli á þjóðvegum, sem þá voru þeirrar náttúru að þeir vildu hlaðast utan á bílana, en nú er öldin önnur. Rósa var hið örugga akkeri fjöl- skyldunnar og sívakin yfir velferð hennar, enda uppskar hún í sam- ræmi við það, því fjölskyldan er stór, samheldin og þar ríkir mikill einhugur. Þessi fjölskylda lætur til sín taka í byggðarlaginu, enda dugnaðinum viðbrugðið. Samfélagið á Hólnum var fyrir margt löngu ærið líflegt og ein- drægni með mönnum. Þar fóru þau fremst í flokki hinir miklu gleðigjaf- ar, hjónin Rósa og Ragnar. Þar stóð einlægt opið hús og tekið var á móti gestum og gangandi af einstakri gestrisni og glaðværð. Nú eru meira en tveir tugir ára liðnir frá því að sá sem hér stýrir penna flutti suður, en samt hefur aldrei ár liðið svo, að hann hafi ekki notið gestrisni þeirra hjóna í Sæból- inu og ávallt af sömu rausn. Þar bjó Rósa öllum sínum einstakt heimili á marbakkanum og hafði djásn Grundarfjarðar, sjálft Kirkjufellið, í stofuglugganum, en í fjörunni gerði tjaldurinn sig heimakominn. Þegar svo bar undir töfraði Rósa fram veisluborð fyrir hóp manna eins og þar væri rekinn dýrindisveitinga- staður í alfaraleið. Þegar dugnaðarforkurinn og sæmdarkonan Rósa er nefnd kemur mér jafnan í hug skondin vísa, sem Steinar bóndi í Hlíðum fór með æv- inlega fyrir sjálfum sér, þegar hann var að smíða. Hún gat séð af hundsfylli hún gat léð eitt rúmbæli. Hún var svona hress við veg hún var kona rausnarleg. Og menn spurðu hver væri sú kona sem slík afrek hefði unnið í gestrisni. Fyrir mér hefur aldrei vafist hver sú kona var. Rósa hefur nú fengið hvíldina eft- ir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, sem vitað var að mætti sín meir þegar leið á viðureign þeirra og er það gömul saga og ný. Nú að leiðarlokum erum við þakklát fyrir að hafa kynnst henni og eignast vin- áttu hennar. Við Þórunn sendum Ragnari vini okkar og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Árni Emilsson. Við sem þekktum Rósu vitum al- veg hvað hún var frábær, ég á marg- ar góðar minningar um hana, ég flutti til Grundarfjarðar þegar ég var þriggja ára og fluttum við í næsta hús við Rósu og Ragga og var samgangurinn mikill á milli fjöl- skyldnanna. Ég man einu sinni að vetri til var kolvitlaust veður í Grundarfirði, pabbi minn að vinna á Kvíabryggju og Raggi að keyra, þannig að Rósa og Svenni komu og voru hjá okkur í rafmagnsleysinu og við spiluðum við kertaljós og höfðum það gaman og gott og eftir því sem kólnaði meira í húsinu því betur klæddum við Svenni okkur en Rósa og mamma hlýjuðu sér með góðum drykkjum og öll höfðum við það fínt. Það var alltaf nóg að gerast hjá Rósu, Ragga og fjölskyldu, Fyrir- tækið í blóma og voru þau með vöru- afgreiðsluna lengi vel á Fagurhóls- túninu. Ég man hvað mér fannst spenn- andi þegar Rósa bað mig að vinna í afgreiðslunni, þegar hún þurfti eitt- hvað að skreppa og útrétta, það þótti mér mikil og skemmtileg ábyrgð. Þegar ég var að alast upp var ég mikið heima hjá þeim heið- urshjónum Rósu og Ragga og hefur alltaf þótt vænt um þau. Þegar ég stofnaði mína eigin fjöl- skyldu hélt Rósa áfram og fylgjast með mér og við vorum nokkuð dug- legar að fara í heimsókn hvor til annarrar núna síðustu ár og fannst mér alltaf jafn gaman að fá hana í spjall. Eitt verð ég að minnast á og það er þegar Svenni fékk sér hund, hana Birtu, fyrir ekki svo löngu. Rósa og Raggi voru mjög dugleg að hafa Birtu og þeim þótti augljóslega mjög vænt um hana, því hún var mikið dekruð, Rósa sauð t.d. pulsur handa henni, kjúkling og margt fleira og var svo hissa að Birta vildi ekki sjá venjulegan hundamat. Svona var Rósa, vildi öllum vel. Mér finnst mjög sárt að sjá á eftir Rósu, hún hefur alltaf skipt mig miklu máli og mér fannst erfitt og ósanngjarnt að hún þyrfti að enda ævina á besta aldri. Elsku Raggi, Jóna, Auður, Ás- geir, Svenni og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kær kveðja, Margrét Óskarsdóttir. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR J. JÓNASDÓTTIR, Hvammi, heimili aldraðra, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hvammi, heimili aldraðra, Húsavík. Jónasína Pétursdóttir, Hörður Arnórsson, Eiður Aðalgeirsson, Sigurlína Hilmarsdóttir, Pétur Óskar Aðalgeirsson, Agnes Adólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúð vegna fráfalls og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR G. PÉTURSSONAR ökukennara, áður Lindargötu 61. Starfsfólk líknardeildar Landspítala Landakoti fær sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýhug í löngum veikindum hans. Esther Guðmundsdóttir, Björgvin Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristján Eysteinsson, Pétur Steinn Guðmundsson, Anna Toher, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Bjarni Hauksson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Jóhannes Andri Kjartansson, Róbert Orri Pétursson, Ragnheiður Merima Kristjánsdóttir, Úlfur Kristjánsson, Björgvin Haukur, Inga Sif og Atli Þór. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ALBERTSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Haraldur Sighvatsson, Elfa Hafdal, Jón Albert Sighvatsson, Kristjana Markúsdóttir, Emilía Sighvatsdóttir, Halldór Jón Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. Kvöldstjarna. Sól í sæ. Og sent mér kall um för. Og megi röstin hvíla í hægum blæ er heldur út minn knör, Og líkt og í svefni hafsins breiðu brjóst sinn byrgja ölduhreim, er það, sem að utan eitt sinn hingað bjóst, snýr aftur heim. Þótt stefnt sé langt og stundarmarki frá, sú stendur von mín föst minn leiðsögumann ég sjálfan muni sjá er siglt við höfum röst. (Tennyson, þýð. Yngvi Jóhannesson) Með ofangreindu ljóði vil ég minnast Georgs frænda míns sem nú hefur siglt röstina í síðasta sinn. Okkar leiðir lágu fyrst saman á bernskuárunum, og fékk ég stund- um að dvelja á heimili foreldra hans að Brekku í Seyðisfirði, það eru ógleymanlegir dagar. Ungur fór hann til sjós, fyrst á togara, en Georg St. Scheving ✝ Georg St.Scheving fædd- ist á Seyðisfirði 26. mars 1937. Hann andaðist á Drop- laugarstöðum 27. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Neskirkju 5. september. mest alla starfsævi sína vann hann hjá Skipadeild SÍS, og var í mörg ár stýri- maður og skipstjóri. Okkar samskipti voru mest í þau ár sem ég starfaði hjá Skipaaf- greiðslunni á Reyðar- firði, og svo eftir að við hjónin fluttumst til Reykjavíkur fyrir 7 árum. Nú hefur erfiður sjúkdómur bugað þennan stóra og sterka mann svo ekki varð lengra haldið. Í september 1959 kom Georg í land á Reyðarfirði, hafði hann fengið frí í nokkra daga, og ók ég honum til Seyðisfjarðar seint að kvöldi. Þegar nálgaðist norðurbrún Fjarðarheiðar var komin blindþoka og náttmyrkur svo að ekki sá handa skil, þá voru engar stikur eða hvítar línur við vegarbrún, og ákváðum við að bíða um stund. Ekki varð sú bið löng því Georg snaraðist út úr bílnum og gekk á undan langan spöl þar til þokunni létti. Þessa minningu er gott að eiga. Frá mér og Sigrúnu berast hlýj- ar samúðarkveðjur til Önnu, eftir- lifandi eiginkonu hans, og annarra í fjölskyldunni. Vigfús Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.