Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 44
44 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það er ofureðlilegt
að kynna hinn látna
sem kveður vini og
fjölskyldu í góðu ljósi,
næstum fullkominn,
gáfaðan, skemmtileg-
an, orðheppinn, sem sagt gallalaus-
an. En í þessu tilfelli, þessi unga
kona sem nú kveður, á allt þetta skil-
ið og svo miklu meira.
Hvar sem Tara birtist breyttist
andrúmsloftið til hins betra og varð
léttara. Hún var húmoristi, alltaf
bjartsýn, glöð og þakklát og átti ekki
til illkvittni í annars garð.
Tara vann að öllu sem hún tók sér
fyrir hendur af áræði, dugnaði og
ósérhlífni.
Hún elskaði manninn sinn og lék
og las fyrir börnin sín. Grétu Guð-
nýju, 14 ára, skildi hún því það var
svo stutt síðan hún var unglingur
sjálf. Þá kaus hún sér þannig vinnu
að hún gat verið komin heim til að
sinna syni sínum, Vigni Ómari, 8 ára,
eftir skóla.
Hún kunni að njóta lífsins, renna
sér í snjónum á veturna eða þeysast
á mótorhjóli með Vigni á sumrin, já
hún elskaði lífið. Hún naut þess að
búa til góðan mat og láta aðra njóta,
Inger Tara Löve
Ómarsdóttir
✝ Inger Tarafæddist í
Reykjavík 16. júlí
1977. Hún lést á
heimili sínu 7. sept-
ember sl.
Útför hennar fór
fram 17. september
sl.
fara í tjaldferðir eða
að gleðjast á einn eða
annan hátt með sínum
og sinna eigin fjöl-
skyldu, foreldrum og
systrum. Hún var í
raun alltaf reiðubúin
að njóta lífsins með
þeim sem hún elskaði.
Tara okkar var gull-
falleg að utan sem inn-
an.
Megi guð gefa
Vigni, Grétu Guðnýju
og Vigni Ómari, for-
eldrum og systrum
styrk á þessari örlagastund.
Þín
amma Lissa og frænkur,
Mimi Minona og Hilda.
Elskulega brosmilda Tara er fallin
frá í blóma lífsins.
Að þú skulir vera tekin í burtu
svona óvænt er erfitt að skilja.
Það skipti engu máli hvað það var
mikið að gera hjá þér, þú gafst þér
alltaf tíma til að brosa þegar ég
mætti í mat til þín. Það er mér sér-
staklega minnisstætt einn dag í
vinnunni. Þá hafði ég verið að af-
greiða marga pirraða kúnna og í lok
dagsins komst þú skælbrosandi og
skoppandi til mín að versla. Ég hugs-
aði með mér eftir að þú fórst hvað
það væri yndislegt ef allir gæfu sér
tíma til að brosa eins og þú.
Það er mér sannur heiður að hafa
fengið að eiga þessi stuttu en góðu
kynni við þig hjá EJS. Í síðasta sinn
segi ég við þig sem ég sagði á hverj-
um degi eftir matinn þinn: Takk fyr-
ir mig, Tara.
Ég vil votta þínum nánustu mína
dýpstu samúð, megi góður guð gæta
ykkar og hugga í þessari miklu sorg.
Guðmundur Karl G.
Elsku Tara mín, það er ótrúlega
óraunverulegt að sitja hér og skrifa
minningargrein um þig. Unga konu í
blóma lífsins sem er látin kveðja
þetta líf allt í einu og ekki er vitað
hvað gerðist. Ég get bara ekki trúað
þessu, þetta er svo óréttlátt en víst
blákaldur sannleikurinn.
Ég hef þekki þig í um 12 ár, síðan
ég var aðeins fimm ára kríli. Upp í
hugann koma ótalmargar minningar
um það sem við höfum brallað sam-
an. Ég get ekki annað en brosað þeg-
ar þetta rifjast upp, ég skemmti mér
ótrúlega vel með þér, alveg frá því ég
var lítil og til síðasta dags.
Þið Vignir giftuð ykkur á afmæl-
isdaginn þinn sumarið fyrir tveimur
árum. Þú spurðir mig hvort ég vildi
ekki vera brúðarmey ásamt Grétu,
ég varð svolítið hissa en auðvitað
meira en til í það. Þá sagðirðu: „Hild-
ur, ekki ertu búin að gleyma að ég
lofaði þér þessu fyrir mörgun árum
og hélstu virkilega að ég myndi ekki
standa við það,“ og fórst að hlæja.
Aldrei óraði mig þó fyrir því að
þegar þú stóðst í hlaupagallanum
hérna úti á stétt með Gretti yrði síð-
asta skiptið sem ég sæi þig. Ég kom
rétt út til þess að segja hæ og spjalla
pínu og fór svo inn. Ég vildi óska að
ég hefði gefið mér tíma til að spjalla
við þig lengur.
Ég þakka innilega fyrir þessi ár
sem ég fékk að umgangast þig, þú
varst yndisleg. Það var svo gaman að
sjá hvað þú geislaðir á brúðkaups-
daginn þinn, svo falleg og ánægð. Þú
varst alltaf til í að prófa nýja hluti,
svo ótrúlega orkumikil, alltaf að
stússast í einhverju og varst svo op-
in, gast til dæmis spjallað við af-
greiðslufólkið eins og þú hefðir
þekkt það heillengi en hafðir þó ekki
hugmynd hver þetta var. Þú hafðir
þessa einstöku útgeislun og varst
svo náttúrulega falleg.
Æi elsku Tara mín ég sakna þín
svo ótrúlega sárt. Þegar þú varst ná-
lægt fórstu ekki framhjá neinum.
Við sátum oft og byrjuðum ósjálfrátt
að fikta í hárinu hvor á annarri, okk-
ur fannst það báðum svo þægilegt.
Ég mun sakna þess að sitja og
spjalla um allt og ekkert við þig, að
spila rommí með þér, taka sjálfs-
myndir, þegar þú komst mér til að
skellihlæja og þú gast ekki annað en
hlegið líka og að fá ykkur Vigni í
heimsókn eftir helgarnar með svaka
ásakanir á mig. Það er svo erfitt að
ráða við tárin þegar allt þetta rifjast
upp vitandi að þetta er eitthvað sem
aldrei verður hægt að upplifa aftur.
Tilfinningin er hræðileg og stingur
svo djúpt.
Ég gæti skrifað endalaust um þig
en ætli ég láti þetta ekki duga, rest-
ina geymi ég vel á góðum stað. Mér
þykir ótrúlega vænt um þig og ég
mun aldrei gleyma þér elskan mín,
það er ekki hægt.
Ég mun gera mitt besta til að vera
til staðar fyrir Vigni, Vigni Ómar og
Grétu.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Hildur Ösp.
Elsku amma.
Það er svo skrítið að
vera að skrifa minning-
argrein um þig, einhvern veginn hélt
ég alltaf í þá barnalegu trú að þú
myndir lifa okkur öll af. Ég fór að rifja
upp kvöldstundirnar sem ég, Óli og
Gústi sátum í kvöldkaffi að háma í
okkur heil ósköp af hrískökum heima
hjá þér og afa, ekkert smá magn sem
við gátum borðað. Ekki má svo
gleyma ömmukökunum góðu sem þú
bakaðir alltaf fyrir jólin, jólaskapið
kom varla fyrr en maður fékk send-
inguna sína af þeim. Held að ég setji
mér það markmið fyrir þessi jólin að
læra að baka þessar ljúffengu kökur
eins og þér einni var lagið. Svo síðast
en ekki síst varstu alltaf svo stolt af
mér og sparaðir ekkert að láta mig
finna það. Það skipti engu máli hversu
gömul ég varð, alltaf fannst mér jafn
gaman að fara og sýna ömmu ein-
kunnirnar mínar og þegar ég fékk
stúdentsprófið varst þú sú manneskja
sem ég var spenntust að sýna það.
Þegar ég hitti þig í síðasta skiptið
varstu að spyrja mig út í Háskólann
og ég fann það hversu stolt þú varst
og þegar mikið var að gera í skólanum
og mig langaði að gefast upp var það
oft nóg að hugsa til þín til þess að fá
þessa auka orku sem þurfti til þess að
klára það.
Elsku amma, þú varst ein sú
ákveðnasta og röggsamasta en á
sama tíma hlýjasta, góðhjartaðasta
og besta kona sem ég veit um. Fjöl-
skyldan var þér allt og þegar við sát-
um á spítalanum að kveðja þig varð
mér litið yfir hópinn og komst ekki
hjá því að sjá þig fyrir mér að horfa
yfir okkur stolt á svipinn. Ég var einu
sinni spurð að því hvernig svona mik-
ill persónuleiki kæmist fyrir í eins lít-
Gíslína Torfadóttir
✝ Gíslína Torfa-dóttir fæddist á
Kringlu í Grímsnesi
8. júní 1937. Hún lést
á kvennadeild Land-
spítalans við Hring-
braut mánudaginn
17. september síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Keflavíkurkirkju 24.
september.
illi konu eins og þér, því
þannig varstu, það var
svo mikil orka í kring-
um þig og alltaf nóg að
spjalla um. Um daginn
í skólanum var verið að
tala um einkenni þeirr-
ar manneskju sem
væri höfuð og herðar
ættarinnar, þau voru á
þessa leið: „Það er
manneskjan sem held-
ur utan um hlutina,
manneskjan sem þú
hringir í þegar þér
gengur vel og mann-
eskjan sem hringir í þig þegar þú ert
ekki að standa þig vel.“ Þetta á svo vel
við þig, því það þýddi ekkert að vera
með einhvern slugsarahátt í kringum
þig, þú passaðir upp á að allir væru að
gera sitt besta í því sem þeir tækju
sér fyrir hendur. En það var líka það
eina sem þú baðst um, að maður
reyndi sitt besta.
Elsku amma, þú ert komin á góðan
stað núna, þar sem þú ert laus við
þessi veikindi sem að lokum unnu
baráttuna. Ég er viss um að þér líði
vel og ert eflaust með tusku við hönd-
ina og búin að koma röð og reglu á
hlutina þarna hinum megin eins og
þér einni er lagið. Ég skal passa vel
upp á afa fyrir þig, þó ég viti að þú sjá-
ir örugglega um það líka. Hvíldu í
friði, elsku amma.
Þín
Sandra.
Ég kynntist Línu fyrir rúmum 23
árum síðan þegar leiðir okkar
Gumma „Línu“ lágu saman. Ég hafði
séð hana tilsýndar á Blönduósi en
ekkert kynnst henni, þessari lág-
vöxnu fíngerðu konu. Þegar ég fór
síðan að kynnast henni komst ég að
því að hún var stór og mikill persónu-
leiki og með ólíkindum að hann skyldi
rúmast innan í þessari lágvöxnu konu.
Ég uppgötvaði fljótlega að þarna fór
kona sem sagði það sem hún meinti
og meinti það sem hún sagði, þannig
að það vafðist ekki fyrir neinum sem
kynntist henni hvar hann hafði hana.
Þessum eiginleikum hennar hef ég
dáðst að alla tíð og lagt mig fram um
að tileinka mér þá af sömu heilindum
og hún hafði til að bera. Hún hafði afar
mikla mannkosti til að bera og þrátt
fyrir að hún væri opin og hreinskilin
þá var hún með stórt og hlýtt hjarta
úr gulli sem alltaf skein í gegnum allar
hennar athafnir og orð. Ég man aldrei
til þess að hún hafi nokkru sinni sagt
eitthvað í minni návist sem mátti láta
ósagt, en ég man eftir að hún segði
mjög þarfa hluti við mig og aðra, en
alltaf orðaði hún hlutina þannig að
auðvelt var að hugsa „já einmitt þetta
er alveg rétt hjá henni ég þarf að at-
huga þetta betur“. Það hvernig hún
kom hlutum frá sér gerði það að verk-
um að maður var aldrei sár eða móðg-
aður við hana heldur langaði að leggja
sig fram um að gera betur. Hún var
óspar á að hrósa því sem vel var gert
og samgladdist öllum innilega sem
voru að gera góða hluti og gekk vel.
Þá var hún ávallt tilbúin að rétta fram
hendi þegar þess var þörf. Þegar gull-
molinn minn fæddist var ég svo lán-
söm að amma Lína bauðst til að hafa
hana hálfan daginn þegar hún var
ekki að vinna. Þvílíkt lán fyrir okkur
mæðgur að hún fékk að vera hjá
ömmu Línu, því þá vissi ég að hún var
í einstökum höndum þar sem uppeldi
og aðbúnaður var frábær og litla
skottið mitt naut sín í botn enda bröll-
uðu þær margt saman þessa daga.
Þrátt fyrir að leiðir okkar Gumma
skildu, héldum við Lína góðu sam-
bandi og vorum mjög ánægðar hvor
með aðra og þegar umræðan um erf-
iðar tengdamömmur hefur komið upp
í kringum mig hef ég ávallt stært mig
af því hvað ég átti frábæra tengda-
mömmu. Síðast hitti ég Línu fyrir ½
mánuði og þá hafði hún látið á sjá eftir
erfið veikindi en persónuleikinn var
enn jafn stórkostlegur og létum við
gamminn geisa að venju og nutum
þess að hittast og eiga stund saman.
Það er ótrúlegt að hún sé farin og eigi
ekki eftir segja mér hreint út hvað
henni finnst um eitt og annað sem ég
tek mér fyrir hendur, en ég á svo sem
auðvelt með að heyra í henni innra
með mér og veit hvernig hún myndi
orða hlutina. Það er mikill missir af
Línu innan fjölskyldunnar og utan.
Hún var kjarnakona sem markaði
spor sín hjá þeim sem voru svo heppn-
ir að fá að kynnast henni og umgang-
ast hana. Elsku Gústi, Gummi, Torfi,
barnabörn og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína innilegustu samúð á
þessum erfiðu tímum.
Marín Björk.
Nú kveðjum við
konu sem við höfum
þekkt frá því að við
munum eftir okkur.
Ester hans Hjalla. Aldrei nefndi
maður Ester á nafn án þess að
klára setninguna með Hjalli, eða
öfugt. Ester gekk þó stundum
undir öðru nafni en það heyrðum
við engan nota nema stundum
pabba en aðallega Hjalla. Þegar
umræðurnar á tröppunum fóru að
dragast á langinn átti Hjalli til að
kalla Ester „Jóu“ þegar kominn
var tími til að tygja sig heim og
fylgdi því jafnan bros. Ester bjó
yfir mörgum góðum kostum og
gleymdi t.d. aldrei afmælisdögum.
Hún var snögg að tileinka sér sms-
tæknina en hún sendi foreldrum
okkar jafnan sms þegar barna-
börnin þeirra áttu afmæli. Settið
okkar á enn eftir að læra að senda
skilaboð, það kemur. Ester hugs-
aði vel um þá sem stóðu henni
næst. Hún var frábær amma,
barnabörnum sínum og öðrum
börnum, góð mamma, vinkona og
frænka.
Við eigum öll okkar klett í lífinu
og þangað sækjum við styrk í okk-
ar daglega lífi. Hjá mörgum okkar
er þessi klettur falinn í fjölskyld-
unni og vegur það þá þungt þegar
stórt skarð er höggið í bjargfest-
una okkar. Ester var hluti af klett-
inum okkar sem stendur nú eftir
brotinn. Við þurfum að leita leiða
til að aðlaga líf okkar breytingunni
sem fylgir því og standa þéttar
saman í sorginni. Maður veltir því
fyrir sér hvort maður nái einhvern
tímann að þakka fyrir sorgina í
stað þess að bölva henni. Því sorg-
in, eins sár og hún er, stendur fyr-
ir það fallegasta í þessu lífi. Sorgin
segir okkur bara það að við höfum
elskað og misst. En það er erfitt
að kveðja og maður verður eig-
ingjarn, en þessi stund er samt
óumflýjanleg. Stund sem við viss-
um að myndi renna upp en kom
samt svo sár. Við trúum því að
Ester hafi ekki farið langt og fylgi
okkur áfram. Við munum ekki hitt-
ast öðruvísi en að minnast hennar
um leið. Ósk okkar er sú að með
tímanum takist okkur að gleðjast
yfir því sem við áttum í stað þess
að gráta það sem við misstum.
Hjalli, Magga, Jóna, Hildur og
fjölskyldan öll, Guð geymi ykkur
og styrki í sorginni.
Lilja Þórunn og Þórhildur
Þorgeirsdætur.
Ester, góða Ester!
Ester frænka sofnaði svefninum
langa eftir harða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Hún skilur eftir
sig mjög stórt tómarúm.
Við systkinabörn hennar munum
eftir henni frá okkar fyrstu æsku-
árum þar sem hún var önnur af
uppáhaldsfrænkum okkar. Við vor-
um fyrstu barnabörn foreldra
hennar og nutum ástúðar og hlýju
frá henni og Hjálmari manninum
hennar.
Ester J.
Bjarnadóttir
✝ Ester JóhannaBjarnadóttir
fæddist í Reykjavík
15. desember 1945.
Hún lést á heimili
sínu 1. október síð-
astliðinn og var
jarðsungin frá
Aðventkirkjunni í
Reykjavík 10. októ-
ber.
Hefur hún í gegn-
um árin rifjað upp
margar skemmtileg-
ar minningar frá
okkar barnæsku.
Mörg spaugileg atvik
sem komu upp í þeim
minningum.
Það var yndislegt
að vera í pössun hjá
þeim þegar foreldrar
okkar voru t.d. er-
lendis. Og þegar
dætur þeirra fæddust
fannst okkur við eiga
heilmikið í þeim.
Minningarnar streyma líka fram
um skemmtilega laugardags-
morgna þegar við fengum að fara
með í Hvíldardagsskólann í Að-
ventistakirkjunni og svo í mat með
Ester og Jónu til ömmu og afa í
Hólmgarðinn.
Já, þær eru milljón minningarn-
ar. Það var alltaf gaman að koma í
allar afmælisveislur til hennar á
þeirra fallega heimili og sannaðist
þar hve stóran velunnarahóp hún
á, því svo gestkvæmt var í þeim
veislum. Og það sem hún gat hrist
fram úr erminni af kræsingum
sem með góðri hjálp Hjalla og
dætranna streymdu á borðið.
Hún á mikinn þátt í að sýna
fram á hve mikilvægt er að halda
góðu sambandi við sína nánustu
vini og ættingja og viðhalda því.
Það verður stórt skarð nú þegar
hún er farin og erfiðir tímar fyrir
fjölskyldu hennar og alla í kring-
um hana að takast á við þá miklu
sorg að hafa misst hana en hún lif-
ir að eilífu í hjarta okkar allra sem
þekktum hana.
Elsku Ester frænka, við kveðj-
um þig nú en varðveitum allar
minningarnar um þig vel.
Elsku Hjalli, Magga, Jóna Björk
og Hildur Ýr, við vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar okkar hlýjustu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur á þessum erfiðu
stundum.
Ásgeir, Elva, Sólrún
og fjölskyldur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800