Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 27
SUÐURNES
Grindavík | „Hér
hefur sjaldan ver-
ið jafn skelfilega
rólegt og að und-
anförnu,“ segir
Sverrir Vilbergs-
son, hafnarstjóri í
Grindavík. Hann
hefur unnið við
höfnina í tæp
tuttugu ár og man ekki eftir svona
rólegheitum.
„Það hefur stundum verið rólegt
en núna hafa komið heilu dagarnir
þar sem ekkert hefur verið um að
vera,“ segir Sverrir.
Stóru línubátarnir hafa allir verið
fyrir austan land og norðan og landa
þar. Smærri línubátarnir hafa einnig
verið í burtu en þótt þeir hafi verið
að tínast heim einn af öðrum hafa
þeir farið í klössun eða landað ann-
ars staðar.
Niðurskurður þorskkvótans hefur
ekki bein áhrif á útgerðina enn sem
komið er en Sverrir telur að áhrifin
séu óbein. Menn leggi sig enn meira
fram við að veiða ýsu og aðrar teg-
undir. Hins vegar er engan þorsk að
hafa á hefðbundnum miðum Grinda-
víkurbáta um þessar mundir, öfugt
við það sem verið hefur undanfarin
haust. Það kemur Sverri svo sem
ekki á óvart, svona hafi þetta alltaf
verið á haustin fyrr á árum.
Sjaldan ver-
ið jafn skelfi-
lega rólegt Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja-nesbæjar hefur samþykkt að
styðja við nemendur grunnskóla
Reykjanesbæjar sem vilja bæta
kunnáttu sína, til að sækja nám-
skeið fyrir efnilega nemendur á
vegum Ad Astra í Háskólanum í
Reykjavík. Hver nemandi fær
styrk að upphæð fimm þúsund
krónur.
Ad Astra býður námskeiðið
nemendum í 6. til 10 bekk. Öll
börn á þessum aldri eiga að hafa
fengið erindi frá Ad Astra um
verkefnið. Samkvæmt lauslegri at-
hugun skólastjóra í Reykjanesbæ
má vænta þess að 20 til 30 nem-
endur þar í bæ uppfylli þau skil-
yrði sem sett eru nemendum til
þátttöku, að því er fram kemur á
vef Reykjanesbæjar.
Bærinn styður
bráðger börn
Grindavík | Bæjarstjórn Grindavík-
ur hefur ekki veitt umsögn um til-
lögur Landsnets um nýtt orkuflutn-
ingakerfi fyrir Suðurnesin.
Málið var á dagskrá bæj-
arstjórnar sl. miðvikudag. Bókað
var að afgreiðslu málsins væri
frestað þar sem frekari gögn og
skýringar vantaði. Forstöðumanni
tæknideildar var falið að afla frek-
ari gagna.
Afgreiðslu línu-
máls frestað
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Stjórn Kaupfélags
Suðurnesja tilkynnti í gær að félagið
myndi fjármagna kaup á sneið-
myndatæki fyrir Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Kaupfélagið leggur til
sjóð að fjárhæð 30 milljónir kr. í
þessum tilgangi. Yfirlæknir Heil-
brigðisstofnunarinnar sagði við
þetta tækifæri að sjóðurinn myndi
duga til að kaupa tækið, halda því við
og jafnvel endurnýja til langrar
framtíðar.
Sneiðmyndatæki hefur aldrei ver-
ið keypt til sjúkrahúss Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja og hafa sjúk-
lingar því þurft að fara til
Reykjavíkur til rannsóknar.
Eykur sjálfsímynd
„Við fengum vitneskju um að
stofnunina vantaði þetta tæki. Mér
var tjáð að það myndi auka öryggi í
greiningu og einnig draga úr óþæg-
indum sjúklinga við flutninga til
Reykjavíkur,“ segir Guðjón Stefáns-
son kaupfélagsstjóri um tildrög þess
að Kaupfélag Suðurnesja ákvað að
gefa tækið. Hann segist sjálfur hafa
reynt þetta á eigin skinni. „Ég vona
að það eigi eftir að nýtast vel,“ segir
hann. Gjöfin er sú stærsta sem Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja hefur
borist. Kaupfélagið er með umfangs-
mikinn rekstur um allt land.
„Þetta eykur sjálfsímynd stofnun-
arinnar út á við og eykur möguleika
okkar á því að bæta þjónustuna og
fækka ferðum veiks fólks,“ segir
Konráð Lúðvíksson yfirlæknir.
Hann segir að tækið auki möguleika
starfsmanna stofnunarinnar á að
greina hversu alvarlegt ástand sjúk-
linga sé.
Ákveðið hefur verið að kaupa svo-
nefnt fjögurra sneiða tæki sem Kon-
ráð segir að geti sinnt um 90% af
þörf stofnunarinnar og segir hann að
nú verði gengið í það að kanna mark-
aðinn.
Konráð og Drífa Sigfúsdóttir, sem
í gær var að vinna sinn síðasta vinnu-
dag sem framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunarinnar í afleysingum,
þökkuðu Kaupfélaginu fyrir höfðing-
lega gjöf.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tilkynning Guðjón Stefánsson segir frá gjöf Kaupfélags Suðurnesja. Kon-
ráð Lúðvíksson læknir og Drífa Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri taka við.
Kaupfélagið gefur sjúkra-
húsinu sneiðmyndatæki
Hvammstangi | Almennur fundur
stofnfjáreigenda í Sparisjóði
Húnaþings og Stranda, SpHún,
hefur samþykkt að auka stofnfé
um 1,3 milljarða króna. Aukningin
er til undirbúnings sameiningu við
Sparisjóðinn í Keflavík og Spari-
sjóð Vestfirðinga og var samruna-
áætlun kynnt á fundinum.
Stofnfé SpHún er nú um 19,4
milljónir kr. en verður aukið um
1,3 milljarða kr. Er það gert í
þeim tilgangi að samræma hlutfall
milli eiginfjár sjóðsins og stofn-
fjár, til jafns við sjóðina sem á að
sameinast. Stofnfjáreigendur eiga
forkaupsrétt að nýjum hlutum.
Var ákvörðunin samþykkt sam-
hljóða en á fundinum voru mættir
fulltrúar eigenda 76% stofnfjár.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs
Húnaþings og Stranda verða með
um 15% eignarhlut í sameinuðum
sparisjóði og eigendur Sparisjóðs
Vestfirðinga með rúmlega 16%
hlut. Sameinaður sjóður mun heita
Sparisjóðurinn í Keflavík og hefur
lögheimili í Keflavík. Starfsemi
sjóðsins á yfirteknum svæðum
mun hinsvegar vísa til staðarins,
til dæmis Sparisjóðurinn á
Hvammstanga. Stofnfé sameinaðs
sparisjóðs verður rúmlega 8,6
milljarðar kr. og eigið fé um 25,9
milljarðar.
Samþykkt að
auka stofnfé
um 1,3 milljarða
LANDIÐ
Biskupstungur | Ný brú á Brúará
við Spóastaði verður tekin í notkun
í næsta mánuði. Framkvæmdir hafa
tafist nokkuð vegna vatnavaxta í
ánni.
Brúin við Spóastaði er tvíbreið.
Mikil umferð er um Biskupstungna-
braut, ekki síst á mesta ferða-
mannatímanum á sumrin. Áætlað
er að verkið kosti um 100 milljónir
kr.
Verktaki við smíði nýju brúar-
innar er verktakafyrirtækið Mikael
ehf. á Höfn í Hornafirði. Smíðinni
átti að vera lokið í byrjun þessa
mánaðar en hefur dregist af ýmsum
ástæðum. Sigurður K. Jóhannsson,
umdæmisstjóri framkvæmda hjá
Vegagerðinni á Selfossi, segir að
vatnavextir hafi meðal annars tafið
framkvæmdir. Nú sé útlit fyrir að
smíði brúarinnar og lagningu vegar
að henni ljúki í næsta mánuði. Hins
vegar sé ekki víst að hægt verði að
leggja bundið slitlag á veginn fyrr
en í vor, það fari eftir veðri.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Tvíbreið Smíði brúar á Biskupstungnabraut við Spóastaði miðar vel þessa
dagana og mynd fer að komast á mannvirkið.
Ný brú á Brúará
Flúðir | Helgi Daníelsson hefur
fært Minjasafninu í Gröf í Hruna-
mannahreppi að gjöf ljósmyndir af
bæjum í uppsveitum Árnessýslu.
Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri
segir til athugunar að koma upp
ljósmyndasafni af þessu tilefni.
Í safninu sem Helgi færði Hruna-
mannahreppi eru líklega um eitt
þúsund ljósmyndir sem varðveittar
verða í Minjasafni Emils Ásgeirs-
sonar í Gröf. Myndirnar af bæj-
unum tók Helgi fyrir bækurnar
Hrunamenn sem út komu fyrir
nokkrum árum. Hann tók einnig
myndir af bæjum í fleiri hreppum
uppsveita Árnessýslu og eru þær í
safninu.
Þegar Helgi Daníelsson afhenti
gjöfina lét hann þá ósk í ljósi að
myndirnar gætu orðið vísir að ljós-
myndasafni. Ísólfur Gylfi Pálmason
segir að verið sé að athuga mögu-
leikana á því og taldi ekki ólíklegt
að hægt yrði að gera eitthvað í þá
veruna.
Færði Minjasafninu
þúsund ljósmyndir
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Afhending Ísólfur Gylfi Pálmason, Guðjón Emilsson og Sigurður Ingi Jó-
hannsson oddviti tóku við gjöfinni úr hendi Helga Daníelssonar.
Læs börn með léttum leik
Stafabangsar
72 Stafabangsar, bæði stórir
og litlir bókstafir
w
w
w
.s
te
in
n.
is
-
s
te
in
n@
st
ei
nn
.is
Sí
m
i 8
96
6
8
24
Bangsabíll
Í bangsabílnum raða stafabangsarnir
sér upp og mynda orð
Stafastrimlar
10 Stafastrimlar
í ginið á Fúfú
Stafrófið
108 Bókstafir á spjöldum
til að klippa út
Allt stafrófið þrisvar sinnum
Stafahús
2 Stafahús. Bókstafirnir
fara með lyftunni,
hittast og mynda orð.
Má nota sem spil
Leikföng fyrir barnið – Handbók fyrir pabba og mömmu – afa og ömmu
Lestrardrekinn Fúfú
spýr bókstöfum og orðum út úr
gininu og börnin lesa
Allt í einum pakka