Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 42

Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 42
42 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún Sölva-dóttir fæddist á Núpi í Öxarfirði 30. ágúst 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 6. október síð- astliðinn. Sigrún var dóttir hjónanna Steinfríðar Tryggvadóttur og Sölva Steins Ólason- ar. Sigrún var elst fjögurra systkina sem eru Benedikt Sveins, látinn, óskírður drengur, látinn, Hjördís Anna, búsett í Orlando, en einnig átti Sigrún hálfbróðurinn Sölva Hólmgeirsson, sem er látinn. Sigrún var gift Alfreð Guð- mundssyni, f. 19. október 1919, d. 21. desember 1975, og bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Þórshöfn. Eftir lát Alfreðs var Sigrún í sam- búð um árabil með Ragnari Björnssyni frá Eskifirði en hann lést 14.9. 2004. Eftir lát Ragnars bjó Sigrún með Halldóri Maríusi, sem var yngstur fimm barna þeirra Sigrúnar og Alfreðs en hann lést hinn 28.9. sl. Eftirlifandi börn Sigrúnar og Alfreðs eru Kristín, f. 26.3. 1950, maki Marinó Ragnarsson, Steinfríður, f. 27.7. 1951, maki Ólafur Stefánsson, Sigríður Hólm, f. 1.7. 1953, og Sölvi Steinn, f. 30.3. 1955, maki Cathleen Doran Alfreðsson. Þau eru öll búsett á Þórshöfn. Sigrún vann almenna vinnu alla tíð en lengst af við ræstingar í Grunnskólanum og á Heilsugæslu- stöðinni á Þórshöfn. Síðustu ár bjó hún á hjúkrunar- og dvalarheimil- inu Nausti á Þórshöfn. Sigrún verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma nafna. Það var gaman að fá að alast upp í nærveru þinni. Ég byrjaði fljótt að sækja til þín, varla stóð ég upp úr stígvélunum þegar ég strauk frá gamla húsinu á bakkanum og yfir Langanesveginn, til þín í gömlu Bif- röst. Ef mamma sá að ég var horfin, þá var ég strokin til þín, elsku besta amma nafna mín. Man ég þær góðu stundir sem við áttum í fjárhúsunum og í hænsna- kofanum, ekki voru allir hrifnir af músunum mörgu þar. Það var svo gaman á sauðburðinum. Þú naust þín svo vel í sauðfjárbúskapnum. Ekki var ég stór þegar ég fór að bera 10 lítra kassa af mjólk úr mjólkurstöðinni okkar ásamt öðru góðgæti heim til þín á föstudögum og þegar heim kom fékk ég ískalda mjólk, kleinur og jólaköku sem ég plokkaði alltaf rúsínurnar úr. Aldrei var ég skömmuð þó poki af súrmjólk eða rjóma dytti ofan af mjólkurkass- anum á jörðina og spryngi. Gaman var að fá að fara í búðina með budduna þína og versla smá- vegis. Manni fannst maður vera svo fullorðinn og með svo mikla ábyrgð, og eins að fara í fiskibúðina góðu. Veturinn sem ég var hjá þér í gömlu Bifröst var yndislegur. Þá var ég á fimmtánda vetri en þér fannst ekki gott að vera ein og ég naut góðs af þeirri veru, mátti ráða hvað var í matinn. Í hjónaherberginu var ekki alltaf hlýtt yfir veturinn, svo yfirleitt sett- um við hitapoka og heitt vatn í risa- kókflösku til að hita aðeins, áður en við skriðum upp í en oftar en ekki var ég búin að hita þína holu áður en þú komst að halla þér. Á fimmtán ára afmælinu mínu þá treystir þú mér til að halda afmæl- isveisluna í gömlu Bifröst og þú fórst eitthvað á meðan. Mikið var það gaman og óvenjulegt að treysta ung- lingi fyrir heilu húsi, en svona var það, þú treystir mér til alls. Það var svo gaman að fá þig í sveitina til mín nokkrum sinnum á ári. Börnin mín hlökkuðu alltaf til þegar von var á þér til dvalar í sveit- ina okkar. Það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst í sauðburðinn var að kjaga út í fjárhús og skoða kindurnar og lömbin, það var sama þó þú værir í skárri fötunum þínum, út í fjárhús fórstu. Þér fannst lyktin svo góð að þú vildir helst ekki þvo þér um hend- urnar eftir fjárhúsaferðina. Ef þú varst ekki innanhúss þá varstu iðu- lega úti í gróðurhúsi, þar sem þér fannst best að vera, anda að þér rósailminum og njóta kyrrðarinnar þar. Þú talaðir oft um að fá bara að sofa þar, það væri svo yndislegt þar. Í vetrarheimsóknunum fórum við ekki mikið út í fjárhús, heldur sátum í sófanum í stofunni og prjónuðum og horfðum á Leiðarljós saman. Þú varst alltaf velkomin til okkar. Innilegar ástarþakkir fyrir allt og allt, það hefur verið mér og minni fjölskyldu ómetanlegur tími sem við fengum að hafa þig hjá okkur í sveit- inni. ,,Amma lang“, eins og börnin mín kölluðu þig, þau sakna þín mikið. Það var sérstakur hluti af sauðburð- inum að fá ömmu lang í heimsókn. Oft var spurt í maí: ,,Fer ekki amma lang að koma til okkar í heimsókn?“ Við geymum minninguna um þig í hjörtum okkar. Saknaðarkveðjur, Sigrún, Karl, Sigurður, Marín Rut og Tístran Blær, Núpum, Aðaldal Sómakonan Sigrún Sölvadóttir er látin eftir stutta en erfiða banalegu. Sigrún veiktist alvarlega eftir andlát Halldórs Maríusar, augasteins hennar og yngsta barns. Kynni mín af Sigrúnu og Halldóri hófust fyrir þremur áratugum eða um það leyti er samband okkar Rutar hófst. Þau kynni áttu eftir að styrkjast og efl- ast. Þegar ég reri sumarlangt frá Þórshöfn, munstraður á Lat með Bigga, var ekkert sjálfsagðara en að fá að gista í Bifröst. Sigrún sá til þess að maður lagði ekki af þótt ekki væri ég vanur sjómennsku og kost- urinn um borð væri ekki stórbrot- inn. Alltaf voru veislur í Bifröst þegar heim var komið eftir veiðiferð. Sig- rún var mikil matmóðir og ávallt var nægur matur á borðum; þó var oft þröngt setið við borðið í eldhúsinu hennar. Sigrún hafði okkur drengina í fæði, þvoði af okkur og sá til þess að okkur liði ætíð vel. Þegar því var lokið settist hún afsíðis en var fljótt komin á stjá á ný ef gest bar að garði eða til þess að gá hvort okkur van- hagaði um eitthvað. Þegar til stóð að byggja íþrótta- miðstöð á Þórshöfn varð gamla Bif- röst að víkja. Til allar lukku höfðu þáverandi stjórnendur á Þórshöfn skilning á því að um tilfinningamál var að ræða og að nauðsynlegt væri að byggja nýtt hús fyrir Sigrúnu og Halldór. Ráðist var í að hanna nýtt einbýlishús við Langanesveg og var ég svo heppinn að fá að koma að þeirri hönnun. Að ýmsu var að hyggja, til dæmis var nauðsynlegt að hafa gott búr, nálægt eldhúsinu, því Sigrún vildi sinna gestum vel. Hall- dór þurfti einnig að hafa nægt pláss fyrir byssurnar sínar og annað það sem sportveiðiskap fylgir. Þegar allt var klárt var húsinu gefið nafnið Bif- röst hin nýja og er það mín tilfinning að Sigrúnu og Halldóri hafi liðið vel þann tíma sem þau áttu saman í nýju Bifröst. Það er ógleymanlegt þegar Hall- dór heimsótti okkur Rut til Kaup- mannahafnar meðan ég var þar við nám. Þetta var hans fyrsta utan- landsferð og skiljanlega hafði Sigrún áhyggjur af þessu óþarfa flakki til útlanda. Til allrar lukku hafði Hall- dór Bigga, sigldan manninn, sér til halds og trausts. Margar góðar minningar eru frá þeirri ferð og hægt væri að búa til heilt leikrit um öll þau ævintýri. Minnist ég eins at- viks sérstaklega en þá vorum við stödd í Þýskalandi. Vitanlega litum við inn á öldurhús þar sem keyptur var mjöður fyrir alla aðra en Hall- dór, en honum var borið blávatn í flösku. Eitthvað fannst honum drykkurinn daufur og hafði á orði að hann „gæti alveg eins hent sér í ein- hverja ána fyrir austan eins og að drekka þennan óþverra“. Missir Þórshafnarbúa hefur verið mikill síðustu vikurnar og ljóst er að þegar slík áföll dynja yfir þarf mik- inn styrk. Eftir að hafa kynnst Þórs- hafnarbúum og verið búsettur þar í tvö ár veit ég að sá styrkur er til staðar þótt erfitt verði að fylla þau skörð sem höggvin hafa verið. Ég þakka allar góðu stundirnar og góðu kynnin í Bifröst í gegnum árin. Blessuð sé minning Sigrúnar og Halldórs, þeirra er sárt saknað. Bolli. Sigrún Sölvadóttir Genginn er á vit feðra sinna Dóri frændi minn og vinur langt um aldur fram. Frændi var sterkur persónuleiki og sérstakur. Hann var karlmenni af gamla skól- anum og hafði mestu skömm á öllum tepruskap. Hann var þéttur á velli og hávaxinn, mikill um herðar og brjóstkassa, bar svip víkinga eins og maður ímyndar sér þá; rauðbirkinn, svipmikill, karlmannlegur, heitfeng- Halldór Maríus Alfreðsson ✝ Halldór MaríusAlfreðsson fæddist í Bifröst á Þórshöfn á Langa- nesi 21. október 1957. Hann varð bráðkvaddur á Krít 28. september síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju 6. október. ur og sterkur. Sam- kvæmt hugmynda- fræði Dóra borða alvöru menn ekki grænmeti, nema helst kartöflur, og úða ekki í sig sætindum. Kjarn- góður íslenskur matur er það sem karlmenni eiga að leggja sér til munns og ekki er verra að hafa kaldan öl eða vín með. Hann lifði samkvæmt sannfær- ingu sinni og vildi gjarnan sjálfur skjóta eða veiða í matinn. Í veiðiferð að Skálum fórum við frændsystkinin einu sinni ásamt fleirum og áttum saman dásamlega helgi í stórbrotinni og hrjúfri nátt- úrunni á nesinu. Dóri hafði meðferð- is skotvopn og veiðistöng. Þegar ég var að undirbúa kost til ferðarinnar sagði hann óþarft að taka annað með en eldspýtur, salt og pipar, hann myndi sjá fyrir bráð á grillið. Sem betur fer tók ég kjöt með því að eng- in var bráðin hjá frænda sem hafði vitanlega margar og flóknar skýr- ingar handbærar á því að hafa ekk- ert veitt. Dóri var vinmargur enda var alltaf líf og fjör þar sem hann var. Hann hafði miklar skoðanir á mönnum og málefnum, lá ekki á þeim og rök- studdi mál sitt jafnan fjálglega. Það var gaman að taka snerrur við hann og gersamlega hægt að fá í magann af hlátri. Fótbolti var eitt af áhuga- málum Dóra og studdi hann Liver- pool af lífi og sál. Hann stofnaði fót- boltaliðið Saxana á Þórshöfn ungur drengur og um skeið var hann for- fallinn mótorhjólatöffari. Þá átti hann forláta svartan leðurjakka með áletruninni Chicago aftan á. Dóri gekk því lengi undir nafninu Chicago meðal okkar félaganna þótt fleiri hafi sennilega kallað hann Saxa. Dóri eignaðist ekki börn en beindi ást sinni og umhyggju í staðinn að móður sinni Sigrúnu, systkinum sín- um og systkinabörnum. Honum var annt um allt sitt fólk og tók þátt í lífi þeirra af fölskvalausum áhuga enda er fjölskylda hans afar samheldin. Dóri bjó lengst af með mömmu sinni í Bifröst. Samband þeirra mæðgin- anna var náið, þau voru tengd órjúf- anlegum böndum, umhyggja þeirra og ástúð hvors í annars garð var ein- stök enda varð stutt á milli þess að þau kveddu þennan heim. Það var hryssingslegur dagur þegar frændi var borinn til grafar í kirkjugarðinum á Sauðanesi. Versta hryðjan gekk yfir þegar Dóri fór á sinn hinsta stað. Það var í anda hans að kveðja okkur með svo karlmann- legum og eftirminnilegum hætti og mig grunar að ef hægt er að fylgjast með að handan, þá hafi Dóri hlegið dátt að okkur í garðinum. Þannig var hann; kátur, léttur og stríðinn. Ég kveð Dóra með söknuð í hjarta. Ástvinir hans hafa misst mik- ið á stuttum tíma. Ég bið allt gott að styrkja þau öll á erfiðum tímum. Rut Indriðadóttir, frænka. ✝ Elskulegur, ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpi, sonur og bróðir, GUÐBJÖRN KRISTMUNDSSON, lést sunnudaginn 7. október á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 16. október kl. 13.00. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Soffía Amanda Tara Jóhannesdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir og systir, BERGLIND BALDURSDÓTTIR, (LINDA LEONARD) lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 11. júlí. Útförin verður gerð frá Seljakirkju, mánudaginn 15. október og hefst athöfnin klukkan 11.00. Jessica Ásdís, Nicole Marie, Baldur Karlsson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Sigríður Baldursdóttir, David Shuman. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, DAÐEYJAR STEINUNNAR EINARSDÓTTUR, Grundarstíg 3, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur fyrir alúð og góða umönnun. Einar Guðmundsson, Ásdís Svava Hrólfsdóttir, Þorgeir Guðmundsson, Daði Guðmundsson, Hálfdán Daðason, Kristín Skúladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR, Búhamri 21, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, miðvikudaginn 10. október. Útför auglýst síðar. Jósúa Steinar Óskarsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐFINNUR KR. GÍSLASON, áður Melteig 10, Keflavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, fimmtudaginn 11. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jakob A. Traustason, María Guðbjörg Guðfinnsdóttir, Örn Þórarinsson, Gerður Björg Guðfinnsdóttir, Peter Jürgensen, Gísli Guðfinnsson, Valgerður Erna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.