Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 26
26 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Það er félagsskapurinn
og stemningin sem fylgir því að
hafa ákveðið frelsi til að gera það
sem manni dettur í hug sem gerir
skátastarfið svo skemmtilegt sem
raun ber vitni. Þegar skátar hittast
tekur það ekki nema nokkrar mín-
útur að hrista hópinn saman vegna
þess að grunnurinn að skátastarfinu
er sá sami í öllum löndum. En það
er þekkt að þegar ólíkir hópar hitt-
ast tekur það oft langan tíma fyrir
fólk að ná saman,“ sagði Ármann
Ingi Sigurðsson, félagsforingi í
Skátafélaginu Fossbúum á Selfossi,
sem kunnur er fyrir starf sitt með
skátunum en hann er einn af mátt-
arstólpum skátastarfsins á Selfossi.
Félagið hefur starfað í 63 ár en
fyrsti skátaforingi Fossbúa var
Leifur Eyjólfsson, fyrrverandi
skólastjóri Barnaskólans á Selfossi.
Hafa áhuga á útisvæði
Fossbúar hafa í 13 ár verið með
skátaheimili í húsnæði við Hrísholt
á Selfossi en það er nú úr sér geng-
ið og búið að ganga frá því að félag-
ið fær til afnota tvær lausar
kennslustofur í einni lengju á lóð
Sandvíkurskóla. „Þær eru í góðu
standi og þetta kemur sér vel fyrir
okkur en svo er verið að finna stað
fyrir stofurnar sem getur hentað
okkur. Aðalmálið er í okkar huga að
fá lóð með góðu útisvæði til að geta
unnið verkefni utanhúss svo sem
tjöldun og trönubyggingar auk ým-
issa annarra verkefna. Okkar mark-
mið er að gera útistarfið hjá félag-
inu markvissara og betra,“ sagði
Ármann og bætti því við að skátar
horfðu mjög til aðstöðunnar sem
skátar í Kópavogi hafa.
„Við erum með krakka í starfinu
á aldrinum 9 til 16 ára auk nokk-
urra eldri krakka en okkur vantar
alltaf meira af eldra fólki. Á síðast-
liðnum 15 árum hefur hópurinn ver-
ið í kringum 120 í okkar hefð-
bundna skátastarfi og mætir á fundi
einu sinni í viku ásamt því að fara í
reglulegar ferðir. Ef við náum að fá
gott útisvæði þá sjáum við fyrir
okkur að efla starfið og gera úti-
vistina að meiri áhersluþætti.
Núna erum við með sérstaka
dagskrá fyrir 15 ára krakka sem
felst í fyrirlestri um næstu verkefni
og síðan er farið í verkefnið sem
byggist á stuttum ferðum þar sem
krakkarnir leysa ákveðin verkefni
utanhúss. Við fórum um síðustu
helgi í góða ferð á Hellisheiði þar
sem við æfðum rötun eftir áttavita
og kortum sem er mjög góð þjálf-
un,“ sagði Ármann. Hann sagði að
krakkarnir mættu vel í verkefnin en
helsta vandamálið væri að fá fleiri
foringja inn í starfið en reynt væri
að sinna því vel sem væri á dag-
skránni hverju sinni.
Ávallt viðbúnir
„Við tökum á móti öllum og
skátastarfið er sannkölluð jafn-
ingjafræðsla þar sem við ölum upp
foringja. Það eru margir sem finna
sig vel í þessu stafi og leggja sig
alla fram en auðvitað missum við af
fólki þegar það fer í nám. En gamlir
skátar eru alltaf tilbúnir að koma
og leggja okkur lið. Ég þarf ekki
annað en hringja nokkur símtöl, þá
eru þeir mættir til að aðstoða okk-
ur,“ sagði Ármann Ingi sem hefur
verið virkur í skátastarfinu síðan
áramótin 1989-1990 en þá var starf-
ið endurvakið eftir nokkurra ára
lægð. Hann hefur verið fé-
lagsforingi síðan 1997 og eins og oft
er í æskulýðsstarfi er verið að leita
að eldra fólki til að koma inn í starf-
ið.
„Það er gaman að vera í skáta-
starfinu en þátttaka í þessu stafi á
Íslandi býður upp á að maður sé í
alþjóðlegu starfi. Ég var með í hópi
430 skáta á alheimsmóti skáta í
Englandi í sumar. Þar voru 330
skátar, 40 foringjar 16 fararstjórar,
auk starfsmanna. Þetta var mjög
gefandi og gaman að vera með
þessum hópi en það voru bara Finn-
ar sem voru fjölmennari en við. Það
má vel geta þess að á þessu móti
voru fleiri þjóðir en eru á Ólympíu-
leikunum,“ sagði Ármann.
„Ég er mjög bjartsýnn á skáta-
starfið hér í Árborg, við erum á
uppleið og það er vaxandi áhugi hjá
krökkum og unglingum að vera
með. Við erum með marga góða
krakka í starfinu sem hafa mikinn
áhuga og þegar svo er þá er bjart
framundan. Ég er líka viss um að
okkur tekst að virkja fleiri eldri
skáta með okkur í forystuna. Skáta-
starfið eflir einstaklinginn til að
leita lausna á verkefnum sem fyrir
liggja og gerir hann hæfari til að
taka þátt í samfélaginu,“ sagði Ár-
mann Ingi Sigurðsson, félagsforingi
Skátafélagsins Fossbúa á Selfossi.
Eflir einstaklinginn til að leita lausna
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skátaheimili Ármann Ingi Sigurðsson og nokkrir grunnskólanemendur við stofurnar sem Fossbúar fá til afnota.
Ármann Ingi Sig-
urðsson hefur verið
skátaforingi í 10 ár
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
TIL að bregðast við mikilli aðsókn á Óvita eftir
Guðrúnu Helgadóttur hafa forráðamenn Leik-
félags Akureyrar ákveðið að lengja sýningar-
tímabilið um tæpan mánuð og verður frumsýn-
ingu gamanleiksins Flóar á skinni seinkað sem því
nemur, til loka janúar.
Óvitar, í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar,
voru frumsýndir á aðalsviði LA 15. september og
hefur verið uppselt á allar sýningar, en þær eru
orðnar 25 auk forsýninga.
Uppselt var orðið út októbermánuð en bætt
hefur verið við nokkrum aukasýningum þar sem
enn eru nokkur sæti laus og sýningar í nóvember
eru óðum að fyllast, að sögn Magnúsar Geirs
Þórðarsonar leikhússtjóra.
Mest sótta sýning LA frá upphafi er Fullkomið
brúðkaup sem frumsýnd var árið 2005 en þá sýn-
ingu sáu 12.000 gestir á Akureyri auk fjölda gesta
sem sáu sýninguna í Reykjavík. Þess má geta að
tveir af leikurunum í Óvitum tóku þátt í Full-
komnu brúðkaupi; Þráinn Karlsson og Guðjón
Davíð Karlsson. Spennandi verður að sjá hvort
fleiri sjái Óvita norðan heiða en Brúðkaupið á sín-
um tíma, en að gefnu tilefni segir Magnús Geir að
ekki standi til að Óvitar verði sýndir í höfuðborg-
inni. Föstudaginn 2. desember frumsýnir LA
Ökutíma í Rýminu og þegar er uppselt á 12 sýn-
ingar. Í haust var áætlað að Fló á skinni yrði
frumsýnd í Samkomuhúsinu 29. desember en það
verður ekki fyrr en 26. janúar.
Flónni frestað vegna Óvitanna
Nú þegar er nánast orðið uppselt á allar sýningar á Óvitum út nóvembermánuð
LANDSBANKINN leggur eina
milljón króna á ári næstu fimm árin í
rannsóknarsjóð Háskólans á Akur-
eyri (HA). Samningur þar að lútandi
var undirritaður í vikunni. Markmið
samningsins er að efla og treysta
fjarhagslega getu HA til stuðnings
við rannsóknarstarfsemi kennara og
sérfræðinga við HA. „… að auki er
framlag Landsbankans til þess
hugsað að treysta ennfrekar grund-
völl Landsbankans sem eins af bak-
hjörlum HA og þeirrar starfsemi, í
sinni víðustu mynd, sem fram fer á
hans vegum,“ segir í fréttatilkynn-
ingu. Undir samninginn rituðu f.v.
Þorsteinn Gunnarsson rektor, Birgir
Björn Svavarsson, útibússtjóri
Landsbankans á Akureyri, og Sig-
rún Stefánsdóttir, formaður sjóðs-
stjórnar rannsóknarsjóðs HA.
5 millj. kr í
rannsókn-
arsjóð HA
FEGURÐ haustsins er viðbrugðið, en hún er tímabundin; litadýrðin varir því
miður ekki mjög lengi. Umhverfi styttunnar af Jóni Sveinssyni, Nonna, í Inn-
bænum var ægifagurt fyrir tæpum hálfum mánuði – eins og sýnt var fram á
með mynd hér í blaðinu – en hversdagsgráminn hafði aftur tekið völdin í
gær. Skærgulu og rauðu laufblöðin á trénu voru horfin og það eina sem lífg-
aði upp á tilveruna voru fáein reyniber sem fuglarnir hafa ekki enn étið.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Haustfölur dagur
STARFSMENN og stjórnendur
Heilsugæslustöðavinnar á Akureyri
(HAK) hlutu í vikunni viðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur í starfi,
sem framkvæmdastjórn Akureyrar-
bæjar veitir árlega einhverri af
stofnunum bæjarins.
„Rekstur HAK hefur verið innan
ramma fjárveitinga frá ráðuneytinu
undanfarin ár og með því móti hefur
verið sýnd ábyrg fjármálastjórn og
gott eftirlit með allri starfseminni.
Gott aðhald hefur verið á rekstri án
þess þó að það hafi bitnað á þjónustu
við íbúa. Öll vinna og skil á gögnum
vegna fjárhagsáætlunargerðar hefur
líka verið til fyrirmyndar. Heilsu-
gæslustöðin hefur á landsvísu skarað
fram úr sambærilegum stofnunum
hvað varðar nýjungar í starfseminni
ásamt því að hafa lagt sig fram um að
vinna með öðrum deildum bæjarins
að verkefnum sem horfa til framfara
fyrir bæjarbúa í lýðheilsu,“ segir í
fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ.
Meðal annars er nefnt samstarf
heimahjúkrunar og heimaþjónustu,
unglingamóttöku, fjölskylduráðgjöf,
heilsueflandi heimsóknir, rafrænir
lyfseðlar og fleiri verkefni.
„Þetta sýnir frumkvæði, framsýni,
kjark og samstarfsvilja stjórnenda
og starfsmanna sem hefur skilað sér
til bæjarbúa með ýmsu móti. Að öllu
samanlögðu telur framkvæmda-
stjórnin starfsfólk heilsugæslustöðv-
arinnar vel að viðurkenningunni
komið og er þess fullviss að áfram-
hald verður á þessu góða starfi,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Heilsugæslan fær
viðurkenningu
Í HNOTSKURN
»Akureyrarbær hefur und-anfarin 10 ár rekið Heilsu-
gæslustöðina samkvæmt samn-
ingum við heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið.
Til lukku Sigrún Björk Jakobs-
dóttir bæjarstjóri afhendir forráða-
mönnum HAK viðurkenninguna.
HEFUR þú séð hvernig kindahaus-
ar og lappir eru sviðin? Hefur þú
fylgst með alvöru sláturgerð? Hef-
ur þú smakkað heimagerða kæfu,
slátur, brauð eða geitamjólk?
Starfsdagur verður í Gamla bænum
í Laufási í dag, laugardag, milli kl.
14 og 16. Aðgangseyrir fyrir full-
orðna er 500 kr. Starfsdagurinn er
að þessu sinni hluti sýningarinnar
MATUR-INN sem verður um
helgina í húsnæði Verkmenntaskól-
ans á Akureyri.
Starfsdagur
í Laufási
♦♦♦