Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Leikhúsin í landinu
Góð kvöldstund í
leikhúsi. >> 56
GOTTFYRIRJÓL
GLÆSILEGT SÉRBLAÐ UM JÓLA-
HLAÐBORÐ, SIÐI OG UPPÁKOMUR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÚRBÆTUR hafa verið gerðar á
Landspítalanum í kjölfar andláts
ungrar konu sem lá á smitsjúkdóma-
deild í júní sl. Grunur lék á að konan
hefði látist af of stórum skammti eit-
urlyfja og fór af stað umræða um
vafasöm viðskipti í reykherbergjum
spítalans í kjölfarið. Að sögn yfir-
manns rannsóknardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu er enn
beðið niðurstöðu krufningar.
„Við erum sannarlega meðvituð um
vandamálið,“ segir Níels Christian
Nielsen, aðstoðarmaður lækningafor-
stjóra Landspítala. „Við lokuðum m.a.
reykingarherbergjunum sem voru
helstu verslunarstaðir [fíkniefna],
einnig hefur verið tryggt að starfsfólk
sé vakandi fyrir þessu á deildunum og
eins er verið að vinna að almennum
reglum um meðferð og umgengni við
eiturlyfjasjúklinga sem leggjast hér
inn.“
Helsta vandamálið var vegna reyk-
herbergjanna og þar verða að
minnsta kosti ekki stunduð viðskipti
lengur.
Koma kurteisir í heimsókn
Að öðru leyti segir Níels erfitt að
bregðast við, og nær ógerlegt að
koma í veg fyrir að sjúklingur verði
sér úti um fíkniefni, ætli hann sér það
á annað borð. „Sjúklingar eru með
sína farsíma og hringja í félagana ef
þá vantar eitthvað. Sölumennirnir
koma í heimsókn, kurteisir og prúðir
og selja eða gefa það sem þeir vilja.“
Þó er reynt að hindra aðgang að spít-
alanum utan dagvinnutíma, s.s. með
því að loka inngöngum tryggilega og
hafa vaktmenn þar sem er opið.
Rannsókn málsins hjá lögreglu hef-
ur tekið töluverðan tíma en m.a. var
leitt að því líkum að konan hefði feng-
ið lyfin hjá sjúklingi sem lá á sömu
deild. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er hann hins vegar látinn.
Hjá Friðriki Smára Björgvinssyni,
yfirmanni rannsóknardeildar, feng-
ust þær upplýsingar að málinu væri
ekki lokið og enn er beðið eftir niður-
stöðu krufningar – fjórum mánuðum
eftir að unga konan var greftruð.
Morgunblaðið/ÞÖK
Landspítali Búið er að loka helstu
verslunarstöðum með fíkniefni.
Úrbætur
hafa ver-
ið gerðar
Enn beðið eftir niður-
stöðum krufningar
BANASLYS varð í gærkvöldi þegar tveir bílar, pallbíll og fólksbíll, rákust
saman á norðanverðri Holtavörðuheiðinni. Ekki er vitað um tildrög slyss-
ins en lögreglan á Vestfjörðum vann að rannsókn í gærkvöldi.
Slysið varð á áttunda tímanum í gærkvöldi og voru alls fimm manns í bíl-
unum tveimur. Einn þeirra lést í árekstrinum. Auk lögreglu, sjúkraflutn-
ingamanna og slökkviliðs var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn
og var flogið með tvo hinna slösuðu á Landspítala í Fossvogi en tveir fóru
með sjúkrabifreið til Borgarness. Þar með hafa 11 látist í umferðinni í ár.
Langar biðraðir mynduðust
Veginum yfir Holtavörðuheiði var lokað vegna slyssins en opnað var fyr-
ir umferð upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Langar bílaraðir mynduðust sín
hvorum megin við slysstaðinn en hálka var á Holtavörðuheiði í gær og
snjókoma. Víða var hálka á vegum í gær.
Morgunblaðið/Júlíus
Beið bana í árekstri
á Holtavörðuheiði
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ALLT útlit er fyrir að skráning hlutabréfa í evrum
geti hafist í nóvember næstkomandi, en vinna við
endurskoðun á skráningarferlum er að ljúka hjá
Verðbréfaskráningu Íslands. Sú vinna hófst fyrir
rúmum mánuði í kjölfar athugasemda Seðlabank-
ans við fyrirhugaða skráningu á hlutafé Straums-
Burðaráss í evrum.
Athugasemdir Seðlabankans sneru m.a. að fyr-
irkomulagi greiðsluuppgjörs á hlutabréfaviðskipt-
um, sem alla jafna er á könnu Seðlabankans.
Ekki verður að svo stöddu hægt að skrá hluta-
bréf í annarri erlendri mynt en evrum, en það er
m.a. vegna þess að ganga þarf frá greiðslu-
uppgjörsfyrirkomulagi fyrir viðkomandi myntir.
Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins er fjallað
um áhrif þess að íslensk fyrirtæki taki að gera upp
í erlendri mynt, og er í skýrslunni sérstaklega
fjallað um áhrif þess á gengi krónunnar tækju við-
skiptabankarnir þrír upp uppgjör í annarri mynt
en krónunni. Segir þar að myndast gæti tíma-
bundinn þrýstingur til lækkunar á genginu, að
minnsta kosti meðan á umbreytingarferlinu stæði.
Hins vegar væri erfitt að meta hversu mikil áhrif-
in yrðu á krónuna og hve langvarandi þau yrðu.
Stærstu fyrirtækin í evrum innan 2 ára
Í afkomuspá Kaupþings, sem kom út fyrr í vik-
unni, segir að líklegt sé að fyrirtæki, sem sam-
anlagt nemi 94% af markaðsvirði á aðallista, muni
gera upp í erlendri mynt á næstu tveimur árum.
Skráning í evrum
gæti hafist í nóvember
Í HNOTSKURN
» Umræðan hefur snúist um tvennt; upp-gjör fyrirtækja í erlendri mynt og
skráningu hlutafjár í erlendri mynt.
» Nú þegar gerir nokkur fjöldi fyrir-tækja í Kauphöll upp í evrum, pundum
eða dollurum.
» Enn er ekkert íslenskt fyrirtæki meðhlutafé í erlendri mynt, en útlit er fyrir
að það breytist.
Skráning hlutafjár í evrum gæti valdið tímabundinni lækkun gengis krónunnar
Uppgjör í evrum | 14