Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Góð kvöldstund í leikhúsi. >> 56 GOTTFYRIRJÓL GLÆSILEGT SÉRBLAÐ UM JÓLA- HLAÐBORÐ, SIÐI OG UPPÁKOMUR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÚRBÆTUR hafa verið gerðar á Landspítalanum í kjölfar andláts ungrar konu sem lá á smitsjúkdóma- deild í júní sl. Grunur lék á að konan hefði látist af of stórum skammti eit- urlyfja og fór af stað umræða um vafasöm viðskipti í reykherbergjum spítalans í kjölfarið. Að sögn yfir- manns rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu er enn beðið niðurstöðu krufningar. „Við erum sannarlega meðvituð um vandamálið,“ segir Níels Christian Nielsen, aðstoðarmaður lækningafor- stjóra Landspítala. „Við lokuðum m.a. reykingarherbergjunum sem voru helstu verslunarstaðir [fíkniefna], einnig hefur verið tryggt að starfsfólk sé vakandi fyrir þessu á deildunum og eins er verið að vinna að almennum reglum um meðferð og umgengni við eiturlyfjasjúklinga sem leggjast hér inn.“ Helsta vandamálið var vegna reyk- herbergjanna og þar verða að minnsta kosti ekki stunduð viðskipti lengur. Koma kurteisir í heimsókn Að öðru leyti segir Níels erfitt að bregðast við, og nær ógerlegt að koma í veg fyrir að sjúklingur verði sér úti um fíkniefni, ætli hann sér það á annað borð. „Sjúklingar eru með sína farsíma og hringja í félagana ef þá vantar eitthvað. Sölumennirnir koma í heimsókn, kurteisir og prúðir og selja eða gefa það sem þeir vilja.“ Þó er reynt að hindra aðgang að spít- alanum utan dagvinnutíma, s.s. með því að loka inngöngum tryggilega og hafa vaktmenn þar sem er opið. Rannsókn málsins hjá lögreglu hef- ur tekið töluverðan tíma en m.a. var leitt að því líkum að konan hefði feng- ið lyfin hjá sjúklingi sem lá á sömu deild. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er hann hins vegar látinn. Hjá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni rannsóknardeildar, feng- ust þær upplýsingar að málinu væri ekki lokið og enn er beðið eftir niður- stöðu krufningar – fjórum mánuðum eftir að unga konan var greftruð. Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali Búið er að loka helstu verslunarstöðum með fíkniefni. Úrbætur hafa ver- ið gerðar Enn beðið eftir niður- stöðum krufningar BANASLYS varð í gærkvöldi þegar tveir bílar, pallbíll og fólksbíll, rákust saman á norðanverðri Holtavörðuheiðinni. Ekki er vitað um tildrög slyss- ins en lögreglan á Vestfjörðum vann að rannsókn í gærkvöldi. Slysið varð á áttunda tímanum í gærkvöldi og voru alls fimm manns í bíl- unum tveimur. Einn þeirra lést í árekstrinum. Auk lögreglu, sjúkraflutn- ingamanna og slökkviliðs var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn og var flogið með tvo hinna slösuðu á Landspítala í Fossvogi en tveir fóru með sjúkrabifreið til Borgarness. Þar með hafa 11 látist í umferðinni í ár. Langar biðraðir mynduðust Veginum yfir Holtavörðuheiði var lokað vegna slyssins en opnað var fyr- ir umferð upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Langar bílaraðir mynduðust sín hvorum megin við slysstaðinn en hálka var á Holtavörðuheiði í gær og snjókoma. Víða var hálka á vegum í gær. Morgunblaðið/Júlíus Beið bana í árekstri á Holtavörðuheiði Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ALLT útlit er fyrir að skráning hlutabréfa í evrum geti hafist í nóvember næstkomandi, en vinna við endurskoðun á skráningarferlum er að ljúka hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Sú vinna hófst fyrir rúmum mánuði í kjölfar athugasemda Seðlabank- ans við fyrirhugaða skráningu á hlutafé Straums- Burðaráss í evrum. Athugasemdir Seðlabankans sneru m.a. að fyr- irkomulagi greiðsluuppgjörs á hlutabréfaviðskipt- um, sem alla jafna er á könnu Seðlabankans. Ekki verður að svo stöddu hægt að skrá hluta- bréf í annarri erlendri mynt en evrum, en það er m.a. vegna þess að ganga þarf frá greiðslu- uppgjörsfyrirkomulagi fyrir viðkomandi myntir. Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins er fjallað um áhrif þess að íslensk fyrirtæki taki að gera upp í erlendri mynt, og er í skýrslunni sérstaklega fjallað um áhrif þess á gengi krónunnar tækju við- skiptabankarnir þrír upp uppgjör í annarri mynt en krónunni. Segir þar að myndast gæti tíma- bundinn þrýstingur til lækkunar á genginu, að minnsta kosti meðan á umbreytingarferlinu stæði. Hins vegar væri erfitt að meta hversu mikil áhrif- in yrðu á krónuna og hve langvarandi þau yrðu. Stærstu fyrirtækin í evrum innan 2 ára Í afkomuspá Kaupþings, sem kom út fyrr í vik- unni, segir að líklegt sé að fyrirtæki, sem sam- anlagt nemi 94% af markaðsvirði á aðallista, muni gera upp í erlendri mynt á næstu tveimur árum. Skráning í evrum gæti hafist í nóvember Í HNOTSKURN » Umræðan hefur snúist um tvennt; upp-gjör fyrirtækja í erlendri mynt og skráningu hlutafjár í erlendri mynt. » Nú þegar gerir nokkur fjöldi fyrir-tækja í Kauphöll upp í evrum, pundum eða dollurum. » Enn er ekkert íslenskt fyrirtæki meðhlutafé í erlendri mynt, en útlit er fyrir að það breytist. Skráning hlutafjár í evrum gæti valdið tímabundinni lækkun gengis krónunnar  Uppgjör í evrum | 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.