Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
BANDALAG háskólamanna hefur lengi talað
fyrir því að hér ætti að vera ein vinnulöggjöf,“
segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM,
vegna upplýsinga í nýrri könnun á stjórnun og
starfsmannamálum ríkisstofnana. Ögmundur
Jónasson, formaður BSRB, segir aðalatriðið að
starfsfólk búi við grundvallarmannréttindi og
gefur lítið fyrir könnunina.
Halldóra Friðjónsdóttir segir að það komi
ekki á óvart að starfsmannalögin þyki íþyngj-
andi þegar komi að áminningaferlinu. Það sé
þungt í vöfum og tilfellið sé að oft hafi mistek-
ist að gera hlutina eftir settum reglum. Fyrir
vikið sé jafnvel enn meiri hræðsla til að nýta þó
þá möguleika sem sé boðið upp á. Áminninga-
ferlið taki langan tíma og til að því sé beitt
þurfi fólk að hafa brotið af sér, en oft á tíðum sé
um samskiptavandamál að ræða. Það þýði ekki
endilega að viðkomandi hafi brotið af sér í
starfi eða standi sig ekki. Þá sé erfitt að sitja
uppi með starfsmann sem yfirmanni líki ekki
við en ekki sé hægt að láta fara. Á móti megi
segja að ef vel væri vandað til verka við ráðn-
ingar, þess alltaf gætt að velja hæfasta ein-
staklinginn og reynslutími nýttur ættu ekki að
þurfa að koma upp svona tilvik.
Að sögn Halldóru veigra margir sér við að
sækja um ýmis störf, ekki síst ýmsar hærri
stöður, vegna þess að ekki sé hægt að óska eft-
ir nafnleynd. Þótt fólk hafi áhuga á starfinu og
sé hæft til að gegna því vilji það ekki gefa upp
að það sé að líta í kringum sig. Sæki það um og
fái ekki starfið vilji það ekki sitja undir því að
yfirmaðurinn sé fúll vegna þess að hann veit að
viðkomandi sé að leita að öðru starfi.
Halldóra minnir á að fyrir um þremur árum
hafi verið gerð tilraun til að afnema áminninga-
skylduna en það hafi orðið til þess að viðræður,
sem hafi verið komnar af stað á milli ríkisins og
heildarsamtaka opinberra starfsmanna, hafi
lagst af. Mikilvægt sé að setjast niður og reyna
að komast að einhverri lausn en það verði að
gera í sátt við samtök opinberra samtaka, því
ekki gangi að breyta lögunum einhliða. BHM
geri sér líka grein fyrir því að til að óskin um
eina vinnulöggjöf verði að veruleika verði líka
að gefa eftir á einhverjum sviðum.
Standa vörð um mannréttindi
Ögmundur Jónasson segir að hafa beri í
huga að um könnun á meðal stjórnenda al-
mennt sé að ræða og niðurstaðan einhver með-
altalsniðurstaða sem endurpegli ekki sjónar-
mið allra stjórnenda hjá hinu opinbera. Gera
megi því skóna að niðurstaðan sé ekki til marks
um afstöðu margra stjórnenda sem líði ágæt-
lega í því réttinda- og lagalega umhverfi sem
opinberri starfsemi sé búin. Hins vegar hafi
komið fram að fjöldi stjórnenda vilji losna við
allar hömlur sem á þá séu settar. Þar með að
þeir geti rekið fólk skýringarlaust og geti
ráðskast með kjör og réttindi í ríkari mæli en
verið hefur. Það væri alls ekki til bóta enda hafi
BSRB mótmælt því harðlega þegar reynt hafi
verið að hafa sjálfsögð mannréttindi af fólki
eins og til dæmis áminningaskyldu vegna upp-
sagnar í starfi. „Ég gef ekki sérstaklega mikið
fyrir þetta,“ segir hann.
Að sögn Ögmundar er sjálfsagt að samræma
þann réttindaramma sem launafólk á Íslandi
býr við og BSRB hafi aldrei verið því andvígt
enda yrði það til þess að bæta réttindi starfs-
fólksins almennt en ekki að færa þau niður eins
og þessar óskir gangi út á. Því falli hugmyndir
og hugrenningar ýmissa stjórnenda hjá ríkinu
BSRB ekki í geð.
Ögmundur bætir við að hann telji að þessar
hugmyndir komi fyrst og fremst frá stjórn-
endum, sem ráði illa við hlutverk sitt. Stjórn-
endum, sem lendi í vandræðum vegna starfs-
mannalaganna, segi upp fólki án þess að þora
að segja því hvers vegna og vilji helst reka það
út af vinnustaðnum samstundis og skýringar-
laust. Hinir vönduðu stjórnendur, sem ráði vel
við sitt hlutverk, setji ekki fram kröfur af
þessu tagi og það sé visst áhyggjuefni hvað
margir stjórnendur taki undir þessar hug-
myndir. Þegar komi upp samskiptaörðugleikar
liggi vandinn ekki síður hjá stjórnendum en
starfsmönnum, en í þessu tilviki ætli menn sér
að fá lausnir, sem séu alfarið á forsendum
stjórnenda og það kunni ekki góðri lukku að
stýra. Eins megi ekki gleyma því að þeir sem
stjórni opinberum stofnunum séu með fjár-
muni frá skattgreiðendum í höndunum og þurfi
að standa skil sinna gjörða. Það sé ekki þeirra
einkamál hvernig þeir fari með þessa fjármuni
og það starfsfólk sem hjá þeim starfi. „Að því
leyti er ekki að öllu leyti saman að jafna op-
inberum rekstri og einkarekstri þótt ég sé ein-
dregið á þeirri skoðun að starfsfólk almennt,
óháð vinnustað, eigi að búa við grundvallar-
mannréttindi.“
Starfsfólki tryggð mannréttindi
BHM vill eina vinnulöggjöf BSRB gefur lítið
fyrir könnun á stjórnun og starfsmannamálum
Í HNOTSKURN
» Í skýrslunni kemur fram að for-stöðumenn telja mikilvægustu úr-
lausnarefnin í starfsmannamálum þau
að færa regluverk nær því sem gerist á
einkamarkaði.
» Stjórnendur telja að lög og reglur,einkum um uppsagnir, séu íþyngj-
andi og draga þurfi úr miðstýringu
launaákvarðana.
Ögmundur
Jónasson
Halldóra
Friðjónsdóttir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur
sýknað tvo fyrrverandi ritstjóra dagblaðs-
ins DV af kröfu formanns Heilbrigðiseftir-
lits Suðurlands um að ummæli sem birtust í
blaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk. For-
maðurinn var þá dæmdur til að greiða rit-
stjórunum sameiginlega 500 þúsund krónur
í málskostnað.
Ummælin sem birtust í blaðinu voru m.a.
í fyrirsögn á forsíðu DV 20. janúar 2006:
„Bað bréfbera í Keflavík að njósna um
íbúa“. Magnús Guðjónsson, formaður Heil-
brigðiseftirlits Suðurlands, kvaðst fyrir
dómi hafa séð frétt þess efnis að bréfberar í
Keflavík hefðu lent í vandræðum við störf
sín vegna lausagangs hunda. Í kjölfarið
hefði hann sent stöðvarstjóra Íslandspósts í
Keflavík bréf. Þar sagði m.a.: „Mér var að
detta í hug hvort einhverjir bréfberar hjá
þér væru til í að punkta niður hjá sér hvar
hunda væri að finna í þeirra hverfum.“
Magnús byggði á því að umfjöllun DV
hefði verið sérlega særandi og ærumeiðandi
og fór hann fram á tvær milljónir króna í
miskabætur.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ráða-
gerðir Magnúsar hafi varðað skráningu og
vinnslu á viðkvæmum persónuupplýsing-
um. „Verður að telja að það orki mjög tví-
mælis hvort slík upplýsingaöflun sem lögð
var til í erindi stefnanda standist lög.“
Einnig segir að augljóst sé að fréttin hafi
átt fullt erindi við almenning.
Átti fullt erindi
við almenning
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞAÐ er óhætt að segja að sam-
skipti Ítalíu og Íslands séu mjög
góð og geti bara batnað,“ sagði
Geir H. Haarde forsætisráðherra
eftir fundi sem hann átti með
Romano Prodi forsætisráðherra
Ítalíu í gærmorgun sem og Bene-
dikt XVI páfa. Geir segir heim-
sóknina þegar hafa verið árang-
ursríka, m.a. hafi verið ákveðið á
fundi ítalsk-íslenska verslunar-
ráðsins að setja á fót starfshóp til
að vinna að því að auka enn frekar
viðskipti milli landanna.
Á fundi Geirs og Prodi voru tví-
hliða samskipti landanna rædd,
m.a. samningur um tvísköttun,
sem unnið er að að koma í gegnum
ítalska þingið, sem og fyrirætlanir
um opnun ítalskrar sendi-
skrifstofu á Íslandi.
„Ég ýtti aðeins á eftir því að
þeir opnuðu hér sendiskrifstofu,
líkt og við höfum gert í Róm,“ seg-
ir Geir. „Það er gamalt loforð.“ Þá
ræddu ráðherrarnir tungumála-
kennslu, en Ítalir hafa kostað tölu-
verðu til ítölskukennslu hér á
landi. „Ég tilkynnti Prodi að við
myndum vilja greiða fyrir því að
hægt yrði að hefja íslensku-
kennslu við háskólann í Róm og
hefur íslenska ríkisstjórnin sam-
þykkt að leggja fjármuni í það frá
og með næsta skólaári.“
Þá ræddu þeir framboð Íslands
til öryggisráðs SÞ, „en það þurfti
nú ekki mikið að tala um það því
það er langt síðan þeir lýstu yfir
stuðningi við okkur“, segir Geir.
Í kjölfar fundarins með Prodi
gekk Geir á fund Benedikts páfa
XVI. „Þessi fundur okkar var í
alla staði mjög ánægjulegur. Það
er alveg sérstök upplifun að koma
í Páfagarð og fá móttökur af
þessu tagi sem ég og mitt föru-
neyti fengum.“
Ræddi stöðu íslenskra kvenna
Geir segir páfa vel að sér um ís-
lensk málefni. Sagði páfi að geng-
ið yrði frá útnefningu á nýjum
biskupi kaþólskra yfir Íslandi
mjög bráðlega. „Ég færði honum
kveðjur bæði frá kaþólska söfnuð-
inum og biskupi Íslands og færði
vegna þess að við stöndum mjög
framarlega miðað við margar aðr-
ar þjóðir í þessum efnum.“
Þá ávarpaði Geir fund ítalsk-
íslenska verslunarráðsins, ásamt
Emmu Bonino, utanríkisvið-
skiptaráðherra Ítalíu. „Við
ákváðum að setja á laggirnar
nefnd til að fara yfir það með
hvaða hætti hægt sé að efla og
auðga viðskipti og fjárfestingar
milli landanna. Það er þá næsta
vers í þessum efnum. Það eru ótal
viðskiptatækifæri fyrir íslensk
fyrirtæki á Ítalíu og það gildir líka
í hina áttina.“
Á fundinum afhenti Geir þýð-
andanum Sylviu Cosimini viður-
kenningu og styrk frá ríkisstjórn-
inni en hún hefur þýtt marga
íslenska höfunda yfir á ítölsku,
m.a. Laxness, Thor Vilhjálmsson,
Hrafnhildi Hagalín og Arnald
Indriðason. Segir Geir að ánægju-
legt hafi verið að geta kvatt Bon-
ino með stafla af íslenskum bókum
á ítölsku að gjöf.
Síðdegis í gær heimsótti Geir
svo skrifstofu FAO, Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar SÞ, sem
Geir Valdimarsson veitir forstöðu.
Heimsókn Geirs til Ítalíu lýkur á
sunnudag.
staða kvenna hefði breyst á Íslandi
með aukinni atvinnuþátttöku. Ég
fór yfir það hvað það væri mik-
ilvægt að skapa skilyrði til þess að
bæði konur og karlar geti sinnt
börnum sínum við þessar breyttu
aðstæður. Þeir hlustuðu á það allt
saman með miklum skilningi,
fannst mér. […] Ég veit ekki hvort
þeir ræða mikið þessi mál en mér
fannst ástæða til að nefna þetta,
honum nýju þýðinguna af
Biblíunni sem var með áletrun á
latínu frá biskupi Íslands.“
Einnig átti Geir fund með þeim
tveimur kardínálum sem gegna
embætti forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra Páfagarðs. „Ég
fór yfir það með þeim hvernig
þjóðfélag okkar hefur verið að
breytast á undanförnum árum,
m.a. sagði ég þeim frá því hvernig
Geir H. Haarde átti fundi með páfa og Prodi
Sérstakt að koma í Páfagarð
Ljósmynd/Stefano Spaziani
Hans heilagleiki Geir H. Haarde og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, með Benedikt XVI páfa í
Páfagarði í gær. Geir segir sérstaka upplifun hafa verið að koma til Páfagarðs.
Reuters
Árangur Forsætisráðherrar Íslands og Ítalíu, Geir H. Haarde og Rom-
ani Prodi, áttu árangursríkan fund í Chigi-höllinni í Róm í gær.
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur sýkn-
að karlmann af ölvunarakstri á Suðurlands-
vegi í mars sl. þar sem svo mikill vafi var
kominn upp í málinu og eina vitnið sem
hefði getað staðfest sekt mannsins var ekki
leitt fyrir dóminn né skýrsla tekin af því.
Lögreglunni barst tilkynning um að bif-
reið hefði verið ekið út af veginum á Hellis-
heiði og að ökumaðurinn væri ölvaður. Gef-
in var greinargóð lýsing á ökumanninum en
tilkynningin barst frá vegfaranda sem
ræddi við manninn. Lögregla hafði ekki
frekari samskipti við vegfarandann.
Enginn ágreiningur var um hvort mað-
urinn hefði verið ölvaður á umræddum
tíma, en hann neitaði hins vegar að hafa ek-
ið. Sagði hann kunningja sinn hafa ekið en í
kjölfarið húkkað sér far til Reykjavíkur.
Vildi maðurinn ekki greina frá nafni kunn-
ingjans.
Fyrir dómi hélt maðurinn sig við þá sögu
að hann hefði ekki ekið bifreiðinni og nefndi
þá bróður sinn sem ökumanninn. Bróðir
mannsins kom fyrir dóminn og staðfesti
söguna.
Lögregla yfirheyrði
ekki eina vitnið