Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 8

Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 8
8 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVEIR ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæð- inu í fyrrinótt. Annar þeirra, karl á þrítugsaldri, var stöðvaður í Graf- arvogi en hinn, 18 ára piltur, var stöðvaður í Kópavogi. Sá yngri hef- ur aldrei öðlast ökuréttindi en með honum í bílnum voru sex farþegar, sem allir voru í annarlegu ástandi. Tveir ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tvítug kona var stöðvuð fyrir þær sakir í Breiðholti og tæplega þrí- tugur karl stöðvaður af sömu ástæðu í Hafnarfirði. Í bíl hans fundust ætluð fíkniefni. Ökumað- urinn og farþegi, karl á líkum aldri, voru báðir færðir á lögreglustöð en sá síðartaldi reyndist jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Gripnir fyrir að aka ölvaðir UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur falið Ellisif Tinnu Víðisdóttur að gegna hlutverki breytingastjóra innan Ratsjárstofnunar með starfs- hópi utanríkisráðuneytisins um yfirtöku stofnunarinnar. Mun hún leiða yfirfærslu á verkefnum og endurskipulagningu á starfi stofn- unarinnar. Ellisif Tinna hefur und- anfarin ár starfað sem staðgengill sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli, og sem aðstoðarlögreglustjóri við lögregluembættið á Suður- nesjum frá síðustu áramótum. Ellisif stýrir breytingum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÖRFIRISEY er besti staðurinn fyrir olíubirgðastöð, miðað við óbreytt skipulag á svæðinu. Þetta gildir einn- ig ef byggðaþróun í Örfirisey, og á landfyllingum í kring, helst vel ut- an allra hættu- svæða samkvæmt áhættugreiningu ráðgjafarstofunn- ar COWI á stöð- inni sjálfri. Engu að síður þarf að bæta núverandi ástand í olíubirgðastöðinni þar sem áhættugreining COWI sýnir umtals- verða innri áhættu í alþjóðlegum samanburði. Þetta er niðurstaða verkefnis- stjórnar, sem skipuð var um mitt ár 2006 að ósk Reykjavíkurborgar, og falið var að meta áhættu af olíu- birgðastöðinni í Örfirisey og bera saman við 14 aðra staðarvalskosti, á strandlengjunni frá Reykjanesi og upp á Grundartanga. Þess ber að geta að verkefnisstjórnin ákvað að skoða fleiri staði en færri, en það að staðsetning sé tekin með þýðir ekki að fyrir hendi sé yfirlýstur vilji við- komandi sveitarfélaga til að staðsetja olíubirgðastöð þar. Sjö næstu kostir, á eftir Örfirisey, sem fýsilegastir eru reyndust vera: Brimnes, Keilisnes, Álfsnes, Straumsvík, Hafnarfjarðarhöfn, Helguvík og Engey. Sjö aðrar stað- setningar voru skoðaðar en túlkun verkefnisstjórnar á niðurstöðum greininganna er að þær séu síðri kostir. Þessir staðir voru: Kópavogs- höfn, Sundahöfn, Geldinganes, Hval- fjarðarnes, Hvítanes, Olíustöðin í Hvalfirði og Grundartangi. Skýrslan var kynnt í borgarráði nú í vikunni. Að sögn Jóns Viðars Matthíasson- ar, slökkviliðsstjóra höfuðborgar- svæðisins, sem jafnframt var formað- ur verkefnisstjórnarinnar, var í skýrslunni lagt mat á áhættugrein- ingu á olíubirgðastöðinni í Örfirisey, áhættugreiningu landflutninga mið- að við alla fimmtán staðarvalskost- ina, umhverfissjónarmið við stað- setningu olíubirgðastöðvar, flutn- ingskostnað miðað við staðarvals- kostina og stofnkostnað vegna nýrr- ar stöðvar. 62% eldsneytis frá Örfirsey fara til höfuðborgarsvæðisins Jón Viðar bendir á að síðan inn- flutningur flugvélasteinolíu fyrir Keflavíkurflugvöll var fluttur frá Ör- firisey í Helguvík í febrúar á þessu ári sé árlegur landflutningur elds- neytis frá Örfirisey 303 þúsund tonn. Af þessu fara 188 þúsund tonn eða 62% til afhendingarstaða innan höf- uðborgarsvæðisins, en 126 þúsund tonn eða 38% inn á Suðurlandsveg, Reykjanesbraut og Vesturlandsveg. Jón Viðar bendir á að almennt gildir að flutningum um lengri veg fylgir meiri áhætta. Sökum þessa er miðlæg staðsetning ákjósanlegust. Í ljósi þess að 62% alls eldsneytis, sem flutt er frá Örfirisey, fara til afhend- ingarstaða innan höfuðborgarsvæð- isins myndi staðsetning á olíubirgða- stöð langt utan borgarmarkanna auka bæði flutningsáhættu og -kostnað. Að sögn Jóns Viðars er markmiðið með skýrslunni ekki síst það að hægt sé að taka rökstudda ákvörðun um það hvort Örfirisey sé rétt framtíð- arstaðsetning eða hvort ráðast beri í flutning starfseminnar. „Okkar út- reikningar miða eingöngu við núver- andi skipulag,“ segir Jón Viðar og bendir á að eigi að skipuleggja mörg þúsund manna byggð á svæðinu myndu forsendur breytast talsvert. Einnig þurfi að taka tillit til pólitískr- ar afstöðu, upplifunar og vilja al- mennings, álags á vegakerfi, lagning- ar flutningsvega í göng eða stokk, sem og staðsetningar viðkvæmrar starfsemi á borð við skóla, sjúkra- húss og elliheimila nálægt birgðastöð eða flutningsleiðum. Jón Viðar segist afar ánægður með að borgaryfirvöld nálgist ákvörðun um framtíðarskipulag á svæðinu í kringum Örfirisey á faglegum for- sendum. Segir hann ljóst að nútíma- samfélag geti ekki verið án olíu og því sé mikilvægt að hægt sé að lágmarka áhættuna sem hljótist af staðsetn- ingu olíubirgðastöðvar og flutningi eldsneytis, á sama tíma og borgin hafi möguleika á að þróast og dafna. Ný skýrsla verkefnisstjórnar um olíubirgðastöðina í Örfirisey og samanburður við aðrar staðsetningar Örfirisey besti kosturinn að öllu óbreyttu               !"#  !$ % "!% %  &   !"  &'()!( % % +&!",!"- !.&  /)&01 &&$2&!                       !  "       #  $     !  ! Jón Viðar Matthíasson Í HNOTSKURN »Heildarkostnaður vegnabyggingar nýrrar olíu- birgðastöðvar er um 9,5 millj- arðar króna. »Yrði olíubirgðastöðin fluttúr Örfirisey í Brimnes myndi árlegur flutningskostn- aður hækka um rúma 71 millj- ón króna miðað við núverandi staðsetningu. »Væri stöðin flutt í Helgu-vík myndi árlegur flutn- ingskostnaður hækka um tæp- lega 238 millj. kr. »Væri hún flutt í Hvalfjörðmundi flutningskostnaður hækka um 308-353 milljónir kr. árlega eftir því hvort farið væri um göngin eða ekki. „ÉG fagna þessari skýrslu og tel að hún sé mjög mikilvægt innlegg inn í umræðuna um uppbyggingu og framtíð í Ör- firisey,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, for- maður borg- arráðs og stjórn- arformaður Faxaflóahafna. Bendir hann á að skýrslan fari á næstu dögum til umræðu í starfshópi á veg- um borgarráðs og Faxaflóahafna sem vinni að hugmyndum um íbúðabyggð í Örfirisey og á mögu- legum landfyllingum. „Það þarf að vinna þetta þar og síðan taka ákvarðanir um framhaldið, því það er alveg ljóst að við verðum að finna út úr því hvernig best er að samþætta þau eðlilegu sjón- armið að það sé nauðsynlegt að hafa einhvers staðar á suðvest- urhorninu olíubirgðastöð, en um leið að framþróun höfuðborg- arsvæðisins haldi áfram með eðli- legum hætti til framtíðar.“ Aðspurður hvort hann telji að niðurstaða skýrsluhöfunda, þess efnis að Örfirisey sé besti kost- urinn fyrir olíubirgðastöð, miðað við núverandi aðstæður, setji pressu á borgaryfirvöld um að birgðastöðin verði þar áfram svarar Björn Ingi því neitandi. Segist hann sjálfur vera þeirrar skoðunar að núverandi staðsetn- ing olíubirgðastöðvarinnar í Ör- firisey gangi ekki til lengri fram- tíðar. „Við getum hins vegar ekki tek- ið ákvörðun um að olíubirgða- stöðin í Örfirisey fari fyrr en við erum komin með annan stað sem uppfyllir sömu skilyrði og Örfir- isey eða sé jafnvel betri. Áður en við finnum þann stað getum við ekki tekið neina ákvörðun um brottflutning.“ Mikilvægt innlegg í umræðuna Björn Ingi Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.