Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 9 FRÉTTIR Á AÐALFUNDI Félags ábyrgra feðra nýlega var ákveðið að breyta nafni félagsins í Félag um foreldrajafnrétti. Félagið áform- ar að halda veglega upp á 10 ára afmæli sitt á feðradaginn hinn 11. nóvember nk. Hægt er að gerast félagsmaður á foreldra- jafnrétti.is. „Ástæður nafnbreytingarinnar eru breyttar aðstæður í þjóð- félaginu. Ástæðulaust er að kyn- greina þann aðstöðumun sem rík- ir milli foreldra eftir því hvort þeir búa með börnum sínum á sama lögheimili eða ekki,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Félag skiptir um nafn GLERBROT hefur fundist í rauðvíns- flösku af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. ÁTVR og Vífil- fell hf. biðja við- skiptavini sem hafa þessa vöru undir hönd- um að skila henni í næstu vínbúð við fyrsta tækifæri þar sem hún verður end- urgreidd. Í fréttatilkynningu segir að varan hafi verið tekin úr sölu í öllum vínbúðum ÁTVR og dreifing stöðvuð. Nánari upp- lýsingar er að finna á vinbud.is. Glerbrot fannst í víni STJÓRN BSRB skorar á borg- aryfirvöld í Reykjavík að ógilda þegar í stað samninga um sam- einingu REI og GGE enda sé ekki rétt að þeim staðið. Auk þess krefst stjórn samtak- anna þess að hætt verði við áform um hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og kallar eftir breytingum á lögum sem komi í veg fyrir að einkaaðilar eignist náttúruauðlindir þjóð- arinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í gær. Ályktun stjórnar BSRB vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur, REI/GGE og Hitaveitu Suður- nesja má finna í heild á vefnum www.bsrb.is. BSRB vill ógilda samningana GRUND, dvalar- og hjúkrunar- heimili, við Hringbraut heldur upp á 85 ára afmæli um helgina. Laugardaginn 27. október býður heimilisfólk aðstandendum sínum í afmæliskaffi, frá klukkan 14-16. Þann dag verður mikið um að vera á Grund, tekið verður lagið og skoðaðar ljósmyndir af starfinu, handverk heimilisfólks verður til sölu og víða um húsið verður hægt að sjá sýnishorn af því gróskumikla starfi sem boðið er upp á alla daga. Á sunnudaginn verður hátíðar- messa á Grund kl. 14. Biskup Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, mun prédika. Á mánudaginn er svo boð- ið til móttöku í hátíðarsal Grundar klukkan 14-16. Morgunblaðið/Þorkell Grund fagnar 85 ára afmæli Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Afmælisviku lýkur 20% afsláttur af allri vöru í dag Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga kl.10-18 Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 – Eddufelli kl. 10-14 Samkvæmisfatnaður með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Hefst miðvikudaginn 7. nóvember. Kennt á mán. og mið. kl. 20.00 (7 skipti). Kennslustaður: Menningarmiðstöðin Gerðuberg. PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100 Bókaðu strax á www.plusferdir.is Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Innifalið í verði: Flug og gisting í 3 nætur og morgunverður, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 48.710 kr. Verð á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi á Hotel Catalona Princesa með morgunverði í 3 nætur. Verð frá: 9. , 16. , 23. , 30. nóvember og 7. desember. Helgi i Barcelona BLÓTGÆLUR EFTIR KRISTÍNU SVÖVU TÓMASDÓTTUR „BÆÐI BÍTUR OG SLÆR“ „Hún er köld, írónísk, æðrulaus en líka sjóðandi heit og fyndin.“ – Þröstur Helgason, Lesbók Mbl. – Jón Yngvi, Ísland í dag5. SÆTI Á METS ÖLULIS TA EYMUN DSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.