Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 19

Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 19 HUANG Yan, fjögurra ára kín- verskur drengur, svamlar hér um í sædýrasafninu í Qingdao ásamt fimm ára mjaldri. Ólympíuleikarnir verða í Kína á næsta ári og að und- anförnu hefur verið mikið um alls kyns „íþróttauppákomur“ með börnum. Þessi er ein þeirra en víst þykir að þær yrðu ekki leyfðar á Vesturlöndum. AP Syndur eins og hvalur SERBNESKIR þjóðernissinnar eru sakaðir um að valda vaxandi spennu í Bosníu og jafnvel víðar á Balkan- skaga. Er ástæðan sögð sú, að þeir óttast að missa Kosovo-hérað í hend- ur albanska meirihlutanum þar. Vojislav Kostunica, forsætisráð- herra Serbíu, og þjóðernissinna- flokkur hans hafa hafið eins konar herferð gegn erindreka eða fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og saka þeir hann um að vilja fyrirkoma serbneska smáríkinu, sem komið var á fót innan landamæra Bosníu með friðarsamningum 1995. Stuðningsmenn Slobodans heitins Milosevic, fyrrverandi forseta Serb- íu, ganga raunar svo langt að segja, að verði Kosovohérað sjálfstætt, ætti Serbía að viðurkenna sjálfstæði Serbneska lýðveldisins í Bosníu. Að því búnu yrði því boðið að samein- ast Serbíu. Margir segja, að reyni Serbíu- stjórn að ýta und- ir sjálfstæði Bosníu-Serba, muni það kveikja aftur þá elda, sem urðu tugum ef ekki hundruðum þúsunda manna að bana í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Enn fara fram viðræður um fram- tíðarstöðu Kosovohéraðs en Serbar segjast aldrei munu samþykkja, að héraðið verði slitið frá Serbíu, sem það tilheyrir nú. Albanski meirihlut- inn er jafnstaðráðinn í lúta ekki lengur yfirráðum Serba. Serbar sagðir kynda undir óróa í Bosníu Vojislav Kostunica                                                                                                                              

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.