Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 20

Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÍÐASTLIÐIÐ vor stakk ung- ur tónleikagestur upp á því við Sinfóníuhljómsveit Íslands að hún héldi náttfatapartí. Hljóm- sveitin ætlar að verða við þess- ari bón í dag klukkan 17 með tónleikum þar sem flutt verður draumkennd næturtónlist ým- iskonar. Þar má nefna vöggu- vísu um Óla Lokbrá og Eine Kleine Nachtmusik eftir Moz- art. Stjórnandi og hljómsveit verða að sjálfsögðu í náttfötum og eru gestir hvattir til þess að mæta líka þannig klæddir. Bangsar og dúkkur eru sér- staklega boðin velkomin. Tónlist Náttfatapartí hjá Sinfóníunni í dag Þessi er velkominn á tónleika í dag. TROMPETLEIKARINN Meynard Ferguson var þekktur fyrir gríðarlegt tónsvið og kraftmik- inn tónlistarflutning. Ferguson lést á síð- asta ári og á morgun ætla Stórsveit Reykja- víkur og sænski trompetleikarinn Lasse Lindgren að heiðra minningu hans með tónleikum. Flutt verður tónlist sem spannar allan feril Fergusons, en hann var sérstaklega þekktur fyrir skrautlegar útgáfur af þekktum popplögum. Tónleikarnir fara fram í ráðhúsi Reykjvíkur og hefjast klukkan 15. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Stórsveitin heiðrar Meynard Ferguson Meynard Ferguson VINIR Sigurðar Gylfa Magn- ússonar hafa gefið út Íslenzka menningu II honum til heiðurs á fimmtugsafmæli hans. Flest- ir höfundar efnis í Íslenzkri menningu II starfa við Reykja- víkurakademíuna. Páll Björns- son rekur hér símasamskipti sín við Hannes Hólmstein, Sig- ríður Bachman fjallar um leynda kynþáttafordóma fræðasamfélagsins og Bryndís Björgvinsdóttir skrifar um fortíðarpiss. Um þessar mundir eru 65 ár síðan Íslenzk menning I eftir Sigurð Nordal kom út og því ekki seinna vænna að mjaka verkinu frekar áleiðis. Bækur Íslenzk menning II eftir 65 ára bið Sigurður Gylfi Magnússon Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is UM áramótin rennur út samstarfs- samningur um rekstur Safns við Laugaveg og að óbreyttu verður því lokað fyrir fullt og allt. Nýr formaður mennta- og ferðamálaráðs, Margrét Sverrisdóttir, hefur hinsvegar áhuga á því að Reykjavíkurborg taki áfram þátt í starfsemi þess og að því verði gert hátt undir höfði. Safn hefur verið opið almenningi frá því árið 2003 þegar hjónin Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir gerðu samstarfssamning við Reykja- víkurborg til fimm ára. Samkvæmt samningnum lögðu þau til hús sitt við Laugaveg 37 og allan safnkost, en listaverkasafn þeirra telur um 800 verk og var metið á 130-160 milljónir fyrir fimm árum. Framlag borg- arinnar var 15 milljónir króna á ári til reksturs safnsins. Svörin bárust of seint Í nóvember á síðasta ári bauð Pét- ur borgaryfirvöldum áframhaldandi samstarf og sótti í því skyni um að fá að kaupa lóð í miðbænum. Þar vildi hann fá að byggja nýtt hús fyrir Safn þar sem hann hefði líka íbúð. Húsið við Laugaveginn hentar að sumu leyti illa fyrir starfsemina, sérstaklega eru geymslur í kjallara hússins ber- skjaldaðar gegn vatnstjóni. Það hefur nú verið selt. Umleitunum hans var ekki svarað fyrr en síðla sumars, en þá var hann búinn að festa sér annað hús til íbúð- ar þar sem ekki er aðstaða til sýning- arhalds. „Svo þetta hættir um ára- mótin, það er alveg klárt,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið fyr- ir fáeinum vikum. Margrét Sverrisdóttir tók við for- mennsku í menningar- og ferða- málaráði eftir að nýr meirihluti tók við völdum í borgarstjórn á dögunum. Hún segir vinnu við stefnumörkun skammt á veg komna og að ekki sé búið að fjalla formlega um málefni Safns, en hún hafi mikinn áhuga á að halda samstarfinu við Pétur áfram. „Ég hef persónulega mjög mikinn áhuga á að það verði leitað lausna á málinu.“ Hún segir hugmyndir uppi um að Listasafn Reykjavíkur verði í samstarfi við Safn um sýningarhald og fleira þar til framtíðarlausn finnst. „Þetta er stórmerkilegt safn og við viljum gera því hátt undir höfði. Þetta mál er eitt þeirra sem ég ætla að leggja á ríka áherslu. Mér finnst það forgangsatriði að sýna safninu virð- ingu og leita lausna sem Pétur verður sáttur við líka.“ Þarf að byrja upp á nýtt Pétur var spurður að því í vikunni hvort hann teldi að með nýjum meiri- hluta í borgarstjórn væri möguleiki að koma á samstarfi á ný. „Ég veit það satt að segja ekki. Nú þarf að byrja á öllu upp á nýtt. Þau eru búin að biðja um fund og þá kemur í ljós hvað þau hafa í huga. En svo hef ég orðið var við áhuga frá öðrum aðilum,“ segir Pétur, en hann vill ekki greina frá því að sinni hverjir þeir séu. Listaverkasafn hjónanna verður ekki selt úr landi eins og orðrómur hefur verið um. „Ég vil að þetta verði á Íslandi og hvergi annarsstaðar. Því verður bara pakkað niður og sett í geymslu,“ segir Pétur. „Forgangsatriði að sýna safninu virðingu,“ segir Margrét Sverrisdóttir Safni pakkað niður Morgunblaðið/Sverrir Safn Í lok þessa árs verður Safni við Laugaveg lokað. Ekki hefur verið gengið frá áframhaldandi samstarfi um rekstur þess. FJÖLMARGAR myndlistarsýningar verða opnaðar um helgina, og gæti það orðið góður rúntur fyrir list- elska að kíkja á þær. Í Listasafni ASÍ á Freyjugötu verður opnuð sýning kl. 15 í dag á verkum listakonunnar Sari Maarit Cedergren. Sari hefur undanfarin ár verið að vinna verk sem endur- spegla mismunandi hliðar á íslensku veðri, með gifsi og steypu. Á sama tíma og sama stað opnar JBK Ransu sýningu sem hann kallar Xgeo III. Í Grafíksalnum í Tryggvagötu verður opnuð sýning í dag á verkum Soffíu Sæmundsdóttur og Monicu Schokkenbroek. Leiðir lista- kvennanna lágu saman við vinnu- stofudvöl í Banff í Kanada í árslok 2004 þar sem löngun í hið óvænta dró þær að Klettafjöllunum. Sýn- ingin er afsprengi þeirra kynna; eins konar samtal tveggja mann- eskja hvorrar frá sínu landinu, heill- aðar af ferðinni og því sem gerist á ferð. Litir í vaski og landi Í fyrradag var opnuð sýning Lindar Völundardóttur í Skoti Borgarbókasafnsins við Tryggva- götu. Það sem fyrir augu ljósmynd- arans ber eru litablöndur í ferkönt- uðum álvaski, alltaf sami vaskurinn og alltaf sama niðurfallið í vinnu- stofu listamannsins. Titill verksins, Litur án forms, verður til í verkinu sjálfu þar sem litnum er ekki ætlað form heldur mótast af kringum- stæðum. Litaduftið blandast vatninu en magn, hitastig og sogkraftur nið- urfallsins mynda formin. Við Mýrargötu er heiti sýningar- salarins á móti Slippnum, nánar til- tekið við Mýrargötu 14. Þau Björg Vigfúsdóttir ljósmyndari og Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfur- smiður opna sýningu þar í dag kl. 16. Frá því að Björg kom heim úr framhaldsnámi í New York hefur hún fundið fyrir sterkri tengingu við landið sitt og áhugi kviknað á að sýna orkuna og litina sem Ísland býr yfir. Myndröðin sem Björg sýnir við Mýrargötuna lýsir þessu. Á síðustu árum hafa hönnun og stærri form úr umhverfi listamanns- ins heillað Stefán Boga, og á sýning- unni sýnir hann skúpltúra sem bera þessu merki, unna í látún. Þá má jafnframt minna á sýningu ljósmyndarans Oves Aalos í Nor- ræna húsinu; sýningu Rúnu Þor- kelsdóttur í Galleríi + á Akureyri og sýningu Söru Riel í Galleríi 101. Myndlist um helgina Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is RÚSSNESK-ísraelski píanósnilling- urinn Albert Mamriev heldur tón- leika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu Salarins við Richard Wagner-félagið. Á efnisskránni eru umritanir eftir Franz Lizst á stefjum og þáttum úr óperum Wagners, og fyrir tónleikana heldur Reynir Axelsson stutt erindi til kynningar á tónlistinni. En eftir hvern er þá tónlistin, Wagner eða Liszt? „Báða,“ segir Albert Mamriev. „Ég get ekki gert upp á milli höfundar- verks þessara stórkostlegu tónskálda í umritununum. Wagner samdi sitt sem dásamlega óperutónlist og Liszt hafði svo mikið dálæti á tónlist Wagn- ers að hann umritaði hana fyrir píanóið. Liszt umritaði fjölda verka eftir alls konar tónskáld, allt frá unga aldri, bæði smáverk og stórvirki á borð við sinfóníur Beethovens. Liszt var mikil persóna og hafði mikil áhrif á tónlistarlífið um sína daga, meðal annars með því að umrita verk ann- arra tónskálda svo auðveldara væri að koma þeim á framfæri. Það tók hann tuttugu ár að umrita verk Wagners. Það var ekkert hrist fram úr erminni. Hann hafði fylgst með Wagner lengi og séð hæfileika hans mótast og þroskast. Fjölmörg önnur tónskáld umrituðu tónlist Wagners, en mér blandast ekki hugur um að þær sem Liszt gerði eru langbestar.“ Valdi ekki bara uppáhaldsverk Mamriev segir það það veita sér mikla gleði og ánægju að hafa fengið góð tækifæri til að leika Wagner- umritanir Liszts, enda séu verkin ögrun fyrir hvaða píanóleikara sem er. Spurður hvort hann sjái Liszt draga fram eitthvað sérstakt öðru fremur sem honum gæti hafa líkað sérlega vel í tónlist Wagners segir Mamriev að slíkt sé aðeins hægt að ímynda sér. „Liszt valdi ekki bara stef og óperuþætti sem voru í uppá- haldi hjá honum. Af sendibréfum beggja má ráða að Wagner útlistaði óperur sínar fyrir Liszt í smáatriðum. Ég held í ljósi þess að Liszt hafi ekki þurft að velta því lengi fyrir sér hvaða þætti og stef hann notaði. En hann vissi líka að því fegurri sem tónlist Wagners var, því meiri ögrun var það fyrir hann að koma öllu vel til skila á píanóið, með öllum þeim litbrigðum hljómsveitar og söngradda sem þurfti. Það gegnir þó svolítið öðru máli með Tannhäuserforleikinn, því hann er svo gríðarlega píanískur. Ég er búinn að spila um 85% af allri píanótónlist Liszts, en ekkert jafnast á við hann í þeim kröfum sem hann gerir til píanóleikarans. Ég upplifði mikla hamingju við hverja síðu sem bættist við þegar ég var að læra Tannhäuserforleikinn. Og þótt hann sé gríðarlega erfiður þá fann ég aldr- ei til reiðinnar í garð erfiðra verka sem stundum keyrir mann áfram. Ég fann ekki fyrir neinu nema gleði. Ég var ekki bara að spila verkið, það skapaðist líka ákveðið samtal milli mín og þessara stórskálda. Þetta gerðist síðast þegar ég spilaði verkið í Bayreuth; – ég settist við píanóið og hugsaði: Jæja, Wagner og Liszt, nú er ég hér, og við getum byrjað að tala saman.“ Það gekk líka allt vel.“ Albert Mamriev fæddist í lýðveld- inu Dagestan í Sovétríkjunum og stundaði nám í Rússlandi, Ísrael og Þýskalandi. Hann er nú búsettur í Ísrael og er talinn til helstu píanóleik- ara þar í landi. Það kann að vera við- kvæm spurning hvernig Ísraela líðist að spila tónlist Wagners í sínu heima- landi, því sem kunnugt er var hún í miklu uppáhaldi hjá Hitler í þriðja ríkinu, á sama tíma og gyðingum var miskunnarlaust útrýmt. Albert Mam- riev svarar hispurslaust og ákveðið: „Það eina sem skiptir máli fyrir mig er tónlistin; ekkert annað. Tímarnir breytast og það er löngu tímabært að fólk sleppi tökum á fortíðinni, öðlist sátt og frið og læri að fyrirgefa og gleyma. En veistu hvað! Það gerðist einu sinni á tónleikum sem ég hélt í Háskólanum í Tel Aviv, sem voru sendir út í útvarpinu; að tónleika- kynnirinn í útsendingunni sagði frá því að sjálfur Theodor Herzl [upp- hafsmaður síonismans] hefði ein- hvern tíma látið spila tónlist eftir Wagner á undan síonistaþingi í Ung- verjalandi. Ef hann gat það, þá ætti það ekki að vera neitt vandamál. Það er tónlistin sjálf sem skiptir höfuð- máli, ekki hvort einhverjum líkaði hún einhvern tíma eða ekki.“ Albert Mamriev leikur umritanir Liszts á stefjum og þáttum úr óperum Wagners í Salnum í dag Jæja, Wagner og Liszt, nú er ég hér Morgunblaðið/Ómar Albert Mamriev Það eina sem skiptir máli er tónlistin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.