Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Kvikmyndafélagið Skotta, sem er í eigu Árna Gunnarssonar á Sauðárkróki og fjölskyldu hans, hefur undanfarið ár unnið að gerð tveggja sjónvarpsmynda. Önnur er um Laufskálarétt í Hjaltadal og hin heimsmeistar- ana Þórarinn Eymundsson og Kraft frá Bringu. Myndirnar eru teknar upp á háskerpu-tökuvél- ar. Í myndinni um Laufskálarétt er varpað fram þeirri spurningu hvers vegna á fjórða þúsund manns koma saman á Laufskálaholtinu síðustu helgina í september. Tökur hófust í september í fyrra. Myndað var í Kolbeinsdal í vetur og einn- ig þegar bændur fluttu hross og sauðfé í dalinn í vor og sumar. Tökum lauk um stóðréttarhelg- ina, 28. til 29. september. Að sögn Árna er myndin tekin í samvinnu við stjórn Upprekstrarfélagsins á svæðinu. Hún byggist á ósnortinni náttúru afréttarins, Kol- beinsdals, og iðandi mannlífi þegar stóð er rétt- að í Laufskálarétt í Hjaltadal. Þúsundir gesta koma í héraðið gagngert til að smala hrossum og fylgjast með stóðréttinni. Fylgdust með frá upphafi Myndin um stóðhestinn Kraft frá Bringu og knapa hans, Þórarin Eymundsson, er að sögn Árna allt annars eðlis. „Kraftur, en það er vinnuheiti myndarinnar, fjallar um samskipti manns og hests og þá staðreynd að þeir sem taka þátt í heimsmeistaramóti íslenska hestsins verða að skilja hestana sína eftir þegar keppni lýkur úti,“ segir Árni. „Við fórum á stúfana þeg- ar við fréttum af því að Tóti og fjölskylda hans stefndi á þátttöku í heimsmeistaramótinu í Hol- landi sem fram fór í ágúst. Í þessari mynd feng- um við að vera eins og fluga á vegg. Þórarinn gerði það til dæmis fyrir okkur að ríða með þráðlausan sendihljóðnema í úrslitakeppninni í töltinu. Tökum er að mestu lokið en ég býst við að þessi mynd höfði til mun stærri hóps en bara hestamanna,“ segir Árni Gunnarsson. Árni leikstýrir Krafti og skrifaði handrit en Þorvarður Björgúlfsson kvikmyndagerðamaður er meðframleiðandi, ásamt Steingrími Karls- syni kvikmyndagerðarmanni (Borgarauglýsing ehf.) og kvikmyndafyrirtækinu Mystery. Þor- varður og fyrirtæki hans, Kukl ehf. leggur til allar upptökuvéar. Þeir Árni og Björgúlfur hafa unnið saman áður að gerð sjónvarpsmynda. Ár- ið 2004 gerðu þeir myndina „Í Austurdal“ og einnig gerðu þeir í sameiningu mynd um líf fólks flóttamannabúðum sem tekin var á Balkan- skaga. Báðar myndirnar voru sýndar í Ríkis- sjónvarpinu. Hefur nú verið undirrituð viljayfir- lýsing um sýningu RÚV á báðum myndunum. Einvalalið Að sögn Árna kemur einvalalið að gerð mynd- anna. Tökumenn eru Steingrímur Karlsson sem einnig ritstýrir klippingu, Þorvarður Björgúlfs- son, Bergsteinn Björgúlfsson og Friðþjófur Helgason. Um hljóð og hljóðsetingu sér Gunnar Árnason en útsetning og upptökur á tónlist ann- ast Eiríkur Hilmisson og Sandra Dögg Þor- steinsdóttir ásamt fleirum. Þess má geta að Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir gerð myndarinnar um Kraft. Kvikmyndafélagið Skotta er með tvær skagfirskar myndir í framleiðslu Fengu að vera eins og fluga á vegg hjá heimsmeistara Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Í stóðréttum Félagarnir tóku upp efni í Laufskálarétt í haust, f.v. Gunnar Árnason hljóðmaður, Bergsteinn Björgúlfsson upptökumaður og Árni Gunnarsson framleiðandi. Stokkseyri | Tónleikar verða með Ljótu hálfvitunum á Draugabarnum á Stokks- eyri í kvöld, í tilefni vetrarkomu. Knattspyrnufélagið Ástríkur PSV stendur fyrir tónleikunum. Tilgangurinn er að krydda „síðkvöld haustsins þegar myrkrið er um það bil að taka völdin ...“ segir í fréttatilkynningu og tekið fram að tilgangur tónleikanna sé að lífga upp á mannlífið fremur en að hagnast. Hugmyndin er að gera tónleika á hausti að árvissum viðburði í menningarlífinu á Suðurlandi. Ljótu hálfvitarnir á Draugabarnum Vestmannaeyjar | Bæjarráð Vestmanna- eyja gerir kröfu um að stærri og öflugri ferja verði notuð til siglinga milli Vest- mannaeyja og Bakkafjöruhafnar en gert er ráð fyrir í auglýsingu Siglingastofn- unar um forval vegna kaupa og rekstr- ar ferju á þessari leið. Telja Vest- mannaeyingar að þannig geti ferjan betur sinnt þjónustuhlutverki sínu og öryggi aukist. Bæjarráð samþykkti minnisblað með kröfum sem það vill að tekið verði tillit til við útboð á ferjusiglingum. Þar koma meðal annars fram kröfur um að skipið beri 55 bíla og 350 farþega í ferð og að frátafir verði ekki meiri en hafa verið í siglingum til Þorlákshafnar. Ferðatími verði ekki minni en 6 ferð- ir á sólarhring yfir vetrartímann og 8 ferðir yfir sumartímann. Kröfur eru gerðar um hámark fargjalda og fleira af því tagi. Þá telur bæjarráðið ekki ráðlegt að semja til nema 5 ára í einu, og eitt til tvö ár til að byrja með, á meðan reynsla er að komast á þessar nýju samgöngur. Siglingastofnun gengur út frá fimmtán ára samningstíma í sínu forvali. Eyjamenn gera kröfu um stærri og öflugri ferju ANTONÍA Sigurðardóttir, ellefu ára dóttir Sigurðar Gestssonar eig- anda Vaxtarræktarinnar, tók í gær fyrstu skóflustungu að heilsurækt- arhúsi sem fyrirtækið ætlar að reisa á sundlaugartúninu norðan við íþróttahöllina. Sigurður stend- ur við hlið Antoníu á myndinni. Í húsinu verður fjölbreytt heilsu- tengd þjónusta. Helst er þar að nefna að vaxtarræktin verður öflug líkamsrækt á flestum sviðum og verður þar með langstærsta og öfl- ugasta tækjasal á landsbyggðinni, að sögn Sigurðar. Í húsinu er gert ráð fyrir ljósa- stofu, nuddurum, hár- og snyrti- stofu, veitingasölu og barnapössun. Ennfremur verður í húsinu fyr- irtæki sem heitir InPro, en það sér- hæfir sig í heilsuvernd og vinnu- vernd. Að sögn Sigurðar hefur við hönn- un hússins verið haft að leiðarljósi að þar verði fyrsta flokks íþrótta- aðstaða fyrir flesta aldurshópa og ekki síður að staðurinn verði, í sam- vinnu við fjölskyldugarðinn og Sundlaug Akureyrar, fyrir alla fjöl- skylduna í anda stefnu Akureyr- arbæjar um fjölskylduvænan bæ. Stefnt er að því að húsið verði tekið í notkun 21. ágúst á næsta ári, á afmæli Sigurðar Gestssonar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðstaða fyrir alla aldurshópa JÓHANNES Jónsson, gjarnan kenndur við Bónus, er afar ósáttur við þau ummæli bæjarstjórans á Ak- ureyri í Morgunblaðinu að ólíklegt sé að Hagkaupsverslun verði reist á svæðinu þar sem Akureyrarvöllur er nú. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri sagði að uppi væru hug- myndir um lágreista íbúðabyggð á svæðinu, í samræmi við byggðina sem fyrir er á Eyrinni, og almenn- ingsgarð, en ekki gert ráð fyrir stór- verslun. Þyrping hefur sóst eftir lóð undir Hagkaupsverslun á vallarsvæðinu en Sigrún Björk sagði í Morgunblaðinu að bærinn hefði í raun aldrei léð máls á því að þar yrði reist slík verslun, þreifingar hefðu átt sér stað en engar alvarlegar viðræður. „Það var fyrrum bæjarstjóri á Ak- ureyri sem benti mér á þessa leið á sínum tíma og sagði mér að sækja um lóð þarna. Við höfum beðið í nokkur ár eftir svari og mér finnst forkast- anlegt að halda okkur í óvissu, bæði starfsmönnum og viðskiptavinum,“ sagði Jóhannes í samtali við Morg- unblaðið. „Mér finnst það ótrúlegur dónaskapur hvernig komið er fram í þessu máli. Okkur hefur aldrei verið neitað, en sjáum þetta svo í blaðinu. Ef fólk hefur ekki kjark til þess að segja nei á það að ekki að vera í póli- tík,“ segir Jóhannes. Kristján Þór Júlíusson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri, vildi ekki tjá sig um málið í gær. G. Oddur Víðisson, framkvæmda- stjóri Þyrpingar, segir í sjálfu sér ágætt að hafa loksins fengið svar en þetta hafi ekki verið æskileg leið. „Við höfum hitt fulltrúa Akureyrar- bæjar fjórum sinnum síðan í vor og áttum síðast fund með þeim á mánu- degi í síðustu viku.“ G. Oddur sagði fulltrúa Þyrpingar fyrst hafa rætt við Akureyrarbæ í mars 2004 og síðan hafi félagið beðið á gulu ljósi; „það kom ekki rautt ljós fyrr en í Mogg- anum [í fyrradag]. Við höfum beðið átekta en aldrei fengið svar.“ Þrjú og hálft ár væri að sínu mati óeðlilega löng bið eftir svari um lóð. Hann segir Þyrpingu hafa kynnt hugmyndir sínar fyrir bæjarráði árið 2005, umsóknin liggi enn hjá bæjar- félaginu og henni hafi aldrei verið svarað til fullnustu. G. Oddur segir að í vor hafi félagið lagt fram óformlegar hugmyndir um verð fyrir svæðið. Við þeim hafi ekki komið svar „en í síðustu viku barst okkur sú spurning frá bæjarstjóran- um hvort við værum tilbúnir að skoða það að vera bæði með verslunina og bílastæðin neðanjarðar. Við erum búnir að sjá að ekki er hægt að koma því við, en erum reyndar ekki búnir að svara erindinu. Svo sjáum við þetta bara í Mogganum…“ Höfum beðið á gulu ljósi í þrjú og hálft ár Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lágreist byggð? Séð yfir Akureyrarvöll og efri hluta Eyrarinnar. Verið er að skoða hugmyndir um lágreista íbúðabyggð á hluta vallarsvæðisins. Í HNOTSKURN »Bæjarstjóri segir ólíklegtað Hagkaupsverslun rísi á vallarsvæðinu. Nú sé verið að skoða hugmyndir um lágreista íbúðabyggð og garð. »Jóhannes í Bónus segirHagkaupmenn með vara- áætlun en hann tjái sig ekki um hana strax. EFNI tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Norður- lands á morgun á Akureyri og Eskifirði eftir viku helgast að stórum hluta af nálægð allra sálna messu sem er á næstu grös- um. Stærsta verkið er Sálumessa Gabriele Fauré þar sem kór Glerárkirkju og félagar úr kirkjukórum á Austur- landi syngja með hljómsveitinni. „Requim Faurés hefur að vissu leyti sérstöðu meðal sálumessa, sem til eru frá ýmsum tímum. Efn- ið er klassískt og textinn alltaf svipaður í grunninn og yfirleitt talsverð áhersla lögð á ógnina og óttann við dauðann,“ segir Guð- mundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, við Morgunblaðið. Hjá Fauré er hins vegar allt ann- að upp á teningnum. „Hann segist sjálfur, í bréfi, hafa séð þá gagn- rýni á verkið að það sé nánast eins og vögguvísa og hann sé ekkert ósáttur við það; þannig sé einfald- lega sýn hans á yrkisefnið.“ Tónlistin er ákaflega falleg, segir Guðmundur Óli. „Þegar haust- rökkrið hellist yfir þá finnst mér þessi tónlist eiga mjög vel við. Þetta er ákaflega huggunarrík tón- list, þar sem umfjöllunarefnið er dauðinn.“ Hin verkin á tónleikunum eru Pavane fyrir strengi og hörpu eftir Maurice Ravel og Konsert fyrir óbó og strengi eftir Thomaso Albinoni. Ákaflega huggunar- rík tónlist Guðmundur Óli Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.