Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
reynslumikið og menntað starfsfólk sé á
Litla-Hrauni og 85% núverandi starfsmanna
búi í sveitarfélaginu Árborg. Aðrir starfs-
menn eru að mestu frá öðrum stöðum á
Suðurlandi. Gott hafi verið að fá fólk til af-
leysinga.
Þjónusta á svæðinu
Bent er á mikið öryggi af því að hafa
starfsmenn svo nálægt Litla–Hrauni sem
raun ber vitni því við neyðartilfelli eru starfs-
menn á Eyrarbakka 3 mínútur á staðinn, frá
Stokkseyri 5 mínútur og frá Selfossi rétt um
10 mínútur. Sérsveit sé starfandi á Litla-
Hrauni og mjög góð heilbrigðisþjónusta á
Selfossi með reyndu starfsfólki sem þjón-
ustar Litla-Hraun.
Þá er bent á að farsælt samstarf sé við
Fjölbrautaskóla Suðurlands um kennslu á
Litla-Hrauni og að Árborg sé nánast hluti af
höfuðborgarsvæðinu og samgöngur verði eins
og best getur orðið eftir lagfæringu Hellis-
heiðar og með tilkomu hins nýja Suður-
strandarvegar en hvort tveggja sé í sjónmáli.
Þrengslavegur er greið leið á öllum tímum.
Bent er á mjög góða reynslu af flutningi
Landbúnaðarstofnunar á Selfoss í hið rót-
gróna landbúnaðarhérað og víst er að sama
yrði með flutning Fangelsismálastofnunar í
Árborg þar sem fangelsismálamenningin er í
eins góðum farvegi og raun ber vitni.
Eftir Sigurð Jónsson
Eyrarbakki | Starfsmenn fangelsisins á Litla-
Hrauni hafa afhent Árna Mathiesen, fjár-
málaráðherra og fyrsta þingmanni Suður-
kjördæmis, áskorun til þingmanna, dóms-
málaráðherra, Fangelsismálastofnunar og
sveitarstjórna á Suðurlandi um að þeir beiti
sér fyrir uppbyggingu fangelsisins á Litla-
Hrauni.
Máli sínu til stuðnings benda starfsmenn
Litla-Hrauns á að þar hafi verið rekið vinnu-
hæli og fangelsi frá árinu 1929 með farsælum
hætti og starfsemin alla tíð verið í mikilli sátt
og samlyndi við allt og alla á svæðinu. Fang-
elsismálastofnun eigi góð svæði í kring um
Litla-Hraun, innan öryggisgirðingar, sem
auðveld eru til bygginga. Miklar byggingar
séu til staðar sem og önnur nauðsynleg atriði
svo sem vandaðar girðingar, að- og frárennsl-
isveitur og vegtengingar eins og best gerist.
Viðhald og þjónusta þessara þátta sé í góðum
höndum aðila í næsta nágrenni. Hægt sé að
selja stór og verðmæt byggingasvæði sem
ríkið er eigandi að á svæðinu til þess að fjár-
magna byggingarkostnað. Einnig að mjög
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Áskorun Ari Thorarensen fangavörður af-
hendir Árna Mathiesen fjármálaráðherra
áskorunina ásamt gögnum.
Krefjast uppbyggingar á Litla-Hrauni
Selfoss | „Aðalmálin á þessum fundi
verða menntunarmál slökkviliðsmanna og
samræmdar útkallsskýrslur,“ sagði Krist-
ján Einarsson, slökkviliðsstjóri á Selfossi
og formaður Félags slökkviliðsstjóra Ís-
landi (FSÍ), en félagið heldur aðalfund
sinn núna um helgina. Til fundarins, sem
verður á Hótel Heklu, koma fulltrúar 49
slökkviliða.
Að sögn Kristjáns hefur það verið á döf-
inni hjá Brunamálastofnun að koma
Brunamálaskóla á fót í gömlu herstöðinni
á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er gott og gilt
en reynslan sýnir að það er dýrt fyrir
slökkviliðin á landsbyggðinni að senda
menn á námskeið í skólanum þegar fara
þarf um langan veg auk uppihalds og gist-
ingar. Við viljum að farið verði yfir málið
og að unnin verði að stefnumótun fyrir
Brunamálaskóla.“
Varðandi samræmdar útkallsskýrslur
sagði Kristján að mikilvægt væri að koma
þeim á svo vinnubrögð við gerð skýrsln-
anna yrðu samræmd og eins á öllu land-
inu. Þetta sagði hann að yrði kynnt á
fundinum.
Hann sagði og að á fundinum yrði einn-
ig rætt um Tetra-talstöðvarkerfið. „Við er-
um þeirrar skoðunar að það muni aldrei
nást samstaða um það kerfi fyrr en kostn-
aður við kerfið verður í lágmarki. Rekstur
á einni Tetrastöð kostar 4.300 krónur á
mánuði vegna leyfisgjalda. Flest slökkvilið
eru með VHF-stöðvar þar sem rekstr-
arkostnaðurinn er 1.400 krónur.
Vilja lækka
kostnað við
Tetra-tal-
stöðvarnar
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Slökkviliðsstjóri Kristján Einarsson er
formaður Félags slökkviliðsstjóra.
Slökkviliðsstjórar með
aðalfund um helgina
Eftir Sigurð Jónsson
Hveragerði | „Mér finnst fengur að því að fá
hann hingað með námskeið fyrir börn og
stefni að því að halda svona vinnustofur í
safninu. Mín ósk er að safnið verði lifandi og
rækti myndlistaráhuga frá barnæsku,“ sagði
Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnes-
inga, sem hefur boðið til sín indverska mynd-
listarmanninum Baniprosonno, sem dvelur nú
í listamannaíbúðinni í Hveragerði og hefur
starfrækt litríkar og fjörugar listasmiðjur
fyrir börn í Listasafni Árnesinga. Hann ræðir
um list sína við gesti safnsins í dag, laugar-
dag, kl. 15.
Baniprosonno er 75 ára myndlistarmaður
frá Bengal-héraði á Indlandi og vel þekktur í
sínu heimalandi þar sem hann heldur sýn-
ingar reglulega. Hann segist hafa dreymt um
að koma til Íslands frá því hann var lítill
drengur en tækifærið gafst ekki fyrr en nú
þó hann hafi oft dvalið og sýnt verk sín á
Norðurlöndunum, m.a. í Henie-Onstad lista-
miðstöðinni í Noregi og í Listasafni Norður-
Jótlands í Álaborg í Danmörku. Hann hefur
einnig sýnt verk sín víðar í Evrópu. Með hon-
um í för er jafnan eiginkona hans, Putul, sem
var barnakennari.
Í liðinni viku hafa Baniprosonno og Putul
unnið með börnum við listsköpun og í samein-
ingu bjuggu þau til undradýr sem gert er úr
trjágreinum og dagblaðapappír. Það var mik-
ill handagangur í öskjunni þegar hópurinn
var að skapa dýrið sem verður til sýnis í
Listasafninu í dag.
„Við erum með í undirbúningi að þróa
safnkennslu og listfræðslu í tengslum við
skólana svo safnið geti tengst þeim á gagn-
kvæman hátt. Við ætlum að ná upp góðu sam-
stafi við myndmenntakennara í grunnskólum
og framhaldsskólum í sýslunni. Það er margt
framundan í starfsemi safnsins og áhugaverð-
ar sýningar,“ sagði Inga safnstjóri. Hún sagði
að dagskrá næsta árs væri í lokavinnslu.
Nú er safnið opið í hverri viku frá fimmtu-
degi til sunnudags klukkan 12 til 18 en lokað
verður í mánuð frá miðjum desember.
Hún sagði aðsókn að safninu hafa aukist en
nú er uppi sýning undir heitinu „Þessa heims
og annars; Einar Þorláksson & Gabríela Frið-
riksdóttir“. „Næsta sýning verður á verkum í
eigu safnsins og þá verður gestum boðið upp
á að taka þátt í vinnustofu þar sem þeir fá að
tjá sig með hug og höndum,“ sagði Inga Jóns-
dóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.
Undradýr úr
trjágreinum
og dagblöðum
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Listasmiðja Börnin gerðu undradýr í listasmiðjunni í Listasafni Árnesinga. Hér er hópurinn
með listamanninum Baniprosonno og Putul konu hans og hluta afraksturs námskeiðsins.