Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 28
daglegt líf
28 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Titus, sonur Clare Dickens,var sextán ára þegarhann var greindur meðgeðhvörf. Árin sem í
hönd fóru voru afskaplega erfið en
Clare gafst aldrei upp í baráttunni
við sjúkdóminn illvíga sem herjaði
á drenginn hennar. Þau mæðgin
ákváðu í sameiningu að skrifa bók
um þessa miklu lífsreynslu með
það göfuga markmið að leiðarljósi
að leitast við að geta hjálpað öðr-
um einstaklingum sem þjást af
geðhvörfum og fjölskyldum þeirra.
Clare er nú stödd á Íslandi.
Það kemur fljótlega í ljós að
Clare er velkunnug Íslandi og hún
kemur akandi niður í miðbæ til
þess að hitta mig á kaffihúsi en
blaðamaður hafði átt von á að
þurfa að lóðsa rithöfundinn um
bæinn:
„Við fjölskyldan bjuggum á Ís-
landi um nokkurra ára skeið þeg-
ar eiginmaður minn, Ed, starfaði í
bandaríska sendiráðinu í Reykja-
vík og Titus var barn. Við fluttum
síðan aftur til Bandaríkjanna en á
sínum tíma stóð einmitt til að Ti-
tus kæmi til meðferðar og end-
urhæfingar hér á Íslandi. En áður
en af því gat orðið varð sjúkdóm-
urinn honum ofviða eins og rakið
er í bókinni.
Þegar haldin var veisla í tilefni
af fimmtugsafmælinu mínu bað ég
um leyfi Titusar til að skrifa sög-
una hans. Hann samþykkti það og
meira að segja bauðst til að taka
sjálfur þátt í skrifunum, sem
gladdi mig mikið. Titus hafði góða
frásagnargáfu og skrifaði ljóð í
gegnum tíðina en nokkur þeirra
eru birt í bókinni í þýðingu Krist-
ínar Svövu Tómasdóttur.
Því miður entist Titusi mínum
ekki tími til að skrifa nema um
helming sögunnar.
Við unnum hana þannig að við
skrifuðum hvort í sínu lagi og
stundum varð hann að taka hlé frá
skrifunum sökum veikindanna. Ti-
tusi fannst þessi vinna hjálpa sér í
byrjun en við höfðum ekki nokkra
hugmynd um hversu dramatíska
stefnu sagan átti eftir að taka og
hinn átakanlega endi – sem varð
síðan að vera upphaf bókarinnar.
Titus var hreinskilinn við sjálfan
sig og aðra þegar hann skrifaði og
reyndi ekki að draga dul á neitt.
Hans von var að með bókinni væri
mögulegt að hjálpa öðru ungu
fólki með geðhvörf. Að skrifa lífs-
reynslusögu okkar hafði þau áhrif
að við mæðginin öðluðumst skýr-
ari sýn á sjúkdóminn og eðli
hans.“
– Hvernig kom sjúkdómurinn í
ljós?
„Titus var mjög hamingusamt
og vel gefið barn og sýndi engin
merki um geðhvörfin sem síðar
áttu eftir að ná völdum á sálarlífi
hans á unglingsárunum. Hann fór
smám saman að skynja einhverjar
breytingar sem við foreldrar hans
áttuðum okkur ekki á. Það var svo
í kringum 15-16 ára aldur sem
greiningin átti sér stað. Titus
hafði verið í heimavistarskóla þeg-
ar erfið einkenni fóru að koma í
ljós. Það sem ruglaði bæði hann
og okkur í ríminu var að hann var
afbragðsnámsmaður og fékk mjög
góðar einkunnir. Þarna var hann
þó orðinn ringlaður og óskipulagð-
ur. Hann varð manískur og svaf
Morgunblaðið/Ómar
Mikil lífsreynsla Clare Dickens réðst í það ásamt syni sínum, Titusi, að skrifa bók um baráttu hans við geðhvarfasýki, en honum entist ekki tími til að skrifa nema helming bókarinnar.
Sálarstríð sonar við geðhvörf
Clare Dickens hefur skrifað bók um baráttu son-
ar síns við geðhvarfasýki og þátttöku sína í þeirri
baráttu. Hrund Hauksdóttir mælti sér mót við
hina hugrökku móður – til þess að fræðast um
þessa merkilegu bók sem var að koma út hjá JPV
útgáfu og nefnist: Þegar ljósið slokknar.
EF ÞÚ óttast að tapa getur þú
ekki unnið,“ sagði sænski tenn-
isleikarinn Björn Borg einhverju
sinni. Franka Dietzsch varð
heimsmeistari í kringlukasti árið
1999, en eftir það small allt í lás.
Hún klúðraði hverju mótinu á fæt-
ur öðru, köstin mistókust, kringl-
an lenti í netinu eða hún gerði
ógilt.
Í maí 2005 fór hún í fyrsta tím-
ann hjá sálfræðingnum Willi Neu-
mann. Hann lét hana loka aug-
unum, talaði til hennar rólegri
röddu og dáleiddi hana. Þegar
hún var komin í leiðslu bað hann
hana að rifja upp heimsmeist-
aramótið í Sevilla þar sem hún
landaði heimsmeistaratitlinum, sjá
fyrir sér þegar hún gekk inn í
hringinn og upplifa aftur kastið,
sem tryggði henni titilinn. Dá-
leiðslan stóð yfir í 20 mínútur.
Nokkrum vikum síðar kastaði hún
66,65 metra og tryggði sér annan
heimsmeistaratitilinn. Í Osaka í
ágúst varð hún heimsmeistari
þriðja sinni.
Það færist nú mjög í vöxt að
íþróttamenn leiti til sálfræðinga
og þerapista til að bæta sig og
losna við óttann við að kikna und-
ir álagi.
Dáleiðsla er síður en svo ný af
nálinni og haldið hefur verið fram
að níu af hverjum tíu séu mót-
tækilegir fyrir henni. Í grein í
þýska vikuritinu Der Spiegel í
þessari viku er fjallað um dá-
leiðslu og íþróttir. Þar er vitnað í
Ortwin Meiss, sérfræðing í dá-
leiðslumeðferð. Hann segir að
vitaskuld þurfi líkamlegt form og
tækni íþróttamannsins að vera í
lagi, en hægt sé að draga úr lík-
um á að íþróttamenn bregðist.
„Íþróttamenn geta lært að losna
við ótta og upplifa umhverfi sitt í
keppni með jákvæðum hætti,“
segir hann og bætir við að jafnvel
megi fá þá til að snúa veru-
leikanum sér í hag, t.d. með því
að telja sér trú um að blístrið á
áhorfendapöllunum stafi af hrifn-
ingu á frammistöðu þeirra.
Þetta staðfesta rannsóknir á
starfsemi heilans að einhverju
leyti. Dáleiðsla veiki hæfni heilans
til gagnrýninnar og rökréttrar
hugsunar. Þetta þýði að efi og
mótsagnir sæki ekki að ein-
staklingnum, sem sjái, heyri og
upplifi það sem hann vilji eða það
sem honum er sagt.
Einn viðmælandi blaðsins, lækn-
irinn Klaus-Diethart Hüllemann,
heldur því fram að með dáleiðslu
sé hægt að ná fram svipuðum
áhrifum hjá íþróttamönnum og
með lyfjum. „Með andlegri tækni
er einnig hægt að láta þreytu,
sársauka eða þorsta víkja,“ segir
hann og bætir við að þetta eigi
sérstaklega við í íþróttagreinum,
sem krefjast úthalds. „Þótt
íþróttamaðurinn finni fyrir þorsta
getur hann hjólað áfram. Þótt
íþróttamaðurinn finni fyrir sárs-
auka getur hann haldið áfram að
hlaupa.“ Hüllemann telur reyndar
að á einhverjum tímapunkti geti
dáleiðsla íþróttamanna orðið skað-
leg og gert að verkum að þeir
hætti að þekkja sín takmörk. Aðr-
ir eru ósammála og binda vonir
við að aðeins þurfi að beita dá-
leiðslu tímabundið vegna þess að
með tímanum muni íþróttamenn,
sem fari í slíka meðferð, hafa til-
einkað sér rétta hugarfarið.
Tekur dáleiðsla við af lyfjum í íþróttum?
Reuters
Heimsmeistari Franka Dietzsch náði sér úr lægð með dáleiðslu.
„Á vissan hátt hugsa ég alltaf
til Íslands sem lands geð-
hvarfa. Æðiskennd sumur
með dagsbirtu næstum allan
sólarhringinn og smitandi
löngun íbúanna til að nýta
hverja mínútu. Þunglynd-
islegir, myrkir vetur, þegar
varla sér til sólar, sem valda
því að maður fær yfirþyrm-
andi löngun til að leggjast í
dvala. En eftir nokkurra
mánaða dvöl á Íslandi hafði
þetta einstaka land náð full-
komnum tökum á mér. Það
er ástarævintýri sem stendur
enn.“
Úr bókinni Þegar ljósið
slokknar eftir Clare Dickens.