Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 29
ekki dögum saman, braut reglur
skólans og botnaði ekkert í þess-
ari undarlegu hegðun sjálfur.
Honum var ómögulegt að skilja af
hverju hann fékk A á prófum þeg-
ar honum fannst allt í óreiðu hjá
sér og hann gat ekki einu sinni
sinnt heimavinnunni. Á þessum
tíma fór Titus að drekka áfengi og
var þess vegna rekinn úr skól-
anum.
Síðar hóf hann leiklistarnám en
á þeim tíma var hann farinn að
drekka mikið ofan í geðlyfin og
það fór afar illa saman. Neysla
áfengis einstaklinga með geðhvörf
er því miður mjög mikil; talið er
að allt að 80% þeirra séu í ein-
hverri neyslu.
Titus tók m.a. lyfið rítalín og fór
fljótlega að sjúga það upp í nefið.
Þetta fór mjög illa með hann og
líklega hefur rítalínið verið það
síðasta sem hann þurfti á að halda
því það reyndist honum mjög
hættulegt.“
– Hvernig var fyrir þig sem
móður að upplifa þessi alvarlegu
veikindi Titusar?
„Það voru margs konar upplif-
anir,“ segir Clare hugsandi. „Ég
féll í þá gryfju að skoða sjálfa mig
sem hugsanlegan sökudólg; var
orsökina að finna í einhverju sem
ég gerði – eða gerði ekki? Hjálp-
arleysið var yfirgnæfandi tilfinn-
ing og eftir því sem Titus varð
eldri, orðinn sjálfráða, höfðum við
foreldrarnir minna um líf hans og
ákvarðanir að segja. Að sjálfsögðu
vorum við þó alltaf til staðar fyrir
hann.“
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalagsins, skrifar inn-
gangsorð í bókina Þegar ljósið
slokknar en þau hefjast á þessum
orðum: „Hann var vinur minn og
bróðir en ég hitti hann aldrei.
Hann var sálufélagi minn en ég
talaði aldrei við hann.“
Clare brosir hlýlega þegar ég
les þessar línur úr bókinni:
„Þegar Sigursteinn var formað-
ur Geðhjálpar kynntumst við í
gegnum Ólaf Stephensen hér á Ís-
landi. Hann fékk strax áhuga á
þeirri hugmynd að mig langaði til
að skrifa bók með syni mínum um
veikindi hans og í gegnum tíðina
hefur hann sent Titusi bar-
áttukveðjur og persónulegan
stuðning með bréfum.“
– Hver eru helstu skilaboð bók-
arinnar ykkar?
„Ein mikilvægustu skilaboð bók-
arinnar eru að forðast fullkomlega
áfengi og önnur vímuefni ef þú
greinist með þennan sjúkdóm. Ti-
tus var mikið í mun að koma því á
framfæri. Hans draumur var að
ná það góðri heilsu að honum væri
kleift að fara á meðal fólks, tala
opinskátt um reynslu sína og deila
henni öðrum til góðs. Titus vildi
segja frá afleiðingum og eig-
inleikum geðhvarfa.
Með þessari bók er tilgangi
hans vonandi náð.“
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
www.mirale.is
Hinn frægi tappatogari
„Anna G.“ eftir
Alessandro Mendini
aðeins í dag
á kr. 2.500,-
áður kr. 3.900,-
takmarkað magn
Fegraðu
þitt heimili!
Pappi
Pappír
Dagblöð/
tímarit
Fernur
Rafhlöður
Málmar
Plast-
umbúðir
Fréttir á SMS