Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það ber alla jafna ekki mikið á grænlenskri fata-hönnun hér á landi og selskinnsjakkar og-töskur, sem ferðamenn gjarnan taka með séreftir dvölina, eru líklega það fyrsta sem kemur upp í hugann. Því fer hins vegar fjarri að Isaksen// design, hönnun mæðgnanna Ritu og Nickie Isaksen, minni á þessi þjóðlegu klæði þótt vissulega séu þær báð- ar grænlenskar og fatalína þeirra undir grænlenskum áhrifum. Áhrif frá asískri hönnun og skandinavískri naumhyggju í arkitektúr eru hér nefnilega vel sýnileg, að sjálfsögðu í bland við grænlensku náttúruna. „Innblásturinn er að stórum hluta grænlensk nátt- úra,“ segir Nickie er ég hitti á hana í versluninni Rauða eplinu í Ingólfsstræti, en verslunin, sem opnuð var í gær, mun selja hönnun þeirra mæðgna. „Landslagið og litirnir, bæði það hrjóstruga og grófa í náttúrunni og svo líka viðkvæmnin, kvenleikinn og hið ofurfína. Kalt lofts- lag endurspeglar líka að miklu leyti viðhorf Grænlend- inga til fatnaðar og það skilar sér í hönnun okkar. Við viljum að fötin henti við ýmsar aðstæður – bæði hvers- dags og við fínni tilefni. Náttúruleg efni, ull, silki, bóm- ull og hör, leika þar líka stórt hlutverk sem og lykilorðin notagildi, þægindi og hrein efni.“ Þær Rita og Nickie eru báðar fæddar í Nuuk á Græn- landi, þó að Nickie hafi að mestu alist upp í Danmörku. Rita starfaði lengi sem skraddari og eftir að Nickie hafði lokið klæðskera- og hönnunarnámi stofnuðu þær fyrirtækið Isaksen/Design árið 2002. „Ég lærði fata- hönnun í London og sérhæfði mig þar í karlmannsfötum því mér fannst heillandi allt það handverk sem í þeim felst. Svo hélt ég heim til Kaupmannahafnar á ný, enda var ég staðráðin í að hanna mína eigin línu í stað þess að vinna fyrir aðra.“ Eftir nokkrar vangaveltur var hún komin með heild- arsýn og húsnæði og tilbúin að stofna fyrirtæki í sam- vinnu við vinkonu sína. Sú hætti hins vegar við og þá kviknaði hugmyndin að mæðgnasamstarfinu. „Það tók okkur smátíma að læra hvor inn á aðra sem hönnuði, hver styrkur hinnar væri og veikleikar, en það hefur tekist vel og þar sem við erum á svo ólíkum aldri þá fylgir því að hönnun okkar höfðar til breiðari ald- urshóps. Yfirleitt hanna fatahönnuðir fyrir ein- hverja ákveðna týpu eða aldur, en þar sem við erum tvær í þessu verðum við að vera opnari fyr- ir hugmyndum hvor annarrar.“ Lína þeirra Ritu og Nickie hefur yfir sér sterkan heildarsvip – einfaldleiki og naum- hyggja eru þar samofin kvenlegum línum og þrír litir eru ráðandi í hönnuninni – rauður, svartur og hvítur. „Auðvitað notum við aðra liti líka með, en þessir þrír eru ráðandi. Þeir setja líka sterkan svip á grænlenska þjóðbúninginn og hafa mikla þýðingu í grænlenska anda- heiminum,“ segir Nickie. „Svart stendur fyr- ir andaheiminn, hvítt fyrir bein forfeðranna og rautt er lífsins blóð.“ Kaupmaðurinn blundaði ekki í mér Kristín E. Guðjónsdóttir, sem rekur Rauða eplið ásamt syni sínum Guðjóni Hafstein, kynntist vörunum fyrir tilviljun úti í Damörku. „Ég dvaldi í tæpa tvo mán- uði í Kaupmannahöfn síðasta haust og einn daginn gekk ég fram á litla, látlausa verslun í kjallara og sá þar hönnun sem mér fannst mjög falleg. Nokkru síðar voru svo vinkonur mínar, sem hafa verið með mér í les- hring í ein fimmtán ár, í heimsókn úti og þá fór ég með þær í verslunina. Og það skipti engum togum; þær misstu sig alveg.“ Á meðan vinkonurnar mátuðu fór Kristín að spjalla við hönnuðina sem reyndust hafa tölu- verðan áhuga á Íslandi. „Ég stakk því upp á að þær opn- uðu verslun hér og bauðst til að vera milligöngumaður, enda blundaði enginn kaupmaður í mér,“ segir Kristín sem til þessa hefur starfað við ferðaþjónustu og skriftir. Ekkert varð þó úr því að koma merkinu á markað hér á landi þar til núna í lok sumars. „Mér varð svo sterkt hugsað til þeirra núna í ágúst að ég ákvað að senda út línu og kanna hvort málið væri dautt. Ég fékk strax svar til baka: „Við erum enn að hugsa um Ísland, en það verður bara meira og meira að gera.“ Þess má geta að 18. verslunin með hönnun Isaksen-mæðgnanna var opn- uð á 5th Avenue í New York fyrir skemmstu. Það vantaði því ekki umboðsmann á Íslandi heldur einhvern sem væri til í að selja vöruna. „Ég hugsaði mig um í hálftíma og sló svo til,“ segir Kristín og hlær. Tveimur dögum síðar var hún flogin út til fundar við þær Ritu og Nickie, hugsaði síðan upp nafnið og merki verslunarinnar í fluginu heim og kynnti áformin fyrir fjölskyldunni við matarborðið um kvöldið. „Ég varð bara svo hrifin að ég get ekki annað en haft fulla trú á þessum vörum,“ segir Kristín, sem einnig er komin í samband við danska konu, búsetta á Balí, varðandi samstarf um skartgripahönnun. Og það er aldrei að vita nema fleiri merki eigi eftir að bætast við. „Við sjáum bara hvað húsnæðið leyf- ir.“ Morgunblaðið/ G. Rúnar Hönnuður og eigendur Rita Isaksen ásamt þeim Guðjóni Hafstein og Kristínu E. Guðjónsdóttur. Svart Spari- legur kjólĺ í veisluna. Hvítt Ullarvesti sem hentar vel í hversdaginn. Innblástur úr græn- lenskri náttúru Rautt Hlýleg kápa fyrir haustdaga. - kemur þér við Tinna Hrafnsdóttir opnar myndaalbúmið Sátt kirkjunnar gegn jafnræði í stjórnarskrá? Vigdís Grímsdóttir vildi verða steypubílstjóri Þúsundkall getur þurrkað út bæturnar Alfræðikrossgáta og fréttagáta að glíma við Ása Ottesen er tískufrík dagsins Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.