Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það ber alla jafna ekki mikið á grænlenskri fata-hönnun hér á landi og selskinnsjakkar og-töskur, sem ferðamenn gjarnan taka með séreftir dvölina, eru líklega það fyrsta sem kemur upp í hugann. Því fer hins vegar fjarri að Isaksen// design, hönnun mæðgnanna Ritu og Nickie Isaksen, minni á þessi þjóðlegu klæði þótt vissulega séu þær báð- ar grænlenskar og fatalína þeirra undir grænlenskum áhrifum. Áhrif frá asískri hönnun og skandinavískri naumhyggju í arkitektúr eru hér nefnilega vel sýnileg, að sjálfsögðu í bland við grænlensku náttúruna. „Innblásturinn er að stórum hluta grænlensk nátt- úra,“ segir Nickie er ég hitti á hana í versluninni Rauða eplinu í Ingólfsstræti, en verslunin, sem opnuð var í gær, mun selja hönnun þeirra mæðgna. „Landslagið og litirnir, bæði það hrjóstruga og grófa í náttúrunni og svo líka viðkvæmnin, kvenleikinn og hið ofurfína. Kalt lofts- lag endurspeglar líka að miklu leyti viðhorf Grænlend- inga til fatnaðar og það skilar sér í hönnun okkar. Við viljum að fötin henti við ýmsar aðstæður – bæði hvers- dags og við fínni tilefni. Náttúruleg efni, ull, silki, bóm- ull og hör, leika þar líka stórt hlutverk sem og lykilorðin notagildi, þægindi og hrein efni.“ Þær Rita og Nickie eru báðar fæddar í Nuuk á Græn- landi, þó að Nickie hafi að mestu alist upp í Danmörku. Rita starfaði lengi sem skraddari og eftir að Nickie hafði lokið klæðskera- og hönnunarnámi stofnuðu þær fyrirtækið Isaksen/Design árið 2002. „Ég lærði fata- hönnun í London og sérhæfði mig þar í karlmannsfötum því mér fannst heillandi allt það handverk sem í þeim felst. Svo hélt ég heim til Kaupmannahafnar á ný, enda var ég staðráðin í að hanna mína eigin línu í stað þess að vinna fyrir aðra.“ Eftir nokkrar vangaveltur var hún komin með heild- arsýn og húsnæði og tilbúin að stofna fyrirtæki í sam- vinnu við vinkonu sína. Sú hætti hins vegar við og þá kviknaði hugmyndin að mæðgnasamstarfinu. „Það tók okkur smátíma að læra hvor inn á aðra sem hönnuði, hver styrkur hinnar væri og veikleikar, en það hefur tekist vel og þar sem við erum á svo ólíkum aldri þá fylgir því að hönnun okkar höfðar til breiðari ald- urshóps. Yfirleitt hanna fatahönnuðir fyrir ein- hverja ákveðna týpu eða aldur, en þar sem við erum tvær í þessu verðum við að vera opnari fyr- ir hugmyndum hvor annarrar.“ Lína þeirra Ritu og Nickie hefur yfir sér sterkan heildarsvip – einfaldleiki og naum- hyggja eru þar samofin kvenlegum línum og þrír litir eru ráðandi í hönnuninni – rauður, svartur og hvítur. „Auðvitað notum við aðra liti líka með, en þessir þrír eru ráðandi. Þeir setja líka sterkan svip á grænlenska þjóðbúninginn og hafa mikla þýðingu í grænlenska anda- heiminum,“ segir Nickie. „Svart stendur fyr- ir andaheiminn, hvítt fyrir bein forfeðranna og rautt er lífsins blóð.“ Kaupmaðurinn blundaði ekki í mér Kristín E. Guðjónsdóttir, sem rekur Rauða eplið ásamt syni sínum Guðjóni Hafstein, kynntist vörunum fyrir tilviljun úti í Damörku. „Ég dvaldi í tæpa tvo mán- uði í Kaupmannahöfn síðasta haust og einn daginn gekk ég fram á litla, látlausa verslun í kjallara og sá þar hönnun sem mér fannst mjög falleg. Nokkru síðar voru svo vinkonur mínar, sem hafa verið með mér í les- hring í ein fimmtán ár, í heimsókn úti og þá fór ég með þær í verslunina. Og það skipti engum togum; þær misstu sig alveg.“ Á meðan vinkonurnar mátuðu fór Kristín að spjalla við hönnuðina sem reyndust hafa tölu- verðan áhuga á Íslandi. „Ég stakk því upp á að þær opn- uðu verslun hér og bauðst til að vera milligöngumaður, enda blundaði enginn kaupmaður í mér,“ segir Kristín sem til þessa hefur starfað við ferðaþjónustu og skriftir. Ekkert varð þó úr því að koma merkinu á markað hér á landi þar til núna í lok sumars. „Mér varð svo sterkt hugsað til þeirra núna í ágúst að ég ákvað að senda út línu og kanna hvort málið væri dautt. Ég fékk strax svar til baka: „Við erum enn að hugsa um Ísland, en það verður bara meira og meira að gera.“ Þess má geta að 18. verslunin með hönnun Isaksen-mæðgnanna var opn- uð á 5th Avenue í New York fyrir skemmstu. Það vantaði því ekki umboðsmann á Íslandi heldur einhvern sem væri til í að selja vöruna. „Ég hugsaði mig um í hálftíma og sló svo til,“ segir Kristín og hlær. Tveimur dögum síðar var hún flogin út til fundar við þær Ritu og Nickie, hugsaði síðan upp nafnið og merki verslunarinnar í fluginu heim og kynnti áformin fyrir fjölskyldunni við matarborðið um kvöldið. „Ég varð bara svo hrifin að ég get ekki annað en haft fulla trú á þessum vörum,“ segir Kristín, sem einnig er komin í samband við danska konu, búsetta á Balí, varðandi samstarf um skartgripahönnun. Og það er aldrei að vita nema fleiri merki eigi eftir að bætast við. „Við sjáum bara hvað húsnæðið leyf- ir.“ Morgunblaðið/ G. Rúnar Hönnuður og eigendur Rita Isaksen ásamt þeim Guðjóni Hafstein og Kristínu E. Guðjónsdóttur. Svart Spari- legur kjólĺ í veisluna. Hvítt Ullarvesti sem hentar vel í hversdaginn. Innblástur úr græn- lenskri náttúru Rautt Hlýleg kápa fyrir haustdaga. - kemur þér við Tinna Hrafnsdóttir opnar myndaalbúmið Sátt kirkjunnar gegn jafnræði í stjórnarskrá? Vigdís Grímsdóttir vildi verða steypubílstjóri Þúsundkall getur þurrkað út bæturnar Alfræðikrossgáta og fréttagáta að glíma við Ása Ottesen er tískufrík dagsins Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.