Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 32
32 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
OG AFGANISTAN
Í Morgunblaðinu í gær var skýrtfrá því að mótmæli hefðu veriðfyrir utan fundarstað varnar-
málaráðherra aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins, sem voru á fundi í
Hollandi í fyrradag. Mótmælin beind-
ust að þátttöku Atlantshafsbanda-
lagsins í hernaðaraðgerðum í Afgan-
istan.
Atlantshafsbandalagið stendur
frammi fyrir vaxandi vandamálum af
þessum sökum. Stríðsreksturinn í
Afganistan gengur misjafnlega. Fyr-
irsjáanlegt er að honum er ekki að
ljúka. Talið er víst að hann geti staðið
árum saman. Sumir þeirra, sem fylgj-
ast með þessum átökum, telja óhugs-
andi að Atlantshafsbandalagið geti
unnið þetta stríð. Það sé alveg sama
hversu marga hermenn talibana her-
sveitir bandalagsins drepi, það komi
jafn margir í þeirra stað á vígvöllinn ef
ekki fleiri.
Hvað er bandalagið, sem til var
stofnað til þess að tryggja frið í Evr-
ópu, að gera í Afganistan? Augljóslega
að hjálpa Bandaríkjamönnum, sem
hafa knúið það fram innan Atlants-
hafsbandalagsins að hersveitir á þess
vegum færu til Afganistans. Í Kanada
og Hollandi er vaxandi þrýstingur á
stjórnvöld að kalla hermenn þessara
ríkja heim frá Afganistan. Hið sama
má segja um Þýzkaland.
Við Íslendingar erum aðilar að
þessum aðgerðum Atlantshafsbanda-
lagsins í Afganistan. Við höfum lagt
blessun okkar yfir þessar aðgerðir.
Við höfum haft uppi tilburði til þess að
hjálpa til, tilburði, sem hafa engum
orðið til framdráttar og okkur sjálfum
til lítils sóma.
Núverandi ríkisstjórn sýnist fylgja
sömu stefnu og forverar hennar gagn-
vart þátttöku Atlantshafsbandalags-
ins í stríðinu í Afganistan. Samfylk-
ingin virðist hafa tekið þá stefnu upp á
sína arma. Utanríkisráðherra Sam-
fylkingarinnar fylgir henni fram.
Það er hins vegar löngu orðið ljóst
að það er ekkert vit í þátttöku Atlants-
hafsbandalagsins í aðgerðunum í Afg-
anistan. Deilur innan bandalagsins
um þetta mál fara vaxandi.
Það er orðið tímabært að íslenzka
ríkisstjórnin taki stefnu Íslands í
þessu máli til endurskoðunar.
Þeir sem telja að Ísland eigi hlut-
verki að gegna á alþjóðavettvangi
hljóta að vera sammála því, að Ísland
lýsi þá ákveðinni stefnu og afstöðu til
mála á borð við stríðið í Afganistan og
aðildar Atlantshafsbandalagsins.
Við höfum að vísu ekkert pólitískt
afl til þess að fylgja þeirri skoðun eft-
ir. En það höfum við heldur ekki ann-
ars staðar.
Það er merkilegt hvað þetta mál er
lítið rætt á Alþingi Íslendinga. Eru
Vinstri grænir kannski dauðir úr öll-
um æðum á Alþingi?!
Hafa þeir enga skoðun á þessum
málum. Hafa þeir ekki einu sinni kraft
í sér til þess að taka þau upp á Alþingi?
VALDAMENN OG ALMENNINGUR
Eitt af því sem hefur gert sam-félag okkar eftirsóknarvert er
sá tiltölulega mikli jöfnuður sem hér
hefur ríkt og sú nálægð, sem ríkt hef-
ur milli svokallaðra valdamanna og
hinna almennu borgara. Hinn al-
menni borgari hefur átt auðvelt með
að komast í samband við ráðamenn,
hvort sem um hefur verið að ræða al-
þingismenn, ráðherra eða fulltrúa í
sveitarstjórnum. Dyr þeirra hafa
staðið opnar. Það hefur verið eitt
skýrasta einkennið um opið, lýðræð-
islegt samfélag, sem hér hefur verið
byggt upp.
Vaxandi efnamunur veldur áhyggj-
um og er augljóslega byrjaður að
hafa áhrif á afstöðu almennings, eins
og skýrt kemur fram í málflutningi
talsmanna Starfsgreinasambandsins.
En nú berast jafnframt fréttir um
að nýir valdamenn í landinu séu ekki
jafn aðgengilegir og hér hefur tíðk-
azt og væri hægt að nefna athygl-
isverð og um leið ótrúleg dæmi um
það.
Það er vond þróun ef sú háttsemi
breiðist út að nýir valdamenn setji
sig á háan hest gagnvart borgurum
sem eiga erindi við þá. Þeir hinir
sömu munu þá ekki sitja lengi á
valdastólum. Íslendingar kunna ekki
að meta slíka afstöðu og framkomu.
Við höfum einstakt tækifæri til að
byggja hér upp lýðræðisríki, sem er
til fyrirmyndar, og samfélag, sem
einkennist af jafnræði.
Vaxandi fylgi er við að almennir
borgarar taki stórar ákvarðanir í al-
mennum kosningum. Þær umræður,
sem nú eru að hefjast, um grundvall-
arstefnuna í nýtingu orkulindanna og
um eignarhald á þeim auðlindum,
munu leiða til ákvarðanatöku. Það er
við hæfi að þær ákvarðanir verði
teknar af þjóðinni sjálfri.
Augljós undirlægjuháttur, bæði
einstakra stjórnmálamanna og ein-
stakra embættismanna við fjár-
magnshafa, sem eru ekki endilega
fjármagnseigendur, ýtir mjög undir
þá skoðun að þjóðinni einni sé treyst-
andi til að taka þessar grundvallar-
ákvarðanir. Að minnsta kosti er kom-
ið í ljós að þeim, sem hafði verið falið
umboðið af reykvískum kjósendum,
hefur ekki verið treystandi til þess og
hið sama má raunar segja um fleiri
ákvarðanir, sem teknar hafa verið á
þessu sviði, sumar á landsvísu.
Þess vegna er kominn tími til að
þjóðin sjálf ákveði framtíðarstefnuna
t.d. í sambandi við nýtingu orkulind-
anna og tilefni til að minna hina
kjörnu fulltrúa á í umboði hverra þeir
starfa.
Þeir sem biðla til kjósenda fyrir
kosningar en telja sig ekki þurfa að
tala við þá eftir kosningar hafa mis-
skilið það umboð sem þeir hafa feng-
ið.
Þeir ættu að rifja það snarlega upp
hverjir það voru sem lyftu þeim í
valdastóla.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Í
lok síðasta mánaðar var haldið
þing sem Þerapeia í samvinnu
við Landlæknisembætti stóð fyr-
ir. Þangað komu góðir gestir
sem höfðu margt athyglisvert að
segja heilsugæslulæknum, fæðingar- og
kvensjúkdómalæknum, barnalæknum,
ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, geð-
læknum, sálfræðingum og fleiri faghóp-
um sem starfa á vettvangi þar sem fram
kemur hvaða afleiðingar vímuefnaneysla
foreldra hefur fyrir börn. Gestirnir sem
fyrr voru nefndir eru þær dr. Kari Killén
prófessor og dr. May Olafsson yfirlækn-
ir.
Kari Killén lauk doktorsprófi frá Osló-
arháskóla 1988 og fjallaði doktorsritgerð
hennar um vanrækslu barna. Síðan hefur
hún stundað rannsóknir, verið faglegur
leiðbeinandi á sviði sem varðar illa með-
ferð á börnum og starfað að forvörnum á
þessu sviði.
„Óhreinu börnin hennar Evu“
Hún sagði í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins að í fjölda ára hefði þessum
börnum verð lítt sinnt í norsku kerfi, þau
verið einskonar „óhreinu börnin hennar
Evu“. „En þetta hefur smám saman verið
að breytast en þær breytingar hafa gerst
hægt,“ segir dr. Kari Killén. Hún kvað
Smám saman h
in milli vímuefn
mála sem börni
Hvað er gert
þróun?
„Við reynum
sem unnt er og
ekki að jafnvel l
orsakað fósturs
mánuðum meðg
Er þeim börn
er að hafi hlotið
um erum við á e
höfum þeirra re
hluta í okkar sta
árum leggja á h
þessum börnum
þeim vettvangi?
Hvað með pe
„Það er stór s
sjá hvort það er
um að setja pen
að unnt verði að
eiga foreldra se
enda eru vanda
mikil og þau í áh
Kari Killén k
börnum í ranns
fjölda barna búa við óviðunandi aðstæður
vegna vímuefnaneyslu foreldra en nú
væri verið að opna æ fleiri stofnanir sem
tækju á þessum vanda. „Þangað geta
komið konur snemma á meðgöngunni
sem eiga við vímuefnavanda að stríða og
fengið hjálp og leiðsögn. „Mikið er reynt
að gera konum ljósa þá hættu sem fóstrið
er í vegna drykkju og annarrar vímu-
efnaneyslu þeirra og reynt að sporna við
að það verði fyrir skemmdum vegna
þessa. Reynt er að fá konurnar inn sem
fyrst í afeitrun til að koma í veg fyrir
fósturskemmdir. Ekki er vitað hve mörg
börn verða fyrir fósturskemmdum En
þetta er orðið mikið samfélagslegt vanda-
mál sem helst í hendur við aukna vímu-
efnaneyslu og fátækt. “
Er alkóhólismi mjög mikill í Noregi?
„Um er að ræða þar blandaða neyslu
en mestu vandræðin hljótast þó af áfengi
enda er neysla þess langmest. Oft verður
ekki ljóst hve mikill skaðinn er fyrr en
börnin vaxa úr grasi. Í verstu tilvikum
koma fósturskemmdirnar í ljós í andlits-
dráttum barna, einkum sjást þær á augn-
svipnum, en börn verða líka fyrir skaða
sem ekki sést en kemur fram síðar.
Fósturskaði veg
Áfengi er mikið í um-
ræðunni núna. Þótt um
löglegt vímuefni sé að
ræða veldur það ýmsum
skaða, stundum óbæt-
anlegum. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræddi við sér-
fræðinganna Kari Killén,
dr. May Olafsson og
Huldu Guðmundsdóttur
um fósturskemmdir af
völdum áfengis og skaðleg
áhrif þess og annarra
vímuefna í umhverfi barna
og fjölskyldna.
Fræðikonur Kari Killén, May Olafsson og Hulda Guðmund
Ég er mjög ánægður meðþennan fund. Hann stóðfyllilega undir mínumvæntingum. Það var mjög
gott að fá svona góð erindi frá fulltrú-
um Hafrannsóknastofnunar. Þau
voru mjög upplýsandi og gáfu betri og
skýrari sýn á það, sem er að gerast í
hafinu í kringum okkar,“ sagði Björg-
ólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, í
lok aðalfundar samtakanna í gær.
Hann var endurkjörinn formaður
með lófaklappi.
En hver eru helztu málin núna?
„Þorskurinn er auðvitað helzta
málefnið núna, en einnig eru váleg
tíðindi í sumum öðrum tegundum.
Það er gengi íslenzku krónunnar,
vaxtastefna Seðlabankans og síðan
skattlagning á sjávarútveginn, sér-
tækir skattar. Við munum koma til-
lögum og ályktunum fundarins á
framfæri við viðeigandi aðila, en
helztu tillögur okkar lúta að því að
laga til rekstrarumhverfið í heild
sinni.
Við erum í sjálfu sér ekki með nein-
ar aðrar tillögur en við höfum verið
uppi með hingað til, um gengismál og
skattlagningu. Við leggjum þunga
áherzlu á þessa þætti. Það er að vísu
ein tillaga sem felur það í sér að auð-
lindagjaldið verði fellt niður. Annars
eru þetta almennar breytingar á
reglum, sem við teljum í sjálfu sér
mikilvægar, því regluverkið í sjávar-
útveginum er allsvaðalegt á köflum.“
Hagræðing var markmiðið
Umræðan um sjávarútveginn hef-
ur að margra mati verið fremur nei-
kvæð um þessar mundir. Hvað skýr-
ingu hefur þú á því?
„Það er ljóst að sjávarútvegurinn
er mjög tengdur byggðum landsins
og hefur verið það í gegnum tíðina.
Það er líka ljóst að þær breytingar
sem orðið hafa í sjávarútvegi, sam-
þjöppun, efling fyrirtækja, hafa að
sjálfsögðu komið við íbúa mjög
margra byggðarlaga. Sum byggðar-
lög standa betur eftir, önnur verr. Ég
ímynda mér að það sé einn angi af nei-
kvæðri umræðu að fólk tali um það
sem brennur á því, bæði á viðkomandi
stöðum og í fjarlægð. Það horfi á
þessa þróun sem mjög neikvæðan
þátt fyrir sjávarútveginn. Það áttar
sig ekki á heildarmyndin
sig ekki á samdrætti í af
og aukinni tæknivæðingu
bara á að það er að mi
Það er að fækka verule
sjávarútvegi vegna hagr
minni aflaheimilda. Stjór
sjálfu sér ekki haft bein ö
að taka aflaheimildir úr
Það þarf að laga
rekstrarumhverfið
Í HNOTSKURN
»Það virðist vera svhverjir aðilar í sam
inu sakni þess að geta
verið með puttana í öl
dreift aflaheimildum
suður.
»Ég held að útvegshafi einfaldlega te
arútveginn og gert ha
sjálfbærum atvinnuve
því að vera ríkisstyrk
hluta til ríkisrekinn.
»Stjórnvöld hafa í sekki haft bein önn
að taka aflaheimildir
bygð og færa til anna
Björgólfur Jóhannsson endurkjörinn formaður LÍÚ