Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 35
www.salkaforlag.is
Bók fyrir þá sem vilja skoða
heiminn í nýju ljósi
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsin við Faxafen)
Sími 513 4300
OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 27. OKT. KL. 16:00 – 16:30
Fallegt nýtt einbýli á einni hæð með tvöföldum innbyggðum bílskúr.
Íbúðin er 5 herbergja 156,6 fm og bílskúrinn er 55,5 fm, eignin er því
samtals 212,1 fm. Húsið er staðsteypt og er tilbúið til innréttingar.
Eignin skiptist í forstofu, 2 baðherbergi, 4 svefnherbergi, þvottaher-
bergi, eldhús, svefnherbergisgang, stofu, geymslu og bílskúr. Hiti er í
gólfi. Eignin afhendist tilbúin að utan með grófjafnaðri lóð. Að innan er
búið að setja milliveggi, sparsla og mála. Loft er tekið upp að hluta og
er með möguleika á halógen lýsingu. AFHENDING ER VIÐ KAUP-
SAMNING. Verð 49.900.000.
Sigurður gsm. 663-2697 tekur á móti gestum.
Opið hús
Kvistavellir 41 – 221 Hafnarfj
OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 27. OKT. KL. 15 -15:30
Glæsilega ný uppgerð 4ra herb. 94,3 fm íbúð á fjórðu hæð (efstu hæð)
ásamt 18 fm bílskúr. Eignin er því samtals 112 fm. Þrjú rúmgóð svefn-
herbergi með eikar skápum sem ná upp í loft og parket á gólfum.
Stofan er með parket á gólfum, og útgengt á stórar suður svalir frá
stofu þar sem möguleiki er á sólstofu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og
gólf, innrétting, baðkar með sturtu og góðir skápar. Eldhús er með
nýrri eikar innréttingu frá Axis, parketlagt, lagt fyrir uppþvottavél, ný
eldavélatæki og góður borðkrókur. Allar hurðir eru nýjar úr ljósum hlyn
frá Agli Árnasyni. Allt parket er rauð eik og er nýtt frá Agli Árnasyni.
Rafmagn er allt endurnýjað. Nýtt gler í stofuglugga og hjónaherbergis-
glugga. Öll eignin er ný máluð. Laus við kaupsamning. Verð
26.400.000
Sigurður gsm. 663-2697 tekur á móti gestum.
Opið hús
Austurberg 4 – 111 Rvk
OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 27. OKT. KL. 14 – 14:30
Falleg 3ja-4ra herbergja 97,5 fm íbúð á þriðju hæð (efsta hæð) í fjölbýli
á vinsælum stað í Grafarholti. Eldhús er með fallega viðar innréttingu,
góð tæki og uppþvottav.t. Inn af eldhúsi er þvottaherbergi með hillum.
Stofa og borðstofa (auka herb. mögulegt) eru samliggjandi með eld-
húsi. Gengið er út á svalir frá borðstofu sem eru flísalagðar. Tvö svefn-
herbergi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting og baðkar
með góðri sturtu. Flísar og parket er á gólfum. Geymsla er á jarðhæð.
Góð staðsetning, þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla og samgöngur.
Stórkostlegt útsýni yfir til Esjunnar og yfir Reykjavík. Verð 27.500.000
Sigurður gsm. 663-2697 tekur á móti gestum.
Opið hús
Kristnibraut 4 – 113 Rvk
Vilhjálmur Bjarnason lögg. fast.sali
Guðbjörg Róbertsdóttir lögg. fast.sali
ENN er komin á kreik hug-
myndin um áfengissölu í mat-
vöruverslunum og sem fyrr er
sömu blekkingunum beitt. Reynt er
að telja almenningi trú um að hér
búi fólk við mikla frelsisskerðingu
með núverandi fyrirkomulagi.
Nokkrir þingmenn
hafa tekið að sér að fá
lögum um vínsölu
breytt.
Þegar þessi hug-
mynd kom síðast á
borð Alþingis spurði
ég starfsmenn á
nokkrum vinnustöðum
hvort þeir teldu sig
hafa orðið fyrir óþæg-
indum á síðustu sex
mánuðum, (aldrei,
sjaldan, eða oft) af því
að geta ekki keypt
áfengi í mat-
vöruverslun.
Flest svörin voru á þá leið að
svarendur sögðust ekki hafa orðið
fyrir óþægindum vegna þessa en að
loknu svari sögðust þeir þó telja
líklegt að einhverjum öðrum þætti
núverandi söluform hamlandi á vín-
kaup og því væri kannski rétt að
breyta lögum til samræmis við það
sem væri í útlöndum.
Útkoman bendir til að það séu
ekki hinir almennu borgarar sem
þarfnist þessara breytinga. Margir
þeirra telja að þær séu var-
hugaverðar og til þess fallnar að
auka neyslu áfengis. Flutnings-
menn frumvarpsins ganga því ekki
erinda almennings. En hverra þá?
Arður af verslun byggist að sjálf-
sögðu á því að söluvaran standi
sem styst við í hillunum. Til að
auka veltuhraðann þarf sífellt að
laða að fleiri viðskiptavini með því
að auka vöruúrvalið, lengja af-
greiðslutíma og auglýsa. Það eru
nefnilega kaupmenn sem telja sig
þurfa að fá vín og bjór í hillur sín-
ar. Til þess reyna þeir að telja fólki
trú um að það þarfnist greiðari að-
gangs að veigunum. Annað sé
skerðing á frelsi þess og sjálfstæði.
Og svo eru búin til rökin. T.d.
þau að við getum ekki verið þekkt
fyrir að hafa ríkiseinkasölu á víni
og bjór meðan aðrar þjóðir eru
með þessar vörur í hverri búð, að
við séum fangar gamaldags forræð-
ishyggju og að almenningur njóti
ekki trausts sem sjálfráða ein-
staklingar. Svo þegar samkórinn er
talinn nægjanlega stór og hávær
eru þingmenn valdir til að pota
frumvarpi gegnum þingið. Öll eru
rök þessi falsrök, búin
til í smiðju þeirra sem
vilja ná til sín stærri
hlut af ráðstöfunarfé
almennings og hafa
margfalt meiri áhuga
á eigin hagnaði en vel-
ferð almennings og
frelsi. Þessi rök eru
sauðargærur sem
hverri utan yfir ann-
arri er ætlað að hylja
græðgisúlfinn.
Og hvað svo ef
kaupmenn og tagl-
hnýtingar þeirra hafa
sitt fram? Þegar áfengið er komið í
hillur verslana er það komið undir
sömu lögmál og aðrir vöruflokkar
sem þar eru fyrir og þá þarf að
snúa sér að því að auka hraða vör-
unnar í og úr hillunum. Þingmenn-
irnir fá þá næsta verkefni sem
verður að afnema auglýsingatak-
markanir, og aðrar hindranir sem
kunna að verða settar til mála-
mynda rétt á meðan frumvarpinu
verður lætt gegnum þingið. Þá
verður og gerð krafa um að ríkið
hætti að selja þessar vörur í sínum
útsölum með þeim rökum að ríkið
eigi ekki að standa í samkeppni við
frjálsa verslun.
Sölusálfræðingar kaupmanna
munu síðan hefja sín sölutrix til
koma vörunni í innkaupakörfur við-
skiptavinanna. Þeirra brellur má
nú þegar sjá í hverri verslun. Það
er engin tilviljun t.d. að sælgætinu
er raðað upp við afgreiðslukassana
þar sem biðraðirnar myndast því
það er einmitt þar sem börnin fá
nægan tíma til að hefja sinn kröfu-
söng meðan foreldrarnir sitja fastir
í biðröð og kynoka sér við að þrasa
þar við þau.
Og svo þetta með blessaða út-
lendingana. Að þeir geri grín að
skipulagi okkar á vínsölu. Því
skyldu þeir ekki mega gera grín ef
þá langar til? En hvers vegna ættu
þeir að storma hingað til Íslands til
að skoða land og þjóðmenningu ef
hér væri allt með sama sniði og
þeir búa við heima hjá sér.
Það er gaman að koma til ann-
arra landa og sjá þar og kynnast
siðum og menningu annarra þjóða,
en ekki er nú nauðsynlegt að flytja
allt hingað sem við sjáum öðruvísi í
útlöndum. Það er ekki endilega víst
að sölu- og neysluvenjur þær sem
þróast hafa um aldir meðal annarra
þjóða henti okkur betur en þær
sem við höfum og það er heldur
ekki víst að þessar þjóðir séu svo
mjög ánægðar og stoltar af því
hvernig þessi áfengissölumál hafa
þróast hjá þeim. Það situr nefni-
lega hver þjóð uppi með þróun
sinnar menningar, sumt gott og
betra en hjá öðrum, en annað mið-
ur gott en of rótfast til þess að því
verði breytt.
Spyrjum okkur sjálf spurning-
arinnar sem getið var um í upphafi
þessa pistils. Kemur það svo oft og
illa við okkur að geta ekki keypt
vín í matvörubúð að lagabreyting
til þess arna verði sett í forgang
viðfangsefna alþingis. Myndum
okkur skoðun á málinu út frá okkar
eigin svari og á okkar eigin for-
sendum, en látum lönd og leið hug-
aróra um að sendiboðar Versl-
unarráðsins inn á alþingi þekki
þarfir betur en við sjálf.
Hver ætli telji til dæmis að þjóð-
in þarfnist þess helst að áfengi
renni örar um hillur verslana og þá
um leið um kverkar landsmanna?
Ég vona að enn höfnum við
þeirri leið til frelsis og velfarnaðar
sem frumvarpið stefnir til. Höldum
áfenginu sem lengst utan markaðar
og veltulögmála kaupsýslunnar.
Blekking á blekkingu ofan
Jökull A. Guðmundsson
vill ekki áfengi í matvöruversl-
anirnar
» Flutningsmennfrumvarpsins ganga
því ekki erinda almenn-
ings. En hverra þá?
Jökull A. Guðmundsson
Höfundur er eldri borgari.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn