Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HARKALEGRI umræðu um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og útrásarfyrirtækja er nú ítrekað beint í þann farveg að málið komi Framsóknarflokki sérstaklega við. Því til sönnunar er bent á að 2,2% af hlutafé hins nýja REI fyrirtækis séu í eigu félags sem nokkrir Framsókn- armenn eiga aftur hlut í, þar á meðal einn fyrrverandi ráð- herra flokksins. Hér verður ekki lagt mat á það hvort um réttmæta við- skiptahætti þessara manna hafi verið að ræða enda er það málefni til umfjöll- unar á formlegum vettvangi m.a. með aðkomu dóm- stóla og umboðsmanns Alþingis. Hitt er allrar umhugsunar vert hvort aðkoma þessara manna geri málið tengdara Framsóknarflokki heldur en öðrum flokkum. REI-menn eru úr mörgum flokkum Það er alveg ljóst af fréttum lið- inna daga að meðal eigenda að hinu nýja félagi eru margir menn tengdir öðrum stjórnmálaflokkum en Framsóknarflokki og flestir þeirra auðvitað Sjálfstæðisflokki enda er hann stærstur allra flokka. Tvö af um tuttugu til þrjá- tíu nöfnum athafnamanna sem hafa komið upp á yfirborðið í mál- inu tengjast Framsóknarflokkn- um. Það er sambærilegt hlutfall og væri í slembiúrtaki meðal þjóð- arinnar, m.v. skoðanakannanir Gallup. Eru öll umferðarslys Kópa- vogsbúum að kenna? Raunar er þessi fréttamennska sambærileg því ef að við alla um- fjöllun um umferðarslys væri tekið fram ef einhver við- komandi slysinu væri búsettur í Kópavogi en þar býr nú tæplega tí- undi hluti landsmanna. Með því að tilgreina svo aldrei búsetustað annarra sem lenda í umferðarslysum fengi þjóðin fljótlega þá mynd að umferðarslys væru aðallega íbúum í Kópavogi að kenna, einfaldlega vegna þess að þeirra þáttar væri getið í að minnsta kosti tíundu hverri slysafrétt og aldrei talað um íbúa annarra hreppa. Umfjöllunin um Framsókn- arþátt REI-málsins einkennist þannig af ákveðinni krossferð og þjónar þeim tilgangi fyrst og síð- ast að festa í sessi ómaklegan spillingarstimpil á orðspori Fram- sóknarflokksins. Víst er reiði Sjálfstæðismanna gagnvart borg- arstjórnarflokki Framsóknar mikil en réttlætir samt engan veginn þessi vinnubrögð. Óháð stofnunum flokksins Þegar horft er á þátt einstakra stjórnmálamanna hafa menn á vegum Framsóknarflokksins vissulega komið að þessu máli en þá má það ekki gleymast að þeir hafa komið að því beggja vegna. Annarsvegar sem gerendur með samstarfsflokki og nú samstarfs- flokkum í borgarstjórn. Og hins vegar sem gagnrýnendur en þar hafa bæði formaður flokksins, varaformaður og sá sem hér ritar talað mjög skýrt. Talsvert skýrar reyndar heldur en forysta Sjálf- stæðisflokks. Málið sjálft varð einnig til án hlutdeildar formlegra stofnana Framsóknarflokksins. Ég mun á næstunni fjalla nánar um Framsóknarflokkinn, sögu hans og almennan áróður um spill- ingu þess flokks. Um REI-málið, spillingu og Fram- sóknarflokkinn Í umfjöllun REI-málsins er reynt að festa í sessi spilling- arstimpil á Framsóknarflokk, segir Bjarni Harðarson » ...ef við alla umfjöll-un um umferðarslys væri tekið fram ef ein- hver viðkomandi væri búsettur í Kópavogi. Bjarni Harðarson Höfundur er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn NORRÆNT samstarf hefur ver- ið farsælt og það vekur æ meiri at- hygli um allan heim. Samstarf Norðurlandaþjóðanna er eitt elsta og nánasta svæðasamstarf í heimi, það nýtur virðingar víða um lönd og menn taka það sér til fyr- irmyndar í svæðasamstarfi í öðrum heimshlutum. Ýmislegt bendir til þess að þau áhrif séu vanmetin sem samstarfið hefur á samkeppn- ishæfni, velferð og jöfnuð í lönd- unum sem þar eiga að máli. Því er miður að ekki skuli lögð meiri áhersla á rannsóknir á ýms- um þáttum norræns samstarfs. Við vitum mjög lítið um hvernig nor- rænt samstarf virkar, hvers vegna það virkar, hverjir eru mikilvæg- ustu aðilar í samstarfinu og hvort það gæti virkað enn betur. Því getur reynst erfitt að sann- færa fólk annars staðar í heim- inum um ágæti norræns samstarfs og ekki síður að standa vörð um samstarfið. Það er hætta á því að enginn kynnist því samstarfsfyr- irkomulagi sem Norðurlönd hafa komið sér upp. Þetta þýðir ekki að lítill áhugi sé á rannsóknum í norrænu sam- starfi. Það er öðru nær því Nor- ræna ráðherranefndin styður rannsóknir á ýmsum sviðum þar sem talið er að samstarfið leiði til aukins árangurs. Það er ákaflega skynsamleg stefna. Eina rann- sóknasviðið sem ekki er styrkt eru rannsóknir á norrænu samstarfi sem slíku. Það má hæglega túlka þetta áhugaleysi á rannsóknum á kjarna norræns samstarfs sem vott um dæmigert norrænt lítillæti og feimni við að vekja á sér athygli. Við teljum heldur ekki að Nor- ræna ráðherranefndin eigi að gera of mikið úr rannsóknum á sjálfri sér. Þó væri lítill sjóður til stuðn- ings rannsóknum á norrænu sam- starfi vel þeginn. Hann myndi gera fræðimönnum sem rannsaka nor- rænt samstarf kleift að funda og ýta úr vör minni verkefnum líkt og gert er hjá öðrum alþjóðlegum stofnunum, t.d. Evrópusamband- inu, Sameinuðu þjóðunum og Atl- antshafsbandalaginu. Því viljum við, með hefð- bundnum hógværum hætti, hvetja til þess að ráðherrar Norður- landanna fjalli um þetta mál við fyrsta tækifæri. Rannsóknir á norrænu samstarfi verði auknar Peter Nedergaard, Ole Elgs- tröm, Per Lægreid og Baldur Þórhallsson hvetja til aukinna rannsókna á norrænu samstarfi » Í grein þessarileggja fjórir nor- rænir prófessorar til að rannsóknum á norrænu samstarfi verði gert hærra undir höfði. Peter Nedergaard Peter Nedergaard er prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn, Ole Elgström er prófessor við Háskólann í Lundi, Per Lægreid er prófessor við Háskólann í Björgvin og Baldur Þórhallsson er prófessor við Háskóla Íslands. Per Lægreid. Baldur Þórhallsson SAUTJÁN þing- menn vilja fá að kaupa áfengi í mat- vöruverslunum, ég vona að þeir séu ekki fleiri. Allir segjast þeir treysta einkafyr- irtækjum til að selja vín með betri „ár- angri“ en ríkinu, reksturinn verði mjög líklega „hag- kvæmari“ og „skömmtunarvaldið“ veikara, eins og þeir kjósa að orða það. Um þetta ætla ég ekki að deila enda ekki úr lausu lofti gripið – sem dregur síst úr áhyggjum mínum. Ég ætla heldur ekki að velta mér upp úr þeirri staðreynd að áfengi er vímu- efni sem menn ánetjast með ærnum tilkostnaði fyrir samfélagið. (Og þá hlýtur spurningin að vakna: Af hverju eiga kaupmenn að hirða hagnað af sölu þess en ríkið að borga brúsann?) Hvað þá að ég vilji eyða púðri í þá fánýtu rök- semd að okkur beri að breyta eins og aðrar þjóðir í þessum efnum. Það sem mig langar hins vegar til að gera er að fá Sigurð Kára Krist- jánsson (og félaga hans í þessu máli) til að velta fyrir sér spurningunni: Er sá möguleiki fyrir hendi að áfengisneysla unglinga aukist í öfugu hlutfalli við veikingu „skömmtunarvaldsins“? Ég tek eftir því að þingmennirnir sautján víkja ekki einu orði að þessu spursmáli í grein- argerðinni sem þeir sömdu með til- lögum sínum. Þær eru þó ansi há- værar raddirnar sem halda því fram að unglingadrykkja muni aukast fari áfengið inn í Hagkaup, Bónus og Nettó. Kannski er þetta röng álykt- un. Ég vil spyrja þingmenn, hvern og einn einasta, eruð þið alveg vissir í ykkar sök? Mun til dæmis bjórsala í Hagkaupum ekki auka áfeng- isneyslu ungmenna? Ef ykkur blandast hugur um svarið þá bið ég ykkur þess lengstra orða að láta börn okkar og barnabörn njóta vaf- ans og segja nei við tillögum Sig- urðar Kára og félaga. Þingmenn, ef vafi þá … Jón Hjaltason vill ekki að bjór og léttvín verði selt í mat- vöruverslunum »Ég vil spyrja þing-menn, eruð þið alveg vissir í ykkar sök? Mun til dæmis bjórsala í Hagkaupum ekki auka áfengisneyslu ung- menna? Jón Hjaltason Höfundur er sagnfræðingur og jafn- framt faðir og afi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni ÞESSI spurning kom upp í huga minn eftir þá meðhöndlun sem umsókn Íþróttabandalags Reykjavíkur fékk á sambandsþingi Ung- mennafélags Íslands, sem haldið var á Þingvöllum þann 20. og 21. október s.l. Þar var umsókninni hafn- að með atkvæðum 47 þingfulltrúa á meðan 45 voru samþykkir umsókninni. Það er ekki nema von að maður verði hugsi yf- ir því hvers konar samtök eru þarna á ferðinni. Í tíu ár hefur ÍBR sótt reglulega um aðild að UMFÍ, en umsóknirnar hafa ýmist ekki verið afgreiddar, settir hafa verið afarkostir fyrir inngöngu, sem erfitt hefur verið að uppfylla eða umsókninni hefur verið hafnað eins og nú gerðist án nokkurra skynsamlegra raka. UMFÍ skilgreinir sig sem lands- samtök, íþrótta- og æskulýðs- félaga. Samtökin fá verulega fjár- muni af fjárlögum auk þess sem þau eru aðilar að sérleyfum sem íþróttahreyfingunni er úthlutað með lögum s.s. getraunum og lottó. Innan raða UMFÍ eru nán- ast öll héraðssambönd landsins nema frá Reykjavík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, og Siglufirði svo stærstu héraðssam- böndin séu nefnd. Flestir félagar UMFÍ koma úr þéttbýlinu, sem er e.t.v. ekki óeðlilegt miðað við þá íbúaþróun sem hefur orðið í land- inu síðustu áratugina. Það er því alger- lega óskiljanlegt fyrir okkur sem erum í forystu fyrir íþrótta- hreyfingunni í Reykjavík að hreyf- ingin skuli ekki fá inngöngu í UMFÍ. UMFÍ hefur lagt aukna áherslu á að styrkja sig í þéttbýl- inu má í því sambandi benda á áhuga UMFÍ að byggja nýjar höf- uðstöðvar í Reykja- vík. Við getum ekki skilið hvað veldur því að fulltrúar á sam- bandsþingi UMFÍ hafni okkar um- sókn um aðild á meðan innan raða UMFÍ eru félög sem starfa á ná- kvæmlega sama hátt og félögin í Reykjavík. Ég bara spyr, er ein- hver munur á félögum eins og Breiðabliki í Kópavogi, Stjörnunni í Garðabæ, Keflavík ungmenna- félagi í Reykjanesbæ og íþrótta- félögunum í Reykjavík eins og K.R., Val, Í.R. ofl. félögum. Til að kóróna svo alla vitleysuna þá er stærsta íþróttafélag Reykjavíkur og reyndar landsins, Fjölnir í Grafarvogi, innan raða UMFÍ. Ég hélt að allir væru að vinna að sama markmiðinu. Hvaða hags- muni er verið að verja, spyr sá sem ekki veit? Ég get ekki ályktað annað eftir þessa framkomu, sem mér finnst í hæsta máta undarleg, en að Ung- mennafélag Íslands sé í raun lok- uð samtök. Samtök þar sem aðilar eru handvaldir inn í samtökin. Þetta er ólíðandi í ljósi þess að hér er um samtök að ræða sem fá úthlutað fjármagni og réttindum frá Alþingi Íslendinga og getur því ekki mismunað þegnum lands- ins með þessum hætti. Stjórnvöld bæði Reykjavíkurborg og Alþingi verða að gera þá kröfu til samtaka sem þeir úthluta gæðum að þau séu öllum opin. Fyrir hverja er UMFÍ? UMFÍ sé í raun lokuð samtök þar sem aðilar eru handvaldir inn í samtökin, segir Reynir Ragnarsson » Það er því algerlegaóskiljanlegt fyrir okkur sem erum í for- ystu fyrir íþróttahreyf- ingunni í Reykjavík að hreyfingin skuli ekki fá inngöngu í UMFÍ. Reynir Ragnarsson Höfundur er formaður Íþrótta- bandalags Reykjavíkur, sem er sam- tök íþróttafélaga í Reykjavík og öllum opin sem stunda íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.